Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979
7
HROSSABRESTJ
búuukollar
IPÓLITÍSKIR
Gagnkvæmar
ástar-
játningar
Lúðvik Jósepssyni, for-
manni Alpýðubandalags-
ins, nægir ekki Þjóðvilj-
inn til að auglýsa gagn-
vsema samstarfshæfni
stjórnarfiokkanna, heldur
leggur hann undir sig
heilsíðu í Vísi, helgaða
Alpýðuflokknum. Hann
segir bar m.a.:
„Spurningin um ping-
menn, hvort peir eru góð-
ir eða slakir, hvort peir
verða til gagns eða
ógagns, er ekki um aldur
peirra. Yfirborðs-
mennska, oflátungshátt-
ur og pekkingarleysi er
alltaf til ills, hvort sem er
hjá ungum eða gömlum.
Þeir sem gusast áfram
með stóryrði og hávaða
og halda að peir viti allt,
Þó að Þeir viti sáralítið,
munu litlu góöu koma til
leiöar.
í hópi smákrata á Al-
Þingi að Þessu sinni eru
óvenju margir með Þessu
marki brenndir: Þeir
virka á mig eins og
hrossabrestir. Það vantar
ekki aö í Þeim heyrist. í
Þeim brestur í hverju
máli.“
„Hæsnabúið"
Enn segir Lúðvík: „Þeir
vilja gjörbreyta vinnu-
brögðum á AlÞingi, Þó aö
Þeir viti harla lítið um
eiginleg Þingstörf. Þeir
vilja skylda starfsnefndir
AlÞingis með lögum til að
annast eftirlit með fram-
kvæmd allra laga. Og
síðan eiga Þær að vera
lögskyldaðar til að flytja
AlÞingi skýrslur um
framkvæmd laga. Þannig
ættu samgöngunefndir
AlÞingis að hafa eftirlit
með framkvæmd um-
ferðarlaga. Það yröi ekk-
ert smáræðis nefndar-
starf. Og félagsmála-
nefnd ætti að líta eftir
framkvæmd áfengislaga
og vera lögskylduð til
Þess.
Þessir pólitísku
hrossabrestir segja ann-
an daginn, að dómsmála-
ráðherra sé meðsekur í
morðmáli, en hinn daginn
vilja Þeir vera með hon-
um í ríkisstjórn. Þeir
Þykjast vita allt um verð-
bólgu og rekstur atvinnu-
vega, Þó aö Þeir hafi
aldrei rekið svo mikið
sem hæsnabú né unnið
við aðalatvinnuvegi Þjóð-
arinnar."
Ekki veröur hór tekið
undir allt Það, sem Lúð-
vík segir, en orð hans eru
viðbótarsýnishorn af inn-
anhússerjum á stjórnar-
heimilinu.
Rökin gegn
olíuheildsölu
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri Tímans, segir svo
í sunnudagspistli sínum:
„Þremenningarnir, sem
lýstu sig andvíga stofnun
olíuheildsölu ríkisins,
drógu niðurstööur sínar
saman á eftirfarandi hátt:
— Stofnun olíuheild-
sölu ríkisins leiðir ekki til
aukinnar hagkvæmni,
Þaö koma fjögur fyrirtæki
í staö Þriggja og verður
óhagkvæm skipting milli
smásölu og heildsölu,
sem ekki er nú.
— Uppkaup eigna,
sem nú eru afskrifaðar og
starfa Því í kerfinu án
endurgjalds myndu valda
nýjum fjármagnskostn-
aði, sem neytendur yrðu
aö borga.
— Þar myndi losna
fjármagn sem leita myndi
eitthvað annað og verður
ekki séð að Þaö sé Þarft
eða heilbrigt í Þessu
samhengi.
— Fækka myndi inn-
kaupakostum og Það er
mjög varhugavert.
— Enginn félagslegur
Þrýstingur er í Þjóöfélag-
inu til Þessarar breyting-
ar, enda á samvinnu-
hreyfingin meirihluta í
stærsta olíufélaginu sem
annast fast að helmingi
olíusölunnar. Þar á og
hluti útgerðarinnar aðild.
— Neytandinn á nú um
fleiri kosti að velja sem
kynnu að tapast við
Þessa breytingu, og Þá
jafnframt sú viðmiðun
um hagkvæmni sem felst
í samanburði milli fleiri
aðila á sama vettvangi."
Lokaáfangi Mjólkár-
línu tekinn í notkun
Bolungarvik, 2. íebrúar.
í DAG tók Orkubú Vestfjarða form-
lega í notkun aðveitustöð hér í
Bolungarvík. Stöðin, sem stendur í
Syðridal, er lokaáfangi í byggingu
Mjólkárlínu II. í ræðu sem
Guðmundur H. Ingólfsson hélt við
þetta tækifæri kom fram að bygg-
ing þessarar nýju lfnu frá Mjólká
til Bolungarvíkur er mesta mann-
virki til orkudreifingar á Vestfjörð-
um.
Bygging Mjólkárlínu II hófst við
Mjólká í Arnarfirði 1975, og var
unnið að mestu samfleytt til ársloka
1977. Þá tekur Orkubú Vestfjarða við
orkumálum Vestfirðinga og vantaði
þá verulega á að línan kæmist í
notkun, því sá verkþáttur sem var
eftir var sérlega tafsamur og erfiður.
Hinn 10. des. ‘78 var fyrri hluti
Mjólkárlínu II tengdur og tekinn í
notkun í aðveitustöð í Breiðdal.
Línan Mjólká-Breiðadalur er um 35
km löng, alls 274 staurasamstæður,
lengsta haf í línunni er 606 m, eitt af
þremur yfir Dýrafjörð. Hæst liggur
línan í 76 m hæð yfir sjó. Hægt er að
reka línuna með sömu spennu og
byggðalínur eru reknar með í dag og
þá væntanlega vesturlína einnig.
Linan Breiðadalur—Bolungarvík er
17 km löng og sú lína liggur hæst 750
m yfir sjó á Hestakleifafjalli.
Með þessum línulögnum og að-
veitustöðvum ætti dreifing raforku á
aðalþéttbýlisstöðum á orkusvæðinu
að vera í góðu lagi og ætti að ýta
undir að staðið verði við gefin
fyrirheit um vesturlínu. Að lokinni
ræðu Guðmundar H. Ingólfssonar
formanns Orkubús Vestfjarða
hleypti Guðmundur Kristjánsson
bæjarstjóri Bolungarvíkur straum á
aðveitustöðina. Síðan bauð stjórn
Orkubús Vestfjarða gestum til kaffi-
drykkju í Ráðhúsi Bolungarvíkur.
Með tilkomu þessarar aðveitu-
stöðvar hér í Bolungarvík verður
hægt að stöðva þær tvær dieselraf-
stöðvar sem hér hafa verið keyrðar
stöðugt undanfarnar vikur þó að
þessi línumannvirki leysi stóran
vanda í raforkudreifingu Vestfirð-
inga þá eru ýmis vandamál sem bíða
úrlausnar á þessu sviði. Þar er e.t.v.
veikasti hlekkurinn 8 km sæstrengur
yfir Arnarfjörð sem er eina tenging
suðurfjarðanna við Mjólká. Stjórn
Orkubús Vestfjarða lagði á það
áherzlu í samtali við fréttaritara
Mbl. að vesturlínu yrði komið upp
hið fyrsta en tenging Suðurfjarð-
anna í Arnarfirði er eitt atriðið er
ýtir undir að það verði gert.
Gunnar.
Flugleiðir:
Fjölgun farþega í áætlunar-
flugi en fækkun í leiguflugi
FARÞEGAR Flugleiða, þ.e. Flugfé-
lags íslands, Loftleiða og Air Bah-
ama, urðu alls árið 1978 786.758 og
fjölgaði um 3% frá fyrra ári. Er
þar um að ræða farþega í leigu- og
áætlunarflugi. Fjölgaði farþegum í
áætlunarflugi en fækkaði í leigu-
flugi. Á leiðinni til og frá Chicago
fjölgaði farþegum, en fjöldi far-
þega til og frá New York stóð í stað
og í innanlandsflugi jókst farþega-
tala um 3,4% en hafði aukist um
14,4% frá ártnu ‘76-77.
Hér fara á eftir nokkrar tölur er
fram komu í frétt Flugleiða um
flutninga á liðnu ári:
I áætlunarflugi milli Islands og
annarra Evrópulanda voru fluttir
151.130 farþega en voru 142.155 árið
áður, aukning er 6,3%. í áætlunar-
flugi fyrir Norður-Atlantshaf voru
fluttir 274.989 farþegar en voru
239.816 árið 1977 og er aukning á
þeim leiðum 14,7%. Á milli Luxem-
bourger og Nassau voru fluttir
77.576 farþegar en voru 71.725 árið á
undan. Aukning 8,2%.
Innanlandsflug
I áætlunarflugi innanlands voru
árið 1978 fluttir 243.485 farþegar
og varð aukning miðað við árið á
undan 3,4% en þá varð farþega-
fjöldi í fyrsta sinn meiri en íbúa-
tala íslands eða 235.394.
Samdráttur var í leiguflugi
Flugleiða á árinu. Færri leigu-
ferðir voru farnar milli Evrópu-
landa og' íslands en árið áður og
pílagrímaflutningar sem árið 1977
voru stundaðir með tveim þotum
voru árið 1978 starfræktir með
einni, og það aðeins fyrri helming
tímabilsins, svo sem kunnugt er.
Alls voru fluttir í leiguflugi Flug-
leiða 29.593 en voru 64.296 árið á
undan. Samdráttur nemur 54%.
Þá flutti Air Bahama einnig færri
farþega í leiguflugi en áður, 9.985
en 10.506 árið 1977. Fækkun nemur
5%.
Vöruflutningar
Vöruflutningar milli landa jukust
á árinu. Á ieiðunum yfir Norð-
ur-Atlantshaf voru fluttar 5,815
lestir sem er 20% aukning miðað við
árið á undan. Ennþá meiri var
aukningin á flugleiðum milli íslands
og Evrópu. Þar voru fluttar 2,419
lestir og er aukning milli ára 33,7%.
I innanlandsflugi var hinsvegar
samdráttur í vöruflutningum. Flutt-
ar voru 3.516 lestir sem er 15,3%
minna en árið 1977.
Spóna-
Dlötur
af ýmsum geröum
og þykktum
MJOG HAGSTÆTT VERÐ.
íimburverzlunin
Volundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244
Tann
ENSKIR
PENINGASKÁPAR
eldtraustir — þjófheldir
heimsþekkt
framleiðsla.
E. TH. MATHIESEN H.F.
DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 51888
Opið til kl. 10 öll kvöld
Bílastæði. Sími 40609.
Dömur athugið
Er byrjuö með
megrunarkúrana aftur
Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma megrunarkúrnum.
Megrunarnudd, partanudd og afslöppunarnudd.
Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseðill.
Nudd- og snyrtistofa
Ástu Baldvinsdóttur,
Hrauntungu 85 Kópavogi
Verö kr.
84.400.
BUOIN
Skipholti 19 Sími 29800
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU