Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1979 UmferAarnefnd þingsins skil- aði mörgum ályktunum varðandi þennan þátt slysavarnastarfsins og hvatti slysavarnadeildir til að fylgjast vel með framvindu um- ferðarmála í sinni heimabyggð, fræðslu í skólum landsins og meðal almennings í samráði við þá aðila, sem þessi mál heyra undir. Þá kom glögglega fram mikill áhugi meðal þingfulltrúa að sérstakar umferðarvikur væru nauðsynlegar á sem flest- um stöðum á landinu, en þær mundu stuðla mjög að bættri umferðarmenningu og vektu al- menning til umhugsunar um þetta mikla vandamál. Þá voru deildir félagsins hvattar til að beita sér fyrir notkun og dreifingu endurskins- merkja i enn ríkara mæli en verið hefði og sérstök áskorun var samþykkt til stjórnvalda að tilgreina blóðflokk handhafa ökuskirteina við útgáfu nýrra skírteina og endurnýjun gam- alla. Slysavarnanefnd, hafði til meðferðar margar tillögur eins og jafnan á SVFÍ þingum. í ályktun nefndarinnar í tengslum við Tilkynningaskyldu ísl. skipa var þeim óskum beint tii stjórn- 18. Landsþing Slysa- vamafélags íslands 18. Landsþing Slysavarna- félags Islands var haldið dagana 4.-6. maí sl. í húsi félagsins á Grandagarði. Samtals sóttu þingið 180 manns, fulltrúar og umdæmisstjórar björgunar- sveita félagsins. Þinginu var slitið á sunnu- dagskvöldið, þar sem lýst var stjórnarkjöri. Gunnar Friðriks- son var einróma kjörinri forseti SVFÍ til næstu þriggja ára, en hann hefur gegnt þeim störfum frá 1960. Aðrir í stjórn félagsins eru: Ingólfur Þórðarson, Reykja- vík, Frú Hulda Victorsdóttir, Reykjavík, Haraldur Henrýsson, Reykjavík, Hörður Friðbertsson, Reykjavík, Eggert Vigfússon, Selfossi og Baldur Jónsson, Reykjavík. Fulltrúar landsfjórð- unga í aðalstjórn voru kjörnir Halldór Magnússon frá Hnífs- dal, Egill Júliusson frá Dalvik, Gunnar Hjaltason frá Reyðar- firði og Jón Þórisson frá Reyk- holti, Borgarfirði. Frú Hulda Sigurjónsdóttir frá Hafnarfirði, sem verið hefur í stjórn samtakanna síðan 1966, gaf ekki kost á sér til stjórnar- kjörs. Daníel Sigmundsson frá ísafirði, sem verið hefur fulltrúi Vesturlandsfjórðungs í vara- og aðalstjórn félagsins síðan 1964, lét af stjórnarstörfum. Þá urðu nokkrar breytingar í varastjórn. Á þinginu fluttu eftirtaldir aðilar framsöguerindi: Hjálmar R. Bárðarson, siglingamála- stjóri, um aukið öryggi á sjó, Óli H. Þórðarson, fram.kv.stj. Um- ferðarráðs, greindi frá störfum ráðsins og ræddi umferðina í dag, Ólafur K. Björnsson, yfir- símritari Fjarskiptastöðvarinn- ar í Gufunesi, ræddi um fjar- skiptamál almennt, Jóhannes Briem úr bjsv. Ingólfs í Reykja- vík greindi frá störfum milli- þinganefndar SVFÍ í fjarskipta- málum. Starfsmenn félagsins höfðu einnig framsögn á hendi, Hann- es Þ. Hafstein framkv.stj. sagði frá heimsókn til slysavarna- og björgunaraðila í Englandi og sýndi jafnframt skyggnur frá þeirri ferð auk þess sem hann sagði frá nýafstaðinni alþjóða slysavarna- og björgunarráð- stefnu í Hollandi, og Óskar Þór Karlsson, erindreki, ræddi mál- efni björgunarsveita félagsins og slysavarnir almennt. Bjiirgunarsveit SVFÍ á Eskifirði. Brimrún. á leið til leitar. þegar Ilafrún fórst nýlega. Ljósm. /Kvar Auéhjörnsson. Ymsar ályktanir þingnefnda. Varðandi slysavarna- og björgunarmál voru samþykktar- margar ályktanir og verða nú getið þeirra helztu. Skipulags- og laganefnd. fjallaði ítarlega um þær tillög- ur er lágu fyrir um breytingar á lögum félagsins. Var samþykkt að vísa þeim tii stjórnar er var falið að skipa sérstaka milli- þinganefnd til að vinna úr þeim gögnum og skila áliti er lagt yrði fram á aðalfundi félagsins, eigi síðar en einu ári fyrir næsta iandsþing svo að nægur tími væri til stefnu til þess að kynna framkomnar breytingar hjá deildum félagsins. Fjárhagsnefnd hafði til um- fjöllunar endurskoðaða reikn- inga félagsins fyrir árið 1978 og fjárhagsáætlun fyrir árið 1979 og lagði hvorttveggja til sam- þykktar án athugasemda. Fram- kominni tillögu um stofnun sér- staks lánasjóðs til að fjármagna á byggingu björgunarstöðva og ýmissa tækjakaupa var vísað til félagsstjórnar og milliþinga- nefndar til að gera tillögur um, hvort bæri að stofna slíkan sjóð og á hvern hátt ættí að fjár- magna hann. Þá mælti nefndin eindregið með, að deildahapp- drætti félagsins yrði framhaldið og hvatti deildir félagsins til stór átaka í söfnun nýrra félaga til aukinna félagsgjalda. Allsherjarnefnd tók til með- ferðar skýrslu stjórnar félagsins fyrir sl. ár og lýsti ánægju sinni yfir þeim mörgu verkefnum sem hægt hefði verið að sinna og þeim framkvæmdum sem lokið hefði verið við. M.a. var tilgreint 24 tíma varðstaða Tilkynninga- skyldu ísl. skipa allt árið og samþykkt reglugerðar um smíði og eftirlit með smábátum 6 mtr. og styttri, sem verið hefur bar- áttumál SVFÍ um langan tíma. Þá var í áliti nefndarinnar sér- staklega vikið að mikilvægi er- indreksturs á vegum félagsins til slysavarnadeilda og björgunar- sveita. I sambandi við ár barns- ins voru deildir félagsins hvattar til að efla unglingastarfið og beina hugum barna og unglinga að hinu margháttaða og merka starfi SVFÍ. I því sambandi var lögð fram á þinginu álit sér- stakrar nefndar um félagsstarf og verkefni ungliðadeilda innan SVFÍ. valda að veita fé til aðkallandi endurbóta, og uppbyggingu strandarstöðva svo að póst- og símamálastofnunin geti full- nægt þeim kröfum, sem til henn- ar eru gerðar í lögum um Til- kynningaskyldu ísl. skipa frá 13. maí 1977. Þá var gerð samþykkt um fjarskiptabúnað í opnum vél- bátum 5 brl. og stærri, og þessir bátar þar með tilkynninga- skyldir að lögum. Vegna hinna hörmulegu sjóslysa í vetur og umræðna að undanförnu um gúmbjörgunarbát, samþykkti landsþingið ýmsar ályktanir varðandi þau mál. Að sjálfvirkir neyðarsendar með flugvélatíðninni 121.5 Mhz verði settir í alla gúmbjörgunar- báta og pakkaðir með þeim. Að settur verði sjálfvirkur sieppibúnaður við gúm- björgunarbáta og að gúm- björgunarbátar verði pakkaðir í plasthylki. I ályktun nefndarinnar var beint þeim eindregnu tilmælum til Veðurstpfu íslands að strand- stöðvar L.í og útvarp tilkynni stormviðvaranir hvenær sem við á. Þá voru samþykktar ábendingar til þeirra, er stunda fjalla og öræfaferðir um að vera vel búnir og hafa meðferðis vatns- og vindheldar skjólflíkur í skærum lit. Sérstaklega voru rjúpnaskyttur hvattar til að hafa meðferðis merkjaskot og láta vita um brottför og komu- tíma hverju sinni. Þá var skorað á þá sem selja veiðileyfi, að hvetja alla til að gæta fyllsta öryggis í veiðiferðum og til- kynna hvenær veiðiferð lýkur. Þá var stjórn félagsins falið að ræða við sjávarútvegsráðuneytið vegna framkominnar tillögu og ábendinga um þá miklu hættu, sem svifting veiðileyfa neta- veiðibáta hefði í för með sér, ef ráðstafanir í fiskverndunar- málum stuðluðu jafnvel að of harðri sjósókn á stundum. Fundur umdæmisstjóra Á 17. landsþingi var samþykkt að hefjast handa um skiptingu landsins í ákveðin umdæmi með tilliti til staðsetningu björgunar- sveita félagsins, fjölda þeirra og verkefna. Nú hefur verið lokið við þessa umdæmisskiptingu og hefur landinu verið skipt í 10 SVFI umdæmi. I tengslum við 18. landsþingið var efnt til sér- staks fundar umdæmisstjóra SVFÍ, þar sem gerð voru drög að starfsreglum þeirra, til frekari samþykktar og ákvörðunar stjórnar félagsins. Samþykkt var að efna til landsmóts og samæfingar í SVFÍ umdæmi árið 1980, en það umdæmi nær frá Eyjafirði allt austur á Langanes. Til sérstakrar umfjöllunar og kynningar var starfssamningur Almannavarna ríkisins og SFVÍ og hvatt til nánara samstarfs á þeim vettvangi og að fá viður- kenningu á þætti björgunar- sveita félagsins í aðgerðum ekki sízt i fámennari byggðalögum. Þakkir og viðurkenningar í lok landsþingsins voru ýmsum aðilum færðar þakkir fyrir gott samstarf. Við fram- kvæmd Tilkynningaskyldunnar var starfsliði strandarstöðva L.í. færðar sérstakar þakkir fyrir þeirra ágætu og annasömu störf, hafnar- og vigtarmönnum hinna ýmsu sjávarþorpa ásamt starfs- mönnum verstöðvaradíóanna, lögreglumönnum sem ávallt eru reiðubúnir til að fara eftirlits- ferðir niður að höfn, sé þess óskað. Vegna leitar- og björgunar- starfa var öðrum björgunar- aðilum færðar kveðjur og þakkir, sérstaklega starfsmönn- um Landhelgisgæzlunnar og Flugstjórnar. I því sambandi var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða. „18. Landsþing SVFÍ þakkar af alhug þeim félagasamtökum, sem styrkt hafa SFVÍ með fjár- framlögum og á annan hátt í þeim málum, sem varða slysa- varna- og björgunarmál". Við þingslit sæmdi forseti félagsins, Gunnar Friðriksson eftirtalda menn þjónustumerki félagsins úr gulli. Gest Sigfússon, Eyrarbakka, fyrir áratuga gjaldkerastörf í svd. Björg, en hann hefur nú látið af störfum. Sigurð Guðjónsson, Sandgerði, form. bjsv. Sigurvonar, fyrir heilladrjúg störf í þágu björgunarsveitarinnar og fram- tak við byggingu björgunar- stöðvar SVFI í Sandgerði. Einar Sigurjónsson, form. svd. Fiskakletts og Bjarna Björnsson, form. bj.sv. Fiskakletts í Hafnarfirði fyrir margháttuð störf að slysavarna- og björgunarmálum og þá sér í lagi vegna byggingar björgunar- stöðvar SVFI í Hafnarfirði. Jóhannes Briem, Reykjavík, fyrir langt og. fórnfúst starf í þágu bj.sv. Ingólfs, lengst af sem formaður. Þá hlutu starfsstúlkur félags- ins frú Ragna Rögnvaldsdóttir og frú Júlía Hannesdóttir sér- staka viðurkenningu fyrir langt og fórnfúst starf í þágu félags- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.