Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979 MOBG-JKí- KAffinu Að þú skulið vilja eiga á hættu að fara úr hálsliðnum þegar svona gamaldags pfur eru á ferðinni? bað er hægt að fá rasssæri af iðjuleysi. hefurðu hugsað um það? Við fengum hjá ykkur tvöfalt gler í gluggana, en nú sjáum við könguló á hörkuspani??? VA : : *'J m ' 9í , S '*í >. 1, • & H « í-fi»l *&’***' '' % Hver kom með bréfið? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í varnaræfingu fá lesendur sér sæti í suður en félagi okkar í norður spilar út hjartatfu gegn fjórum spöðum. Austur S. G72 H. D765 T. ÁDG L. K52 Suður S. Á86 H. Á T. 98532 L. ÁD93 Vestungaf og sag þannig: Vestur Austur 1 Spaði 2 Tíglar 2 Spaðar 4 Spaðar Austur sagði þannig fremur tíglana en hjörtun með svo veikan lit en við fáum slaginn á ás, vestur lætur tvistinn, og við þurfum að ákveða framhaldið. Við vitum nú þegar mikið um spilið. Vestur á örugglega bæði kóng og gosa í hjarta, spaðahjónin og tígulkónginn þó hann skipti minna máli en annars á hann ekki opnun. Og gera verður ráð fyrir, að hann eigi bara þrjú spil í hjartanu. Annars hefði hann sagt frá litnum. En einu háspili má ekki gleyma. Makker getur átt laufgosann. Norður S. 53 H.109843 T. 107 L. G764 Vestur Austur S. KD1094 S. G72 H. KG2 H. D765 T. K64 T. ÁDG L-108 Suður L-K52 S. Á86 H. Á T. 98532 L. ÁD93 Sigurslagur okkar í vörninni verður að fást með hjartatrompun en til þess þarf norður að fá slag á laufgosann, spilið, sem við vorun næstum búin að gleyma. Við spil- um því laufdrottningunni og sagn- hafi ræður ekki við okkur. Við fyrsta tækifæri tökum við síðan á trompás, spilum aftur lágu laufi og fáum okkar trompun. COSPER ©PIB COPINHAGIN Því svararðu ekki í símann??? Öðrum ritstjóra Morgunblaðs- ins barst þ. 15. maí bréf, sem var í umslagi frá Happdrætti Krabba- meinsfélagsins, en strikað var yfir nafn happdrættisins og tekið fram á umslaginu, að þetta væru ekki happdrættismjðar. Innihald bréfsins er hugvegja í ljóðformi vegna greinar Þorsteins Gylfasonar um líknardráp. Nú vill viðkomandi ritstjóri biðja höfund að hafa samband við sig vegna þessa bréfs, en nafn höfundar vantar og hugvekjan verður ekki birt nafnlaus. • Mannúðar- leysi við grásleppuveiðar Dráp á dýrum eru alltaf held- ur óhugnanleg, því öll dýr eiga sinn rétt til lífsins, rétt eins og við menn. En ekki er sama á hvern hátt dýradráp fer fram. í slátur- húsum mun reynt vera að aflífa dýrin á sem mannúðlegastan hátt og kvalalaust, að minnsta kosti hér á landi, og er það vel, enda skal opinbert eftirlit haft með slíku starfi. Öðru máli gegnir með veiðidýr. Þar virðist svo, sem mannúðin fari oft niður í algjört lágmark, og svo virðist jafnvel, sem hverjum ein- um veiðimanni sé í sjálfsvald sett, hverjar drápsaðferðir hann notar. Fer það svo eftir innræti og geðþótta veiðimannsins, hvernig hann hegðar sér í þessum sökum. Nú er grásleppuveiði yfirstand- andi. Hún hefur gefið þeim, er hana hafa stundað undanfarin vor, mikið fé í aðra hönd. Er þó ekkert af grásleppunni hirt, nema hrognin. í sjálfu sér má það heita glæpur gagnvart lífinu að eyða því og hirða svo af dýrinu aðeins lítinn hluta, en fleygja meirihlut- anum. Allt líf sem drepið er ætti að fullnýta. En annað er þó enn verra, að því er varðar veiðar á grásleppu, og það er, hve svívirðilegum aðferð- um er stundum beitt við að drepa hana. Eða réttara sagt: Sjómenn- irnir, sumir hverjir a.m.k., gefa sér alls ekki tíma til að drepa hana á hreinlegan og kvalalausan hátt. Nei, þeir 4aka við henni bráðlifandi úr netinu, og síðan rista þeir hana bara á kvið, ná úr henni hrognunum og fleygja henni svo aftur útbyrðis, lifandi og sundurflakandi. En hún syndir í burtu frá bátnum, niður í djúpið, þar sem hennar bíður langdreg- inn, kvalafullur dauðdagi, því mjög mun hún vera lífseig, eins og mörg önnur sjávardýr, sem hafa kalt blóð. Sem betur fer, munu slíkar aðferðir ekki tíðkast nema hjá sumum, því aðrir munu drepa Hverfi skelfingarinnar 45 — Og gerði hún það í viður- vist ykkar? Merete leit á hann eins og hún væri að velta fyrir sér af hverju væri sprottinn áhugi hans á atriðum sem svo lítilvæg væru. — Nei, svaraði hún. — Caja fór fram á baðherbergið og lokaði á eftir sér. Þegar hann hafði lokið að ræða við Merete var röðin kom- in að vinkonunni Astu sem var tíu árum eldri. Hún gat þó engu við bætt og bar í öllu saman við það sem Merete hafði sagt. — Vitið þér hvað ég gæti hugsað mér, spurði lögreglufor- inginn þegar dyrnar höfðu lok- ast á eftir Astu. — Ég gæti hugsað mér, sagði hann með dreymandi augnaráði — að rífa plásturinn af henni Caju litlu og sjá hvað er undir honum. 11, kafli Hraðlestin mjakaðist út af stöðinni. Flóttamaðurinn lok- aði augunum. Ekki vegna þess hann gerði sér neina von um að geta fest blund en hann hlyti að geta fengið sér nokkra hvíld. Hann hrökk í kút og glennti skelfdur upp augun, þegar klefadyrunum var hrundið upp. — Gott kvöld. Má ég sjá miðann? Hann bandaði afsakandi frá sér hendinni. — Miðasalan var lokuð, en ég geri ráð fyrir að ég geti keypt miða hjá yður? Eftirlitsmaðurinn sté inn ( klefann og scttist andspænis honum. Þetta var miðaldra maður, þéttur á velli og gæða- Iegur ( bezta Iagi. Hann dró sígarettupakka upp úr vasa s(num og kveikti (. Tóbakssult- urinn valt upp (Bo. — Þér gætuð náttúriega ekki verið svo elskulegur að gefa mér sfgarettu, spurði hann vandræðalega. Haldið þér ég hafi ekki verið svo klaufskur að gleyma sfgarettunum. Hann hafði tekið fram pyngjuna. — Kostar ekkert, sagði hann og rétti honum sígarettu — nema þér viljið fá kannski heilan pakka. — Ef þér getið selt mér hann. Bo horfði fullur þakklæt- is á manninn og þótt þetta væru ekki þær sígarettur sem hann reykti að jafnaði var honum þó létt. Eftir að hafa gefið sér góðan tfma hvarf maðurinn á braut eftir að hafa reynt að telja Bo á að fá sér svefnklefa. — Það er ódýrt, sagði hann ðg það er svo ólfkt þægilegra en húka (svona sætum. En Bo hristi höfuðið. — Ég þarf að Ijúka skriftum áður en við komum til Kaupmannahafn- ar. En sannleikurinn var vitan- lega sá, að hann þorði hreiniega ekki að leggjast fyrir uppi ( koju þaðan sem flóttamöguleik- ar hans væru f lágmarki. Skömmu áður en komið var tii Vejle dró lestin úr hraðanum Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á islenzku. og Bo teygði sig út um glugg- ann og andaði að sér svölu næturloftinu og vegna hraðans á lestinni skall loftið framan ( hann eins og steypibað. Mfnút- urnar snigluðust áfram meðan lestin stóð kyrr á stöðinni og sama máli gegndi um aðrar stöðvar sem numið var staðar á. Bo fann slá út um sig köldum svita af ótta við það að eftirför- in væri hafin og hann yrði kannski handsamaður. Strax eftir komuna til Kaup- mannahafnar arkaði Bo inn ( næsta símaklefa til að hringja heim. Kirsten hrökk við þegar sím- inn hringdi en lét svo fallast aftur niður í stólinn. — Mér finnst þér ættuð að svara frú Elmer, hvatti Jacob- sen hana til, sem sat á móti henni. — Það er áreiðanlega maðurinn yðar. Segið honum að hegða sér skynsamlega og gefa sig fram við lögregluna. Það mun verða öllum fyrir beztu. Kirsten kreisti hendurnar og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.