Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 Pétur og Símon þungir á metunum FRÁBÆR markvarsla Péturs Hjáimarssonar í marki KR og hörkukraftur Símons Unndórs- sonar síðustu mínútur leiks KR og Ármanns, toppliðanna í 2. deild fsiandsmótsins í handbolta, tryggðu KR-ingum sigur, sem hlýtur að tryggja liðinu annað af 2 toppsætum deildarinnar. Stað- an var 14 — 14 þegar taepar 10 mínútur voru til leiksloka en þá skoraði Símon tvívegis, svo að undir tók í Höllinni. Ármenning- ar svöruðu með vítakasti, en Símon var ekki sáttur við það og óð eins og eimreið gegn um vörn Ármanns á nýjan leik og skoraði þriðja mark sitt í röð. Staðan var nú 17—15 og aðeins um 2 minút- ur til leiksloka. Ármenningar misstu boltann og Haukur átti lokaorðið f leiknum er hann skoraði 18. mark KR, lokatölurn- ar urðu 18—15 fyrir KR, en staðan í hálfleik var 11—9, einn- ig fyrir KR. Þetta hefði aldrei átt að vera svona naumt hjá KR-ingum, Ár- menningar áttu nefnilega afleitan dag að þessu sinni og ef KR-ingar hefðu sýnt allan leikinn eitthvað svipað því óg þeir sýndu fyrstu 10 mínútur leiksins, þá hefðu þeir kafsiglt Ármann. Eftir 10 mínútur stóð nefnilega 4—0 fyrir KR. Ármenningar hófu þá að saxa óðfluga á forskotið. En það var ekki vegna þess að þeir sýndu neina snilldartakta, heldur miklu fremur vegna þess að leikur KR-inga hrapaði um tíma langt niður fyrir meðalmennsku. Á 24. mínútu skoraði Björn Jóhannesson fyrir Ármann og var þá staðan 8—7 fyrir Ármann. Var það í eina skiptið í leiknum, sem liðið hafði yfir. KR-ingar vöknuðu þá af blundi sínum og skoruðu 4 af síðustu 5 mörkum hálfleiksins. Meiri hluti síðari hálfleiks var frekar slakur frá fagurfræðilegu sjónarmiði. En geysileg barátta, sterkur varnarleikur og góð mark- varsla, einkum hjá KR, bætti það að nokkru leyti upp. Nærri miðjum hálfleiknum tókst Ármanni loks að jafna og eins og kemur hér fram að framan, gekk mikið á það sem eftir lifði leiksins. M.a. fengu gleraugu Björns Jóhannessonar einhverja þá verstu útreið sem undirritaður minnist þess að hafa séð gleraugu fá. Höfðu þau þó lítt eða ekkert til saka unnið nema að hvíla á nefi Björns. Ekki nokkur maður skaraði fram úr í liði Ármanns að þessu sinni, liðið átti í heild vafalítið sinn slakasta leik í mótinu til þessa. Einar Þórhallsson átti þá ágæta spretti. Björn var að vanda drjúgur að skora, en nýting hans var í lágmarki. Ragnar stóð sig alls ekki illa í markinu, en hefur þó oftast verið betri. Hann hefur sett sér mjög háan „standard" með góðum leikjum sínum í vetur og því eru menn fljótir að sjá ef hann gefur eitthvað eftir. Ármenningar ættu þó ekkert að örvænta og gera það vafalaust ekki, liðið hefur margsýnt hvað í því býr. Það getur komið fyrir besta lið að eiga slakan dag. Hjá KR átti Pétur Hjálmarsson markvörður stórleik, en að öðru leyti var það jafnræði leikmanna KR sem skóp sigurinn, að ógleymdum stórþætti Símons í lokin. Mörkin fyrir Ármann: Björn 7 (3 víti), Pétur Ingólfsson, Óskar Ás- mundsson og Einar Þórhallsson 2 hver, Friðrik og Grétar 1 mark hvor. Mörk KR: Björn Pétursson 5 (4 víti), Símon 4, Ólafur Lárusson og Haukur Ottesen 3 hvor; Friðrik Þorbjörnsson, Sigurður Páll og Ingi Steinn eitt hvor. —gg- • Það þarí íleiri en tvo tii að haida Símoni í skeljum þegar hann ryðst inn í vörnina. Enda sleit hann sig lausan augnabiiki síðar og skoraði. — Ljósm. Mbi. Kristján. Léttur sigur Stjörnunnar LEIKUR Stjörnunnar og Leiknis í 2. deild á laugardag, var leikur kattarins af mús- inni. Sigraði Stjarnan átaka- laust í leiknum 33—20, og hefði sá sigur getað verið mun stærri eí öll þau hraðupphlaup sem Stjarnan fékk hefðu heppnast. En það vill brenna við hjá leikmönnum að sýna kæruleysi þegar mótstaðan er lítil. Stjarnan náði strax yfir- burðastöðu og eftir 14 mínútna leik var staðan orðin 9—1 þeim í hag. Fór þá að bera á kæruleysi í leik þeirra og með ein- staklingsframtaki Ásmundar Kristinssonar í Leikni aðeins að laga stöðuna og var hún 15—8 í hálfleik. í síðari hálfleiknum var um algera einstefnu að ræða, varnarleikur og mark- varsla var slök hjá báðum liðum sem sést best á því að skoruð eru 53 mörk í leiknum. Ekki er nokkur leið að dæma lið eftir svona leikjum, lið Stjörnunnar er vel leikandi og sýndi oft laglegan samleik. Magnús Andrésson var sprækur í leiknum og skoraði mörg lagleg mörk. Hjá Leikni var Ásmundur Kristinsson langbestur og sá eini sem einhver ógnun var í. Mörk Stjörnunnar: Magnús Andrésson 9, Eyjólfur Bragason 8, Eggert Isedol 6, Hörður Hilmarsson 4, Magnús Arnars- son 2, Magnús Teitsson 2, Árni Arnarsson 1, og Gunnlaugur Jónsson 1. Mörk Leiknis: Ásmundur Kristinsson 10, Sveinbjörn Sigurðsson 3, Viðar Jónasson 3, Knútur Kristjánsson 2, Gunnar Kristófersson 2. - þr. „ÞETTA var í fáum orðum sagt einn stórkostlegasti körfubolta- leikur, sem ég hef tekið þátt í og eru þeir þó orðnir ansi margir,“ sagði fyrirliði KR-inga. Einar Bollason, eftir að lið hans hafði lagt Njarðvíkinga að velli í Úr- valsdeildinni. Óhætt er að full- yrða að áhorfendur að leiknum í gærkvöldi geti tekið undir þessi orð Einars. því aðra eins stemmn- ingu og var í seinni hálfleik þessa leiks er varla hægt að hugsa sér. Leiknum lyktaði með sigri KR-inga, 124—115 eftir fram- lengdan leik, en f hálfleik var staðan 54—54. Gangur leiksins Njarðvíkingar voru mjög spræk- ir í upphafi leiksins og náðu fljótlega forystunni 6—3, en KR-ingar sóttu í sig veðrið og leiddu raunar allt til loka hálf- leiksins, en þá tókst Njarðvíking- um að jafna. Ted Bee kom Njarðvíkingum fyrir strax í upphafi síðari hálf- leiksins, en KR-ingar voru ekki á þeim buxunum að gefa sig og náðu aftur forystunni og héldu fram undir miðjan hálfleikinn. Seinni hluti síðari hálfleiksins var með afbrigðum spennandi og mátti vart heyra mannsins mál fyrir hvatningum áhorfenda. Var jafnt nánast á öllum tölum síðustu mínúturnar. Hinn kornungi leik- maður Njarðvíkinga J. V. Matthíasson fékk á síðustu mínút- Það var hart barist f Höllinni f gærk KR sigurvi stórkostle unni gullið tækifæri til þess að gera út um leikinn en þá brást honum bogalistin í tveimur víta- skotum. Þurfti því framlenging að koma til. Þarf ekki að sökum að spyrja, að framlengingin var ekki minna spennandi, eða allt þar til Ted Bee varð að yfirgefa völlinn með fimm villur, og var raunar þessi fimmta villa hans mjög umdeild. KR-ingar sigu fram úr og stóðu uppi sem sigurvegarar rétt einu sinni. Liðin Blökkumaðurinn John Hudson skoraði í leiknum í gærkvöldi hvorki meira né minna en 48 stig. Skotanýting hans í leiknum var þó fjarri því að vera góð, ef frá eru talin vítaskotin, en þau rötuðu nær öll rétta leið. Jón Sigurðsson var langbestur KR-inga í gærkvöldi og voru sumar sendingar hans hrein- ustu perlur. Var mjög af Jóni dregið í lokin, enda mæddi að venju mikið á honum. Garðar Jóhannsson átti einnig mjög góðan leik svo og Einar Bollason. Einnig komu þeir Árni Guðmundsson og Gunnar Jóakimsson ágætlega frá leiknum. Einkunnagjöfin: KR — UMFl KR: Árni Guðmundsson 2, Birgir Garðar Jóhannsson 3, Gunnar J Kolbeinn Pálsson 2. UMFN: Brynjar Sigmundsson Þorsteinsson 1, Guðsteinn Ingimar: V. Matthíasson 1, Júlíus Valgeirss Bjarkason 2. Naumur si Þegar 3 sekúndur voru til leiksloka f leik KR og ÍR á laugardaginn var staðan 103—100 KR-ingum í vil og allt útlit fyrir öruggan sigur þeirra. ÍR-ingar höfðu þó knöttinn, en áttu innkast. Boltinn var gefinn langt fram eftir vellinum, en KR-ingar voru víðs fjarri. í tveimur tilraunum tókst ÍR-ing- um að skora og minnka muninn f eitt stig. Þegar að var gáð var enn ein sekúnda eftir á klukk- unni, en tfmaverði hafði láðst að setja klukkuna af stað. Hófust nú upp hinar mestu deilur og réðu dómarar leiksins lftið við það ástand sem skapaðist. Leikmenn beggja liða hnakkrifust og ekki létu áhorfendur sitt eftir liggja heldur gerðust nærgöngulir við starfsmenn lciksins og ætluðu augljóslega að sýna þeim hvað til bragðs ætti að taka. Loks eftir dágóða stund tókst að ljúka þessari einu sekúndu sem eftir var leiktímans og klúðruðu KR-ingar ekki leiknum á þeim stutta tíma, heldur mörðu sigur 103-102 eftir að haía verið 52-47 yfir í leikhléi. Leikurinn var jafn til að byrja með og skiptust liðin á um að hafa forystuna. Það var ekki fyrr en 5 mínútur voru eftir af hálfleiknum að KR-ingar komust nokkur stig yfir og höfðu í leikhléi- 5 stiga forskot, 47-52. í byrjun seinni hálfleiks byrjuðu ÍR-ingar á því að jafna leikinn og komast yfir, en á sama tíma fengu þeir Stefán Kristjánsson og Paul Stewart sínar fjórður villur og gátu því ekki beitt sér sem skyldi í vörninni. En ÍR-ingar létu ekki deigan síga heldur héldu vel í við KR-inga og skiptust á við þá um að hafa forystuna. Þegar 5 mínútur voru til leiksloka fengu þeir Stewart og Stefán sínar 5. villur og urðu að yfirgefa leikinn og bjugg- ust menn nú við að KR-ingar myndu innsigla sigurinn. Þeir tóku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.