Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1979
Natovillný
kiamavopn
^ BrliHHel. 16. maí. AP.
ÁRLEGUM vorfundi landvarna-
ráðherra NATO lauk í dag með
samkomulaKÍ um að bandalagið
komi sér upp nýtízkulegri meðal-
drægum kjarnorkuvopnum og
loforði um auknar tilraunir til að
auka herútgjöld. Sa«t var að gert
væri ráð fyrir því að innan eins
árs yrði tekin ákvörðun um við-
bröjíð við „UKgvænlegri“ aukn-
ingu sovézkra eldflauga sem ná
til allrar Vestur-Evrópu.
Bandalagið hefur um það að
velja að gera Pershing-kjarna-
odda sína langdrægari eða að
koma sér upp nýrri meðaldrægri
eldflaug og jafnvel Cruise-flaug-
um. Rússar tefla nú fram 100
SS-20-flaugum sem hver er búin
þremur kjarnaoddum en banda-
lagið hefur ekkert sambærilegt
vopn. í yfirlýsingu ráðherranna
sagði að bandalagið stæði í fyrsta
skipti frammi fyrir því að miðað
væri að því vopni sem gæti hæft
skotmörk í öllum löndum Vest-
ur-Evrópu.
Bandaríski landvarnaráðherr-
ann Harold Brown sagði að Salt-II
mundi auka öryggi NATO og
jafnframt gefa bandalaginu færi á
að koma sér upp nýtízkulegum
kjarnorkuvopnum.
Kurt Nier, aðstoðarutanríkisráðherra Alþýðulýðveldisins Þýzkalands, tekur á móti Benedikt Gröndal
utanríkisráðherra við komu Benedikts til Austur-Berlínar í gær.
Hörðu hótað í
El Salvador Ný friðartilraun
í Rhódesíumálinu
San Salvador. lfi. ma(.
AP. Reuter.
RÍKISSTJÓRNIN í Mið-Amts
ríkurfkinu E1 Salvador hótaði í
dag að lýsa yfir umsátursástandi
í kjölfar þess að hryðjuverka-
menn drápu þrjá lögreglufor-
ingja og hermenn drápu tvo
andófsmenn þannig að alls hafa
44 týnt lífi síðan óeirðir hófust
fyrir tíu dögum.
Federico Castillo Yanes land-
varnarráðherra kvaðst hafa undir
höndum órækar sannanir um að
fyrir óeirðunum stæðu kommún-
istar sem reyndu að hrifsa völdin
með „tilræðum, ógnarstjórn, töku
sendiráða og mannránum".
Sendiráð Frakklands og
Venezúela eru enn á valdi hryðju-
verkamanna sem hafa sendiherr-
ana og starfslið þeirra í gíslingu.
Þeir eru úr alþýðubyltingarsam-
tökum sem kröfðust þess að leið-
togum þeirra yrði sleppt úr haldi.
Tveir leiðtoganna hafa verið látn-
ir lausir, en stjórnin segir að þrír
aðrir sem krafizt er að verði
framseldir hafi aldrei verið fang-
elsaðir.
Lögreglan hefur komið fyrir
fleiri vegatálmum umhverfis
höfuðborgina og aukið leit að
vopnum í bifreiðum í kjölfar
síðustu bardaga. Oscar Arnulfo
Fomero erkibiskup, sem hefur oft
gagnrýnt TÍkisstjórnina, hefur
skorað á byltingarmenn að yfir-
gefa sendiráð og kirkjur sem þeir
hafa lagt undir sig.
Vildi Thorpe
myrda annan?
London. )6. maí. Reuter.
PETER Bessell, aðalvitnið í
réttarhöldunum I máli Jeremy
Thorpes, fyrrverandi leiðtoga
Frjáislynda flokksins f Bret-
landi, sagði f dag að Thorpe
hefði viljað láta myrða tvo
menn, tfzkusýningarmanninn
Normann Scott, sem hann er
ákærður fyrir að hafa lagt á
ráðin um að myrða, og mann að
nafni Hetherington sem reyndi
að beita hann fjárkúgun.
Þessi nýja, óvænta ásökun
kom fram þegar lögfræðingur
Thorpes, George Carman, yfir-
heyrði Bessell og reyndi að gera
ómerkan fyrri framburð hans
þess efnis að hann hefði heyrt
Thorpe leggja á ráðin um að
myrða Scott.
Bessell sagði að Thorpe hefði
beðið hann um að myrða
Hetherington í kosningabarátt-
unni 1970, en hann hefði gefið
honum 170 pund í staðinn.
Thorpe hitti aldrei hinn dular-
fulla Hetherington og heldur
enginn annar sem er viðriðinn
málið nema Bessell.
SaHnbury, 16. maf. AP.
BRETAR hófust f dag handa um
nýja friðartilraun f Rhódesfu og
leiðtogar hvftra manna og
svartra fögnuðu þvf að öldunga-
deild Bandarfkjaþings hefur
samþykkt að fara þess á leit við
Jimmy Carter forseta að aflétta
viðskiptabanninu á Rhódesfu.
í yfirlýsingu frá skrifstofu hins
nýja forsætisráðherra, Abel
Muzorewa biskupi, segir að úrslit
atkvæðagreiðslunnar hljóti að
leiða til góðra og varanlegra
breytinga á ástandinu í Rhódesíu.
Ian Smith fráfarandi forsætisráð-
Þetta gerðist 17. maí
1978 — Lík Charlie Chaplins
finnst eftir 11 vikna leit í Sviss.
1977 — Ósigur Verkamanna-
flokksins í þingkosningum i ísrael.
1972 — Vestur-Þýzka þingið
samþykkir samninga við Rússa og
Pólverja.
1970 — Norski landkönnuðurinn
Thor Heyerdahl fer frá Marokkó í
papýrusbátnum Ra II og gerir
aðra tilraun til að sanna að
Forn-Eyptar hafi farið til Nýja
heimsins fyrir 4 —5.000 árum.
1968 — Kosygin forsætisráðherra
fer til Prag vegna ólgu þar.
1960 — Karíba-stíflan í Rhódesíu
opnuð.
1957 — Egyptar banna ísralesk-
um kaupskipum að sigla um
Súez-skurð.
1949 — Bretar viðurkenna sjálf-
stæði Eire, en ítreka stöðu
Norður-írlands.
1946 — Antonescu, einræðisherra
Rúmeníu, dæmdur til dauða.
1940 — Þjóðverjar taka Brússel.
1939 — Svíar, Norðmenn og Finn-
ar hafna boði Þjóðverja um griða-
sáttmála, en Danir, Eistlendingar
og Lettar taka því.
1900 — Bretar leysa Mafeking úr
umsátri í Suður-Afríku.
1885 — Þjóðverjar innlima Norð-
ur-Nýju-Guineu og Bis-
marck-eyjaklasann.
1848 — Ferdinand Austurríkis-
keisari flýr til Innsbruck.
1814 — Lýst yfir sjálfstæði
Noregs.
1809 — Napoleon fyrirskipar
innlimun Páfaríkjanna.
1803 — Bretar kyrrsetja öll
frönsk og hollenzk skip í brezkum
höfnum.
1756 — Bretar segja Frökkum
stríð á hendur — Frakkar taka
Minorca.
1632 — Gústaf Adolf sækir inn í
Múnchen og kjörfursti Saxa tekur
Prag.
1579 — Arras-friðurinn.
ERLENT
136 ára
Bartlow, Florida, 15. ma(. AP.
CHARLIE Smith er álitinn elzti
maður Bandaríkjanna, 136 ára
gamall. Hann dvaldist í síðustu
viku á sjúkrahúsi í Lakeland í
Florida til skoðunar, en var send-
ur heim, þar sem ekkert var við
heilsu hans að athuga.
1536 — Cranmer erkibiskup
ógildir giftingu Hinriks VIII og
Önnu Boleyn.
Afmæli Edward Jenner, enskur
læknir (1749—1823) — Birgit Nils-
son, sænsk óperusöngkona
(1922-).
Andlát. Sandro Botticelli, mynd-
listarmaður, 1510 — Pierre de
Beaumarchais, leikritahöfundur,
1799 — Talleyrand prins, stjórn-
málaleiðtogi, 1838.
Innlent. Alþingi samþykkir álykt-
anir um sambandsslit, ríkisstjóra
og stofnun lýðveldis 1941 — d.
Thomas Sæmundsson 1841 — Eld-
gos í Mývatnssveit 1724 —
Asmundarsalur opnaður 1959 —
Gengisfelling 1974 — f. Einar •
Guðfinnsson útgm. 1898 — Róbert
A. Ottósson 1912 — Haukur
Morthens 1924.
Orð dagsins. Að borða er
mannlegt; að melta guðlegt —
Mark Twain, bandarískur rithöf-
undur (1835-1910).
herra sagði að úrslitin gæfu
ástæðu til bjartsýni.
Brezki aðstoðarutanríkisráð-
herrann, Sir Anthony Duff, hóf í
dag viðræður við leiðtoga bráða-
birgðastjórnarinnar í Salisbury,
en engin yfirlýsing var gefin út á
eftir.
Haft var eftir ónafngreindum
embættismönnum að heimsóknin
væri tímasóun og nýja stjórnin
setti traust sitt á nýja friðartil-
raun Bandaríkjamanna. Brezki
íhaldsflokkurinn hefur lofað að
aflétta viðskiptabanninu á Rhó-
desíu og viðurkenna nýju stjórn-
ina ef í ljós komi að kosningarnar
í síðasta mánuði hafi verið heiðar-
legar, en frú Margaret Thatcher
forsætisráðherra sagði í gær
vegna þrýstings frá blökkumanna-
ríkjum í Brezka Samveldinu að
endanleg ákvörðun yrði ekki tekin
fyrr en eftir fund Samveldisins í
Lusaka í ágúst.
Atkvæðagreiðsla öldungadeild-
arinnar var aðeins ráðgefandi, en
eykur þrýstinginn á Carter forseta
að viðurkenna úrslit kosninganna
í Rhódesíu. Hingað til hafa Bretar
og Bandaríkjamenn fylgt sameig-
inlegri stefnu í Rhódesíu og neitað
að viðurkenna kosningarnar þar
sem skæruliðar afrískra þjóð-
ernissinna tóku ekki þátt í þeim.
Veður
víða um heim
Akureyri 0 skýjaó
Amsterdam 25 heiðakírt
Apena 23 heiðskírt
Barcelona 20 heiðskírt
Berlín 23 lóttskýjað
BrUssel 25 heiöskírt
Chicago 19 heiöskírt
Frankfurt 26 heiðskírt
Genf 22 lóttskýjað
Helsinki 13 heiðskirt
Jerúsalem 22 heiðskírt
Jóhannesarb. 21 lóttskýjað
Kaupmannah. 24 heiðskírt
Lissabon 28 heiðskírt
London 27 heiðskírt
Los Angeles 24 skýjað
Madríd 29 heiðskírt
Malaga 23 heiðskírt
Mallorca 23 lóttskýjað
Miami 26 rigning
Moskva 24 heiðskírt
New York 23 heiöskírt
Ósló 14 heiöskírt
París 27 lóttskýjað
Reykjavík 3 skýjað
Rio De Janeiro 31 skýjað
Rómaborg 25 heíðskírt
Stokkhólmur 20 heiðskírt
Tel Aviv 23 heiðskírt
Tókýó 15 skýjað
Vancouver 18 skýjað
Vínarborg 22 heiðskírt
Keisara
hjálpað
Los Angeles, 16. maí (AP) —
Bandarískir embættismenn
hafa hjálpað íranskeisara í
kyrrþey að útvega sér heimili
þar sem hann geti búið til
frambúðar og lífverðir hans
varizt hugsanlegum tilræðis-
mönnum að sögn Los Angeles
Times. Keisarinn hefur auga-
stað á Mexíkó.
Fangar frá
Kúbu
Miami, 16. maí (AP) —
Sextán fyrrverandi pólitískir
fangar frá Kúbu og 34 ættingj-
ar þeirra eru komnir til Miami
frá Kúbu og fá hæli sem
pólitískir flóttamenn. Samtök
kúbanskra útlaga fengu Fidel
Castro til að láta fangana
lausa.
Gasleki í
námu
Tokyo, 16. maí (AP) — Gas-
leki og sprenging og eldsvoði
sem fylgdu í kjölfarið urðu 11
námamönnum að bana í stórri
námu í Hokkaido í Norð-
ur-Japan í dag. 10 þeirra fóru
niður í námuna til að bjarga
öðrum. Fimm annarra er sakn-
að og 15 slösuðust.
*
Gull hækkar
London, 16. maí (AP) —
Mathækkun varð á gulli í dag
og dollarinn hækkaði einnig í
verði. Gullið seldist á 256.50
dollara í London eftir hádegi
og fyrir 257.125 dollara í
Zúrich.