Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 5 Ljósm. Mbl. RAX. Þremenningarnir sem lagt hafa fram tillögu um næturútvarp fyrir útvarpsráð: Erlendur Magnússon, Goði Sveinsson og Kristján Gíslason. N æturútvarp um helgar? ÞRÍR menn hafa sent útvarps- ráði tillögur sfnar um tilhögun næturútvarps á vegum ríkisút- varpsins og er þar gert ráð fyrir að staðið verði að út- sendingum frá miðnætti til kl. 4 að nóttu aðfararnætur laugardaga. sunnudaga og mánudaga. — Við höfum lengi gengið með þá hugmynd að koma á framfæri þessum hugmyndum og létum nú verða af því þar sem við töldum fulltrúa í út- varpsráði nokkuð jákvæða fyr- ir þeim, sagði Goði Svcinsson, einn þremenninganna, en hinir eru Erlendur Magnússon og Kristján Gíslason. —Þetta er einungis hugsað sem tilraun af okkar hálfu er stæði yfir mánuðina júní og ágúst og í tillögum okkar er sýnt fram á hvernig haga mætti útsendingum og fjármagna þær með auglýsingum. Þetta er ekki hugsað sem poppþáttur heldur þáttur með blandaðri, léttri tónlist ásamt auglýsingum og tilkynningum frá yfirvöldum ef þess er óskað auk stuttra viðtala ef það væri leyft. I tillögum þeim er þeir lögðu fyrir útvarpsráð er gert ráð fyrir að útsendingar þessar nái til fólks á aldrinum 15—35 ára og t.d. einkum starfsfólks við næturvinnu svo sem á sjúkra- húsum, gistihúsum, flugaf- greiðslufólks í Reykjavík og Keflavík, eftirlitsmanna, fólks á ferð um landið svo og fólks í heimahúsum við skemmtanir og annarra, „enda fara íslendingar yfirleitt nokkuð seint að sofa miðað við aðrar nágrannaþjóð- ir“, segir í tillögum þremenning- anna. Sagði Goði að gera mætti ráð fyrir að þessar útsendingar kæmu að nokkru leyti í stað bandaríska útvarpsins. Talið er að þrír menn starfi við útsendingar, tveir dagskrár- gerðarmenn og einn tækni- maður, og komi dagskrárgerðar- menn til vinnu klukkustund fyrir útsendingu til undir- búnings og í fjárhagsáætlunum er talið að launakostnaður nemi alls rúmum 1200 þúsund kr. á mánuði og annar kostnaður um 240 þúsund kr. Auglýsingar eru taldar geta gefið allt að um 3 m. kr. í tekjur á mánuði þannig að rekstrarafgangur yrði rúm 1,6 m. kr. Gert er ráð fyrir að auglýsingar verði unnar á aug- lýsingastofum og leiknar af segulbandi, en ekki lesnar upp, og sagði Goði því að verðið væri reiknað sem eins konar milli- verð milli útvarpsauglýsinga og sjónvarpsauglýsinga. Ólafur R. Einarsson formaður útvarpsráðs sagði að ekki hefði verið fjallað um tillögur þessar á fundi ráðsins, en kostnaðar- áætlun vísað til umsagnar fjár- málastjóra. Ljóst væri að kostnaðurinn væri þó meiri en tillögurnar gerðu ráð fyrir, það þyrfti að hafa vaktir í endur- varpsstöðvunum, því ekki væri ætlunin að hafa þetta sem diskótek fyrir Reykjavíkur- svæðið. Sagði Ólafur að hug- myndirnar undirstrikuðu áhuga manna fyrir næturútvarpi og gengju í sömu átt og tillögur um lengri opnunartíma veitinga- staða hvað snerti „næturrölt fólks og við höfum lítillega rætt það óformlega hvernig hægt yrði að haga lengingu dagskrár- innar og er sumt í þessum tillögum í líkingu við það, en annað er nokkuð gallað," sagði Ólafur og kvaðst gera ráð fyrir að tillögurnar yrðu ræddar nánar á fundi útvarpsráðs n.k. föstud.ag. Nú ferhveraó veróa síóastur að tryggja sér nýjar og nýlegar vörur á verði sem enginn fær staðist. utsalan okkar marg- umtalaða í 6 verzlunum samtímis TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR Laugaveg 66 Ausiurstra>n 22 Glæsibæ Simt 28155 Austurstræti 22 2. hæð imi 28155 Storkostlegt urval af: Herrapeysum * Dömupeysum ★ Skyrtum ★ Kr 5 900 BluSSum * Bolum * • KjÓlum * Kr 25.900 K®Pum * °9 ýmsum barnafatnaöi og Kr. 10.900 Skóm. —— —— ....... Nokkur sett af Þetta getiö |>iö fengíö á utsölunni: Föt m/ og an vestis úr terelyne, 100% ull og Axlabandabuxur fulloröinna ...... riffluðu flaueli. Verð frá Axlabandabuxur unglinga og barna kr 25 900- Dömudragtir úr fínflaueli ..... Stak’a blazer oa tweediakka Kr 19 900 DÖmu Punkíakkar úr kakhi ......... u 3 ....... Kr' Herra sjóliöajakkar og ........ Austurstræti 22. simi fra skiptiborði 28155 Kr. 14.900 Kr. 9.900 Herra- og domu flauels- og 1 1 M .......... terelvnebuxur ..................... Kr. 7.900 Vatteraðar kakhi mittisúlpur Herra-og dömu denimbuxur........... Kr. 6.900 fermingarfotum riffluöu flaueli Verö kr. 19.900 AJIt nyjar og nylegar vorur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.