Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979 Fjalla um olíumengun sjávar á námskeiði hjá Siglingamálastofnun SÍKlingamálastoínun ríkisins Kengst um þessar mundir fyrir námskeiði fyrir hafnarstafsmenn á landinu um varnir gegn olíumenjíun sjávar. Er námskeið þetta haldið fyr- ir atbeina Hafnarsam- bands sveitarfélaga o>í hófst i fyrradají, en lýkur í dag. Iljálmar R. Bárðar- son siglingamálastjóri setti námskeiðið og síðan var sýnd kvikmynd um strand olíuskipsins Amoco Cadis ok voru flutt erindi um olíu oj; hreinsun hennar úr sjó. í gær, miðvikudag, hófst námskeiðið kl. 9 árdegis og fræðingur um olíumengun í höfnum, helztu orsakir og hugsanlegar afleiðingar, Stefán Bjarnason ræddi um varnir gegn olíu- mengun í höfnum og síðan urðu umræður um það efni. Síðdegis í gær var verkleg sýnikennsla og í dag, síðasta dag námskeiðsins, ræðir Magnús Jóhannesson um æskileg samskipti ríkis og sveitarfélaga í barátt- unni gegn olíumengun sjávar og verður síðan farið í heimsókn í efna- rannsóknarstofu Fjöl-vers í Örfirisey. Síðdegis verður síðan farið yfir verkefni þátttakenda og kl. 16 verða fjallaði þá Magnús kynntar niðurstöæur nám- Jóhannesson deildarverk- skeiðsins og því síðan slitið. Eitt af aðalstörfum varðskipsmanna er að fylgjast með að net fiskimanna séu rétt útbúin og hér má sjá hvar einn varðskipsmaður mælir möskvastærð á þar til gerðum kvarða. Jón Helgason formaður Einingar afhendir Heiðrúnu Steingrímsdóttur formanni Sjálfsbjargar á Akureyri, gjafabréfið. Eining gefur Sjálfs- björgu 5 milljónir til endurhæfingarstöðvar Akureyri. 12. ma(. Verkalýðsfélagið Eining til- kynnti í dag Sjálfsbjörgu. félagi fatlaðra á Akureyri, að ákveðið hefði verið að gefa 5 miiljónir króna úr sjúkrasjóði Einingar til byggingar endurhæfingarstöðv- ar Sjálfbjargar, sem nú er í smfðum við Bugðusíðu á Akur- eyri. Jón Heigason, formaður Einingar, afhenti gjafabréfið Heiðrúnu Steingrímsdóttur, for- manni Sjálfsbjargar, í kaffisam- sæti, sem haidið var í dag I félagsheimili Einingar í Þing- vallastræti 14 að viðstöddum forystumönnum beggja félag- anna og nokkrum öðrum gestum. Það kom fram í máli Jóns Helgasonar, að Eining hefir áður gefið stórgjafir til þessa málefnis, 1 millj. kr. árið 1977 og 3 millj. kr. árið 1978 eða alls 9 millj. kr. til þessa dags. Ýmsum einstaklingum innan verkalýðssamtakanna á Akureyri varð ljóst fljótlega eftir að endurhæfingarstöð Sjálfbjarg- ar í Bjargi tók til starfa árið 1970, að hér var á ferðinni málefni, sem rétt og skylt væri að styðja af alefli og flýta fyrir því, að full- komin endurhæfingarstöð kæmist á fót, ekki aðeins til þess að þjálfa þá, sem orðið hefðu fyrir slysum eða sjúkdómum, heldur einnig í því skyni að koma í veg fyrir ýmsa atvinnusjúkdóma. Tryggvi Helgason, fyrrum for- maður Sjómannafélags Eyjafjarð- ar og lengi forseti Alþýðusam- bands Norðurlands, gekkst fyrir stofnun samstarfsnefndar verka- lýðsfélaganna á Akureyri um þetta mál, og komst hún á laggirn- ar árið 1976. Tryggvi hefir verið formaður nefndarinnar frá upp- hafi og unnið ötullega að þessu verkefni með miklum árangri. Fram til þessa hafa borist um 7 millj. kr. frá Akureyrarfélögum, og vitað er um nokkrar veglegar gjafir frá þeim, sem von er á á næstunni auk þeirrar gjafar, sem afhent var í dag. I framhaldi af þessu hvatti Jón Helgason ein- dregið til þess, að verkalýðsfélög á Norðurlandi öllu legðust á eitt um að styrkja þetta mál með fjár- framlögum og hvers konar lið- veislu annarri. Heiðrún Steingrímsdóttir, for- maður Sjálfsbjargar á Akureyri, þakkaði hina höfðinglegu gjöf og garnlan og nýjan stuðning Eining- ar við málefni fatlaðra. Hún lét þess getið í ræðu sinni, að barátt- an fyrir fullkominni endurhæfing- arstöð og þjálfunarstöð í víðtæk- um skilningi hér á Akureyri hefði Hjúkrunarskóli íslands gekkst fyrir ráðstefnu s.l. laugardag. Á ráðstefnunni var fjallað um barnið á sjúkrahúsi. Fjallað var um hin ýmsu málefni varðandi sjúkrahúsvist barna, rofin tengsl barnsins við foreldra sína o.fl. Meðfylgjandi mynd er frá ráðstefnunni og eins og sjá má var hún vel sótt. Ljó»m. mm. Kriminn. vakið mikla athygli víða, svo og hið mikla og góða samstarf við verkalýðssamtökin. M.a. hefði Finn Petrien, forstöðumaður end- urhæfingarnefndar Norðurlanda- ráðs, orðið mjög hrifinn af þessu samstarfi, þegar hann var hér á ferð fyrir skemmstu, og haft á orði, að hann hefði í hyggju að kynna það málefni víðar á Norður- löndum og gangast fyrir því, að slíkt samstarf kæmist á sem allra víðast að akureyrskri fyrirmynd. — Einnig þakkaði Heiðrún stuðn- ing Kiwanisklúbbsins Kaldbaks og fjölmargra annarra einstaklinga og félagssamtaka við málefni Sjálfsbjargar. Magnús Ólafsson, forstöðumað- ur endurhæfingarstöðvarinnar að Bjargi, sýndi uppdrætti að fyrir- hugaðri endurhæfingarstöð, sem Jón Geir Ágústsson byggingafull- trúi hefir gert í samráði við forystumenn Sjálfsbjargar. Akur- eyrarbær hefir veitt félaginu 55000 m! lóð, og þar er þegar orðinn fokheldur 900 m2 kjallari, sem að vísu er að mestu leyti upp úr jörð. Þar er fyrirhugað að vista Plastiðjuna Bjarg næstu árin, því að ákveðið er að selja á næstunni núverandi húseign Sjálfsbjargar við Hvannavelli, þar sem Plastiðj- an er nú. í sumar er svo ákveðið að gera efri hæðina á þessum 900 m2 fokhelda, en þar verður hin eigin- lega endurhæfingar- og þjálfunar- stöð. Þessi hluti, sem nú er í smíðum, er þó aðeins röskur helm- ingur fyrsta hússins, sem ætlað er að rísa á svæðinu, en í hinum helmingnum verður m.a. sund- laug. Framtíðardraumur Sjálfs- bjargar eru miklir um alhliða þjónustumannvirki á þessum stað, svo sem um nokkra vinnuskála fyrir fatlað fólk, barnaheimili fyrir fötluð börn, íþróttasvæði af ýmsu tagi fyrir fatlaða og aðstöð- ur fyrir félagsstarfsemi Sjálfs- bjargar. En tekjurnar, sem félagið hefir, eru ekki meiri en svo, að þær sníða því þröngan stakk, og því hljóta framkvæmdaáfangarnir að takmarkast af fjárhagsgetunni hverju sinni. Bjartsýnina og sókn- arhuginn skortir þó ekki. A þessu ári er ráðgert að vinna fyrir 68 millj. kr., en helsta tekjulind félagsins kemur úr erfðafjársjóði. Allt um það er fjárstuðningur annars staðar frá, eins og nú frá vekalýðshreyfingunni, dýrmætur og vel þeginn. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.