Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979 11 Firmakeppni Fáks nýlokid FIRMAKEPPNI hestamannafé- lagsins Fáks fór fram á Vfðivöll- um laugardaginn 5. maf 1979. 179 hestar kepptu fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Keppt var f flokki unglinga og fullorðinna. Sigurður Thoroddsen heiðursfélagi Félags ráð- gjafaverk- fræðinga Á AÐALFUNDI Félags ráðgjaíaverkfræðinga í síðasta mánuði tilkynnti stjórn félagsins að hún hefði einróma útnefnt Sig- urð Thoroddsen verkfræð- ing heiðursfélaga félags- ins. Sigurður er fæddur að Bessastöðum 4. júlí 1903, sonur Skúla Thoroddsen ritstjóra og Theodóru Thoroddsen. Lauk hann prófi í byggingarverk- fræði í Kaupmannahöfn f flokki unglinga sigruðu: 1. Ljóska, knapi: Magnús Arn- grímsson 14 ára, keppti fyrir Hermes hf. 2. Neisti, knapi: Guðmundur Vals- son 12 ára, keppti fyrir Ofna- smiðju Suðurnesja. 3. Blesi, knapi: Ester Harðardótt- ir 13 ára, keppti fyrir Nýju Ljósprentunarstofuna. 4. Svalur, knapi: Ásta Sigur- björnsdóttir 15 ára, keppti fyrir Verslun Guðsteins Eyjólfsson- ar. í flokki fullorðinna sigruðu: 1. Gullfeti, eigandi og knapi: Hall- dór Sigurðsson, keppti fyrir Blikk og Stál h.f. 2. Völsungur, eigandi: Halldór Sigurðsson, knapi: Jón Stein- björnsson, keppti fyrir Heimil- istæki h.f. 3. Kolbakur, eigandi Egill Ágústs- son, knapi: Erling Sigurðsson, keppti fyrir Sigurð Hannesson & Co. Formaður Fáks, Guðmundur Ólafsson, gaf verðlaunapening fyrir best hirta hestinn í flokki unglinga, í firmakeppninni. Þenn- an pening hlaut Ester Harðar- dóttir. Fyrsta sameiginlega hópferð sumarsins hjá Fák, var farinn að Hlégarði í Mosfellssveit sunnu- daginn 6. maí s.l. Um 300—400 manns tóku þátt í ferðinni á um 700 hrossum. Veður var hið besta og tóku Mosfellingar á móti Fáks- mönnum með lúðrablæstri og hin- um bestu veitingum. Ferðin var í alla staði vel heppnuð. Sigurður Thoroddsen verkfræð- ingur 1927 og setti árið 1932 á laggirnar eigin verkfræðistofu. í frétt frá Félagi ráðgjafarverk- fræðinga segir m.a.: Starfar hún enn sem elsta og jafnframt stærsta verkfræðistofa landsins, nú sem hlutafélag undir nafninu Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. Sigurður átti drýgstan þátt að stofnun Félags ráðgjafarverkfræðinga árið 1961 og var formaður þess til ársins 1967. Þessir drættir úr æviferils- skrá Sigurðar vógu þyngst, er stjórn FRV tók ákvörðun um að heiðra hann sérstaklega, en hann hefur víðar markað spor í sögu verkfræðingastéttarinnar og þjóð- arinnar, enda nær fjölhæfni hans allt frá ströngustu kröfum reikni- meistarans til fínustu drátta lista- mannsins eins og það mun hafa verið orðað á aðalfundinum. Sl. föstudag varð óvenjulegur árekstur hér í Grindavík. Tveir bflar voru að bakka út úr heimkeyrslum húsa við Borgarhraun og skullu þeir saman. Engin slys urðu og litlar skemmdir. - ouMinnur. Margslungin vertldarlok hjá Ólafsvíkurbátum Ólafsvík, 14. maí. Netavertíð lauk hér 30. apríl sl. eins og annars staðar syðra og vestra. Heildarafli Ólafsvíkurbáta frá áramótum varð 10256 lestir í 1389 sjóferðum, en var 6563 lestir á sama tíma í fyrra. Hinn 30. apríl voru þessir aflahæstir: Fróði með 766 lestir, í 75 sjóferð- um. Skipstjóri á Fróða er ungur maður frá Rifi, Bald- ur Freyr Kristinsson. í 2. sæti var Gunnar Bjarnason með 727 lestir og í 3. sæti Garðar 2. með 686 lestir. Þessir þrír bátar voru allir á línu og netum. Aflahæst- ir þeirra sem reru með net alla vertíðina var Ólafur Bjarnason með 634 lestir. Ekki viðurkenna allir ver- tíðarlok „hin nýju“. Nokkr- ir skiptu á línu og troll um sl. mánaðarmót. I dag, 14. maí, var Gunnar Bjarnason SH búinn að fá 780 lestir frá áramóturn og því orðinn aflahæstur miðað við hefð- bundin lok hér. Skipstjóri á Gunnari Bjarnasyni er Ríkharð Magnússon. Togarinn Lárus Sveinsson hefur aflað tæp- lega 1100 lesta frá áramót- um. Næg atvinna er hér um þessar mundir þvi bátar hafa fiskað allvel í troll. - Helgi. MYNDAMÓTHF. PRENTMYNDAOERÐ ADALSTRETI • SÍMAR: 171B2-173S5 Fegurðarsamkeppni lslands 1979 Að Hótel Sögu laugardagskvöldið 9. júní n.k. Miss Universe 1978 (Ungfrú alheimur 78) Margareth Gardiner frá Suður Afríku verður gest- ur kvöldsins og krýnir ungfrú ísland 1979. Franskur hátíðarmatur og kvöldklæðnaður A þessu veislukvöldi, fegurðarsamkeppni ís- lands, er ætlast til, að fólk mæti í kvöldklæðn- aði. Veislumaturinn er Ijúffengur lambakjöts- réttur, framreiddur á franska vísu; GIG0T D’AGNEAU MORINE A’LA SAGA Eftirréttur: SALADE de FRUITS FEMINA Franskar sýningarstúlkur koma með það nýjasta frá Dier, Ted Lapidus og Chastel Bacac. Fyrir milligöngu aóalskrifstofu fegurð- arsamkeppninnar í París koma nú til íslands í fyrsta sinn franskar sýning- arstúlkur og sýna íslendingum milli 20 og 30 tískubúninga frá þremur tísku- höfundum, LAPIDUS, DI0R og CHASTEL BACAC, en engir tísku- frömuðir eru taldir hafa meiri áhrif á kvenfatatískuna í heiminum í dag en þessir þrír. Hugsanlegt er, aó tískuhúsin leyfi sölu á 4—5 búningum eftir sýninguna á Hótel Sögu. Forsala aðgangskorta að hátíðinni hefst í dag kl. 13.00 á Ferðaskrifstofunni Sunnu, Bankastræti 10, R. Verð kr. 18.000. Innifalið: Veislumatur, aðgangs- eyrir, rúllugjald og fatagjald. Hátíöin hefst meö borðhaldi kl. 20.00, húsiö verður opnaö kl. 19.00. Dansaö veröur til kl. 2.00 um nóttina. Borö fást ekki tekin frá á Hótel Sögu, nema fyrir þá, sem framvísa þátttökuskilríkjum. Ekki veröur veíttur aögangur öörum gestum en þeim, sem hafa frátekiö borö í húsinu. Tryggiö ykkur miða strax í dag á þessa stórglæsilegu hátíö. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNAI . ..#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.