Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979 Jóhannes I Karl I Ásgeir Celtic MLaLouvierem Standard Pétur I Arnór Feyenoord I Lokeren Jón Jönköping HELGI Daníelsson formaður landsliðsnefndar KSÍ og dr. Youri Illichev landsliðsþjálfari kunngerðu í gær val á 16 manna landsliðshópi fyrir leikinn við Sviss sem fram fer í Bern næst- komandi þriðjudaK- Eftirtaldir 16 leikmenn hafa verið valdir. Þorsteinn ölafsson ÍBK (10) Bjarni SÍKurðsson ÍA ( 0) Árni Sveinsson ÍA (19) Jóhannes Eðvaldsson Celtic Fyrirliði (26) Marteinn Geirsson Fram (39) Janus Guðlaugsson FH (11) Guðm. Þorbjörnss. Val (12) Atli Eðvaldsson Val (11) Ásgeir Sigurvinsson Standard Liege (21) Pétur Péturss. Feyenoord ( 5) Arnór Guðjohnsen Lokeren ( 0) móti Sviss Jón Péturss. Jönköbing (23) Karl Þórðarson La Louviere ( 6) Otto Guðmundsson KR nýliði Sævar Jónsson Val nýliði Jón Oddsson KR nýliði Eins og sjá má á upptalning- unni eru fimm nýliðar í hópnum, sem ekki hafa leikið A-landsleik. Það vekur nokkra furðu að báðir landsliðsmarkverðirnir frá í fyrra, þeir Þorsteinn Bjarnason og Árni Stefánsson, eru nú úti í kuldanum. Þá er valið á Jóni Oddssyni nokk- uð óvænt, þar sem Teitur Þórðar- son er ekki valinn og Pétur Ormslev Fram, sem hefur sýnt góða takta í byrjun keppnistíma- bils er ekki inni í myndinni. Þá má ekki gleyma Inga Birni Alberts- syni, þeim mikla markaskorara. Youri þjálfari sagði að hann veldi • Fyrir skömmu lauk f Ásgarði innanhúsmóti tryggingafélaganna f knattspyrnu. Stóð Brunabótafélagið fyrir mótinu og gaf bikar. Tryggingamiðstöðin bar sigur úr býtum á mótinu. hlaut 9 stig af 10 mögulegum. Almennar Tryggingar urðu í öðru sæti. A myndinni afhendir Ásgeir Ólafsson forstjóri Brunabótafélagsins Tryggingarmiðstöðvarmönnum bikarinn. Sigurvegararnir eru taldir frá vinstri: Guðmundur Pétursson, Sigurður Einarsson, Gunnar Felixson og Ágúst Gunnarsson, sem var jafnframt fyrirliði. Vestur-Þjóð- verjar lágu VESTUR-þýska stórliðið Borussia Mönchengladbach sigr- aði vestur-þýska landsliðið f vin- áttu- og æfingaleik í knattspyrnu f fyrrakvöld með 6 mörkum gegn 2. Var leikurinn til fjáröflunar fyrir gömlu Mönchenglad- bach-kempuna Berti Vogts, sem hefur dregið fram knattspyrnu- skóna á nýjan leik eftir að hafa þríbrotnað á fæti í haust. Töldu læknar á sfnum tfma að ferill Vogts væri örugglega á enda, en kappinn afsannaði allt slfkt hjal. Kevin Keegan lék sem gestur í liði BMG og átti góðan leik, þótt ekki skoraði hann. Vogts skoraði sjálfur eitt af mörkunum og þeir Horst Koppel (2), Edvard Lienen, Horst Wohlers og Christian Kulik sáu um hin fimm. Reinar Bonhoff skoraði bæði mörk landsliðsins. menn í liðið sem hann treysti fullkomlega. Það er lítil samæfing fyrir hendi og því verðum við að stóla á menn sem leikið hafa lengi saman í landsliði. Lið Sviss er sterkt, og við verðum að leika varlega. Eg mun leggja áherslu á sterkan varnar- leik, en að sjálfsögðu mun sóknin ekki gleymast sagði Youri. Sex leikmenn sem leika með erlendum liðum eru í hópnum og eiga þeir flestir að leika með liðum sínum um helgina. Jón Pétursson mun hitta landsliöshóp- inn á laugardaginn í Kaupmanna- höfn þar sem hann mun ekki leika, en hinir koma til móts við hópinn í Bern. Jóhannes Eðvaldsson á að leika erfiðan leik með félagi sínu Celtic á mánudagskvöld, og þarf að taka næturiest strax að þeim leik loknum til London og fljúga til Sviss. Er hann ekki væntanleg- ur þangað fyrr en á eftirmiðdag á þriðjudag. Helgi Daníelsson sagði það alltaf vera möguleika að einhver af atvinnuleikmönnunum meiddist, í leikjum sínum, en það væri áhætta sem yrði að taka. Landsleikurinn við Sviss verður 108. landsleikur íslands í knatt- spyrnu og jafnframt fyrsti A-landsleikurinn við Sviss. Leik- urinn er liður í Evrópukeppni landsliða. Islenska liðið mun æfa hér heima í kvöld og á morgun föstudag en halda utan á laugar- dag og verður tíminn úti nýttur til æfinga fram að leiknum. Reynt var að fá inni með æfingu á grasvellinum í Kópavogi í dag en leyfi sem gefið hafði verið um æfingu þar var afturkallað á síðustu stundu. Liðinu mun því ekki takast að æfa á grasi hér heima fyrir leikinn. Breytt lið á móti Vestur-Þjóðverjum Það kom fram á fundinum að landsliðshópnum yrði breytt veru- lega fyrir landsleikinn við V-Þjóð- verja hér heima 26. maí. Atvinnu- mennirnir geta fæstir verið með í þeim leik, og þá fá aðrir tækifæri til að sýna getuna sagði formaður landsliðsnefndar. Undirbúningur- inn undir þann leik mun hefjast um leið og liðið kemur heim frá Sviss. Lið Þjóðverja kemur hingað frá írlandi þar sem það leikur landsleik. Þjóðverjarnir munu koma með sitt sterkasta lið, og mun 250 manna hópur stuðnings- manna koma með liðinu svo og 25 blaðamenn og 7 ljósmyndarar. Leiknum mun svo verða sjónvarp- að um allt Þýskaland. Er það mikil virðing sem vestur-þýska knattspyrnusambandið sýnir KSÍ, að mæta hér með lið sitt til vináttulandsleiks. _ þr Norðmenn gramir Fyrir skömmu unnu Portúgalir sigur á Norðmönnum í Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu. Leikurinn fór fram í Ósló og var aðeins eitt mark skorað í leiknum. Norðmenn skoruðu eitt mark í leiknum, en það var dæmt af og voru flestir Norðmenn og hlutlausir áhorfendur á því að þar hefði jaðrað við dómarahneyksli. Tom Lund, einhver skærasta stjarna Norðmanna fyrr og síðar, lýsti þessu á skemmtilegan hátt. Hann sagði að svona dómgæslu þyrðu milliríkjadómarar ekki að hafa í frammi nema á heimavöllum hjá smáþjóðum eins og Norðmönnum, Færeyingum og íslendingum. Það var athyglisvert, að eftir leikinn, neitaði dómarinn að tjá sig um málið við fréttamenn. Sex atvinnumenn i landsliðinu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.