Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979 29 Verðmœti hitaréttinda met- óvilhöllum mönnum in af Neðri deild Alþingis sat á fundum í fyrra- kvöld fram undir mið- nætti og voru eftirtalin mál afgreidd við aðra og til þriðju umræðu: 1) frumvarp um afborgunarkaup (fyrri deild), 2) frumvarp um félagsheimili (síðari deild), 3) frumvarp um námsgagnastofnun (síð- ari deild), 4) frumvarp um kosningar til Alþing- is (síðari deild) og 5) frumvarp um tollheimtu og tolleftirlit (síðari deild). Þriðja umræða um stjórnarfrumvarp um framhaldsskóla hófst og voru margir á mælenda- skrá og sýnt, að frumvarpið mætir all- nokkurri andstöðu, einkum fjárhagshlið þess, sem sveitarstjórnar- menn hafa gert ýmsar athugasemdir við. Verð- ur nánar vikið að því máli á þingsíðu Mbl. Eignarnám á jarð- hitaréttindum í Deildartungu Hjörleiíur Guttormsson iðnaðarráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um eignar- nám hluta jarðarinnar Deildar- tungu í Borgarfirði, ásamt jarð- hitaréttindum. Ráðherra sagði eignarnám nauðsynlegt þar eð ítrekaðar samningatilraunir um kaup réttinda hefðu reynzt árangurslausar og hagsmunir mikils fjölda fólks í þéttbýlis- stöðum Vesturlands yrðu að ráða ferð í þessu máli. Jósep Þorgrímsson (S) rakti í ítarlegu máli aðdraganda og undirbúning að hitaveitu í Akra- neskaupstað og Borgarnesi, nýt- ingarmöguleika og hagkvæmni valkosta. Niðurstöður leiddu í ljós að Deildartunguhver væri hagkvæmastur valkosta. Því miður hefði ekki reynzt unnt að ná kaupsamningum á nauðsyn- legum hitaréttindum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Því væri þetta mál sótt að beiðni fólks í þéttbýlisstöðum á Vesturlandi, sem sæti við vaxandi hitunar- kostnað vegna verðhækkana á olíu. Að sjálfsögðu yrði greitt fyrir þessi réttindi að mati óvilhallra manna, þann veg að verðmæti þeirra fengist fram. JÞ lét í ljós þá von að mál þetta fengi byr gegn um þingið og gott samband mætti nást við eigendur réttinda og íbúa Reyk- holtsdalshrepps, en fyrirhugað- ar framkvæmdir til nýtingar jarðvarmans ættu að geta orðið öllum til góðs. Eiður Guðnason (A) sagði þrautalendingu að taka réttindi sem þessi eignarnámi. En vegna þess sem undan væri gengið bæri að fagna þessu frv. og veita því forgang í afgreiðslu. Annars væri það stefna Alþýðuflokksins að réttindi af þessu tagi, hvar sem væru, ættu að vera þjóðar- eign. Ilalldór E. Sigurðsson (F) harmaði að ekki skyldi nást kaupsamningur um þessi eignar- réttindi. Hann þakkaði bæði fyrrv. og núv. iðnað.arráðherrum forgöngu þeirra og stuðning við hitaveitumál Vestlendinga. Taldi nauðsynlegt að afgreiða frumvarpið fyrir þinglausnir, enda mikið í húfi fyrir marga, að málinu yrði hraðað. Bjarnfríður Leósdóttir (Abl) tók undir þakklæti til fyrrv. og núv. iðnaðarráðherra vegna þessa hagsmunamáls. Harmaði hún að ekki hefði náðst sam- komulag um nýtingu hversins, því „meðan við virðum eignar- réttinn er hann mikils virði“. Slíkur réttur megi þó ekki standa í vegi fyrir fjöldahags- munum sem þeim að komast frá ört hækkandi olíukostnaði við húshitun, enda eignarnáms- ákvæði lögheimild til að tryggja hagsmuni fjöldans í uppákomu sem þessari. Einar Ágústsson (F) sagði eignarnám þrautalendingu, sem ekki ætti að grípa til nema aðrar leiðir væru útilokaðar, en slíkt væri ekki fullreynt. Það væri sumra skoðun, en ekki sín, að ríkið ætti að eiga allt. Hér hefði verið betur við hæfi að taka hverinn eða varmaréttindin leigunámi. til að tryggja hags- muni fólks á Akranesi og Borgarnesi, en nýta síðan tíma- nn til að ná samkomulagi eftir viðteknum viðskiptavenjum. EÁ sagði síðasta ræðumann hafa verið hnyttinn í orðavali, er hann sagði, að „meðan við virðum eignarréttinn er hann mikils virði“. Hins vegar væri sumra vilji að ríkið ætti allt en einstaklingurinn aðeins það, sem honum væri skammtað af ríkinu. Eg er andvígur þessari stefnu og á móti þessu frumvarpi, sagði EÁ. Lagaregn á Alþingi ALÞINGI bætti mörgum lögum í lagasafn þjóðar- innar í gær, þrátt fyrir miklar annir í ölgerðar- umræðu. Meðal þeirra frumvarpa sem hlutu lagagildi eru þessi: • 1) Frumvarp til laga um námsgagnastofnun. • 2) Breyting á lögum um kosningar til Alþingis (um útbúnað fyrir blinda til að nýta kosni.igarétt — flm. Oddur Ólafsson (S)). • 3) Breyting á verðgildi íslenzks gjaldmiðils (ný- króna með hundraðföldu verðgildi frá 1. janúar 1981). • 4) Breyting á lögum um tollheimtu og toll- eftirlit. • 5) Breyting á lögum um félagsheimili (laga- skýring á félagsheimili nái til fleiri samkomu- húsa en nú er). • 6) Lög um hvalveiðar (br. í samræmi við útf. fiskveiðilandhelgi). • 7) Lög um framkvæmd samnings um framtíðar- samvinnu ríkja varðandi fiskveiðar á Norðvest- ur-Atlantshafi. • 8) Lög um eftirlaun aldraðra í stéttarfélögum. • 9) Lánsfjárlög (láns- fjáráætlun) 1979. •10) Breyting á lögum um almannatryggingar (vegna ferða og lækninga psoriasissjúklinga). •11) Lög um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán. Gefist upp við stefnumótun sérskóla: Frumvarpið gengur þvert á vilja sveitarfélaganna STJÓRNARFRUMVARP um framhaldsskóla kom til framhalds- umræðu í neðri deiid Alþingis í fyrrakvöld. ólafur G. Einarsson andmælti frumvarpinu, einkum af tveimur ástæðum: 1) að það gangi þvert á þá stefnu í verk- og kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, sem sveitarfélögin hafi markað sér, og 2) að með frv. sé gefist upp við stefnumótun um framtíð sérskóla f landinu. Vitnaði ÓIGE til samþykktar fulltrúafundar Sambands fslenzkra sveitarfélaga frá 29. marz sl. en sá fundur var gagngert haldinn vegna þess máls. í samþykkt Samb. fsl. sveitarfélaga, sem er f 10 liðum, eru 7 liðir mótmæli eða viðvaranir við því að þetta stjórnarfrumvarp verði samþykkt f núverandi mynd. Bréí Framkvæmdastjóra sveitarfélagasambandsins ÓIGE sagði fram komnar efa- semdir um, hvern veg beri að túlka afstöðu fulltrúafundar Samb. ísl. sveitarfélaga. Til að taka af allan vafa í því sambandi vilji hann lesa bréf frá formanni þess, svohljóðandi: „Á stjórnarfundi Sambands ísl. sveitarfélaga í dag,“ þ.e. 11. maí, „var rætt um frv. til 1. um framhaldsskóla, sem nú er til meðferðar á Alþ. í framhaldi af þeim umr. samþykkti stjórnin svofellda bókun: Vegna tilvitnunar í áliti meiri hl. menntmn. Nd. Alþ. um frv. til laga um framhaldsskóla í ályktun fundar fulltrúaráðs Sambands ísl. sveitarfélaga 28. og 29. mars s.l., vill stjórn Sambandsins álykta, að megininntak ályktunar fulltrúaráðsfundarins að því er varðar samaðild ríkis og sveitar- félaga að framhaldsskólanámi er þess efnis, að fulltrúaráðið er ekki reiðubúið til að fallast á, að sveitarfélögin verði gerð að rekstraraðila þessa skólastigs ásamt ríkinu með þeim hætti, sem frv. gerir ráð fyrir-og telur það ekki horfa til gleggri verka- skila milli þessara aðila. Stjórn sambandsins túlkar afstöðu full- trúaráðsins ótvírætt á þann veg, að það hafi verið mótfallið fjár- málaákvæðum frumvarpsins, en önnur atriði ályktunarinnar séu mörg sett fram til vara. Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga ítrekar tilmæli fulltrúaráðsins í 9. lið ályktunarinnar um, að hér sé um svo veigamikið mál að ræða, að það þurfi frekari athug- unar við og mælist eindregið til þess, að afgreiðslu þess verði ekki hraðað nú á lokadögum þingsins." Og svo segir hér í lokin: „Fram- angreind bókun sendist hér með menntamn. beggja deilda Alþ. Afrit sendast fulltrúum þing- flokkanna. Magnús E. Guðjónsson.“ Sérskólar ÓIGE vék síðan að ýmsum atriðum í kostnaðarskiptingu rík- is og sveitarfélaga, m.a. varðandi grunnskóla, sem ekki verða rakin hér. Þá fjallaði hann um stefnu- mótun varðandi sérskóla lands- ins. Hann andmælti sjónarmið- um, sem fram höfðu komið hjá menntamálaráðherra, og vitnaði til ákvæðis í frumvarpinu svo- hljóðandi: „Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda eins fljótt og við verður komið að dómi menntmálaráðuneytisx og eigi síðar en að liðnum 5 árum frá gildistöku, sbr. og 35.gr. Jafnframt falla úr gildi laga- ákvæði, er fara í bága við lög þessi. Eftirtalin lög um skóla á framhaldsskólastigi skulu gilda til bráðabirgða þar til settar verði reglugerðir um tilsvarandi námsbrautir, skólagerðir eða skólastofnanir með þeim hætti, sem mælt er fyrir um í 36. gr., sbr. og lokamgr. þessarar gr.“ Síðan kemur löng upptalning á þeim lagabálkum, sem nú eru í gildi um hina ýmsu sérskóla í landinu og sé ég ekki ástæðu til þess að telja það allt saman upp. En síðan segir: „Menntamála- ráðuneyti skal þegar hefja undir- búning að framkvæmdum 1., m.a. með samningu námsskrár og öðrum ráðstöfunum. er miða að samhæfingu náms á framhalds- skólastigi." Ég veit ekki hvað á að kalla þetta, ef hér er ekki mörkuð stefnan um framtíð sérskólanna í landinu. En svo segir hæstv. ráðherra, að það hafi bara aldrei staðið til að taka ákvörðun um framtíð þeirra með samþykkt þessa frumvarps. Ég skil ekki svona málflutning. Nú er að vísu svo, að þessari gr. hefur verið breytt, henni var breytt hér við 2. umr. málsins, þ.e. greinin, sem nú er orðin 38. gr. og hún gerir einmitt þessa stefnumótun að engu. Henni er allri slegið á frest þegar ákvæði í gr. er orðið svo hljóðandi með leyfi hæstv. forseta: „Éftirtalin lög um skóla á framhaldsskólastigi skulu gilda til bráðabirgða, þar til settar hafa verið reglugerðir um tilsvarandi námsbrautir, skóla- gerðir eða skólastofnanir með þeim hætti, sem mælt er fyrir um í 37. gr. en hafi Alþingi áður gefist kostur á að maka stefnuna með samþykkt þál. um meginefni viðkomandi reglugerða sbr. loka- mgr. þessarar gr. Með þessu móti telur meiri hlutinn að komist sé framhjá þessum vanda, sem meiri hlutinn óhjákvæmilega varð var við, þegar tók að rigna yfir nm. mótmælum frá hinum ýmsu aðilum, sem ýmist stunda nám eða kenna við hina ýmsu sérskóla í landinu. Ég þarf ekki í sjálfu sér að hafa um þetta mikið fleiri orð. Öll meðferð þessa máls nú í þinginu er dæmigerð fyrir það, að verið er að þvinga málið í gegn, allir eru óánægðir, það sáum við mætavel á atkvæðagreiðslu hér við 2. umræðu hún var einstök í sinni röð. Það þurfti að gera margar tilraunir til þess að atkvæða- greiðsla gæti farið fram. .Fyrst var fundi reyndar slitið í miðri atkvæðagreiðslu s.l. föstudag og síðan eins og ég segi, þurfti að margendurtaka atkvæðagreiðsl- una. Bestur árangur náðist við þá gr., sem er bráðabirgðaákvæði og er það kannske dæmigert fyrir alla afgreiðsluna. Þá náðust 23 atkvæði, og var hæstv. forseti býsna ánægður með þann árangur. Ég ætla ekki að orðlengja þetta frekar. Það hafa reyndar verið lagðar hér fram brtt. eftir að 2. umr. fór fram um málið, 2. að því er varðar menntaskólana og get ég út af fyrir sig stutt þá till. og svo enn önnur að því er varðar m.a. stjórnunarákvæði frv., sem eru í 21. gr. og mér er nær að halda, að hvað sem er, sem væri lagt til til þess að greiða úr þessi flækju, hljóti að vera til bóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.