Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 24
KJARNORKA 24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1979 Orsökin afglöp og tæknibilun að byrjaði með dynk um nótt. Óþjáll loki fór úr lagi og á eftir fylgdi runa mannlegra og tæknilegra mistaka. í stjórn- arherbergi kjarnorkuversins blikkuöu aövörunarljós og bjöllur hringdu. Ungu mennirnir tveir á næturvaktinni, Frederick og Faust, brugöust skjótt við en yfirvegaö og þrýstu á aö minnsta kosti fimmtíu hnappa á fimmtán sekúndum áöur en kjarnaofninn stöövaöist. „Við skildum þaö sem viö sáum,“ sagöi Ferderick, „en þaö var ekki nóg.“ Aöeins voru nokkrar mínútur liðnar er alvarlegur leki var kom- inn aö verinu. Geislavirkt ský breiddist yfir nær fjörutíu kíló- metra svæöi í grennd viö veriö á fáeinum dönum. Segja má aö óhappið hafi verið táknrænt kjarnorkuslys aö svo miklu leyti sem þaö átti rætur aö rekja til tæknibilunar annars vegar og mannlegra mistaka hins vegar. Þrýstivatnskjarnaofnar eins og í Harrisburg eru meö tiltölulega einföldu sniöi þrátt fyrir aö stjórnar- og öryggisbúnaöur geri þá afgeipa flókna. í miöju ofnskýlinu er sívalur þrýstihólkur umkringdur um fimmtán sentimetra þykkum stál- vegg. Inni í þessum hólki eru nokkur lóörétt element meö úraníumefni. Um þessi element flæöir vatn til kælingar og til aö flytja hita til gufuframleiöslu en gufa knýr túrbínuna. Utan viö þrýstihólkinn er önnur bygging til varnar óhöppum. Kjarnorkuverið á Three Mile Island á Susquehannaá í Pennsylvaníu. HVAÐÁAÐGERA VH) ÚRGANGINN? Vísindamenn hafa í tuttugu ár velt vöngum yfir því hvernig losna megi viö geislavirkan úr- gang. Bezta lausnin sem hingaö til hefur litiö dagsins Ijós er aö einangra hina notuöu efnisteina í ryövöröum stálhylkjum og grafa þau síöan til frambúöar mörg hundruð metra í jörðu niöur. En þá er vandinn hvar grafa eigi úrgang- inn. í augnablikinu eru nær fimm þúsund tonn af geislavirkum úr- gangi frá sjötíu og tveimur banda- rískum kjarnorkuverum að finna í gríöarstórum geymum undir vatnsyfirboröi nærri verunum sjálf- um. Hefur þeim veriö komiö þar fyrir til bráöabirgöa og bíöa þau þess aö fundinn verði varanlegur grafarstaöur í þær fimm aldir sem þaö tekur efnin aö veröa skaðlaus. Hinn fullkomni grafarstaöur veröur aö vera jaröfræðilega stöö- ugur þannig að ekki sé hætta á aö umbrot í jarðskorpunni valdi því aö úrgangshylkin bresti. Einnig ætti jarðvegurinn aö vera þurr svo þau eyöist ekki af völdum vatnsstreym- is. Hefur mönnum hingaö til virzt sem saltnámur, grágrýtis- og basaltjarövegur séu bezt til þess fallin aö varöveita geislavirkan úrgang. Erfiöleikarnir á losuninni viröast engu aö síður slíkir aö kunnur kjarneölisfræöingur viö Massachu- setts Institute of Technology, Henry Kendall, segir: „Þetta vandamál eitt sér gefur fulla ástæöu til aö reistar séu skoröur viö frekari útbreiöslu kjarnorkunn- ar.“ Gengiö frá geisla- virkum úr- gangi KJARNOKKA BAKN HERNAÐARTÆKM Hermenn fylgjast með tilrauna sprengingu í Bandaríkjunum. Utbreiösla kjarnaofna sömu tegundar og í Harrisburg veröur aö skoöast í Ijósi kjarn- orkusögunnar meö rætur í hern- aöarþróun fimmta og sjötta ára- tugarins. Ekki er nema ein kynslóð um garö gengin síöan menn reyndu fyrst að leysa atómorku úr læö- ingi. Atburöurinn átti sér staö síödegis 2. desember, 1942. í Chicagoborg kyngdi niöur snjó á knattspyrnuvelli háskól- ans. Innandyra í umbyggöum leiksal undir stúkunni vestan- megin voru þrjátíu vísindamenn saman komnir umhverfis ofn meö úraníum og grafítsteinum. Eina konan í hópnum, Leona Marshall Libby, tuttugu og þriggja ára doktorsnemi, fylgdist meö straumi nifteinda á mæli- tæki sínu, en nifteindir eru sá hluti atómkjarnans er losnar við geislavirka splundrun hans og notaöar eru til þess aö kljúfa kjarna annarra úraníumatóma gegn viönámi grafítsins. Er leið að nóni tók hinn ítalsk- ættaöi eölisfræðingur Enrico Fermi aö brosa og tilkynnti aö árangur heföi náöst. Samstarfs- maöur hans, Eugene Wigner, aftappaöi viö þetta tækifæri flösku af Chianti, er lengi haföi beðið. Tekizt haföi aö stjórna fyrstu keöjuverkandi kjarna- klofnuninni. Tveimur og hálfu ári síðar gat sprengjusmiöurinn Robert Oppenheimer vitnaö í hin heilögu hávamál Indlands. Honum virtist sem „þúsund sólir skinu á himni í einni svipan" er ymurinn af fyrstu kjarnorkusprengjunni gnall yfir auönir Alamogordoeyöimerkur- innar. Aörir íbúar jarökringlunnar spuröu fyrst tilveru þessa ógnar- Vopns meö himinháu tortíming- arskýi yfir Hirósíma og Nagasaki. En styrjöldin var ekki fyrr til lykta leidd en Oppenheimer gaf fyrirheit um friösamlega beizlun kjarnorkunnar. í náinni framtíö, sagði hann í útvarpi, myndu kjarnorkuver framleiða ódýra raforku til almenningsnota. Þetta takmark gaf ímyndunarafli orku- verkfræðinga byr undir báöa vængi. Geysilegt átak var gert í nær öllum iönríkjum heims til undirbúnings og rannsókna og nam upphæöin í heild, vítt og breitt um heim, ekki minna en áttatíu og fimm þúsund milljörð- um íslenzkra króna. Tugir tækni- og eðlisfræöilegra möguleika virtust opnast meö tilkomu kjarnorkunnar. Á upp- hafsárum atómtímans sögöu vís- indamenn fyrir um þróun og nýtingu kjarnaofna. Þeir myndu ekki aðeins stækka heldur einnig veröa áreiöanlegri. Þá myndu kjarnaofnar stuöla aö nýjum aöferðum viö fjarhitun, afsöltun sjávarvatns og í efnaverkfræöi. En þegar þrjátíu'r eru liðin eru draumsýnir þessr enn fjarri því aö veröa aö veruleika. Af hinum vonglööu áætlunum gátu Banda- ríkjamenn og síöan Vest- ur-Evrópumenn og Japanir í kjöl- fariö aöeins holdklætt eina: aö fága og fullkomna hernaöar- tækni. Atómaprengja árið 1B4S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.