Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1979 Níutíu ára lífshlaup Sveins Gunnlaugssonar í hnotskurn Égheíaldrei tekið þátt í pólitísku kjaítæði „Ef mín kennsla og skólastjórn í fimmtíu ár hefur orðið að ein- hverju gagni, þá vildi ég helst segja hverjir það eru sem hjálp- uðu mér til þess að verða þetta. Þá vil ég byrja á því að gömlu konurnar sögufróðu og sagnagóðu sem tóku okkur krakkana í Flatey heim til sín og sögðu okkur sögur og ævintýri á kvöldin og ýmsan fróðleik, gerðu það með afbrigð- um, það voru okkar fyrstu kennar- ar. Óg þær mögnuðu okkur í það að gefa frá okkur það sem við vissum. Og þær kenndu okkur að tala við börn eins og þeim hæfði. Og það er áreiðanlegt að þegar rúmið ömmunnar varð autt á íslensku heimili að þá missti íslenskt uppeldi það þýðingar- mesta, sem í þjóðlífinu hefur verið.“ Eftirsóttur ræðumaður Hann er níutíu ára gamall í dag hann Sveinn Gunnlaugsson, heið- ursborgari á Flateyri og fyrrver- andi skólastjóri þar. í tilefni þess var hann heimsóttur til að rabba svolítið um liðna daga. Meðan það þótti enn góð skemmtan að hlusta á snillinga hins talaða orðs á mannfundum, var Sveinn vel þekktur og eftirsóttur ræðumaður víða um Vesturland og það fór ekki fram hjá viðmælanda hans að hann hefur haft og hefur enn yndi af ræðuforminu, leggur sig fram við það og segir skipulega og lifandi frá. Og hvernig var það, var það ekki rétt með farið að hann væri höfundur að hinni frægu ræðu Rauðsmýrarmaddöm- unnar í Sjálfstæðu fólki? Jú, reyndar, hann var fenginn til að halda ræðu fyrir konur í Dölum og þær sendu Hlín hluta ræðunnar til birtingar. Þar sá Halldór Laxness ræðuna og notaði hana í verk sitt. En Sveinn vill engar umræður um þetta, það hefur áður verið tekið til meðferðar á öðrum vettvangi og útrætt. Þú mátt ekki með nokkru móti gera þetta Sveinn „Þessar gömlu konur í Flatey voru ákaflega fróðar, amma mín og önnur kona gömul, sem Oddný hét og var Matthíasdóttir. Þær tóku okkur krakkana heim til sín í rökkrunum og sögðu okkur sögur og ævintýri og fróðleik alla leið frá þjóðsögunum og upp í himna- ríki. Amma mín hét Kristbjörg og var Jónsdóttir, fróðleikskona mik- il, ekta frásagnarkona. Amma mín Tieitin var lengi vinnukona í Hóls- búð, hjá Ólafi Sívertsen. Þar var fyrsti skóli í Flatey og þessar gömlu konur fengu þar ýmsan fróðleik. Þessu næst vildi ég telja minn styrktarmann til þess að verða kennari, það var séra Sigurður Jensson í Flatey. Hann hvatti mig til að fara í kennaraskólann og hann kenndi mér fyrst sjálfur fyrir fermingu ýmislegt. Hann var merkilegur maður. Ég ætlaði ekki að verða kennari, ég var búinn að sækja um Verslunarskólann í Reykjavík, en þá kom séra Sigurð- ur til mín og sagði: „Þú mátt ekki með nokkru móti gera þetta Sveinn. Það er verið að byggja hérna skóla og þú ert búinn að kenna hérna og þú verður að fara í Kennaraskólann. Því nú hefur þeim einu sinni hér á Islandi heppnast að finna réttan mann á réttan stað, þar sem er séra Magnús Helgason." Sveinn Gunnlaugsson er fæddur í Flatey á Breiðafirði 17. maí 1889. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Sveinsson skipstjóri og Guðlaug Gunnlaugsdóttir. Hann ólst upp í Flatey og átti þar heima, þangað til hann var búinn að taka kenn- arapróf. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 12. maí 1909, fyrir sjötíu árum, og var í fyrsta árgangi, sem útskrifaðist þaðan. Þetta var fyrsta starfsár skólans og í þriðja bekk, efsta bekk, komust þeir sem höfðu kennarapróf frá Flensborg, gagn- fræðapróf eða búfræðipróf. En auk þess fengu þrír nemendur, sem ekkert próf höfðu að þreyta inntökupróf, Sveinn, Sigfús Berg- mann og Svava Þórhallsdóttir. Að námi loknú tóku þeir Sveinn og Sigfús, hann var líka úr Flatey, nemendur heim til sín í einn vetur, en þá var nýi skólinn tilbúinn og kennaraaðstaða við hann var auglýst. Þeir sóttu báðir um og Sigfús hlaut hnossið. Þar skemmdist aldrei bók — Hvað var mikið eftir af hinni fornu menningu Flateyjar, þegar hér er komið sögu? — Flatey lumaði alltaf á menn- ingu og það var bókasafnið sem réð því. Það var stofnað 1833 held ég, með hundrað bóka gjöf og hundrað ríkisdala gjöf. Og ríkis- dalirnir áttu að ganga til þess að verðlauna menn fyrir ýmislegt framtak í hreppnum; fyrir skipa- smíðar, fyrir sjómennsku jafnvel og svo eitt sem merkilegt var, gott uppeldi á börnum, sem voru á mannanna hjálp. Einn bóndi úr Bjarneyjum hefur fengið tvisvar eða þrisvar verðlaun úr þessum sjóði. Ég skrifaði smágrein um þetta þegar bókasafnið varð hundrað ára og fer niður á Al- þýðublað með hana — ég hef nú verið Alþýðuflokksmaður alla tíð — og segi ja nú ætla ég að láta ykkur hafa grein um merkilegan hlut, þar sem maður fékk verðlaun fyrir uppeldi vandalausra barna. Én þá snerist Hannes minn á horninu eitthvað öfugt í þetta og sagðist ekki hafa neitt pláss fyrir þetta. Ég fór þá niður á Morgun- blað og þar var greinin tekin undireins. Já, í Flatey eymdi eftir af fornri menningu, það var lesið þarna ákaflega mikið. Kirkjan gamla í Flatey var byggð 1863 og fyrir afganginn af henni var byggt bókasafnshús, sem er næst elsta bókasafnshús á íslandi, íþaka var víst eldri. Og það stendur þar ennþá, en rúið öllum bókum, til allra óheilla. Þar var aldrei upp- hitun nein og þar skemmdist aldrei bók. Ég man þegar ég var stráklingur að fá mér bækur, að þegar mikil frost voru þá brakaði í gólfinu þegar ég gekk um, en það var allt þurrt. Þetta hús var byggt fyrir afganginn af kirkjunni og svo fyrir samskot, meira að segja vinnukonurnar gáfu, ég sé að þær hafa gefið tólf skildinga og svo- leiðis ýmislegt, til þess að koma þessu húsi upp. Því hefur Baltasar sett eina mynd í kirkjuskreyting- una þar sem verið er að byggja húsið. Þetta bókasafn, það mennti svo allar sveitirnar í kring. Það voru sendar skjóður, skinnskjóður upp í sveitirnar, með bókum til útlána og það er ekki tóm hending sko, að þarna tveim árum seinna Fiir ni því að verða níutíu ára og öríiir þeirra ganga um teinréttir og statlausir eins og Sveinn. Texti og myndir: Sigurjón Valdimarsson en bókasafnið í Flatey rís upp, þá fæðist drengur í Skógum, sem hét Matthías, þá var fjórtán ára gamall drengur á Reykhólum, sem hét Jón Thoroddsen og fjórum árum eftir að bókasafnið var stofnað þá fæðist drengur í Djúpadal, sem heitir Björn Jóns- son, svo að ég nefni nú þetta aðeins. En það er ekki víst nema að skjóðurnar frá Flateyjarbóka- safni hafi haft svona í kring um sig. Farðu nú fyrir mig á Flateyri Þegar Sigfús hafði verið veitt kennarastaðan við nýja skólann í Flatey — hann hafi náð sér í það forskot að taka nokkra tíma í orgelleik — þá sótti Sveinn um kennarastöðu á Patreksfirði og fékk hana. Þar kenndi hann í fjóra vetur en þá skall stríðið á. í kjölfar þess fylgdi skortur á ýms- um nauðsynjum, þ.á m. á kolum svo ekki var hægt að starfrækja skóla. Þá gerðist Sveinn farkenn- ari í Breiðafjarðareyjum og í stríðslok sækir hann aftur um Flateyjarskóla á móti Sigfúsi Bergmann og í þetta sinn er honum veitt staðan. Þar kennir hann síðan til ársins 1930. „Þá losnar skólinn í Hafnarfirði og þá sæki ég um hann. Hann sækir líka um skólann hann, æ hvað hét hann nú aftur, já hann Friðrik Bjarnason, en hann er búinn að vera þar yfirkennari í þrjátíu ár, en ég er búinn að vera skólastjóri í nokkur ár. Ásgeir Ásgeirsson, sem þá er fræðslumálastjóri, hann gerir mér boð að finna sig suður í Reykjavík. Þá er ég búinn að hafa tvö síðustu árin kennslueftirlit með allri Austur-Barðastrandar- sýslu frá Siglunesi og inn í Gils- fjarðarbotn. Ásgeir segir við mig: Það er nú þannig að þú átt réttinn á að fá Hafnarfjörð, þar sem þú hefur verið skólastjóri en Friðrik ekki, en það er ákaflega hart að neita honum um það því hann á ekki nema tvö ár eftir til aldurs- takmarka. En ger þú annað, því nú liggur mér á, ef þú ætlar að fara úr Flatey, þá farðu nú fyrir mig á Flateyri, af því að það er verið að taka Snorra Sigfússon í burtu af pólitískum ástæðum, og ég hef lofað þeim að útvega þeim mann, sem ég treysti, en eftir tvö ár átt þú réttinn á Hafnarfirði. Svo segir hann; það er nú ekki nein meining að fara að setja þig kennara vestur á Flateyri ég hringi bara til Jónasar til að vita hvort hann vill ekki senda skipunarbréf á undan þér vestur. Svo hringir hann til Jónasar og Jónas segir jú, sjálf- sagt, ég sendi það bara undireins ef hann vill fara. Því hann var náttúrlega guðsfeginn, það leysti hann að nokkru leyti af hólmi, því það var hann sem var potturinn og pannan í að rífa Snorra burt. Svo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.