Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1979 33 Rúnar Björgvinsson: Lögbrot eða yfírsjón! í grunnskólalögum segir að börn sem talin eru víkja svo frá eðlilegum þroskaferli, að þau fái ekki notið venjulegrar kennslu í einni eða fleiri námsgreinum, eigi rétt á sérstakri kennslu við sitt hæfi. Þessa kennslu skulu sér- menntaðir kennarar annast. Einn- ig seir í IC kafla að sálfræðiþjón- ustan skuli hafa sérkennara sem hefur aflað sér sérmenntunar sem Menntamálaráðuneytið viður- kennir. í lögum er gert ráð fyrir mörgum sérmenntuðum kennur- um, sem ekki fyrirfinnast í dag. Er því ekki farið að lögum í þessum efnum vegna skorts á sérmenntuðum kennurum. í reglugerð um sérkennslu frá 1977 segir svo: sjá skuli nemendum sem þurfa á sérkennslu að halda fyrir viðeigandi kennslu og uppeldi í sérstofnunum, sérskólum eða al- mennum skólum. Eftirfarandi sér- stofnanir veita sérkennslu: a. Öskjuhlíðarskóli b. Heyrnarleysingjaskóli. c. Þjálfunarskólar við hæli og meðferðarstofnanir fyrir andlega þroskahefta. d. Sérdeildir eða sérstofnanir grunnskóla sem starfa í þágu ákveðins fræðsluumdæmis eða landshluta. e. Sjúkrahús að því að tekur til kennslu sjúkra barna og ung- menna sem þar dveljast. f. Skólar eða deildir fyrir blinda, hreyfilamaða og fjölfatlaða nem- endur. g. Stofnanir fyrir atferlis- og geðtruflaða nemendur þ.m.t. upp- tökuheimili, skólaheimili og með- ferðarheimili. h. Aðrar stofnanir sem kann að verða komið á fót í samræmi við framanskráð lagaákvæði. I þessum stofnunum skulu sér- menntaðir kennarar annast kennslu. Það væri fróðlegt að sjá skoð- annakönnun um fjölda sérmennt- aðra kennara í sérkennarastöðum í dag á undantöldum stofnunum. Hve margir hefðu hina æskilega tveggja ára menntun, hverjir hefðu eins árs menntun og hverjir væru réttindalausir. Réttindalaus hlýtur sá að skoðast sem ekki hefur neina framhaldsmenntun en gegnir samt sérkennarastöðu. Einnig yrði að taka inn í dæmið hverjir af sérkennurum gegna fleiri en einni stöðu. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að ef á að fara eftir lögum og reglugerðum um sérkennslu verður að fjölga stórlega sér- menntuðum kennurum innan kennarastéttarinnar. Því það er augljóst að nemendur sem kröfu eiga á sérkennslu fá ekki þá þjónustu sem lögin segja til um. Nemendur ættu auðveldar að tileinka sér námsefnið ef þeir kennarar sem sinna sérkennslu- störfum núna hefðu allir æskilega framhaldsmenntun. Ég dreg það ekki í efa að sá sem bætt hefur við sig námi hefur öðlast meiri skiln- ing á eðli vandamálanna hjá þeim nemendum sem hann kemur til með að kenna. Þar með verður þjónustan betri og að sama skapi árangurinn. En hvernig getum við hvatt þá kennara sem nú gegna sérkennarastöðum, en hafa ekki framhaldsmenntun til að afla sér menntunar? Ekki getum við það með því að láta þá kosta námið sjálfa. Það ófremdarástand sem nú ríkir í kjaramálum sérkennara veldur meira tjóni en margur heldur. Sérmenntuðum kennurum fækkar heldur en hitt og ég er hissa á þolinmæði hjá foreldrum þessara barna sem kröfu eiga á betri þjónustu. Fordæmi eru fyrir námslaunum innan sérkennarastéttarinnar. Rök fyrir þessum námslaunum voru þau að það vantaði mikið að ákveðnum hóp sérkennara. Ég tel að þörfin sé engu minni núna og á því krafan um námslaun sannar- lega rétt á sér. Það fyrirkomulag hefði í för með sér að við gætum farið að lögum varðandi fyrir- komulag sérkennslu. Hver er réttur sérkennara? Þessi spurning kom upp í huga minn þegar ég sá samantekt frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur sem ber yfirskriftina: Nokkrir punktar til athugunar við umræð- ur og tillögugerð um fyrirkomulag og framkvæmd sérkennslu árið 1977—1978. Þar stendur orðrétt: Kennarar til fyrirhugaðrar sér- kennslu verði valdir fyrir 15. apríl n.k. sé þess nokkur kostur svo ráðrúm gefist til nauðsynlegs undirbúnings. Hvernig er hægt að velja úr hópi kennara, án nokkurrar sér- menntunar ákveðna aðila sem eiga að gegna hlutverki sérmennt- aðs kennara. Þetta er eins og byggingaverktaki velji ár hvert hverjir af hans fastráðnu verka- mönnum eigi að gegna þessu og þessu hlutverki. Þessir geta verið múrarar, aðrir rafvirkjar o.s.frv. Þetta væri ekki framkvæmanlegt þar sem hver stétt er viðurkennd sem slík og nýtur verndar síns stéttarfélags. En hvers vegna er þetta hægt í kennarastéttinni? Er gengið framhjá því að til er sérkennarafélag og sérmenntaðir kennarar. Til hvers eru kennarar að leggja á sig framhaldsmenntun ef svo er gengið framhjá henni á allan hátt. Sérkennarar hljóta með menntun sinni að hafa öðlazt ákveðinn rétt og eiga kröfu á löggildingu sinnar stéttar. Rétt- indalaus hlýtur sá kennari að teljast sem sinnir sérkennslu- störfum án sérmenntunar. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa hverrar stéttar að hafa löggilt starfsheiti og verndað starfssvið. Nú er möguleiki fyrir hvern sem er að taka sér starfsheiti svo til eftir vild. Þetta getur valdið mis- skilningi og óánægju sem ekki væri til staðar ef menntun, starfs- heiti og starfssvið væri fyrirfram ákveðið af menntamálaráðuneyt- inu. Einnig ætti að vera ljóst að kjarasamningar sérkennara eiga að gilda'jafnt hver sem vinnuveit- andinn er. Hér vill því miður vera misbrestur á. Sérkennarar sem vinna hjá Menntamálaráðuneyt- inu, Heilbrigðisráðuneytinu eða einstökum sveitarfélögum fá ekki sömu laun né sama vinnutíma. Ekki veit ég hvaða önnur stétt hefur við þennan vanda að glíma, en þær eru án efa fáar. Við hljótum að eiga heimtingu á að kjarasamningarnir gildi hver sem vinnuveitandinn er. Þetta margþætta óréttlæti sem sérkennarar þurfa að búa við er óviðunandi og hljóta opinberir aðilar að sjá sóma sinn í því að bæta hér úr. Við viljum öll stuðla að bættu menntakerfi, því mennt er máttur sem allir hafa rétt til að öðlast. Hvort sem einstaklingur- inn er talinn þroskaheftur, haml- aður, fatlaður eða annað. Lögin hljóta alltaf að vera það sem miða skal við hverju sinni, en ekki stefnumark. Því spyr ég enn einu sinni. Er ónóg sérkennsluþjónusta okkar lögbrot eða yfirsjón? Rúnar Björgvinsson HúsgognB káetustíl i Deildakeppni Skáksambandsins: Taflfélag Reykja- víkur meistari TAFLFÉLAG Reykjavíkur bar sigur úr býtum í 1. deild f deildakeppni Skáksambands ís- lands en Mjölnir hafnaði í 2. sæti. í 2. deild sigraði Taflfélag Sel- tjarnarness og flyst upp í 1. deild en félagið er aðeins tveggja ára gamalt. Taflfélag Reykjavíkur hefur sigrað f keppninni f fjögur skipti af þeim fimm, sem hún hefur farið fram. Árangur Mar- geirs Péturssonar í liði Tafl- félagsins vakti sérstaka athygli, hann vann allar sínar skákir 7 að tölu, en tefldi þó oftast á 1. borði. Síðast lagði hann að velli nýbak- aðan íslandsmeistara Ingvar Ásmundson f keppni TR og Mjölnis. Nýleg úrslit: 1. deild: Taflfélag Reykjavíkur — Skákfé- lagið Mjölnir 5—3. Taflfélag Kópavogs — Skáksam- band Austfjarða 6,5—1,5. Skákfélag Hafnarfjarðar — Skák- samband Austfjarða 5—3. Taflfélag Hreyfils — Skákfélag Keflavíkur 3—5. 2. deild: Taflfélag Húsavíkur — Taflfélag Seltj.ness 2.5—3.5. Staðan er nú þessi, þegar aðeins eru 4 leikir eftir. 1. deild: Taflf. Rvk. 41% Skákf. Ak.eyrar 32% Skákf. Mjölnir 32% Taflf. Kóp. 28% Skákf. Hafnfj. 24(1) Skákf. Keflav. Taflf. Hreyfils Skáks. Austfjarða 2. deild: Taflf. Seltj.ness Skáksamb. Vestfj. Skáksamb. Suðurl. Taflf. Rvk. “B“ Taflf. Vestm.eyja Skáksamb. Vesturl. Taflf. Húsav. Skákf. Mjölnir “B“ 14(1) 12(1) 31 29‘/2 22% (1) Svefnbekkir — hillueiningar — skrifbord — kollar — fataskápar — kommóður. Opiö til Opiö á I I kl. 8 fostudag. laugardag f rá 9—12 Vorumarkaðurinn hí. ] Sími 86112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.