Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979
45
TT ^7
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MANUDEGI
ir
hana hreinlega, áður en henni er
fleygt í sjóinn aftur, og er það
lofsvert, miðað við þá, sem ekki
sinna slíkri frumskyldu.
Er næsta furðulegt slíkt tilfinn-
ingaleysi manna gagnvart þján-
ingum þeirra dýra, sem þeir eiga
alls kostar við, og sem þeir taka
sér rétt til að drepa og hagnýta að
eigin vild, oft reyndar af illri
nauðsyn.
Það ætti að vera fyrsta hugsun
hvers manns, sem við veiðar fæst,
að drepa dýrin á sem kvala-
minnstan og á sem skjótastan
hátt. Allt annað er hugsunarleysi
eða illmennska, nema hvort-
tveggja fari saman.
Tilfinningaleysi fyrir þjáning-
um annarra hvort heldur manns
eða dýrs er helstefnueinkenni, sem
menn skyldu reyna að átta sig á.
Og enginn maður skyldi halda, að
dýr, þótt með köldu blóði séu, hafi
ekki næma tilfinningu og sárs-
aukaskyn. Ekki þarf lengi að
athuga viðbrögð fiska eða annarra
slíkra dýra til að sannfærast um,
að svo er.
Veiðimenn, þið sem sjáið þessi
orð: Ég vil beina þeirri ósk til1
ykkar, að þið athugið vel viðhorf
ykkar og framkomu gagnvart
veiðidýrum þeim, sem þið náið á
ykkar vald, hvort heldur á öngla
eða í net. Reynið að deyða þau með
skjótum og öruggum hætti, en
sleppið þeim ekki frá ykkur hel-
særðum, eins og oft mun eiga sér
stað með grásleppur.
Berið lotningu fyrir lífinu, jafn-
vel þótt þið af illri nauðsyn
neyðist til að eyða því. Eyðið
aldrei lífi aðeins sjálfum ykkur til
ánægju. Og umfram allt, valdið
aldrei dýri þjáningum að þarf-
lausu.
Ekki má minna vera en að dýr,
sem menn svipta lífi, fái að deyja
á sem kvalalausastan hátt. Sú
krafa skyldi ávallt vera fyrsta
skilyrði þess, að einhverjum sé
leyft að eyða lífi.
Allir skyldu minnast orða
meistarans: „Það sem þér gerið
mínum minnstu bræðrum, það
gerið þér mér.“ — Og vita skyldum
við, að dýrin eru með nokkrum
hætti litlu bræður okkar, því allt
líf er frá einni uppsprettu komið,
og allt líf nýtur viðhalds og
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í
Buenos Áires í Argentínu, sem
fram fór strax eftir Olympíuskák-
mótið, kom þessi staða upp í skák
þeirra Szmetans, Argengínu, og
bandaríska stórmeistarans
Walthers Browne, sem hafði
svart og átti leik.
lífmagnanar frá hinni æðstu veru.
Ingvar Agnarsson.
• Neikvæð
skrif um
baunaprinsessu
Tíu ára gömul telpa sendi
Velvakanda eftirfarandi línur:
Það eru allir að skrifa svo ljótt
um Prinsessuna á bauninni sem ég
sá í Þjóðleikhúsinu á fimmtudag-
inn var. Mér fannst það ekki gott,
því ég hef aldrei séð skemmtilegri
ævintýraleik, nema þá Krukku-
borg, Dýrin í Hálsaskógi og Kardi-
mommubæinn. Það er mjög dýrt
að gera svona leikrit, eða haldið
þið (kröfuhörðu íslendingar) að
það sé hægur vandi fyrir ríkið að
þorga allar þessar mörgu, mörgu
milljónir fyrir einn söngleik, Prin-
sessuna á bauninni.
Það er alveg grátlegt hvernig
farið var með Arnar Jónsson, iss
hann syngur svo illa, var sagt.
Haldið þið að Arnar Jónsson syngi
eitthvað illa þótt hann hafi ekki
lært að syngja? Ég get nú sko
barasta sagt ykkur það, montrass-
arnir ykkar, sem eruð að segja að
Arnar Jónsson syngi illa bara af
því að hann hefur ekki gengið í
gegnum söngskóla að hann hefur
bara skýra og góða rödd. Þótt ég
sé bara tíu ára þá get ég líka gert
greinarmun á lærðum og ólærð-
um. Ljóðrödd segir alltaf til sín.
Allir leikararnir gerðu mjög
gott úr litlu efni. Það eru þeir sem
við eigum að þakka fyrir að geta
skemmt okkur svona konunglega
vel á barnaári.
Guðrún Glódís Gunnarsdóttir,
Bergstaðastræti 34,
Reykjavfk.
HÖGNI HREKKVÍSI
Mál og menning
minnir á samkeppni um handrit
aö frumsömdum barnabókum.
Skilafrestur er til 1. ágúst
Handritin skulu merkt dulnefni, en nafn höfundar
fylgja með í lokuðu umslagi.
Ein verðlaun verða veitt, 500.000.- kr auk
höfundarlauna sem nema 18% af verði bókarinnar
að frádregnum söluskatti.
Félagið áskilur sér rétt til útgáfu fleirri bóka en
þeirra sem verðlaun hlýtur, og taki samningar mið
af rammasamningi Rithöfundasambands íslands
og útgefenda.
í dómnefnd eiga sæti Kristín Unnsteinódóttir
bókasafnsfræöingur, Silja Aöalsteinsdóttir cand.
mag, Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur og
Þorleifur Hauksson útgáfustjóri Máls og
menningar
Mál og menning,
Laugavegi 18,101 Rvk.
Teg: V—672
Þægilegir og léttir’
norskir skór, úr mjúku
skinni, meö skinnfóö- _____
ursóla og leöur bindi- Litir: Natur og blátt
sóla. Stœröir: 35—41 Verö: 13.999.-
_ '•
S. Domus
sími 18519
Reykjavíkurvegi
Hafnarfiröi.
Sími: 54420.
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
10
AUGLYSINGA-
SÍMINN ER:
22480
MANNI OG KONNA HAGTRYGGING HF
1 1 1 r \ 1 1 t—T , i i \~r ~=n i , —=n
40. .. .Dxd3! og hvítur gafst upp,
því að eftir 41. Rxd3 — Re2+, 42.
Kfl — Rxcl, 43. Rxcl — b2 verður
svarta peðið ekki stöðvað. Röð
efstu manna á mótinu varð þessi:
1. Andersson, Svíþjóð, 9 v. af 13
mögulegum. 2.-4. Panno,
Argentínu og Sovétmennirnir
Smyslov og Vaganjan, allir með
8% v. 5.-6. Browne og Gheorghiu,
Rúmeníu 8 v.
Hafðu Ijósin á í miklu ryki, paö sést betur til pín.