Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 Tðnllst eftir GUÐMUND EMILSSON óperur eru ýmist fluttar á leiksviði, í útvarpi, í sjónvarpi eða á tónleikum; svo kallaðar kon- sert-uppfærslur. Að þessu sinni verður rætt við þá tvo dagskrár- stjóra ríkisfjölmiðl- anna sem hafa með tón- list að gera, þá Jón Þórarinsson, dagskrár- stjóra lista- og skemmtideildar sjón- Frá sýningu Þjóðleikhússins á La Traviata 1953. Greinaflokkur um óperuflutning á íslandi: Rætt við Þorstein Hannesson tónlistarstjóra: Hér hefur ríkt algjört stefnu- leysi á sviði óperumála BLM: Hvers vegna á óperulist framandi þjóða og tíma erindi til íslendinga í dag? „Óperan er ákaflega göfugt list- form. Og þótt sumir hafi spáð endalokum hennar á undanförnum áratugum og öldum jafnvel, fer því fjarri að þau séu í vændum. Óperan á erindi til okkar eins og önnur list. Auk þess eru Islending- ar ákaflega móttækilegir fyrir jafnt sönglist sem leikiist. Óperan sameinar þetta tvennt." BLM: Menn kvarta sáran undan því að sumar óperur færi ekki fram neinn bitastæðan boðskap í atburðarás sinni? „List þarf ekki endilega að flytja boðskap, og allra síst tónlist, sem er óhlutlægt listform, þótt óperan sé það síst af tónlistargreinum. Skemmtanagildi ætti heldur aldrei að vanmeta. Það er hollt að brosa stöku sinnum." BLM: Hvað vegur þyngst í óper- unni, sönglistin, leiklistin, boð- skapurinn eða skemmtanagildið? „Hin dramatísku tilþrif, sem eru samsteypa þess alls er upp var talið, vega þyngst. Heildaráhrif óperunnar ýta við mönnum, halda hugum og sálum vakandi, éins og öll góð list gerir.“ BLM: Hvað um íslenskar óperu-uppfærslur til þessa? „Það hefur margt verið ákaflega vel gert hérlendis í sönglist. Hins vegar hefur á þessu sviði, þ.e. óperusviði, ríkt algjört stefnuleysi þeirra sem einhvers mega sín, og þá fyrst og fremst Þjóðleikhússins. Óperan er dýr, en fyrr má rota en dauðrota." BLM: Hver eru viðbrögð þín við byggingu nýs borgarleikhúss með hljómsveitargryfju áþekkri þeirri sem er í Þjóðleikhúsinu og rúmar um 45 hljóðfæraleikara? „Mér finnst það nánast fárán- legt og óskiljanlegt að ráðast í svo dýrt fyrirtæki með svo tak- markaðri forsjá. Hljómsveitar- gryfjan þyrfti að rúma 65 til 70 manna hljómsveit." BLM: Nú ert þú tónlistarstjóri Útvarps. Hefur eitthvað verið gert á vegum tónlistardeildar í óperu- flutningi? „Mjög lítið. Ég minnist aðeins einnar óperu fyrir nokkrum ár- um.“ BLM: Er Útvarpið heppilegur vettvangur til að glæða áhuga á óperuflutningi? „A sinn hátt. En ekkert getur komið í stað óperuhúss. Það eru að vísu til óperur sérstaklega samdar til útvarpsflutnings. En þær eru fáar og ekki endilega þær bestu sem völ eru á. Frumkvæði að óperuflutningi á að koma frá Þjóðleikhúsinu en ekki Útvarp- inu.“ BLM: Þar sem Þjóðleikhúsið hefur vanrækt þetta hlutverk, brugðist því, eða ekki verið í aðstöðu til að sinna því, er þá ekki hugsanlegt að Útvarpið stoppaði í götin, a.m.k. að einhverju leyti? „Jú, með aðstoð Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, sem er að vísu angi af starfsemi Útvarpsins og rekin á vegum þess og annarra aðila. Sinfóníuhljómsveit íslands stóð fyrir fjölda óperukonserta hér áður fyrr. Þeir féllu niður er Útvarpið tók við rekstri hljóm- sveitarinnar." BLM: Þetta eru kyndugar frétt- ir. Hvernig má það vera? „Því get ég ekki svarað, enda kem ég ekki nálægt rekstri hljóm- sveitarinnar." BLM: En gæti tónlistarstjórinn ekki haft áhrif til að auka óperu- flutning á vegum S.Í.? Mætti ekki mæla með slíku á fundum verk- efnavalsnefndar og yfirstjórnar sem tónlistarstjórinn situr? „Það gæti ég vissulega gert. Þetta hefur komið til tais að undanförnu." BLM: Nú hljóta töluverðar upphæðir að renna til tónlistar- deildar árlega til að standa straum að hljóðritunum hvers konar. Kemur ekki til mála að verja hiuta þeirra til hljóðritana á óperusöng? „Jú, það kemur til mála, en ekki á kostnað þeirra hljóðritana sem nú eru fastar í sessi. Óperuflutn- ingur yrði að bætast við, ekki draga úr því sem fyrir er. Við gerum aldrei nóg af því að hljóð- rita leik og söng íslenskra tónlist- armanna." BLM: Af hverju hefur þessi ákveðni geiri innan tónlistarinnar verið afskiptur með öllu í Útvarpi? borsteinn Hannesson tónlist- arstjóri: „Óperan er ákaflega göf- ugt listform. Og þótt sumir hafi spáð endalokum hennar á undan- förnum áratugum fer því víðs fjarri að þau séu í vændum. Óperan á erindi til okkar eins og önnur list." Af hverju ekki íslenskan óperu- söng? „Öperuflutningur er bæði erfið- ur og dýr, svarið er svo einfalt." BLM: Kæmi ekki til mála að kynna óperur með íslenskum söng- kröftum, eða kafla úr óperum, og þá með píanóundirleik eins og gert er víða erlendis? „Það finnst mér persónulega heldur óspennandi flutningsmáti. í óperur þarf hljómsveit." BLM: Er hér ekki einu sinni Um að ræða hugsanlega mála- miðlunarlausn á meðan við erum Rætt við Jón Þórarinsson dagskrárstjóra: Vonandi framhald á óperu- sýningum siónvarpsins BLM: Hvað olli skyndilegum eldmóði sjónvarpsmanna og áhuga á óperuflutningi í haust? „Það hefur lengi verið áhuga- mál mitt, að nýta sjónvarpið til að glæða áhuga á óperulist, enda þessi fjölmiðill vel til þess fallinn. Hugmyndin hefur ekki fengið hljómgrunn fyrr en nú í haust.“ BLM: Hvaðan voru óperu-þættirnir keyptir? „Fimm þáttanna fengust frá Southern Television í Englandi, og voru það upptökur frá Glyndebourn-óperuhúsinu fræga. Sá sjötti sem sýndur var í tvennu lagi, var frá sænska sjónvarpinu og sænsku óper- unni í Stokkhólmi. Fleiri þættir stóðu okkur ekki til boða að sinni, en úr því rætist vona ég. Óperuþættir eru dýrir í inn- kaupum og mikið happ að fá þá á viðráðanlegu verði. Svipaðir þættir frá Þýskalandi eru alltof dýrir.“ BLM: Hvernig brugðust sjón- varpsáhorfendur við þessari ný- breytni? „Um það er erfitt að dæma. Enginn hefur hins vegar kvart- að undan óperunum, og er það góðs viti. Kunningjar á förnum vegi hafa og látið þakklæti í ljós. Ég vona að um framhald verði að ræða. Mér finnst rétt að benda á, að óperusýningarn- ar á sunnudögum voru dags- skrárauki, og engu öðru efni fórnað fyrir þær.“ BLM: Hvað hafa margar ís- lenskar óperu-uppfærslur átt sér stað innan veggja sjón- varpsins? „Við höfum tekið upp þrjár óperur, Amahl og næturgestina eftir Menotti, fyrir tíu árum, Astardrykkinn eftir Donizetti, Ráðskonuriki, eða La Serva Padrona eftir Pergolesi, og loks barnaóperuna Apaspil eftir Þorkel Sigurbjörnsson. BLM: Nú sviðsetur sjónvarp- ið nokkur meiriháttar sjón- varpsleikrit árlega sem í sum- um tilfellum kosta tugi milljóna króna. Hefur komið til tals að ein þessara meiri háttar „pródúktsjóna“ væri íslensk ópera? „Ekki beinlínis, enda óperur fjárfrekar. Ef sjónvarpsleikrit kostar milljónir í uppsetningu, kostar óperan tugi milljóna, þ.e. ef um „fullvaxna" óperu er að ræða.“ BLM: Koma kammeróperur ekki til álita, eða óperur við undirleik kammerhljómsveitar eða hljómborðshljóðfæra? „Sú lausn, þ.e. einföldun undirleiks, finnst mér óviðund- andi. Þetta er spurning um annað hvort eða, af eða á. Annars erum við með Mozart óperu í huga með íslenskum söngkröftum. Vonandi verður af þeirri upptöku áður en langt um líður.“ BLM: Hvað skilning leggur þú annars í hugtakið ópera yfirleitt? „I framhaldi af því sem hér hefur verið rætt, detta mér í hug fullgildar óperur eins og þær sem sýndar voru í sjón- varpinu í haust. Þann skilning legg ég oftast í hugtakið. Hinu er ekki að leyna, að óperur eru til jafnt stórar sem smáar, fámennar og fjölmennar. Við 1 getum jafnvel talað um „miniature" óperur sem standa fyrir sínu. Óperur hafa einnig verið samdar gagngert fyrir sjónvarp, t.d. Amahl og næturgestirnir, sem var fyrst slíkra verka." Jón Þórarinsson tónskáld og dagskrárstjóri: „Við höfum tekið upp þrjár óperur, Amahl og næturgestina eftir Menotti, Ástardrykkinn eftir Donizetti og La Serva Padrona eftir Pergolesi. BLM: Telur þú óperuna eiga erindi til íslendinga? „Ég hef aldrei sett mig í sérstakar stellingar til að hug- leiða þetta atriði, mér finnst svarið liggja nokkuð ljóst fyrir. Og kannski þjóna vangaveltur af þessu tagi takmörkuðum tilgangi. Ég játa hins vegar persónulegan áhuga á þessu listformi, sem er allt í senn ólógískt, furðulegt, heillandi og skemmtilegt. Það á erindi við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.