Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAI 1979 MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til formanna þingflokkanna og spurði þá hvort þeir teldu rétt að þinglausnir yrðu á næstu dögum eins og áformað er, með tilliti til stöðu mála í þinginu og þeirra vandamála sem við blasa í efnahags- og kjaramálum. Svör þeirra fara hér á eftir: Sighvatur Björgvinsson: „Alræðisvald niu ráðherra verði þing sent heim núna” SIGHVATUR Björgvinsson for- maður þinKÍlokks Alþýðuf- lokksins svaraði spurningunni á eftirfarandi hátt: „Að okkar áliti er það stór- kostlega vítavert og mjög alvar- legt ef framkvæmdavaldið ætlar núna að leysa upp þingið við þessar aðstæður þegar öllum hlýtur að vera Ijóst að á næsta leiti hljóta að vera aðgerðir frá ríkisstjórninni í efnahags- og kjaramálum ef hún þá hangir saman. Og ætla sér að senda þing heim núna er að fara fram á það ódulbúið að 9 ráðherrar taki sér alræðisvald til þess að Gunnar Thoroddsen; „Stada stjórnarinnar alltaf svo óviss ad þingið ætti kannski að sitja allt árið” væri kannski ástæða til þess að Alþingi sæti allt árið.“ GUNNAR Thoroddsen, for- maður þingflokks Sjálfstæðis flokksins, svaraði spurning- unni á eftirfarandi hátt: stjórna með tilskipunum fram- hjá þinginu. - Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur rætt þetta mál og sam- þykkt samhljóða með atkvæðum allra þingmanna og ráðherra að koma því á framfæri við for- sætisráðherra að Alþýðuflokk- urinn sé á þeirri skoðun að alls ekki beri að ljúka þingi nú í vor öðru vísi en það þing hafi fjallað um og afgreitt þær aðgerðir í efnahagsmálum, sem öllum hlýt- ur að vera ljóst að eru á næsta leiti ef þá ríkisstjórnin lifir vorið af. Ég tel það vera ákaflega alvar- legt fyrir þingræðið og þau sjónarmið sem ríkja í þessu landi um hlutverk löggjafans, valdsvið og verksvið hans, ef við þessar aðstæður á að ljúka þing- störfum beinlínis í þeim tilgangi að reka þingið heim, til þess að nokkrir einstaklingar geti tekið sér alræðisvald. Það væri ekkert við því að segja þó svo að framkvæmdarvaldið eða hand- hafar þess neyddust til þess að stjórna með bráðabirgðalögum á sumrin þegar upp koma óvænt vandamál, sem þarf að bregðast við, en það er algerlega forkast- anlegt og stórhættulegt og að mínu viti meira en lítið vítavert ef á að senda þingið heim vitandi það að það stendur fyrir dyrum að gera mjög alvarlegar og við- kvæmar aðgerðir í efnahagslíf- Halldór E. Sigurðsson: „Sé engin þau vandamál er koma í veg fyrir þinglausnir 99 „Ég geri ráð fyrir því að þinglausnir verði næstkomandi miðvikudag, 23. maí, og það er ekkert óeðlilegur tími að þingi ljúki um það leiti. Það er oft að þinginu lýkur í maímánuði eða seint í apríl. Ef við hins vegar lítum á stöðuna í þjóðmálunum þá er staða ríkisstjórnarinnar alitaf svo óviss að þess vegna Lúðvík Jósepsson: „Þingið hefur setið nógu lengi” „ÞINGIÐ hefur setið nógu lengi,“ sagði Lúðvík Jósepsson formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins. „Það er fátítt að þing standi lengur en þetta. Þetta þing hefur afkastað miklu og því tel ég æskilegt að því ljúki núna.“ — En er ekki æskilegt að lausn hafi fengist á þeim vanda- málum sem við blasa í efnahags- málunum áður en þinginu verður slitið? „Þingið getur aldrei leyst öll vandamál. Þó það leysi vanda- mál í einni vikunni verða önnur vandamál komin í þeirri næstu og enn önnur í þeirri þriðju," sagði Lúðvík. HALLDÓR E. Sigurðsson, for- maður þingflokks Framsóknar- fiokksins, kvaðst draga mjög í efa að það tækist að ljúka þingstörfum á laugardag. Kvaðst hann halda að þinginu yrði ekki lokið fyrr en eftir helgi. — Ég vel nú ekki segja að vandamál séu óleyst, sagði Halldór, er Morgunblaðið bar spurninguna upp við hann, þó að þau komi nú alltaf upp eins og venja er með litlum fyrirvara. Kann ég ekki skil á því, hvernig þetta gæti breytzt nú þessa dagana og því er ég ekki alveg undir það búinn að svara. Þetta fer einnig eftir því, hvort þessi mál fara inn í þingið eða ekki. Morgunblaðið spurði þá, hvort það ætti að vera keppikefli ríkis- stjórnar að senda þing heim og gefa síðan út bráðabirgðalög. Hann sagði: — Þetta er nú svo oft, og gamalt að tala um það að ríkis- stjórnin losi sig við þingið til þess að geta gefið út bráða- birgðalög. Stundum hefur það komið fyrir og stundum ekki. Alþingi getur auðvitað haft afskipti af málum, þótt þingið sitji ekki, þá gegnum þingflokk- ana. En eins og er finnst mér ekki liggja það fyrir, sem kæmi í veg fyrir þingslit. Að mínu mati er það ekki nógu skýrt, að það sé ástæðan. Hins vegar held ég að þingið sitji fram yfir helgi. Einnig verður að hafa í huga, að þótt þingið sé farið heim, er unnt að kalla það saman með tiltölu- lega litlum fyrirvara. Auövitað Beniao um Hvítasunnuna 2. —10. júní. // i uj rav Margra ára reynsla, brautryöjendur í Benidorm feröum. Reyndir fararstjórar, þjálfaö starfsfólk. Brottfarardagar 1979: 30. maí 3. ágúst 3. september 20. júní 12. ágúst 15. september 11. júlí 22. ágúst 30. september 23. júlí 27. ágúst M| Seljum farseðla um allan heim á lægsta veröi. I Ferðamiðstöðin hf. I AÐALSTRÆTI 9 — SÍMI 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.