Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979 Jón Þ. Árnason Lífríki og lífshættir XXXVI: Það er þversögn að halda þvi fram, að velmegun geti vaxið samtímis að náttúrauðævi ganga til þurrðar. í skjóli skilnings- trésins Tilraunir hugsandi fólks til að skilja heiminn og hamfarir hans ættu varla að geta talizt að- finnsluverðar. Sérhver mann- eskja, sem finnur hvöt hjá sér til að standa föstum fótum í tilver- unni, álítur sér þann rétt enda sjálfgefinn, og tekur sér hann án þess að spyrja kóng eða prest. Hún mun því ekki skírast við að reyna að brjóta hið torskiljan- lega, jafnvel hið óskiljanlega, til mergjar eftir beztu getu. En í þeirri viðleitni munu flestir komast furðufijótt að raun um, hversu mörg og grimm ljón með gapandi gin og hvassar tennur varna vegar; m.a.s. þó að ætlunin hafi ekki verið að bregða sér nema spölkorn. Af handahófi má taka nokkrar flækjur úr daglegum fréttum, sem fæstir munu eiga auðvelt með að greiða úr, og sannfæra jafnframt flesta um, hvílík ógnargjá skilur á milli orða og athafna þeirra, er heitið hafa að tryggja mannkyni ævarandi frið, stigvaxandi hagsæld og síaukna hamingju. Allir elska friðinn Öllum kemur saman um, að friður milli einstaklinga og þjóða sé afar eftirsóknarverður, og til stórveldastyrjaldar hugsa þeir, sem á annað borð hugsa, með hryllingi. Engum dylst að allsherjarstríð táknar að öllum líkindum endalok menningarlífs á jörðinni, ef ekki skapadægur jarðlífsins yfirleitt, þegar frá líður. Um þetta greinir kapí- talista og kommúnista ekki heldur á, enda alveg ólatir við að staðfesta með áherzluþungu orðalagi í sameiginlegum sam- þykktum og yfirlýsingum við óteljandi tækifæri og oft að tilefnislausu. Verkin hafa hins vegar talað öðru máli. Það sýna t.d. nýjustu hagskýrslur um alþjóðaverzlun með hefðbundin vopn betur en notalegt er til að hugsa. A árinu 1976 nam umsetning í vopnaútflutningi $13.300.000.000 og féllu rúmlega % hlutar heildarútflutningsins í skaut Bandaríkjanna og Sovétríkjanna einna, en helztu vopnaút- flutningsríki voru sem hér grein- ir: Bandaríkin $ 5.200.000.000 Sovétríkin $ 3.700.000.000 Frakkland $ 840.000.000 Sambandslýðveldið Þýzkaland $ 656.000.000 Og helztu innflutningsríki: íran $ 1.400.000.000 ísrael $ 947.000.000 írak $ 765.000.000 Líbya $ 741.000.000 Fyrir ekki ýkjalöngu töldu vinstrimenn vopnaframleiðslu og vopnasölu hvers konar eina af voðalegustu syndum auðvalds- ins. Síðan þrælstjórnarríkin tóku að efla hagvöxt sinn með framleiðslu og útflutningi morð- tóla á heimsmarkaðinn með árangri, sem sjá má og ekki beinlínis hefir orðið til að draga úr blóðflóðum, fínnst þeim syndin ekki nálægt því jafn svört og áður. Heimskirkjuráðið, hin vaska framherjasveit boðbera Fagnaðarerindisins, virðist fyrir sitt leyti líka hafa fullan hug á að gera söfnuðum sínum ljóst, fyrir hverja hjörtu þeirra skuli slá. Það stendur að vísu ekki í vopnaverzlun, heldur styrkir vígamenn endurgjaldslaust — kristnum ber að temja sér óeigingirni og fórnfýsi — með fjárframlögum, t.d. launamorð- ingjasveitir kommúnista við Angolalandamæri Suðvest- ur-Afríku (SWAPO), sem fengu í sinn hlut $125.000 árið 1978 til síns brúks. Enn annað, sem skilningi skyniborins fólks reynist ríflega ofviða, er geðklofaæðið (mania in schizophrenia), sem felst í hinni þrálátu kröfu hagvaxtar- trúboða um að þurrðargengd óendurnýjanlegra náttúru- auðæva verði viturlegast að svara með eyðsluaukningu þeirra samkvæmt vaxtavaxta- reikningi. Og gegnir sízt furðu, þar sem slíkt efnahagsskipulag, með þversögnina sjálfa að þungamiðju, væri óhugsandi með öllu. Kenninjíaþrenna Reyndar hefir að einhverju leyti hvarflað að hagvaxtar- trúuðum upp á síðkastið, hversu haldlaus og óheiðarlegur mál- flutningur þeirra er. Vott þess má m.a. merkja á því, að síðast- liðin 2—4 ár hafa heyrzt raddir úr þeirra röðum, sem láta feimnislega að því liggja, að í raun og veru stefni þeir að sömu eða svipuðum markmiðum og varðveizlufólk. Til stuðnings Gulagríkin næstmesti vopnasali heims Heimskirkju- ráðið og skjólstæð- ingar þess 200.000 fleiri með 11.000.000 minna þess hafa þeir gert sér þrjár kenningar aðallega: Kenning nr. 1. Eingöngu áframhaldandi „hagvöxtur“ megnar að skapa það fjármagn, sem óhjákvæmilegt er til þess að koma í veg fyrir náttúruspjöll og bæta úr þeim, sem þegar eru orðin. Þetta þýðir umbúðalaust, að skemmdarverkum verði að halda áfram af auknum krafti, ef unnt eigi að vera að bæta skaðann. Þetta er svipuð „röksemda- færsla" og ef bankastjóri segði við útgerðarmann, sem bæði um lán til að láta gera við laskað skip: „Viðgerð skipsins kostar offjár. Þér skulið því halda á miðin og kappkosta að græða eins og mest þér megnið, tala svo við mig seinna og þá má vera, að við getum látið hefjast handa við viðgerðir." Engin framleiðsla er hugsan- leg nema á kostnað náttúruríkis- ins. Ef hún ofbýður endursköp- unarmætti þess, rýrnar höfuð- stóllinn og unnin spjöll verður aldrei hægt að bæta nema að hluta. Fyrirslátturinn, sem er uppistaða hinnar gagnstæðu „kenningar" hefir enda afhjúpað sig á síðari árum: í Bandaríkj- unum, Vestur-Þýzkalandi og víð- ar er framkvæmd umhverfis- verndunarlaga ýmist frestað æ ofan í æ ellegar ákvæði þeirra þynnt út til „hagræðirigar". Kenning nr. 2. Framleiðsluna verður að auka jafnt og þétt til að kleift megi verða að hjálpa aumingja vanþroskuðu þjóðun- um til þess að eignast stálverk- smiðjur og skrifstofubákn svo að ríkisrekstur þeirra fái hjarað. Hjálpina verður að veita af óeigingjörnum hvötum, en eink- um þó í yfirbótaskyni vegna „nýlendukúgunar" afa, langafa og langalangafa núlifandi Vest- urlandakynslóða. Svo og ekki sízt til að fullnægja jöfnun- aráráttu. Nú-jæja, látum það gott heita, hagvöxtur hefir aukizt í vestri og austri, en framlög miðað við brúttó-þjóðarframleiðslu flestra Vesturlandaríkja hafa lækkað og GULAGríkin hafa ekki lagt eyrisvirði af mörkum án þess að hrifsa margfalt meira til sín í staðinn með einum eða öðrum hætti. Um jöfnunina er það að segja, að bilið hefur sífellt breikkað. Öðruvísi gæti ekki heldur verið samkvæmt stærðfræðilegum lögmálum nema leið niður-jöfn- unarinnar yrði valin. Ef brúttó-þjóðarframleiðsla ein- hvers Vesturlandaríkis væri lát- in jafngilda 100, en 10 til saman- burðar í tilgreindu vanþroska- ríki, þá myndi hið fyrrnefnda hafa náð 105 að 1 ári liðnu og hið síðartalda 10,5 miðað við 5% aukningu í báðum ríkjum. Eftir 2 ár yrði hlutfallið orðið 110,250 á móti 11,025, og að 14 árum liðnum 200 á móti 20. Mismunur- inn er þá ekki lengur 90 eins og í upphafi, heldur 180. Og ef enn er framreiknað, t.d. um önnur 14 ár, verður mismunurinn orðinn 360 stig, þ.e. 400 á móti 40. Kenning nr. 3. Áframhaldandi „hagvöxtur", er óhjákvæmilegur til þess að leysa ýmis „félagsleg vandamál" inn- anlands. Þessi staðhæfing fær ekki staðizt fremur en kenning nr. 2, og einkum af sömu ástæðum, sökum þess að tekjuaukning á sér nær undantekningarlaust stað í hundraðshlutahækkunum, hvað svo sem gaspri verkalýðs- hreyfingarinnar um'launajöfnun líður. Launabilið breikkar því sjálfkrafa eftir sömu reglum, bara með nokkrum mildandi frávikum úr einum tíma í annan. Þrátt fyrir þau, ýtir marglofaður „hagvöxtur" ekki vitund undir „félagslegt réttlæti", sér í lagi vegna þess, að því lengur sem þvílíkt launakapphlaup varir, þeim mun æfari gerast und- ir-stéttarforstjórar, sem telja yfirleitt að hundraðshlutahækk- anir, er gilda eiga um allt vinnu- verð, séu bölvanlegar og verði stöðugt ranglátari með tíman- um. „ Játa verður, að í þeim efnum hafa þeir heilmikið til síns máls, þar sem við ríkjandi stjórn- skipulagsaðstæður verður ógern- ingur að leggja drög að gæzlu heildarhagsmuna með slíku háttalagi. Það leiðir þvert á móti til sífellt illúðlegri stéttarígs og öngþveitis. Af þessum 3 kenningasmíðum verður fullljóst, að jafnvel hinar jákvæðustu rökstoðir, sem reynt hefir verið að styðja hagvaxtar- risann upp við, fá ekki staðizt; alveg burtséð frá því, að þessar „mannréttindakröfur" gætu því aðeins nálgazt raunhæfa mögu- leika til framgangs, að skilyrði jarðar leyfðu. Þau eru hins vegar ekki fyrir hendi nema í bezta falli einungis um skamma hríð enn. Og um skamma hríð, það þýðir í þessu sambandi ekki einu sinni örfáar aldir, og þá aðeins að því tilskildu, að niðjarnir erfi dauð fiskimið, steinsteyptar sveitir og gjörrænd hráefna- forðabúr — full af geislavirkum kjarnorkuúrgangi. Síðan um þetta leyti í gær gáfu Bandaríkjamenn út rösk- lega 97.000.000 tékka, mannkyni og múgkyni fjölgaði allt að því 200.000 kroppa og óendurnýjan- legur hráefnaforði jarðar þvarr um nálega 11.000.000 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.