Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979 Útgefandi Framkvaamdastjóri Rítstjórar Rítstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Rítstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Neyðarástand á hafíssvæðinu Fyrir þrem dögum var meðalhiti í Reykjavík rétt um frostmark eða svipaður og í febrúar í venjulegu árferði. Ekki liggja sambærilegar upplýsingar fyrir um Norðurland, en þar hefur verið samfelldur kuldi, svo að samanburðurinn er sennilega enn óhagstæðari. Menn hafa jafnað þessum vorharðindum við árið 1949, þegar ekki batnaði fyrr en komið var fram í júní. Eftir fregnum að dæma er ekkert lát á norðaustan-áttinni fyrr en um helgi í fyrsta lagi. Hvergi er ástandið verra en í byggðunum við Þistilfjörð. Hafís hefur verið landfastur í Þórshöfn um nær tveggja mánaða skeið og þegar loksins opnaðist glufa, klessti hann sér upp að Raufarhöfn. Atvinnuástandið á hafíssvæðunum er mjög alvarlegt, þannig að stöðnun vofir yfir ef ekkert verður að gert, eins og Lárus Jónsson alþingismaður lagði áherzlu á í Morgunblaðinu í gær. Frystihúsin standa höllum fæti, útgerðarmenn hafa orðið fyrir slíkum skakkaföllum, að sumir þeirra eiga á hættu að missa báta sína og snjóþyngsli og kuldi til sveitanna ásamt yfirvofandi heyleysi veldur bændum óumræðilegum erfiðleikum. Á síðustu áratugum höfum við íslendingar verið svo lánsamir að „landsins forni fjandi", hafísinn, hefur ekki heimsótt okkur nema endrum og sinnum. Það er vonandi, að svo verði áfram. En nú, þegar við höfum svo óþyrmilega verið minnt á, að land okkar teygir sig norður í Dumbshaf, verður þjóðin öll að taka á sig þyngstu byrðarnar og koma til hjálpar. Þar verður ríkisvaldið að hafa forystu og taka rösklega til hendinni fyrr en síðar, því að málið þolir ekki bið. Samdráttur í byggingariðnaði jr Ymis samdráttareinkenni hafa þegar gert vart við sig í byggingariðnaði á höfuðborgarsvæðinu og sýnt þykir, að stefnt geti í atvinnuleysi, ef fram fer sem horfir. Orsakir þessa samdráttar eru a.m.k. tvíþættar. Annars vegar er verulegur samdráttur í úthlutun byggingarlóða á yfirstandandi ári, bæði í Reykjavík og Kópavogi, en úthlutun byggingarlóða er helzta stýritæki stjórnvalda á umsvifum í byggingariðnaði. Hins vegar er skattastefna stjórnvalda, sem m.a. hefur komið fram tvenns konar nýjum sköttum: Nýbyggingargjaldi, sem orðið hefur til þess að ýmsum stærri byggingarframkvæmdum hefur verið slegið á frest, og sérstökum skatti á annað húsnæði en íbúðarhúsnæði, sem virkað hefur á sama hátt. I Reykjavík mun sveitarfélagið úthluta nýjum lóðum í ár undir 156 íbúðir, einbýlishúsa-, raðhúsa og fjölbýlishúsa- lóðum. Auk þess mun borgin gera byggingarhæfar lóðir undir 178 einbýlishús í Selási, en það land er í einkaeign. Alls munu því tiltækar á árinu í Reykjavík nýjar lóðir fyrir rúmlega 330 íbúðir. Á sl. ári úthlutaði Reykjavíkurborg lóðum undir 505 íbúðir úr eigin landi og gerði 11 lóðir byggingarhæfar í einkalandi, — eða samtals lóðir fyrir 616 íbúðir. Þannig verða í ár aðeins tiltækar lóðir fyrir 334 íbúðir á móti 616 íbúðum á fyrra ári. Engum nýjum íbúðarlóðum mun úthlutað í Kópavogi í ár, aðeins byggt á lóðum, sem úthlutað var á fyrri árum. Þannig stuðlar hinn nýi vinstri meirihluti á Alþingi, í Reykjavíkurborg og Kópavogi að atvinnuöryggi í byggingariðnaði á höfuð- borgarsvæðinu með samdrætti í lóðaúthlutun og nýrri sköttun byggingarframkvæmda. Sameign minnkar " íbúðir stækka Verkamannabústaðir með 276 íbúðir í byggingu í Hólahverfi „ÞAÐ MÁ segja aö stefnubreyt- ing hafi orðið hjá okkur. Nú reynum við að hafa hverja íbúð meira útaf fyrir sig. Drtígum úr sameign. Þannig er inngangur frá Svalagangi f hverja fbúð, ennfremur eru geymslur og fvottaherbergi í hverri íbúð. búðirnar stækka þvf og sameign minnkar að sama skapi. Þannig teljum við okkur vera að koma til móts við væntanlega kaupend- ur,“ sagði Eyjólfur K. Sigurjóns- son, formaður stjórnar verka- mannabústaða á blaðamanna- fundi f gær. Verkamannabústaðir eru nú að byggja 216 íbúðir í 3ja hæða fjölbýlishúsum í Hólahverfi í Breiðholti. Fyrstu íbúðir eru nú tilbúnar undir tréverk og verða afhentar í september í haust, þá fullfrágengnar. Auk þessara fjöl- býlishúsa verða byggð 60 parhús á vegum verkamannabústaða. Framkvæmdir við þau hefjast fljótlega. í fjölbýlishúsunum í Hólahverfi eru þriggja herbergja íbúðir, 103 fermetrar að stærð. Áætlað verð á þeim er 15,4 milljónir. Þær verða alls 108 talsins. Þá verða 72 tveggja herbergja íbúðir og sölu- verð þeirra verður 13,2 milljónir. Þessar íbúðir verða 74 fermetrar, óvenju rúmgóðar af tveggja her- bergja íbúðum að vera. Loks verða 36 einstaklingsíbúðir, 40 fermetr- ar á 7,2 milljónir. Verkamannabústaðir yfirtóku verkið á sínum tíma eftir að Breiðholt varð að hætta við vegna gjaldþrots. „Segja má að ekki hafi fallið út klukkustund vegna þessa og því engar tafir orðið. Við yfirtókum verkið alveg með sama starfsfólki," sagði Eyjólfur K. Sigurjónsson ennfremur. Lítur þunglega út hjá bænd- um segir búnaðarmálastjóri — Lítið er enn hægt að aðhafast með vorverkin þar scm enn er ekki komið vor og ríkir nánast vetur vfða um landið, sagði Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri er Mbl. ræddi við hann í gær. Kvað hann lfta þunglega út hjá bændum þar sem enn vottaði ekki fyrir hlýindum og erfitt væri að hafa allan sauðburð innandyra, húsakostur leyfði það vart auk þess sem ekki væri hollt fyrir ltímbin að standa of lengi inni. Halldór Pálsson kvað sums staðar hafa verið hægt að láta fénað út og hafa hann þá á fullri gjöf og hefðu bændur að líkindum flestir næg hey og kjarnfóður fram til næstu - mánaðamóta. Ef hins vegar voraði hægt og gróður léti enn á sér standa mætti búast við erfiðleikum svo og ef ekki fengist að flytja nægt kjarnfóður til landsins og dreifa því til bænda. Þá sagði búnaðarmála- stjóri að sauðburður væri víðast kominn af stað, sumir væru hálfnaðir en aðrir skemmra komnir. — Ástandið hjá bændum hér nyrðra er mjög slæmt í þessum kulda, sagði fréttaritari Mbl. á Húsavík er hann var inntur frétta af gangi mála þar og sagði hann útlitið svart og vandinn færi vax- andi með hverjum degi. í Kinninni hefði snjóað svo sl. helgi að bændur hefðu orðið að moka frá húsum til, að komast til gegninga og væri allur fénaður á fullri gjöf enn. — Hér vestra er hvergi að sjá grænt strá, sagði fréttaritari Mbl. á Isafirði, og kvað hann ástandið erfitt fyrir bændur, sem nú væru í miðjum sauðburði. Skaflar eru enn í byggð, sagði hann en snjór annars minnkandi, þátt fyrir frost. Þá sagði hann að grásleppusjómenn hefðu orðið fyrir tjóni þegar þeir fengu þara í net sín um helgina í slæmu hreti og hefði það í för með sér mikla vinnu fyri þá að taka netin upp og hreinsa. Áfli þeirra hafði dagana á undan verið sérlega góður og með því bezta sem þekkst hefur, sagði fréttaritarinn að lokum. Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, verður með stílumarkað á Útimarkaðinum á Lækjartorgi á morgun, ftístudag. Félagar í Hvtít munu sjálfir afgreiða við stíluborð alls kyns varning, svo sem pottablóm, búsáhtíid og notað og nýtt af tíllu tagi. Á meðfyigjandi mynd má sjá Hvatarkonur með nokkur sýnishorn af því sem á boðstólunum mun verða hjá þeim. Markaðurinn stendur allan daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.