Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979 Fjármálaráð- herra á Alþingi: Tek borun við Kröflu til sér- stakrar skoðunar Á FUNDI eíri dcildar í gœr lýsti Tómas Árnason fjármálaráð- herra því yfir, að hann myndi beita sér íyrir útvejíun fjár- magns til lagningar raflfnu milli Dalvikur og Ólafsf jarðar og taka til .sérstakrar skoðunar útvegun fjármagns til borunar einnar holu við Kröflu og til að flýta öðrum framkvæmdum, sem spör- uðu oliunotkun. Þetta væri bund- ið þeim takmörkunum, að ekki yrði breytt um heiidarstefnu í fjárfestingu þannig að hún yrði „eftir sem áður innan við fjórð- ung af vergum þjóðartekjum“. Þessi yfirlýsing var gefin við umræður um lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar. Eyjólfur K. Jónsson (S) færði fjármálaráð- herra þakkir fyrir þessar undir- tektir og sagði, að gert væri ráð fyrir að línan milli Dalvíkur og Olafsfjarðar kostaði um 250 millj. kr. eða svipað og næmi olíueyðslu við rekstur díselrafstöðvar við Skeiðsfossvirkjun á einu ári. Þetta væri því mikið hagsmunamál fyrir Siglufjörð, en Skeiðsfosssvæðið tengdist orkukerfi landsins. Hann sagðist hafa tekið þetta mál upp í fjárhagsnefnd og þakkaði ráð- herra og samnefndarmönnum sín- um fyrir að hafa skoðað það af víðsýni og réttsýni. Jón G. Sólnes tók í sama streng og vék sérstaklega að málefnum Kröflu í því sambandi. Hann las m.a. upp skeyti frá stjórn Laxár- virkjunar, sem hún hafði sent fjárhagsnefnd efri deildar, þar sem hún lagði áherzlu á nauðsyn þes að á þessu ári yrði unnið að frekari borunum við Kröflu, enda væri það ódýrasti virkjunar- kosturinn. Það er mikið um handauppréttingar á Alþingi þessa dagana, enda streyma lög í stríðum straumum frá löggjafanum. Sennilega eru menn að standa við eitthvað fallegt, sem þeir hafa áður kveðið í eyra almennings, með þessiari kveðju er myndin sýnir. Standandi frá vinstri: Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, Eðvarð Sigurðsson og Árni Gunnarsson. „Gereyðingarfrumvarpið,,: „Söluhagsmunir ÁTVR af sterkari drykkjum forsenda frumvarpsins,, Tómas Árnason, fjármálaráðherra. mælti í gær fyrir stjórnar- frumvarpi um verzlun ríkisins með áfengi, þ.e., að öl- og léttvínsgerðarefni, ásamt tilheyrandi gerlum, skuli falla undir einkasölu ríkisins (innflutningur og framleiðsla þessara efna). Ráðherra færði tvær meginforsendur fram fyrir frumvarpinu: 1) að mikil aukning hafi orðið á heimaframleiðslu öls og léttra vina frá þvf að fólk fékk aðgang að þessum efnum á frjálsum markaði og 2) verulegt tekjutap ríkissj«5ðs vegna samdráttar í sölu ÁTVR á áfengpm drykkjum á liðnu og yfirstandandi ári. • Friðrik Sóphusson (S) taldi rétt að þau mál, er varða áfengis- löggjöf okkar, fái samhliða skoð- un og afgreiðslu á Alþingi. Rök- semdir ráðherra fyrir frv. þessu stangist á. Annars vegar beri hann fyrir sig félagsleg vanda- mál, vegna ofneyzlu áfengis, sem vissulega séu fyrir hendi; hins vegar samdrátt í sölu ÁTVR á sterkum drykkjum og vínum, sem greinilega sé höfuðorsök frum- varpsins. Minnti FrSó á áramóta- skaup, þar sem fjármálaráðherra sást reka fólk nauðugt í áfengis- útsölur á Þorláksmessu, til tekju- öflunar fyrir ríkissjóð. Svipuð mynd komi fram í greinargerð og rökstuðningi ráðherra fyrir mál- inu. FrSó varpaði fram þeirri hugmynd, að fram færi einhvers konar skoðanakönnun í landinu um hugsanlegar breytingar á áfengislöggjöfinni, þar sem stefnumörkunar yrði leitað, m.a., hvern veg eigi að snúast við félagslegum vandamálum vín- neyzlu. Hann gagnrýndi og einka- sölu á eldspýtum, sem m.a. hefði leitt til þess, að hér væri aðeins fáanlegt það lélegasta á heims- markaði af þessari vöru. • FrSó taldi samþýkkt þessa frv. ekki leysa neitt félagslegt vandamál. Hún myndi heldur ekki stöðva bruggun. Þjóðin hefði um árhundruð kunnað skil á bruggun áfengra drykkja, löngu áður en umrædd bruggefni og gerlar komu til sögu. Hún gæti hinsvegar ýtt fólki að sterkari drykkjum. Orsök bruggs felist m.a. í of hárri verðlagningu léttra vína. Fræðsla í skólakerfi og fjölmiðlun um hættur ofneyzlu áfengis sé líklegri leið til árang- urs en efnisatriði frv. ráðherra. • Gunnlaugur Stefánsson (A) mælti gegn frumvarpinu. Hann taldi að stefna ríkisins í áfengis- málum ætti ekki að markast af tekjumöguleikum af sölu áfengra drykkja hjá ÁTVR. Þar þyrftu marktækari mið er hentuðu betur til stefnumörkunar. Vildi hann fá að vita, hvort hér væri um stjórn- arfrumvarp að ræða eða einka- smíð fjármálaráðherra. Mál þetta hefði ekki verið rætt í þingfl. Alþýðufl. áður en frv. var lagt fram. Þingið hefði þessa dagana öðrum hnöppum að hneppa en stússa í tekjuauka fyrir áfengissölu ríkisins. • Tómas Árnason, fjármála ráðherra. sagði málið stjórnar- frumvarp. Einstakir ráðherrar hefðu hins vegar óbundnar hend- ur í afstöðu málsins. TÁ sagði mál þetta ópólitískt og vitnaði til orða Odds Ólafssonar (S) í efri deild, sem taldi svo almenna bruggun sem nú viðgengist í landinu hljóta óhjákvæmilega að vera neyzluaukandi. Hann sagði frv. fela í sér einkaleyfi ÁTVR til innflutnings þessara efna, en lét ósvarað, hvort heimild til að selja þau áfram í landinu yrði notuð eða ekki. • Vilmundur Gylfason (A) taldi rökstuðning ráðherra óviturlegan. Hann notaði tilfinn- ingaleg rök, sem rætur ættu í vandamál ofneyzlu áfengis, til að réttlæta frumvarp, sem hefði það eina markmið að auka tekjur ríkisins af vaxandi áfengissölu ÁTVR. Þessi tilfinningalegu rök gengu í aðra átt en efnisatriði frumvarpsins. Há verðlagning léttra vína hjá ÁTVR hefði leitt til þess, að almenningur hafi leitað á önnur mið í þessu efni. Brugg sé ólöglegt, fram hjá því verði ekki gengið, en ríkisvaldið hafi um árabil horft á þennan heimilisiðnað án aðgerða og sam- þykkt með þögninni. Taldi VG rétt hjá FrSó að mál þessi þyrfti að skoða í heild, en þetta frv. leysti engan vanda eitt sér. • Albert Guðmundsson (S) sagði sjálfsagt rétt, að gerð öl- og léttvíns hafi aukizt í landinu. Hins vegar hafi hann fyrir satt, að drykkjulæti í heimahúsum hafi minnkað á liðnum misserum. Gott sé ef rétt sé. Sömuleiðis sé sagt að sala sterkra drykkja hjá ÁTVR hafi dregizt verulega sam- an. Það sé líka gott ef rétt sé. AG sagðist sjálfur ekki vínmaður. En boð og bönn, sem stönguðust á við réttlætiskennd fjöldans, væru hæpin. íslendingar þyldu lítt spennutreyjur. Þegar yfirskins- tilgangur frumvarpsins væri að auki rökstuddur með tekjuþörf, sem ekki væri hægt að fullnægja nema með aukinni brennivíns- sölu, færi glansinn af málflutn- ingi ráðherra. AG sagðist reiðu- búin til að styðja hvert það þingmál, sem sýnilega leiddi til hins betra í áfengismálum þjóð- arinnar. Hann sæi hins vegar ekki, að þetta frumvarp feli í sér neins konar tryggingu í þá átt. • Árni Gunnarsson (A) sagði illan þef af málflutningi, er skýldi tekjuaukningu ÁTVR, sem að væri stefnt með frumvarpinu, bak við sýndarlausnir á félags- legu vandamáli vegna ofneyzlu áfengis. Hann lagði áherzlu á að nýta skólakerfi og fjölmiðla til að fræða fólk um hættur ofneyzlu áfengis og aðrar marktækar að- gerðir til viðbragða við vanda- máli, sem til staðar væri. Þetta frumvarp væri hins vegar fánýtt og ætti að fá meðhöndlun sem slíkt. • Ellert B. Schram (S) las upp úr greinargerð frv., þar sem sölutap eða samdráttur ríkis- einkasölu á áfengi væri áætlað 3 milljarðar á þessu ári vegna ölgerðar í heimahúsum. Öll greinargerðin gengi út á að tí- unda peningatap áfengiseinkasöl- unnar vegna þessara efna. Ljóst væri því að söluhagsmunir ÁTVR á áfengi réðu ferð í gerð frum- varpsins, þótt annað væri látið í veðri vaka í málflutningi ráð- herra. Athuga yrði, að hér væri um að ræða öl og létt vín, en ekki sterka drykki, sem væri megin- uppistaðan í söluframboði ríkis- ins og ÁTVR. Ég hlýt að vera andvígur þessu frumvarpi, sagði ESch, enda felur það ekki í sér neina lausn á félagslegum vanda, heldur spannar einvörðungu sölu- hagsmuni ríkisins á áfengum drykkjum. Annað mál er, að staðreynd ölgerðar í heimahús- um, kann að leiða til þess, að sala á áfengu öli verði leyfð í landinu. Umræðunni lauk ekki. Áfengislögin séu endurskoðuð fyrir næsta haust ÞORVALDUR Garðar Kristjánsson hefur ásamt átta öðrum þingmönnum eíri deildar lagt fram til- lögu til þingsályktunar um að ríkisstjórnin láti endurskoða áfengislög- gjöfina í þeim tilgangi að draga úr áfengisneyzlu þjóðarinnar, stuðla að hóf- semi í meðferð áfengra Þingsályktun- artillaga Þorvalds Garð- ars Kristjáns- sonar o.fl. drykkja, efla bindindi í landinu og auka aðstoð við drykkjusjúka. Skal stefnt að því að frumvarp að nýjum áfengislögum verði lagt fyrir Alþingi í byrjun næsta þings. I greinargerð segir svo: Eitt af helztu vandamál- um þjóðarinnar í dag er fólgið í mikilli og vaxandi neyslu áfengra drykkja. Til úrbóta í þessum vanda er að draga úr áfengisneyslu, stuðla að hófsemi, efla bindindi og auka aðstoð við þá, sem áfengisneyslan hef- ur leikið verst. Einskis má láta ófreistað að ráða hér bót á. Þess vegna er mikils um vert, að löggjöfin sé á hverjum tíma sem best úr garði gerð til að þjóna slíkum tilgangi. Af þessum ástæðum er þessi tillaga til þingsályktunar flutt. Auk Þorvaldar Garðars Kristjánssonar standa eftirtaldir þingmenn að flutningi tillögunnar: Eyjólfur K. Jónsson, Jón Helgason, Ágúst Einars- son, Helgi F. Seljan, Bragi Níelsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Oddur Ólafsson og Alexander Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.