Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 25
KJARNORKA___________________________________ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979 25 Dæla bilar meö þeim afleiðingum aö vatn kemst ekki til eim- tramleiðara Hiti og þrýstingur eykst í vatnsrás í kjarnaotnskerfinu, þai stöðvast af sjálfs- dáöum. Þrýstiloka opnast meö eðlilegum hætti en bregst að hún lokist. Vatn streymir í kæligeymi, fyllir hann og flæöir yfir gólf. Vatnsmagn í ofnin- um minnkar, neyöar- kælikerfi fer í gang en starfsmaöur stöövar það. Elds- neytiö ofhitnar og eldsneytisgeymir spring Geislavirk efni leka út. Botndæla tekur til starfa og dælir vatni á nærliggjandi bygg- ingu, sem yfirflæöir. geislaský smýgur gegnum loka og geislavirkt vatn fer út í ána. Geislavirk gufa myndast undir þaki kjarnaofnsins og j ógnar meö því aö hafa áhrif á eldsneyti | meö þeim afleiöing- um aö veriö braaöir sig sjálft eöa spring- ur í loft upp. Geislavirk gufa einangruð undir pakinu. Geislavirkt eimaký Otnkjarni Geislavirku vatni Eímframleiðari dælt frá kjarnaofnsbyggingu HRÆÐSLAN BYGGÐ ÁKERUNGABÓKUM? í þrýstivatnskjarnaofni er þrýstingur innan hólksins talsvert meiri en í andrúmsloftinu til aö koma í veg fyrir aö vatniö sjóöi. En annmarkar eru á þessu ein- falda kerfi. Ef vatniö sýöur af einni eöa annarri ástæöu, eru elementin umlukin gufu en ekki vatni, sem dregur miklu verr úr hitanum. Kjarnaofninn hitnar því hrööum skrefum og getur þaö leitt til þess aö hann bráöni nema gripiö sé í taumana. Til þess aö þrýstivatnskjarna- ofnar bræöi ekki úr sér eru þeir útbúnir neyöarkælikerfi. Um kerfi þetta hafa staöið illvígar deilur og því brugöiö viö, aö þaö þjóni síður en svo tilgangi sínum. í kjarnorkuverinu í Harrisburg stóö neyöarkælikerfiö fyrir sínu. Hitt er aftur á móti meir undrun- arefni að einhver skyldi slökkva á því, en það varö til þess aö eldsneytið hélt áfram aö hitna. Málmkerin meö eldsneytinu sprungu og stórhættulegur reyk- ur smaug inn í þrýstihólkinn. Þannig myndaöist hin ógnvæn- lega röskun, fjórðungur element- anna skemmdist og eimskýið inni í þrýstihólknum heföi hæglega getaö eyöilagt þau öll. Vetnisský myndaöist utan viö þrýstihólkinn undir þakinu og geislavirkni smit- aöi út í umhverfiö. Nýlegar vísindarannsóknir benda til aó öll geislavirkni, hversu væg sem hún er, auki hættu á krabbameini og erföagöll- um enda þótt mönnum stafi enn sem komiö er tiltölulega lítil ógn af geislum utan úr himingeimnum, röntgengeislun eöa kjarnorku. í öndveröum maímánuöi birti bandaríska vísindaakademían niö- urstööur rannsóknar er staöfestu það sem áöur var fram komið, aö geislavirkni veröur aldrei svo létt- væg aö hún veröi algerlega óskaö- leg. í skýrslu þessari segir að Banda- ríkjamenn fái að meðaltali um hundraö millirem af geislavirkni frá náttúrunni árlega utan úr geimn- um, frá klettum og byggingarefn- um. Þá hljóta menn önnur sjötíu til áttatíu millirem af völdum heilsu- gæzlu svo sem röntgengeislunar og geislavirkra sjúkdómsgreining- artækja. Áhrif sem menn veröa Mseld áhrif geislavirkni. fyrir af öörum ástæöum svo sem kjarnorkuiðnaöi er miklu minni og raunverulega óveruleg, segir í skýrslunni. Formaður nefndarinnar er komst aö þessari niðurstööu, Ed- ward P. Radford, frá háskólanum í Pittsburgh, sagöi að hættan af völdum geislavirkni á síðustu tím- um væri ekki slík aö ástæóa væri til aö æðrast, jafnvel með hllösjón af slysinu í Harrisburg. „Ég held aö núverandi ótti viö geislavirkni sé ! ekki meö öllu réttlætanlegur," sagöi hann. Fram kom hjá Radford aö eitt til þrjú af hundraöi krabbameinstil- fella, sem vitað væri um á ári, ætti rætur aö rekja til geislavirkni frá náttúrunni og væri hálfur til tveir hundraöshlutar af völdum heilsu- gæzlu. Hann reiknaöi dæmiö þannig aö bættist viö eitt hundraö millirema geislavirkni á ári á hvern einstakling yröu 2400 til 9400 fleiri konur fórnarlömb krabbameins en 1200 til 4200 fleiri karlmenn. Annar vísindamaöur, Dean R. Parker, heiöursprófessor viö Kali- forníuháskóla, sagöi aö ef reiknaö væri meö eitt þúsund millirema geislavirkni almennt heföi þaö í för meö sér fimm til sjötíu og fimm fleiri alvarlega erföagalla á hverja milljón barna er fæddust lifandi. Þegar haft er í huga aö um 107000 alvarlega erföagalla er aö ræöa á hverja milljón barnsburða er viö- bótaráhættan þó mjög lítil, sagöi Parker. I nefndaraliti segir, að konum viröist hættara viö krabbameini af völdum geislavirkni en körlum, en þeim aftur á móti hættara viö röskun á kynfrumum. Einnig segir aö fólki undir þrjátíu og fimm ára aldri sé sennilega hættara viö þessum áhrifum en hinum eldri. Doktor Radford sagöist sjálfur hlynntur því aö levfileg geisla- virknimörk yröu lækKuö og notaö yrði annað viömið fyrir menn og konur, börn og gamalmenni. Ekki voru allir vísindamenn nefndarinnar á einu máli um áhrif vægrar geislavirkni og bentu nokkrir á aö ekki væri nóg um hana vitað til þess aö fullyröa neitt. „Fólk er nú svo á verði gegn geislavirkni að nærri lætur aö hleypidómar ráöi feröinni,“ sagði einn vísindamaðurinn og bætti við að ekki minnstu sannanir lægju þeim til grundvallar. Viö röntgen-myndatöku. Japan Kanada Spánn Pólland Þegar 230 kjarnorkuver í notkun l&y raögerö eöa í |É Kjarnorku- ver í notkun byggíngu. Bandankm Bretland Sovótríkin V-Þýzkaland Frakkiand SviÞjóð Italía A-Þýzkaland Belgía Sviss Holland Tókkósióvakia / Argentina Kórea Pakistan Taiwan Brasilía íran Júgósiavía IKuba VLuxemburg ^ Mexikó Austurríki Filippseyjar Puerto Rico Rúmenía «*■»«*»***»—» Suður-Afríka Ungverjaland Fyrirhuguð meira en " hundrað kjamaver í Y-Evrópu Kjarnorkuver fullnægja aö- eins 10,3 af hundraöi orku- Þarfar Efnahagsbandalagsland- anna níu, þrátt fyrir aö gert sé róð fyrir að sú tala veröi 30 af hundr- aði áriö 1985. í ókommúniskum ríkjum Evr- ópu eru nú starfrækt um 85 kjarnorkuver, í Bandaríkjunum hafa 70 kjarnorkuver leyfi. í hópi Evrópuríkja eiga Bretar tlest ver- in, 33, en næst koma Sovétríkin meö 26 og Vestur-Þýzkaland meö 15. Talsmaöur orkunefndar Efna- hagsbandalagsins, Robert El- phick, lítur svo á aö óhappiö í Harrisburg hafi gert stjórnvöldum erfitt fyrir að sannfæra fólk um aö viö getum haft fulla stjórn á pessari tækni. Þegar frásagnir af atburöunum bar hæst settu hér- aösstjórnir á ítalíu og í Belgíu bann vió frekari framkvæmdum í kjarnorkumálum unz yfirvöld gæfu fulla tryggingu fyrir öryggi. i rauninni voru ummæli danska forsætisráöherrans, Ankers Jör- gensens, táknræn er hann sagói aö pjóö sín hygöist ekki láta fyrir róöa allar áætlanir um smíöi vera en bætti viö: „Á hinn bóginn höfum vió ákveöið aö gera hlé til aö rannsaka pær upplýsingar sem fást um Harrisburgarslysiö." Aöeins eitt Evrópuland kvaö upp úr skömmu eftir atburöinn meó, aó paö myndi fara sínu fram eftir sem óöur. Voru paö Frakkar sem lagt hafa meiri metnaö í nýtingu kjarnorkunnar en nokkur önnur pjóö á meginlandi Evrópu. „Vöxtur, atvinna og sjálfstæöi Frakklands," sagöi Raymond Barre forsætisráöherra, „veltur á ákveöni okkar í orkusparnaöi og að gera orkulindirnar fjölbreytt- ari.“ í fiestum öðrum Evrópulöndum má pó segja, aö stuöningsmenn kjarnorku hafi sætt höróum árás- um umhverfisverndarmanna. í Svípjóð fengu óánægjuöflin pví til leiöar komiö, aó núverandi stjórn ákvað aö fresta opnun tveggja kjarnorkuvera unz pjóö- aratkvæöagreiósla hefói fariö fram um málið á næsta ári. Þaó var ööru fremur afstaðan til kjarnorkunnar sem varó stjórn jafnaöarmanna aó falli í kosning- unum 1976. í Vestur-Þýzkalandi fóll and- stæöingum kjarnorku flesk í kál meö óláninu í Harrisburg. And- staóa par hefur veriö mjög sterk, einkum vegna áforma stjórnar- innar um aö grafa geislavirkan úrgang við bæinn Gorleben. Sú ákvöröun stjórnvalda í Neðra-Saxlandi (sjé frétt á for- síóu) í dag aö fresta byggingu endurvinnslustöövar í bænum veröur pví aö skoóast sem mikill sigur umhverfisverndarmanna, auk pess sem Schmidt kanslari er í svip pyrmt viö pví verkefni aó sannfæra flokksbræður sína um ágæti Gorleben-fyrirtækisins. Ákvörðunin kemur Þó ekki til meö aó reisa skoröur við Þeirri ætlun yfirvalda aó efla kjarnorku- iðnaöinn enda hafa bæói Schmidt og Albrecht, forsætis- ráðherra Neðra-Saxlands, lýst pví yfir aö Vestur-bjóðverjar eigi pann kost einan. Á ráöstefnu er nú stendur yfir í Hamborg um kjarnorkumál sagói kansla'inn aó næg orka væri foraenda bess aö heimsfriður héldist. Deilur um öryggismál hafa varnað stjórnvöldum á ítalíu að framfylgja áformum um smíöi tólf nýrra kjarnorkuvera. Yfirmaöur raforkumála í landinu, Massimo Moretti, varar vió ógnvænlegum orkuskorti á níunda áratugnum ef kjarnorkuverin nái ekki fram aó ganga. „Staöreyndir um Harris- burg breyta nákvæmlega engu Þar sem raforka er órofa Þáttur hagpróunar. Kjarnorka er nauö- synleg til aö fullnægja orkupörf til bráðabirgða," segir hann. í Austurríki höfnuöu kjósendur í nóvember hugmyndum um aö leyfa fyrsta kjarnorkuver pjóöar- innar. Utanríkisráóherra landsins, Willibald Pahr, hefur bryddað upp á bví aö Austurríkismenn fái áheyrn hyggist nágrannar peirra reisa kjarnorkuver í fimm til tíu kílómetra fjarlægð frá landamær- um peirra. í Sviss greiöa landsmenn at- kvæöi um bað tuttugasta maí hvort „aöeins skuli byggja eins mörg kjarnorkuver og algerlega er nauösynlegt“, eöa fleiri, en Svisslendingar felldu á síöasta ári tillögur um aö binda enda á kjarnorkuiðnaö í landinu. Ríkisstjórnir Danmerkur og Svípjóöar settu á stofn nefnd til aö kanna til hlítar málsatvik í Harrisburg og geta skýrslu um öryggisróöstafanir viö Barse - báck-kjarnorkuverið í aöeins u-n 20 kílómetra fjarlægö frá Kau, mannahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.