Morgunblaðið - 22.02.1979, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ' FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979
27
Jónas Hallgrímsson
Skipadur
prófessor
við lækna-
deild
FORSETI íslands hefur skipad
Jónas Ilallgrímsson lækni
prófessor í meinafræði við Há-
skóla íslands frá 1. febrúar 1979
að telja.
Jónas Hallgrímsson er fæddur
1931. Hann varð stúdent 1951 og
cand. med. frá Háskóla Islands
1958. Hann hefur starfað bæði hér
heima og erlendis og sérhæft sig í
meinafræði. Hann hefur kennt þá
grein við háskóla hér og erlendis.
Loðna til
Akraness
Akrancsi, 21. feb.
VÍKINGUR AK kom til Akraness í
dag með 1200 tonn af loðnu og
Bjarni Ólafsson AK kom með 800
tonn til síldarverksmiðjunnar. Eru
þetta fyrstu stórfarmarnir af
loðnu, sem berast til Faxaflóa-
hafna. Ef að líkum lætur munu
þessi tvö loðnuskip halda á Vest-
fjarðamið þegar þau hafa landað
loðnunni, en þar er mikil loðna,
sem væntanlega verður brædd og
fryst í höfnum suðvestanlands.
— Júlíus.
Frumvarp á Alþingi:
V esturlandsvirk jun
og Vesturlandsveita
TVEIR þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Friðjón Þórðar-
son og Jósef H. Þorgeirsson, hafa lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um orkuiðnað á Vesturlandi. Frum-
varpið er í fjórum köflum: 1) um Vesturlandsvirkjun, 2)
um Vesturlandsveitu, 3) um Örkumálanefnd Vesturlands
og 4) um stofnfundi virkjunarinnar og veitunnar.
Samkvæmt frumvarpinu skal ríkissjóði íslands,
Akraneskaupstað, Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu,
Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og Dalasýslu heimilt að
setja á stofn orkufyrirtæki, er nefnist Vesturlands-
virkjun. Starfssvæði félagsins er Vesturland frá Hval-
fjarðarbotni í Gilsfjarðarbotn. Þá skal sveitarfélögum í
fyrrnefndum sýslum heimilt að setja á stofn, ásamt
ríkissjóði, orkudreifingarfyrirtæki, er nefnist Vestur-
landsveita, er dreifi orku til almenningsnota á veitu-
svæðinu.
V esturlandsvirkjun
Vesturlandsvirkjun skal taka
við öllum eignum Rarik og Anda-
kílsárvirkjunar til raforkuvinnslu
og flutnings, réttindum og skyld-
um, eftir nánara samkomulagi.
Eignarhluti ríkissjóðs í Vestur-
landsvirkjun verði 40%, en eignar-
hluti sýslu- og sveitarfélaga 60%,
er skiptist eftir íbúafjölda. Félagið
verði sjálfstæður réttaraðili og
hafi sjálfstæðan fjárhag og
reikningshald. Sameigendur beri
einfalda, óskipta ábyrgð á skuld-
bindingum, en innbyrðis skiptist
ábyrgð eftir eignarhlutföllum.
Stjórn félagsins skal skipað 7
mönnum frá bæjarstjórn
Akraness, sýslunefndum Borgar-
fjarðar-, Mýra-, Snæfells- og
Hnappadals- og Dalasýslu, fjár-
málaráðherra og orkuráðherra
(einum frá hverjum aðila). Þá eru í
frv. ákvæði um aðalfundi, gjald-
skrárákvarðanir, fjármál,
heimildarákvæði um ríkissjóðs-
ábyrgð, undanþágu frá sköttum,
eigharnám vatnsréttinda, reglu-
gerðarsetningu o.fl.
V estur landsveita
Vesturlandsveita taki við eign-
um RARIK, Rafveitu Borgarness
og annarra sveitarfélaga á starfs-
svæðinu, réttindum þeirra og
skyldum, skv. nánara samkomu-
lagi. Eignarhluti ríkissjóðs verði
40% en sveitarfélaga 60% er
skiptist á sama hátt og gildir um
Vesturlandsvirkjun. Félagið verði
sjálfstæður réttaraðili, með sjálf-
stæðan fjárhag og reikningshald.
Stjórn verði skipuð 7 mönnum,
kjörnum á svipaðan hátt og fyrr
segir. Önnur ákvæði eru og með
svipuðum hætti og segir um orku-
öflunarfyrirtækið.
I þriðja kafla frumvarpsins eru
ákvæði um Orkumálanefnd
Vesturlands, sem skipuð skal
þremur mönnum: frá Vesturlands-
veitu, Rafveitu Akraness og
Vesturlandsvirkjun. Hlutverk
nefndarinnar er að stuðla að hag-
nýtingu og traustu samstarfi
framangreindra aðila í orku-
málum með hagsmuni allra íbúa
Vesturlands fyrir augum. Nánari
ákvæði um nefndina verði sett í
reglugerð.
Frlðjón JAwf H.
Þórðaraon Þorgcirsson
Aðdragandi
í greinargerð með frumvarpinu
segir m.a.:
„Að undanförnu hafa stjórn-
skipaðar nefndir verið að störfum
í flestum kjördæmum landsins til
að ræða og reifa þessi mál og
kanna viðhorf heimamanna til
þeirra. Auk þess hefur yfirnefnd í
orkumálum starfað að heildar-
skipulagi og yfirstjórn orkumála
að því er tekur til landsins alls.
Samkvæmt ósk iðnaðarráðherra
í fyrrgreindu erindisbréfi var
fljótlega leitað samstarfs við Raf-
magnsveitur ríkisins og óskað
eftir sjónarmiðum þeirra. Það kom
strax fram hjá stjórnarformanni
RARIK, að stjórn þeirra teldi það
ekki hlutverk sitt að móta stefnu í
raforkumálum framtíðarinnar.
Það væri verkefni stjórnvalda. A
hinn bóginn væri sjálfsagt að veita
nefndinni allar upplýsingar, sem
óskað væri eftir, og taka þátt í
skoðanaskiptiím.
Raforkunefnd Vesturlands
skrifaði strax öllum hreppsnefnd-
um á Vesturlandi, 38 að tölu, öllum
sýslunefndum á svæðinu, en þær
eru 4, og bæjarstjórn Akranes-
kaupstaðar, kynnti þeim verkefni
nefndarinnar og óskaði eftir til-
lögum, sem þær kynnu að vilja
koma á framfæri við nefndina.
Auk þess var málið rækilega kynnt
og rætt á fundum Samtaka
sveitarfélaga í Vesturlandskjör-
dæmi.
Nefndin hefur frá öndverðu
fjallað um alla meginþætti
raforkukerfa samkvæmt venju-
legri skiptingu: (1) Orkuöflun,
orkuver o. fl., (2) flutningskerfi, þ.
e. háspennulínur og spennistöðvar,
sem flytja raforkuna til notkunar-
svæðanna og (3) dreifikerfi, sem
dreifa orkunni innansvæðis til
einstakra notenda. — Kemur þá til
álita, að allir þessir þættir séu á
einni og sömu hendi eða tveim,
t.d. þannig, að einn aðili annist
orkuöflun og meginflutning, en
annar eða aðrir sjái um orkudreif-
inguna.
Sérstaklega verður að geta þess,
að á Vesturlandi eru aðstæður með
nokkuð sérstökum hætti í orku-
málum. Um Dali, Snæfellsnes, og
mikinn hluta Borgarfjarðarhéraðs
hafa Rafmagnsveitur ríkisins
annast alla meginþætti raforku-
kerfisins á undanförnum árum. A
hinn bóginn hefur Andakílsár-
virkjun, sem tók til starfa 1947,
aðallega selt raforku til dreifi-
veitnanna á Akranesi, Borgarnesi
og Hvanneyri, þ.e. annast orkuöfl-
un og flutning á ákveðnu svæði
Borgarfjarðarhéraðs. Þess skal
getið, að Andakílsárvirkjun
annaðist alla orkuöflun fyrir
Borgarfjarðarhérað til 1958, en
orkuflutning frá Akranesi til
Andakíls fyrir Rafmagnsveitur
ríkisins hefur hún séð um fram á
þennan dag. Allt frá 1970 hafy
miklar umræður farið fram meðal
heimamanna í þá átt að stækka
athafnasvæði Andakílsárvirkjun-
ar, þannig að það taki framvegis
til alls Vesturlands, frá Hvalfirði í
Gilsfjarðarbotn. Hefur þá jafn-
framt verið haft í huga að virkja
Kljáfoss í Hvítá við hentugt tæki-
færi. Heimildarlög um virkjun
Hvítár í Borgarfirði voru sam-
þykkt á Alþingi 30. apríl 1977.
Andakílsárvirkjun er sameign
þriggja aðila, þ.e. Akranes-
kaupstaðar, Borgarfjárðarsýslu og
Mýrasýslu. Skiptist sameignin
milli eigenda í þrjá jafna hluti.
Itrekaðar samþykktir eigenda
Andakílsárvirkjunar, sveitar-
stjórna, sýslunefnda, ýmissa
félagslegra heildarsamtaka, svo og
Samtaka sveitarfélaga í Vestur-
landskjördæmi hafa hvatt til auk-
innar samvinnu í orkumálum á
þessu svæði öllu. Með hliðsjón af
mikilvægi málsins og stærð og
heildarskipulagi er þó talið rétt og
eðlilegt, að ríkisvaldið eigi veru-
legan hlut að þessu máli. Fyrir-
tæki, sem kynnu að verða stofnsett
í þessu skyni, yrðu því sameign
ríkisins og sýslu- og sveitarfélaga
á Vesturlandi."
Þingfréttir í stuttu máli - Þingfréttir í stuttu máli
Viimundur Gylfason:
Rammalög um samvinnu-
félög og verkalýdsfélög
Kosningareglur samvinnufélaga færu vel í
launþegafélögum — sagði Páll Pétursson
Fjögur mál afgreidd
frá efri deild
Fundir vóru í báðum deildum
Alþingis í gær. Efri deild af-
greiddi fjögur frumvörp til neðri
deildar: 1) Frumvarp um lögræði,
sem felur í sér lækkun lögræðis-
aldurs úr 20 árum í 18, 2) frum-
varp um tollskrá, með breytingum
frá fjárhags- og viðskiptanefnd,
um niðurfellingu gjalda af bifreið-
um fyrir bæklað fólk, fólk með
lungna- og hjartasjúkdóma, 3)
frumvarp um aflatryggingarsjóð,
þ.e. um sérstakar bætur til
eigenda fiskibáta, sem þurfa að
hætta veiðum vegna lokunar veiði-
svæða, 4) frumvarp um heimild til
að staðfesta alþjóðlega samninga
um varnir gegn mengun sjávar af
völdum olíu.
Magnús H. Magnússon, félags-
málaráðherra, mælti fyrir frum-
varpi um Húsnæðismálastofnun
ríkisins, varðandi lán til íbúða-
bygginga á lögbýlum.
Þá urðu allnokkrar umræður í
deildinni um frv. til laga um orlof,
þ.e. aðgang innheimtuaðila að
bókhaldsgögnum fyrirtækja, er
eiga ógreitt orlof. Hlaut þetta
ákvæði gagnrýni á þeirri forsendu,
að ekki væri fordæmi fyrir því í
íslenzkum lögum að skuldheimtu-
aðili hefði aðgang að bókhalds-
gögnum skuldara.
Lýðræðislegri
staríshættir í
samvinnufélögum
I neðri deild urðu harðar um-
ræður um frv. Finns T. Stefáns-
sonar (A) o.fl. um beinar kosning-
ar í samvinnuhreyfingunni til
æðstu stjórnar Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga o.fl.
Þórarinn Sigurjónsson (F)
taldi óeðlilegt að skipa innri
málum samvinnuhreyfingar með
löggjöf. Þá skipan ættu samvinnu-
menn sjálfir að ákveða, innan
almennrar löggjafar um frjálst
félagastarf.
Lúðvík Jósepsson (Abl) taldi
þetta frumvarp aðferð „ný-íhalds-
ins í Alþýðuflokknum" til að koma
hlutfallskosningum á í verkalýðs-
félögum, sem yrði næsta skrefið.
Frumvarpið væri árás á frjálst
félagastarf.
Vilmundur Gylfason (A) taldi
það skugga á samvinnuhreyfingu,
að þar færu of fáir með of mikið
vald, án nauðsynlegra áhrifa al-
mennra félagsmanna á val stjórn-
enda. Sama mætti segja um
verkalýðshreyfinguna. — Þar
væru ónóg tengsl milli „forystu"
og félagsmanna. Fámennir fundir
kysu stjórnir, sem færu með mikið
vald í umboði fjöldans. Hér mætti
einnig breyta málum til að auka
áhrif hins almenna félagsmanns.
Setja mætti rammalög um aðal-
fundi, stjórnarkjör o.fl.
Halldór E. Sigurðsson (F) sagði
samvinnufélögin opin félög, sem
allir ættu aðgang að. Þar réði
einstaklingurinn en ekki fjár-
magnið ferð. Rangt væri að setja
löggjöf um skipan innra starfs
opinna félaga.
Lúðvík Jósepsson ((Abl) sagði
ný-íhaldið í Alþýðuflokknum
flytja mál, sem gamla íhaldið
hefði áður flutt. Vilmundur hefði
með orðum sínum fært sönnur á,
að með frv. væri einnig stefnt að
verkalýðsfélögum.
Páll Pétursson (F) sagði m.a.,
að kosningareglum í verkalýðs-
hreyfingu mætti breyta til sam-
ræmis við reglur í samvinnufélög-
um, þ.e. kjör fulltrúa, er síðan
kysu hina æðstu stjórn.
Jónas Árnason (Abl) taldi lýð-
ræði ábótavant í íslenzkri sam-
vinnuhreyfingu. Það sæist bezt á
því, hvern veg SÍS-valdinu væri
oftast beitt í þjóðfélaginu. Það, að
kaupfélög væru dreifingar- og
innheimtuaðilar fyrir Tímann,
gegnum viðskiptareikninga, talaði
sínu máli. Efalítið vekti réttlæii
fyrir flutningsmönnum, þó að
hann hinsvegar efaðist um að því
yrði náð með efnisatriðum frum-
varpsins.
Finnur Torfi Stefánsson (A)
sagði þá menn, sem gerðu ekki
greinarmun á því, að samvinnu-
rekstur væri rekstrarform að
lögum, en verkalýðsfélög hins
vegar alls ekki, vissu naumast
hvað þeir væru að tala um. Hér
væri óskyldum málum ruglað
saman. Lög giltu um samvinnufé-
lög og þeim yrði ekki breytt nema
á Alþingi. Rangt væri að „íhaldið"
hefði áður flutt slíkt frumvarp. Ef
svo væri, skoraði hann á hinn
gamalgróna þingmann, LJó, að
leggja það frumvarp fram í deild-
inni.
Réttarstaða sak-
bornings en
saklauss manns
Albert Guðmundsson (S) tók til
máls í sameinuðu þingi í fyrradag,
er Steingrímur Hermannsson
dómsmálaráðherra hafði flutt
skýrslu sína um stöðu 11 auðgun-
arbrotamála í dómskerfinu. Gerði
hann að umræðuefni réttarstöðu
saklausra manna, sem bornir
hefðu verið sökum og dæmdir af
almenningsáliti, vegna rangra
ákæru, sem og umfjöllunar fjöl-
miðla, en reyndust saklausir.
„Hver á að standa Sigfinni
Sigurðssyni skil á mannorði hans,
sem hann var rændur vegna
ákæru, sem hann síðar var sýkn-
aður af,“ spurði hann. Einnig vék
Albert að margumræddu Jörgen-
senmáli. Þær ákærur hefðu verið
upp á 15 síður. Ekki hefði staðið á
að greina frá þeim lið fyrir lið.
Þegar þessar ákærur hefðu, eftir
athugun, verið felldar niður að
hluta, 9 bls. af 15, hefði hins vegar
fátt verið um fréttafrásagnir.
Burt séð frá því máli þyrfti að
ganga þann veg frá löggjöf, að hún
verndaði sakborning og ættingja
hans fyrir tilhæfulausum aðdrótt-
unum, meðan mál væru á athug-
unarstigi og niðurstöður ekki vit-
aðar.