Morgunblaðið - 22.02.1979, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979
Yfirmannaskipti
björgunarsveitarinnar
á Keflavíkurflugvelli
Yfirmannaskipti urðu s.l.
fimmtudaK hjá björKunarsveit
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli. C.C. Camphell undirof-
ursti lét af störfum sem yfir-
maður sveitarinnar en Bruce
K. Ware tók við af honum.
Viðstaddir athöfnina sem fram
fór í flugskýli björgunarsveit-
arinnar voru m.a. Hannes Haf-
stein framkvæmdastjóri Slysa-
varnafélagsins og Guðmundur
Kjærnested skipherra hjá
Landhelgisgæslunni.
„Ég vildi gjarnan koma hing-
að aftur og heimsækja vini þá
og kunningja sem ég hef eignast
þessi 2 ár sem ég hef verið hér,“
sagði Campbell er blaðamaður
ræddi við hann að lokinni
athöfninni sem fram fór við
yfirmannaskiptin.
„Það hefur verið mikið að
gera hjá okkur þennan tíma sem
ég hef verið hér. Við höfum haft
mikið og gott samstarf við
Slysavarnafélagið og Land-
helgisgæsluna og á ég varla til
orð til að lýsa því hversu þeir
auðvelduðu okkur störf svo og
aðrir þeir íslendingar sem við
höfum unnið með.
Islendingar eru yfirleitt mjög
hlyntir hvers kyns björgunar-
aðgerðum. Þeir lifa margir
hverjir við erfiðar aðstæður og
gera sér það líka vel ljóst og
hefur það auðveldað störf okkar
við ýmsar aðstæður.
Aðstæður til björgunarað-
gerða hér á íslandi eru yfirleitt
fremur erfiðar. Það byggist að
vísu mikið á verði og vegalengd
þeirri sem fara þarf til að
komast á slysstaðinn, hversu
erfið hver björgunarferð er. Það
er oft sem við höfum þurft að
fara um 500 mílur í vondu veðri.
Sérstaklega er það erfitt ef ná
þarf í einhverja slasaða í fiski-
báta úti á sjó, þeir eru svo litlir.
Ein af þyrlum björgunarsveitarinnar á Keflavíkurllugvem.
Myndir Kristján.
Er yfirmannaskipti fara fram er það gömull hefð að þeir sem koma og fara skera tertur með sverði. Hér
skera þeir terturnar, Bruce K. Ware (til vinstri) og C.C. Campbell.
Campbell hefur verið hér í 2
ár, eins og fram hefur komið, og
sagði hann að sér hefði líkað
mjög vel að vera í Keflavík.
„Þetta er mitt annað heimili,"
sagði hann að lokum.
„Ég hlakka til þessara 2ja ára
sem ég á að vera hér,“ sagði nýi
yfirmaður björgunarsveitarinn-
ar, Bruce K. Ware, undirofursti.
„Ég bað um að fá að koma
hingað og ég er viss um að
starfið hér á eftir að verða góð
og kærkomin reynsla. Ég hlakka
til að fást við þau verkefni sem
bíða þar sem ég hef mikla
ánægju af því starfi sem fyrir
mér liggur. Ég vona bara að ég
eigi eftir að standa mig eins vel
og fyrirrennari minn, ekki að-
eins í starfinu sjálfu heldur
einnig í samskiptum mínum við
Islendinga."
Ware kvaðst mundu byrja
starfsferil sinn hér á landi með
því að kynnast starfsmönnum
sínum á Keflavíkurflugvelli og
einnig þeim sem hann kæmi til
með að starfa með hjá Slysa-
varnafélaginu og Landhelgis-
gæslunni.
Björgunarsveitin á Kefla-
víkurflugvelli á 3 þyrlur sem
nota má til sjúkra- og gagna-
flutninga en að auki fær hún
senda eina tankvél í viku, ásamt
áhöfn, frá herstöð á Englandi.
Einnig hefur björgunarsveitin
aðgang að annarri tankvél með
3ja klukkustunda fyrirvara.
Um tækjabúnað björgunar-
sveitarinnar sagði Ware að alla
langaði alltaf í betri og full-
komnari tæki en eins og tækja-
kostur sveitarinnar væri nú og
hefði verið s.l. 7 ár væri hann
mjög góður.
t
Pétur Bjarnason, ísafirði:
Skarkolaveiðar
Troll — Dragnót
Enn einu sinni hefur þjóðinni
borist vitneskja um ástand helztu
fiskistofna við landið í formi
skýrslu Hafrannsóknar. Nú nefnd
flekkótta skýrslan. Það hefur nú
þegar verið flutt tillaga á Alþingi
um skipan nefndar til þess að
kanna hver áhrif það hefði á
efnahagslífið í landinu ef eftir
henni yrði farið. Væri þá ekki rétt
að um Ieið yrði kannað, að hve
miklu marki við gætum bætt
okkur upp hallan með aukinni
sókn í aðra vannýtta fiskistofna og
þá sérstaklega kolastofninn?
Það var skynsamleg ráðstöfun á
sínum tíma, þegar landhelginni
var lokað fyrir togveiðum og drag-
nót, miðað við þær aðstæður, sem
þá voru fyrir hendi, bæði hvað
snerti ástand skarkolastofnsins
svc ' gerð og búnað þeirra veiðar-
færa, sem þá voru í notkun. A
þeim árum, sem mest voru notuð
bátatroll og dragnót, var algeng
riðilstærð í trolli 90—120 mm og í
dragnót 70—90 mm auk þess, sem
veiðarfærin voru yfirleitt úr
hampi og hlupu verulega. Það
gefur því auga leið að þau veiðar-
færi hafa ekki verið veljandi á
stærð þess fisks, sem þau veiddu,
Nú er riðilstærð 135—170 mm. Á
síðustu árunum fyrir stríðið, þegar
landhelgin var aðeins 3 sjómílur
og lá inn á firði og flóa, var oft
margfaldur garður af enskum
togurum á grunnslóð hér úti fyrir
Vestfjörðum og mokuðu þar upp
kola.
Á þessu belti frá 3 mílum og út
af 12 mílum, sem nú er lokað fyrir
togveiðum, liggja ein beztu kola-
veiðisvæði fyrir Vestfjörðum.
Það hlýtur því að vera, að eftir
allan þann tíma, sem þessi svæði
hafa verið lokuð, sé óhætt að fara
að hreyfa við þeim aftur, en sókn í
kolastofninn verður ekki aukinn
nema með togveiðarfærum, enda
engin veiðarfæri í notkun hér, sem
hafa þá eiginleika í ríkari mæli að
vera veljandi á stærðir og gæði
þess fisks, sem þau veiða.
Þegar rætt er um eiginleika
veiðarfæra í þessu tilviki, er átt
við að þau séu veljandi á stærðir
og gæði þess fisks, sem þau afla.
Lína er t.d. veljandi á gæði en
ekki stærðir, hún skilar fiskinum
lifandi og óskemmdum í hendur
fiskimannsins, en ef smáfiskur er
fyrir á slóðinni drepur hún hann
jafnt óg stærri fisk. Þó var sá
háttur Norðmanna á línuveiðum
hér við land fyrir stríð að hafa
lengra á milli tauma, brúka stærri
króka og beita stærra en ís-
lendingar og þótti það gefa færri
en stærri fiska á jafn langa línu.
Net eru veljandi á stærðir fisks
eftir því hvaða riðilstærð er notuð,
en þau eru aldrei veljandi á gæði,
því netaveiddur fiskur byrjar
strax að kafna og blóðspringa í
netinu og veldur það skemmdum,
sem ágerast eftir því sem netið
liggur lengur. Eins og áður sagði
eru togveiðarfæri veljandi á bæði
stærð og gæði þess fisks, sem þau
afla.
Með riðilstærðinni má ráða
stærðinni og með togtímanum
gæðunum. Það er því Ijóst að með
þeirri riðilstærð og þeim búnaði,
sem nú er á þessum veiðarfærum,
komast þau næst því að vera í senn
veiðartæki og fiskræktartæki. Þeir
fordómar, sem fylgt hafa þessum
vwiðarfærum frá fyrri tíð, að þau
séu dráps- og gjöreyðingartæki,
eiga því alls ekki við þau eins og
þau eru úr garði gerð í dag.
Eitt af því, sem dragnót var
fundið til foráttu, var að hún
eyðileggði allan botngróður og
skildi eftir eyðimörk. Nú er það
vitað að áhrifa sólar sem orku-
gjafa til blaðgrænuframleiðslu
nýtur ekki á dýpra vatni en 20—30
metrum ög er því ekki um eigin-
legan botngróður að ræða á dýpra
vatni. Tilraunir Hafrannsóknar
með kvikmyndatöku neðansjávar
hafa leitt í ljós að dragnót situr
mjög létt í botni, mun léttara en
menn áður héldu. Hleratroll með
bobbingum eru að ollu jöfnu mun
þyngri og ættu ekki að notast á
það grunnu vatni að um skemmdir
á botngróðri geti verið að ræða,
fyrr en áhrif þess hafa verið
rannsökuð. Þó eru þau oröin miklu