Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAI 1979 Útvarpsst jóri afhenti Pétri Pét- urssyni gagnrýni útvarpsráðs ANDRÉS Björnsson útvarpsstjóri kallaði Pétur Pétursson útvarps- þul á sinn fund í gær og afhenti honum þar afrit af fundargerð útvarpsráðs frá fundi þess hinn 11. maí sl. Á fundinum var Pétur Pétursson gagnrýndur fyrir að hafa „misnotað aðstöðu sína og verið með hnútukast í í?arð starfs- manna sjónvarpsins,“ eins ok scgir í fundargerð útvarpsráðs. Var útvarpsstjóra og formanni út- varpsráðs falið að ræða við Pétur og skýra honum frá þessari «a>ín- rýni. Utvarpsstjóri og formaður út- varpsráðs kvaðst ekki hafa neitt um mál þetta að segja er Mbl. ræddi við þá í gær, en Andrés kvaðst hafa afhent Pétri útdrátt úr fyrrgreindri fundargerð þar sem greint var frá gagnrýni á hann, en ólafur R. Einarsson formaður útvarpsráðs var ekki viðstaddur. Morgunblaðið sneri sér til Pét- urs Péturssonar útvarpsmanns og innti hann eftir tfðindum af fundi er hann var kvaddur á af formanni útvarpsráðs og útvarpsstjóra, til þess að veita viðtöku vftum, er útvarpsráð iýsti á hendur honum fyrir að hafa „misnotað aðstöðu“ sína í Morgunútvarpi hinn 9. maí 8.1. Pétur sagði að hann hefði átt að mæta í fyrradag kl. 4 en Ólafur Einarsson hefði óskað eftir frestun. I gær var hann svo kvaddur til útvarpsstjóra. Ólafur kom eigi til fundar. Útvarpsstjóri afhenti Pétri afrit af fundargerð útvarpsráðs, þar sem fjallað var um málið. Útvarpsráð hélt annan fund í fyrra- dag, en hann mun hafa verið fásótt- ur“, sagði Pétur. Eitthvað gekk í brösum, að koma saman fundar- gerðinni. Mun Emil Björnsson hafa óskað breytinga á bókuðum um- mælum sínum. Að þeim breyting- um loknum óskaði hann þess að ekkert væri haft eftir sér í fundar- gerðinni, Er ekki meira um það að segja. Orð Emils veit ég eigi. Hann getur upplýst um það. Fundargerðin fer hér á eftir. „Úrdráttur 2398. fundur Útvarpsráðs, íöstu- daginn 11. maí 1979. — Hófst kl. 12:20. Á fundi: Ólafur R. Einarsson, Eiður Guðnason, Erna Ragnars- dóttir, Friðrik Sophusson, Guðni Guðmundsson, Tryggvi Þ. Aðal- steinsson, Andrés Björnsson, Guð- mundur Jónsson, Hjörtur Pálsson, Klemenz Jónsson, Emil Björnsson, Pétur Guðfinnsson. 2. Framkvæmd dagskrár: Lagt var fram bréf frá Andófi '79, dags. 10 maí 1979, en í því er sett fram sú skoðun, að fréttastofa Sjónvarpsins hafi brotið 7. grein reglugerðar um fréttaflutning í Ríkisútvarpinu að lokinni atkvæða- greiðslu opinberra starfsmanna um samning þeirra við ríkisstjórnina, með því að einungis hafi verið rætt við fjármálaráðherra og formann BSRB um niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar, en tilmælum Andófs- manna um að fá að láta álit sitt í ljós hafi verið synjað. Miklar umræður urðu um efni bréfs þessa. Að umræðunum lokn- um taldi Útvarpsráð, að framkomin gagnrýni á fréttastofu Sjónvarps- ins ætti ekki rétt á sér og að fréttastofan hefði leitað til höfuð aðila í málinu, í samræmi við reglur um fréttaflutning. Eiður Guðnason gagnrýndi harðlega kynningu á laginu Hallelúja, sem flutt var kl. 10.22 hinn 9. maí. Taldi hann að þulur, Pétur Pétursson, hafi misnotað aðstöðu sína og verið með hnútu- kast í garð starfsmanna Sjónvarps- ins. Raunar hafi viðkomandi þulur oft notað útvarpið sem tæki til að koma einkaskoðunum sínum á framfæri. Ýmsir Útvarpsráðsmenn tóku undir þetta, og var Útvarps- stjóra og formanni Útvarpsráðs falið að ræða málið við Pétur Pétursson, og skýra honum frá þessari gagnrýni. Andrés Björnsson ólafur R. Einarsson. Þá sagði Pétúr Pétursson: „Til þess að lesendur blaðsins geti áttað sig á ummælum mínum og dæmt sjálfir um í hverju „misnotk- un“ mín á aðstöðu er fólgin, langar mig til þess að biðja blaðið að birta orð mín. Þau eru rituð eftir segul- bandsupptöku er Útvarpið gerði, þeirri hinni sömu og útvarpsráð hlýddi á áður en það lýsti skoðun sinni. Ennfremur langar mig að biðja blaðið að birta 7. grein reglugerðar útvarpsstjóra um fréttaflutning Ríkisútvarpsins." Ummæli Péturs í morgunútvarpi kl. 10,22 hinn 9, maí s.l. Utvarp Reykjavík. Klukkan er rúmlega tuttugu og tvær mínútur gengin í ellefu. Og þá er komið að, því eins og segir hér í dagskránni að morgunþulur kynni ýmis lög að eigin vali. 0|í auðvitað er nú tekið tillit til fleiri sjónarmiða heldur en persónulegra, einvörðungu. Við ætlum að byrja á þvi að hlýða á Hallejújasönginn úr söngvakeppni sjónvarpsstöðva, Þetta var nú sýnt á sínum tíma í íslenska sjónvarp- inu, þeirri deild Ríkisútvarpsins sem hefir skjáinn og birtir á honum ekki aðeins með myndum heldur einnig í orðum og tónum. fréttir af helstu málefnum sem að ofarlega eru á baugi og gætir náttúrulega óhlutdrægni í hvívetna og kynnir mál frá ekki bara báðum hliðum ef hliðarnar eru tvær heldur frá öllum aðilum og kynnir sjónarmið sem jafnast. Svo var gert í sjónvarpskeppn- inni en eitt lag var það sem bar þó sigur úr býtum umdeilanlega það var Hallelúja þeirra ísraelsmanna og hér kemur það. Lagið leikið. Þetta var Hunangs og mjókur- flokkurinn sem söng þarna Hallelúja, sigursönginn úr söngva- keppni evrópustöðva, og því aðeins heyrist hann nú oftar en hinir söngvarnir að hann sigraði. Það er ekki endilega verið að tefla fram söngvum þeirra sem að ekki hlutu undirtektir, heldur einkum þeim sem að urðu í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Ekki þar með sagt að hinir kunni ekki að vera jafngóðir fyrir það til síns brúks. Og við höldum áfram að syngja og leika“ 7. gr. Við birtingu frétta af deilum, svo sem vinnudeilum eða víðtæk- um ágreiningsmálum, skal lcita upplýsinga frá báðum eða öllum aðilum og kynna sjónarmið þcirra sem jafnast. „Þetta virðist hafa verið hin ánægjulegasta hallelúljasamkoma hjá Utvarpsráði“, sagði Pétur. „Ég tek þó fram yfir hallelújasamkom- urnar á Óseyri við Axarfjörð. Þar var Þórdís Sigurkarlsdóttir í for- svari (Todda trunta). Mér finnst að henni hafa tekist miklu betur. Þetta minnir helst á heimilisbrag- inn á Fæti undir Fótarfæti, þar sem bræðurni Júst og Nasi sögðu fyrir verkum og hröktu Ljósvíkinginn milli fjalls og fjöru og fóstran 21 Kamarilla hótaði kárínum. Nú vantar mig bara góða skáld- konu, eins og þá er reyndist Ó. Kárasyni Ljósvíkingi hvað best. Ég býst varla við að Jón skerínef styrki mig í siæmum ástæðum." Annars minnir þetta mál mig á þjóðsöguna um mann nokkurn er sótti kirkju og hlýddi á sóknar- prestinn er nefndi Guðs lamb. Lamb hafði horfið og var getum leitt að því hver valdur væri að hvarfinu. Kirkjugesturinn hnippti í sessunaut sinn og sagði: „Nefndi lamb og leit á mig.“ Svo hefir farið um Eið. Það verður tilhlökkunar- efni þegar draumur Eiðs rætist um vígahnöttinn Nordsat sem hann heimtar að skotið verði á loft með sér, sem eins konar norrænu svari, til jafnvægis við rússnesku geimtík- ina, er sveimaði hvað lengst um lofthjúp jarðar hér um árið. Þá situr hann á einhvprjum skýja- bólstra eins og segir í sálminum: Þegar þú dýrðardrottinn minn, dómstól í skýjum setur þinn. Við höfum fengið forsmekk af dóm- greind hans með þessari ályktun útvarpsráðs og samanburði við reglur útvarpsstjóra. Þar var slæmur „innanhúsarkitektúr". Ég hefi starfað við útvarpið í nærri 40 ár og aldrei komið á hvalbeinið fyrr en nú. Mér þótti þetta ákvaflega skemmtileg reynsla. Svo heyrði ég einstaklega skemmtilega sögu á heimleiðinni. Raunar fékk ég hana í bréfi er ég sat að kaffidrykjju á Hótel Borg. Þjónninn færði mér línu frá Þorsteini Gylfasyni er sat við borð, skammt frá okkur Indriða G., Helga Sæm. og Björgvin Jónssyni. Andstæðingur Somosa forseta gekk á fund hans, að lokinni forsetakosn- ingu og sagði: Auðvitað unnuð þér kosninguna herra forseti. Enn ég vann atkvæðatalninguna. Hvað seg- ir Kristján Thorlacius? Hver veit nema Hallelújalagið og orð mín fyrir og eftir sönginn komi út á plötu. Tileinkað útvarpsráði og til ágóða fyrir Andóf ’79. Hvað segja plötuútgefendur við því. Svæðamót í skák að hefjast í Sviss: Islendingar tefla við nýbakaðan heimsmeist- ara í maraþonskák MILLISVÆÐAMÓT í skák, sem er fyrsti hluti heims- meistarakeppninnar, hefst í Lucerne í Sviss n.k. augardag. Keppendur eru 22 að tölu, allir frá Evrópu. í )eim hópi er helmingur Norðurlandabúar, þar af þrír slendingar, Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari og alþjóðlegu meistararnir Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson. Finnland: Yrjo Rantanen (alþm.) og Harry Hurme. ísland: Guðmundur Sigurjónsson (stm.), Margeir Pétursson (alþm.) og Helgi Ólafsson (alþm.). ísrael: Vladimir Liberzon (stm.), Simon Kagan (alþm.) og Yehudi Grunfeld (alþm.). Noregur: Knut Joran Helmers (alþm.) og Ragnar Hoen. Austurríki: Andreas Dueckstein (alþm.). Svíþjóð: Tom Wadberg (alþm.) og Lars Karlsson. Sviss: Werner Hug (alþm.), Heinz Wirthensohn (alþm.) og Peter Hemmer. Færeyingar áttu rétt á að senda einn fulltrúa á svæðamótið en notfærðu sér ekki rétt sinn. Vert er að benda á það, að nýbakaður heimsmeistari í maraþonskák, Werner Hug, er þarna meðal þátttakenda, en hann tefldi 560 skákir um síðustu helgi og sló þar með met Horts, sem sett var hér á landi, en hann tefldi 550 skákir. Keppnisfyrirkomulagið er þannig að keppendum er skipt í tvo 11 manna riðla og keppa þá allir við alla. Þegar riðlakeppninni lýkur verður sérstök 8 manna úrslitakeppni, þar sem fjórir efstu skákmennirnir í hvorum riðli keppa og gilda þar innbyrðis úrslit í riðlunum. I mótinu tefla 16 menn, sem náð hafa meistaraárangri, 4 stór- meistarar og 12 alþjóðlegir meist- arar. Eftirtaldir skákmenn tefla í mótinu: Vestur-Þýzkaland: Robert Húbner (stm.), Ludek Pachman (stm.), Bela Soos (alþm.) og Eric Lobron. Danmörk: Svend Hamann (alþm.) og Carsten Hoi. I síðasta hefti Newsweek The battle over SALT Baráttan um SALTsamningana. Europe’s doubts Efasemdir í Evrópu Thatcher takes charge Thatcher tekur viö stjórn. í hverri viku birtir NEWSWEEK hlutlæga frásögn af heimsfréttum og skoðanir ýmissa aðila í rökræðum án þess að taka afstöðu til stjórnmála, félagsmála eða byggðamála. Þannig mótar Newsweek á einstakan og raunhæfan^ hátt stefnu þeirra, sem þurfa að vita hvaða áhrif fréttirnar hafa á heimsmálin, en ekki eingöngu innanlandsmál. Sérhvert hefti NEWSWEEK er kafli í( veraldarsög unni. Þar er skráð saga okkar heims. Newsweek ALÞJÓÐLEGT FRÉTTARIT. Saga líöandi stundar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.