Morgunblaðið - 26.04.1979, Side 14

Morgunblaðið - 26.04.1979, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 Oddur Olafsson alþm. og læknir — afmæliskveðja Aimæliskveðja frá formanni Sjálfstæðisflokksins Oddur Ólafsson, læknir og alþingismaður, tók ekki sæti á alþingi, fyrr en á 7. áratug sínum, sem hann nú fyllir. Áður var hann löngu þjóðkunnur maður vegna læknis- og félags- málastarfa sinna og metinn að verðleikum. Þingmennskan sem slík var Oddi Ólafssyni þannig persónulega enginn vegsauki, þegar hann tók sæti á alþingi eftir kosningarnar 1971, en þingseta hans hefur síðan bæði aukið álit alþingis og Sjálf- stæðisflokksins, og staðfest þá miklu tiltrú, sem Oddur Ólafsson hafði áður unnið sér með ævistarfi sínu. Það væri mikill skaði, ef nýir siðir í pólitískri baráttu kæmu í framtíðinni í veg fyrir, að menn sem Oddur Ólafsson, er njóta almenns trausts og vinsælda á starfssviði sínu, gæfu ekki kost á sér eða ættu ekki völ á þingsæti, og stjórnmálin og alþingisseta yrðu alger atvinnu- mennska. Ég kynntist Oddi Ólafssyni fyrst, þegar ég var borgarstjóri, og hann var í forystu fyrir Sambandi íslenzkra berkla- sjúklinga og Öryrkjabandalag- inu. Hann sýndi þá sem endra- nær, lagni, dugnað og stórhug, enda hefur Oddur Ólafsson og merkir samstarfsmenn hans unnið stórvirki. Vitað var og að árangurinn, eins og Reykja- lundur og byggingarnar við Hátún, vakti athygli langt út fyrir landsteinana og þótti brautryðjendaverk. Sameigin- legur vinur okkar Odds Ólafs- sonar, Urban Hansen, fyrrum yfirborgarstjóri Kaupmanna- hafnar, hafði oft á þessu orð og um leið því mikla áliti sem Oddur Ólafsson nýtur erlendis meðal þeirra, sem þekkja til hans verka, en Urban Hansen hafði einmitt dvalið að Reykja- lundi sér til heilsubótar áður en hann varð yfirborgarstjóri. Oddur Ólafsson hefur sameinað í skoðunum og starfi stefnumið Sjálfstæðisflokksins, einstaklingsfrelsi og framtak, samhjálp og sjálfsbjörg. I nafni Sjálfstæðisflokksins þakka ég Oddi Ólafssyni giftu- rík störf, ekki sízt á Alþingi íslendinga, og óska honum, frú Ragnheiði og fjölskyldu þeirra allra heilla. Geir Hallgrímsson. Oddur Ólafsson læknir og alþingismaður er sjötugur í dag. Hann ber þann aldur með ágætum, raunar með glæsibrag, eins og hans er von og vísa. Með sömu ágætum og sama glæsibrag hefur hann í áratugi verið í forustu samstarfsmanna, eða eftir atvik- um samherja, í læknisstörfum, félagsmálaþjónustu og stjórnmál- um. Oddur er Suðurnesjamaður í húð og hár, Reykjanesmaður kannski réttara að segja nú orðið, fæddur á Kalmanstjörn í Hafnar- hreppi, sonur Ólafs bónda þar og hreppstjóra Ketilssonar og konu hans Steinunnar Oddsdóttur prests og slysavarnafrömuðar Gíslasonar. I Menntaskólann í Reykjavík fór Oddur 14 ára en um það leyti herjaði berklaveiki harð- ast hér á landi, ekki síst meðal ungs fólks, enda reyndist um helmingur skólasystkina Odds fá smitandi berkla ýmist í skóla eða síðar. Oddur var í hópi hinna síðarnefndu. Að loknu stúdents- prófi 1929 hóf hann nám í lækna- deild Háskóla íslands en veiktist illa af lungnaberklum þegar hann var um það bil hálfnaður með námið. Hafði þá um haustið staðið ásamt fleirum að stofnun stúdentafélags og verið kjörinn fulltrúi þess i stúdentaráð en jafnframt unnið sem lækna- stúdent á Kristneshæli. Þá tók við tæplega tveggja ára sjúkrahúss- og hælisvist og berklameðferð þeirra tíma var hafin og var fram haldið í hans tilviki í 10 ár alls. Hann hélt þó traustu taki í náms- bækurnar meðan hann var á Vífilsstöðum, hóf skólasókn á ný haustið 1934 og lauk læknaprófi vorið 1936. Hafði berklaveikin þá aöeins náð að tefja hann um eitt ár frá námi. Síðan var Oddur aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum um nokkurra ára skeið og öðrum sjúkrahúsum, m.a. í Bandaríkjun- um, og var viðurkenndur af heil- brigðisstjórninni sérfræðingur í berklalækningum árið 1943. Á þessum árum herjaði berkla- veikin áfram fullum fetum um land allt. Berklahælin voru yfirfull af misjafnlega veiku fólki, biðtími eftir vist þar oft of langur, vist- tíminn oft of stuttur, oftast vand- kvæði með dvalarstað fyrir og eftir hælisvist en einkum skorti þó vinnu við hæfi eftir útskrift. Á þessum misserum ræddu berkla- sjúklingar sín á milli að gerast sjálfir virkir í baráttu við berkl- ana, sem leiddi til þess að SÍBS var stofnað á Vífilsstöðum í október 1938. Oddur skipaði sér í raðir fyrri samsjúklinga, þótt nú væri hann jafnframt læknir þeirra, og sat stofnþingið. Þar með var teningnum kastað. Oddur var kosinn í stjórn SÍBS 1940 og hefur átt sæti í henni síðan, lengur en nokkur annar. Aðalstefnumál SÍBS var frá upphafi að bæta hag berkla- sjúklinga, einkum eftir útskrift af hælunum. Árið 1940 ritaði Oddur grein í 2. tölublað ársrits SÍBS (Berklavörn) um gildi vinnu- heimila fyrir berklasjúklinga. Eftir að línurnar fóru að skýrast setti SÍBS merkið hátt: Skipaði vinnuheimilisnefnd 1941 og var Oddur formaður hennar, keypti 30 hektara lands í Mosfellssveit 1944, þar sem Réykjalundur nú er, hóf byggingaframkvæmdir þar í júní sama ár undir forystu byggingar- nefndar og var Oddur einn með- lima hennar. Hendur voru látnar standa fram úr ermum og verkin unnin með hraði því að starfsemin að Reykjalundi hófst formlega 1. febrúar 1945, einu ári eftir að landrýmið fékkst, átta mánuðum eftir að byggingaframkvæmdir hófust, og þætti það vel af sér vikið í dag. Áður en starfsemin hófst hafði að sjálfsögðu verið rætt rækilega innan SÍBS um rekstrarhætti væntanlegs vinnu- heimilis, en hliðstæður rekstur var enginn í landinu eða nálægum löndum. Nefnd var skipuð sem lagði til eins og segir í samþykkt hennar „að sami maður verði yfirlæknir og forstjóri fyrir vinnu- heimili SÍBS“, ræddi síðan við Odd Ólafsson og eins og áfram segir í samþykkt hennar „fór þess á leit við hann að hann tæki að sér þetta yfirlæknis-umsjónarstarf, þar eð hann væri hinn eini starfandi læknir á Iandinu sem kynnt hefði sér sérstaklega rekstur slíkra vinnuheimila erlendis, læknisum- sjá með þeim og heilbrigðisráð- stafanir, svo og vegna þess að miðstjórn hafi einkum notið sér- þekkingar hans um hýsingu vinnu- heimilisins og framtíðaráætlanir." Féllst Oddur á að takast þetta á hendur og var ráðinn til starfsins frá 1. janúar 1945. Nú foru í hönd strangir byggingatímar á Reykjalundi, smáhýsin byggð hvert af öðru, aðalhús tekið í notkun 1950, síðan vinnuskálar einn af öðrum, starfs- mannahús o.s.frv. Fjöldi vist- manna jókst jafnt og þétt úr 15 við opnun í 150 sem er talan í dag. Á þessum árum markaði Oddur stefnu Reykjalundar í samráði við stjórn Reykjalundar og SIBS. Hann gegndi einn störfum yfir- læknis og framkvæmdarstjóra til 1948. Yfirlæknisstörfunum gegndi hann til 30. júní 1970, en eftir það starfaði hann sem ráðgefandi sér- fræðingur um ýmis málefni Reykjalundar til júníloka 1972. Á þessu tímabili vistuðust alls 2080 menn og konur að Reykjalundi, ýmsir oftar en einu sinni, sumir lengi, aðrir stuttan tíma. Auk læknismeðferðar og heilsugæslu var að undirlagi Odds mikil áhersla lögð á félagslega uppbygg- ingu hvers og eins. Starfsþjálfun og menntun lét hann sitja í fyrir- rúmi og að lokinni vist að Reykja- lundi leitaðist hann við að tryggja að skjólstæðingarnir ætfu vísa atvinnu og þar með traustan fjár- hagsgrundvöll. Með SÍBS fékk hann einnig miklu áorkað um húsnæðisútvegun til öryrkja sem bjuggu í lélegu húsnæði. Frá hendi Odds var þannig ekki einungis um venjulega læknismeðferð að ræða fyrir skjólstæðinga hans, heldur réðu þau sjónarmið að lækning er til lítils ef henni fylgir ekki félags- legt sjálfstæði. Að sjálfsögðu urðu ýmsar breyt- ingar á starfsháttum Reykjalund- ar á þessu 27 ára tímabili. Á þessum árum var líka unninn mikill sigur á berklaveikinni í landinu, svo mikill að berklasjúkl- ingar þurftu ekki lengur á að halda öllu rými Reykjalundar þegar komið varð fram á árið 1958. Reykjalundur var þá opnaður fyrir öðrum sjúklingum í þörf fyrir læknisfræðilega, félagslega og at- vinnulega endurhæfingu, og var það gert að fyrirlagi Odds og annarra stjórnenda þar. Á þessum árum var Oddur tíð- um staðgöngumaður héraðs- læknisins í Alafosslæknishéraði. Búseta hans í Mosfellshreppi og afskipti af opinberum málum þar gerði það að verkum að hann var kosinn fulltrúi hreppsins í sýslu- nefnd 1953 og hefur verið það síðan. í gegnum störfin í stjórn SIBS hefur Oddur haft afskipti af fjöl- mörgum málum sambandsins. Má þar nefna starfsemi Múlalundar, vinnustofu SIBS í Reykjavík. Árið 1959 var hann fulltrúi SÍBS í samstarfsnefnd öryrkjafélaganna á íslandi, sem lagði grunninn að stofnun Öryrkjabandalags Islands 1961. Hann var fyrsti formaður þess og var það allt til 1967. Öryrkjabandalagið hefur staðið fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis fyrir öryrkja síðan 1966 og rekur nú þrjú íbúðarháhýsi í Reykjavík og eitt í Kópavogi. Húseignirnar mynda sjálfseignarstofnun og hef- ur Oddur verið formaður hús- stjórnar frá upphafi og driffjöðjur byggingarstarfsins. Oddur var í stjórn Rauða Kross íslands á sjötta áratugnum og um tíma formaður framkvæmda- nefndar hans. Hann hefur setið í mörgum nefndum stjórnvalda til að sinna ýmsum málefnum öryrkja, m.a. um 15 ára skeið í nefnd sem úthlutar fötluðum eftir- gjöf aðflutningsgjalda af bifreið- um og var formaður hennar i 9 ár. Hann hefur verið í stjórn lækna- hússins Domus Medica frá 1967, í stjórn DNTC (norræna berklasam- bandsins) nærfellt frá stofnun þess 1948, í stjórn NFR (norræna endurhæfingarsambandsins) síðan 1962 og þannig mætti lengi rekja trúnaðarstörf hans. Á árunum 1967—1969 beitti Oddur sér mjög fyrir samningu laga um endurhæf- ingu sem voru samþykkt á Alþingi 1970. Hann var formaður endur- hæfingarráðs 1970—1974, skipað samkvæmt þeim lögum. Þegar Oddur hafði látið af störfum yfirlæknis að Reykjalundi féllst hann á að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 1971. Hann naut góðs fylgis í prófkjörinu, tók sæti á lista flokksins i kjördæminu við kosningarnar 1971 og hefur setið á Alþingi síðan haustið 1971. Þingstörfum hans verða ekki gerð skil hér en ætla má að fáir þingmenn hafi fyrr eða síðar haft að baki jafnmikla reynslu og hann í heilbrigðis- og félagsmálum. Ýmis virðingarvottur hefur Oddi verið sýndur á liðnum árum og að verðleikum. Þar eð undir- ritaður veit 'ullvel að honum væri síst að skapi að slíkt væri tíundað á sjötugsafmælinu verður það ekki gert hér með þeirri undantekningu þó að láta þess getið að Læknafé- lag íslands gerði hann að heiðurs- félaga í nóvember á síðasta ári sem í því félagi er fremur fágætur virðingarvottur. Oddi, Ragnheiði, börnum þeirra sex og tengdabörnum eru færðar árnaðaróskir frá Reykjalundi, jafnt starfsfólki sem vistfólki. Haukur Þórðarson Oddur Ólafsson læknir og alþm. er sjötugur í dag. Af starfsþreki og ódrepandi áhuga Odds verður ald- ur hans ekki ráðinn, enda þótt hann hafi á sviði heilbrigðis- og líknarmála unnið afrek, sem ómet- anleg verða íslenzkri þjóð um ókomna tíma. Oddur kaus að gefa yngri mönn- um þar tækifæri og taldi rétt og reyndar nauðsynlegt, að þeir byggðu ofan á þann grunn, sem hann hafði verið svo lánsamur að leggja með samstarfsmönnum sín- um og vinum. Hann gerði sér líka grein fyrir því, að á sviði líknar- og mannúð- armála eru verkefnin óþrjótandi og á löggjafarsamkomu þjóðarinn- ar gæti hann orðið að liði. Oddur gaf kost á sér til þingsetu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykja- neskjördæmi, þar sem hann hafði átt sínar æskustöðvar og forfeður hans búið um langan aldur og var kosinn alþm. Reyknesinga 1971 og hefur setið á Alþingi síðan. Á Alþingi hefur hann haldið áfram starfi sínu fyrir þá sem minna mega sín, auk þess að vera dugmikill þingmaður umbjóðenda sinna. Alla daga ársins er hann á fleygiferð um kjördæmið, til þess að fylgjast með lífi og starfi þess fólks, sem það byggir. Það var fengur fyrir sjálfstæðis- menn að Oddur Ólafsson tók sæti á Alþingi og þeir hinir fjölmörgu, sem hann hafði unnið fyrir og lagt lið eignuðust þar traustan mál- svara. Við Reyknesingar sendum í dag Oddi Ólafssyni beztu afmælis- kveðjur um leið og við þökkum honum og eiginkonu hans frú Ragnheiði ómetanleg störf fyrr og síðar. Matthías Á. Mathiesen. Brldge Umsjón* ARNÓR RAGNARSSON Barðstrendinga- félagið í Rvík. Nú er lokið Barómeterskeppn- inni og röð efstu para var þessi: Stig 1. Kristján Kristjánsson — Arngrímur Sigurjónsson 205 2. Sigurbjörn Ármannsson — Hróðmar Sigurbjörnsson 170 3. Helgi Einarsson — Málfríður Lorange 90 4. Sigurður Kristjánsson — Hermann Ólafsson 84 5. Hörður Davíðsson — Ólafur Hermannsson 75 6. Sigurður Elíasson — Óli Valdimarsson 50 7. Einar Jónsson — Gísli Benjamínsson 45 Svo ljúkum við vetrarstarfs- seminni með einmennings- keppni þann þrítugasta og verður spilað í þremur 16 manna riðlum sem þegar fullskipað er í. Bridgefélag kvenna Sl. mánudag lauk 5. kvölda hraðsveitakeppni hjá félaginu. Spilað var í 2 sjö sveita riðlum og raðað beint síðasta kvöldið. Sigurvegari varð sveit Öldu Hansen sem halut 2973 stig (meðalskor 2700). Næstu sveitir: 1. Gunnþórunn Erlingsd. 2931 3. Gróa Eiðsd. 2928 4. Aldís Schram 2891 5. Sigríður Ingibergsd. 2790 6. Guðrún Einarsd. 2718 Úrslit í riðlunum síðasta kvöldið urðu þessi: A-riðill 1. Alda Hansen 577 2. -3. Gróa Eiðsd. 569 2.-3. Aldís Schram 569 4. Gunnþórunn Erlingsd. 559 5. Sigríður Ingibergsd. 525 6. Guðrún Einarsd. 498 7. Sigríður Jónsd. 483 B-riðill 1. Kristjana Kristinsd. 597 2. Kristín Kristjánsd. 586 3. Sigrún Pétursd. 567 4. Anna Lúðvíksd. 550 5. Guðrún Þórðard. 518 6. Kristín Jónsd. 511 7. Jóhanna Thors. 451 Næstkomandi mánudag, 30. apríl hefst hin árlega para- keppni. Um eða yfir 50 pör hafa að jafnaði tekið þátt í keppni þessari og geta ekki mörg félög státað af annarri eins þátttöku. Að vanda er spilað í Domus Medica og hefst spilamennskan kl. hálf átta (19.30) stundvís- lega. Keppnisstjóri er Ólafur Lárusson. Þátttökutilkynningar berist til Öldu Hansen S. 17933 eða Ingunnar Hofmann s. 17987. Keppnin stendur yfir í 5 kvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.