Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 Jóhann Bjarni Kristjánsson nýráðinn aðstoðar- kaupféiagsstjóri KRON. Ráðinn aðstoðar- kaupfélags- stjóri KRON Jóhann Bjarni Kristjánsson hefur verið ráðinn aðstoðarkaup- félagsstjóri KRON. Jóhann er fæddur 1. maí 1948. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Islands 1976. Hann hóf störf hjá KRON á námsárum sínum og hefur starfað þar síðan. Magnús NK 72: Minni skemmd- ir en óttast var í fyrstu Neskaupstað 5. febrúar SKEMMDIRNAR á Magnúsi NK eru mun minni en óttast hafði verið í fyrstu, en skipið var tekið f slipp hér á laugardaginn. Eins og fram hefur komið tók Magnús niðri á kletti við Seley á föstu- dagskvöld. Skipið losnaði strax og hélt inn til Norðfjarðar, en ferðinni hafði yerið heitið á Eskifjörð. Gat kom á stefni skipsins bakborðsmegin og rifur komu á tanka fremst í skipinu, en aðrar skemmdir urðu ekki. Viðgerð til bráðabirgða er hafin af fullum krafti og er vonast til að hún taki ekki nema 3—4 daga. Ætti skipið því að komast fljótlega á veiðar, en varanleg viðgerð fer síðan fram að vertíð lokinni. — Ásgeir. Samningum um lagmeti til Rússlands er enn ekki lokid SAMNINGANEFND um sölu á lagmeti til Sovétríkjanna kom til landsins síðastliðinn laugardag. Samningaviðræður höfðu þá staðið yfir í Moskvu í tæpar tvær vikur, en samningagerð lauk ekki. Hafa Sovétmenn til um- fjöllunar og nánari athugunar tillögu frá íslenzku samninga- nefndinni og er búist við endan- legu svari í þessari viku. Gylfi Þór Magnússon forstöðumaður Sölustofnunar Lagmetis sagði f samtali við Morgunblaðið í gær að þar sem samningagerð væri ekki lokið, þá gæti hann ekki upplýst um hvers eðiis þeir samningar væru, sem væntaniega yrði gengið frá í vikunni. í fyrra seldu íslendingar lag- meti fyrir um 1.1 milljarð ís- lenzkra króna til Sovétríkjanna. Þá voru gerðir fjórir samningar, en þrír þeir síðari byggðu á litlum samningi, sem gerður var í byrjun síðasta árs. Skemmdir komu fram í nokkru magni á lagmeti héðan á síðasta ári og þá einkum í gaffal- bitum. Greinir íslendinga og Sovétmenn á um hversu miklar bætur Sovétmenn eiga að fá fyrir þá vöru. yjjoðncui hefur kannski aðmskoðunáhhttununf — Spjallað við Hjálmar Vilhjálmsson um loðnugöngur og veiðarnar síðustu daga HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Bjarni Sæmundsson hefur undan- farna daga verið við loðnuleit og rannsóknir fyrir Austurlandi. í gær var skipið á leið norður með Austurlandi og sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur og leiðangursstjóri um borð f Bjarna að ætlunin væri að leita loðnu út af Langanesi og norður af Melrakkasléttu. Fyrir helgina fór skipið norður til leitar á þessum slóðum, en varð þá að snúa við vegna íss á svæðinu. Hjálmar sagði, að magn- mælingum á loðnu fyrir Austurlandi væri ekki lokið, en miðað við það magn, sem mælst hefði úti af Vestfjörð- um fyrir áramót og síðan hefði verið notað til ákvörðunar á kvóta fyrir loðnuveiði á vetrarvertíð, benti allt til að enn hefði ekki öll loðnan skil- að sér á miðin fyrir Austur- landi. — Við fórum norður fyrir í lok síðustu viku, en lentum í ísi úti af Langanesi og snerum því við, sagði Hjálmar. — Við héldum alla leið suður í Lóns- djúp, en fundum þar ekkert af loðnu. Nú erum við lagðir af stað í aðra umferð og fylgjum gönguleið loðnunnar norður með Austurlandi. Loðnu höf- um við fundið á stóru svæði, en hún hefur verið ákaflega dreifð. I morgun reyndu nokkur skip að kasta austur úr Hvalbaknum, en þau fengu lítið. Hins vegar gekk betur hjá skipunum, sem voru aust- ur úr Gerpi, og ég reikna með að flotinn verði þar í nótt. — Jú, það er rétt að loðnan hagar sér ekki eins og við höfðum kannski reiknað með, en þetta er jú lifandi kvikindi og hefur sjálfsagt aðrar skoðanir á hlutunum en við. Það er kannski þessi breyti- leiki, sem gefur lífinu gildi. En að öllu gamni slepptu því er hegðun hennar í ár einkum frábrugðin að því leyti hve dreifð hún er og í litlum torfum. Það skapar erfiðleika fyrir veiðiskipin og þau þurfa að athafna sig á litlum svæðum og oft á litlum tíma, einkum er þetta erfitt fyrir stærri skipin. — I fyrra var þetta þannig að fyrst kom lítil ganga, sem eiginlega ekkert veiddist úr. Síðan kom aðalgangan og hún góðum hálfum mánuði á eftir þeirri fyrri. Ef við eigum von á einhverju svipuðu í ár þá gæti önnur stór ganga enn verið einhvers staðar á íssvæðinu. Þess vegna erum við nú á leiðinni til að athuga fyrir norðausturhorninu og síðan förum við trúlega vestur með landinu til að athuga hvort við finnum enn loðnu úti af Vest- fjörðum. Því hefur verið hald- ið fram að loðnan gengi oft strax suður með Vestfjörðum og undir Jökul, sagði Hjálmar Vilhjálmsson að lokum. Mondale kemur Leiðrétting í síðustu grein minni í Lesbók Morgunblaðsins hefur fallið niður hluti af málsgrein. I Lesbókinni 30. júlí 1978, 28. tbl., bls. 3, annar dálkur frá vinstri, 17. lína að ofan, á að standa: „Fyrirsjáanlegt var, að stofnun hlutleysisbandalagsins mundi hafa þær afleiðingar, að Norður-Evrópa lokaðist Englandi sem markaðssvæði og leit þá út fyrir, að hafnbann það, sem Napoleon vildi beita gegn Eng- lendingum, gæti bitið á þá svo um munaði." Ábendingar um myndaval, fylgja venjulega greinum mínum, sem Lesbókinni eru ætlaðar, og sá, sem myndskreytti þessa grein, mun hafa litið svo á, að ritgerð Halldórs Hermannssonar um Joseph Banks og ísland, sem nefnd er í greininni, væri sérstök bók, myndskreytt af J. Cleveley, og óhætt væri því að nefna í mynd- skreytingartexta „bókina íslands- ferð Josephs Banks 1772“. Þetta hefur væntanlega vafizt fyrir sum- um, og því skal þess getið, að myndírnar í greininni eru af J. Cleveley, sem fylgdi Joseph Banks til Islands 1772, og þær eru birtar í ársritinu Islandica, 18. bindi, ásamt grein Halldórs Hermanns- sonar „Sir Joseph Banks and Iceland“Jón Kristvin Margeirsson fil.lic. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í síðustu viku er Walter Mondale varaforseti Bandaríkj- anna væntanlegur í opinbera heintsókn til íslands um miðjan apríl næstkomandi. Forsætis- ráðuneytið sendi I dag út frétta- tilkynningu um væntanlega heim- sókn Mondales og fer hún her á eftir. Ákveðið hefir verið að Walter Mondale, varaforseti Bandaríkj- anna, komi í opinbera heimsókn til íslands í boði ríkisstjórnarinnar um miðbik apríl í vor. ísömu ferð fer varaforsetinn í opinberar heimsókn til Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Hollands. í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu í Washington í dag segir Carter Bandaríkjaforseti um för varaforsetans: „Ég hef beðið varaforsetann að koma fram sem persónulegur full- trúi minn í þessum heimsóknum. Náið og vinsamlegt samband við allar þessar þjóðir er okkur mjög mikilvægt og heimsóknir varafor- setans munu efla það. Við eigum margt sameiginlegt, ekki aðeins vegna þess að við aðhyllumst sömu lýðræðishugsjónir og lífsgildi, heldur einnig vegna náins skyld- leika og vinfengis. Fjórar þessara þjóða — Islendingar, Danir, Norð- menn og Hollendingar — eru bandamenn okkar í HUMARAFLINN minnkaði verulega á síðasta ári og varc' 2,1 þúsund tonn, en leyfilegi hámark var 2,5 þús. tonn. Ástæða þessa var stórminnkuð sókn eða 52,5 þúsund togtímar 1978 miðað við 76,2 þúsund togtíma árið á undan. Síðast- liðið sumar stunduðu 90 bátar humarveiðar, en um 140 bátar árið 1977. Minni áhugi á veiðun- um er einkum rakin til afnáms yfirborgana og strangari mats- reglna en áður, segir ( skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Fyrir árið 1979 leggur Haf- rannsóknastofnunin til að Norður-Atlantshafsbandalaginu, en tvær þeirra — Svíar og Finnar — byggja hlutlaus ríki og sjálf- stæði þeirra virðum við og höfum við þau samstarf um þýðingar- mikil alþjóðamál. I þessum heimsóknum mun varaforsetinn rekja afbragðs sam- búð okkar við ríkin hvert um sig, framvindu mála á Evrópu um þessar mundir, þróun samskipta' austrænna og vestrænna ríkja og önnur alþjóðamál sem báða aðila varða.“ Mikið af góðri ýsu þegar gef- ur á djúpmiðin Ólafsvik 1. febrúar. 17 ÓLAFSVÍKURBÁTAR hafa aflað 1132 lesta í janúar í 238 sjóferðum. 12 bátar róa með línu og er meðalaflinn hjá þeim yfir 6 lestir i róðri. Aberandi mikið er af góðri ýsu í línuaflanum þegar gefur á djúpmið. Hæstu línu- bátarnir eru Garðar II, 112 lestir í 16 sjóferðum, Jökull 109 lestir í 17 sjóferðum og Gunnar Bjarnason 101 lest í 16 sjóferðum. Aflahæst- ur netabátanna 5 er Ólafur Bjarnason með 78 lestir í 18 sjóferðum. í dag eru allir bátar á sjó í góðu veðri. Helgi. hámarksafli verði 2,5 þúsund tonn eins og í fyrra. Veiðitímabilið verði frá 15. maí til 15. ágúst, en bátafjöldi verði takmarkaður við 100 báta. Þá verði verðlagningu humars breytt þannig að verðið miðist við meðalþunga í sýni eða fjölda humarhala í hverju kg. Ef litið er á hörpudisksveiðar á síðasta ári þá varð mikil aukning á þeim og aflinn meiri en nokkru sinni áður eða um 8,8 þúsund tonn á móti 4,4 þús. tonnúm 1977. Líkur eru taldar á að takmarka þurfi þessar veiðar eitthvað á árinu ef sókn verður jafn mikil og á síðasta ári. Talið er að veiðiþol aðalveiðis- væðanna sé a.m.k. 7,5 þús. tonn. Mickie Gee við plötuspilarana í gær. Ljósm. Emilía Heimsmetstilraun Mickie Gees: Hefur snúið plötum í 2 vikur MICKIE Gee plötusnúður hefur nú snúið plötum stanslaust í rúmar 2 vikur. Mickie sem ætlar sér að setja heimsmet í plötusnúningi hóf tilraun sína mánudaginn 22. janúar en hann verður að halda áfram í 50 sólarhringa til að slá núverandi met. Um leið og heimsmetstilraun Mickies fer fram er í gangi söfnun, „Gleymd börn ’79“. Allur ágóði af söfnuninni fer til heimilisins að Lyngási sem reki- ð er af Styrktarfélagi vangef- inna. Verndari söfnunarinnar er séra Ólafur Skúlason dóm- prófastur en gírónúmer hennar er 1979-04. Þegar blaðamenn heimsóttu Mickie í gær var hann hress og sagði að sér liði vel. Samdráttur í humarveiðunum — Helmingsaukning á hörpudiski

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.