Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979 39 Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Kópavogs S.l. fimmtudag lauk 4 kvölda barometerkeppni félagsins. Besta árangri kvöldsins náðu: stig Erla Sigurjónsd. — Kristmundur Þorsteinss. 70 Ármann J. Láruss. — Sverrir Ármannss. 34 Jóhann Lútherss. — Gunnlaugur Sigurgeirss. 25 Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 21 Guðbrandur Sigurbergss. — Jón Páll Sigurjónss. 21 Úrslit keppninnar urðu þau að Jón Páll og Guðbrandur báru sigur úr býtum og er það 3. árið í röð sem þeir sigra í þessari keppni. Röð efstu para varð annars þessi: stig Guðbrandur Sigurbergss. — Jón Páll Sigurjónss. 110 Óli M. Andreasson — Guðmundur Gunnlaugss. 102 Erla Sigurjónsd. — Kristmundur Þorsteinss. 86 Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 67 Gunnlaugur Sigurgeirss. — Jóhann Lúthersson 61 Ármann J. Lárusson — Haukur Hannesson 46 Meðalskor 0 í kvöld, fimmtudag, verður spilaður eins kvölds tví- menningur. Spilað er að Hamra- borg 11, kl. 20.00. Skráning er á staðnum og eru menn beðnir að mæta stundvíslega. Bridgefélag Akureyrar Síðasta keppni félagsins á þessu starfsári var Halldórsmót- ið. Mót þetta er minningarmót um Halldó heitinn Helgason útibússtjóra Landsbanka íslands á Akureyri en hann var einn traustasti félagi B.A. um margra ára skeið. Úrslit urðu þessi: stig Sv. Ingimundar Árnas. 292 Sv. Páls Pálss. 275 Sv. Jóns Stefánss. 275 Sv. Alfreðs Pálss. 267 Sv. Angatýs Jóhannss. 254 Sv. Sveinbjörns Jónss. 254 Sv. Þórarins Jónss. 239 Sv. Stefáns Vilhjálmss. 233 Þátttökusveitir voru 16. Keppnin fór fram með Board a match sniði. Keppnisstjóri var Albert Sigurðsson. Bridge Margir áhorfendur fylgjast með úrslitakeppni íslandsmótsins í sveitakeppni sem fram fór á Hótel Loftleiðum um síðustu mánaðamót. Börn, styrjaldir og fangabúðir Daglega kveða við fréttir um djöfulæði styrjalda hvarvetna á þessari annars fögru og fjöl- breyttu jörð. Svo og margar þúsundir myrtar á hverjum degi. Orðið mærð eða að myrða er raunar ekki notað, heldur að fella, vega og útrýma. Fínt skal það vera. Og foringjar og valdhafar, sem fréttunum ráða virðast stoltir, hreyknir og hrósandi sigri í stað þess að skammast sín og reyna þó að minnsta kosti að þegja yfir illvirkjum sínum, hvort heldur í vörn eða sókn. Og hvað er vörn og sókn, veit' heldur enginn. Engir morðingj- ar og mannréttindaþjófar eru ef til vill verri en eigin stjórnendur í sumum já, mörgum ríkjum heims. Samt koma jafnvel ungir og gáfaðir þjóðréttarfræðingar fram fyrir alþjóð á íslandi og hrósa þeim. Og heil stórveldi mæla þeim bót og taka í hönd þeirra með brosi á vörum. Samt eru tölur hinna vegnu, föllnu og myrtu, sem lesnar eru við litlu meiri áhrif á hlustend- ur en hve margir steinbítar hafi veiðzt fyrir vestan, ekki nema brot af því böli, sem þarna er á ferð. Orsakir og afleiðingar að og af morðum þessara ungmenna, sem nefndir eru einu nafni hermenn og gerðir að númerum í stað nafna eru þjáningar, angist, þrautir, ótti, skelfing, kúgun, ófrelsi, pyntingar og fangelsi, flótti, heimilisleysi, flakk, hungur, þorsti og dauða- stríð þúsunda annarra sak- lausra manna, kvenna og barna. Brautin sem sagt mörkuð og ötuð tárum og blóði og um leið hatri, hefndarþorsta og djöful- æði, sem sáð er í sálir og orsakar áframhaldandi og end- urtekið böl, bölvun og piálar- göngur, jafnvel ófæddra kyn- slóða. Heimilum er tvístrað, hús eru eyðilögð, sprengd sundur, brennd og rifin, borgir lagðar í auðn. Fjölskyldur leggja á flótta með föggur sínar fábreyttar á baki. Börn villast, týnast, veslast upp og deyja veik og vanburða, hungruð þyrst, einmana, útgrát- in og lík þeirra vekja vart meiri viðbrögð en dauðar flugur í gamalli sveitakirkju á íslandi á sumrin. Þannig er gengið um helgi- dóma hinnar góðu, gjöfulu jarð- arGuðs. í öllum þessum hörmungum, sem stjórnmálamenn og stríðs- höfundar valda, hver eftir eigin geðþótta, blekkingum og lygum eru það örlög barna, sem ég vildi benda á út um gluggann í dag. Þótt ekki væri nema einn, sem gæti vakizt til íhugunar, abyrgðar og átaks væri vel. Þótt ekki yrði nema eitt barn, sem gæti notið góðs af vaknandi hugsun, vermandi góðvild og gjafmildri hönd væri tilgangi náð. Hver einstaklingur, sem bjargast gæti er dýrmæt gjöf á brautum hins góða. En eru þá nokkur börn, sem böl styrjalda og fangelsa, haturs og hefnda nær til? Þau eru þó án saka! Þannig er hugsað, eða öllu heldur ekki hugsað af þeim, sem hlusta á tölur um þúsundir veginna og fallinna hermanna. Líklegt er að engir líði meira en börn á vegi bryndreka, sprengna, fallbyssna og her- tækja í höndum blindaðra her- deilda. Hví framleiða fremstu og beztu þjóðir heims hertæki, drápsvopn og eitursprengjur? Og svo er á sama ári og itsömu andrá talað um barnavernd og heilt ár helgað börnum og vel- ferð þeirra. Ætli ekki bezta byrjun sé að slíðra vopnin. Væri ekki hægt að byrja heima. Loka morðvopnaverk- smiðjum allra landa. Næsta ár undir yfirskrift frá Sameinuðu þjóðunum: Burt með allar vopnaverk- smiðjur. Það yrði ósk allra barna, sem ekki eru uppalin við blekkingar og hefndarþorsta. En eru þá nokkur börn, sem búa við frelsísrán og fangelsi? Um fjölda þeirra vantar vís- indalegar skýrslur. En eitt er víst, þau skipta milljónum, sem á einhvern hátt eru tengd þess- um hryllingi, hrakin, hrjáð og gleymd. Nýtt símanúmer á afgreiöslu blaösins 83033 Urval af húsgögnum Opið 9—12 og 1—6 K.M. Húsgögn, Skeifunni 8, sími 37010.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.