Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979 Faðir minn, ARNBJÖRN SIGURGEIRSSON, Selfoasi, andaöisf í Sjúkrahúsi Selfoss, þriðjudaginn 15. maí Sigrún Arnbjarnardóttír. lést af slysförum 5. maí s.l. Útförin hefur farið fram. Þeim fjölmörgu nágrönnum, sveitungum, mönnum úr hjálparsveitum og öllum öörum, sem þátt tóku í leit að henni, þökkum vlö af alhug. Af hjarta þökkum við alla þá samúö og samhygð sem okkur hefur veriö sýnd af svo mörgum og minnst hafa Önnu litlu. Guð blessi ykkur öll. Anna Agnarsdóttir, Konróð Sigurösson, Laugarási. t Útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur ÞORGEIRS S. JÓHANNSSONAR verslunarstjóra Goöheimum 6, fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 18. maí kl. 13:30. Valgeröur Magnúsdóttir, börn og tengdabörn. + Útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR V. EGGERTSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. maí n.k. kl. 15:00. Óskar Bergsson, Elsa Óskarsdóttir, Jón R. Björgvinsson, Eggert Óskarsson, Ragna Hall, og barnabörn. + Minningarathöfn um eiginmann minn, fööur, tengdafööur og afa PÁLMA ÞÓRO HRAUNDAL frá Ási Hvammstanga, Álftahólum 6, veröur gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. maí kl. 10.30. Jarösett veröur frá Hvammstangarkirkju laugardaginn 19. maí kl. p Sigríöur Benný Guöjónsdóttir, Hallgeir Pálsson, Helga Jakobsdóttir og barnabörn. + Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóöir MAGNEA KJARTANSDÓTTIR Ljósalandi 16 veröur jarösungin frá Bústaöakirkju föstudaginn 18. maí kl. 2. Eggert Benónýsson, Erla Eggertsdóttir, Ingólfur Antonsson, Svala Eggertsdóttir, Baldur Einarsson. + Þökkum innilega auösýnda samúö við andiát og útför systur okkar, DAGBJARTAR EYJÓLFSDÓTTUR, Borgartúni 33, Halldóra Eyjólfsdóttir, Óskar Eyjólfsson. + Þökkum innilega öllum sem auösýndu okkur samúö viö andlát og jaröarför GUÐMUNDARJÓNSSONAR frá Mýrarlóni. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks lyfjadeildar Fjóröungs- sjúkrahússins á Akureyri fyrir veitta umönnun. Anna Jónsdóttír, Víkingur Guómundsson, Sveínn Guömundsson, Svanhildur Laósdóttír, Sverrir Sigurjónsson. MINNING — ÓLAF- UR JÓN ÓLAFSS0N Haustið 1947 settist í þriðja bekk kennaraskólans hálf fertug- ur maður, Ólafur J. Ólafsson að nafni. Maður fremur fullorðins- legur eftir aldri, vinnulúinn nokk- uð að sjá. Hafði stundað nám í tveimur héraðsskólum og í Samvinnuskólanum, hjá J.J. Svo hittist á, að við ólafur urðum sessunautar. Sá, sem setið hafði við hlið mér áður, var rúmliggj- andi í sjúkrahúsi. Ólafur var góður námsmaður. Er mér í minni frammistaða hans við að skýra og taka saman fornvísur, ekki sízt úr Egils sögu. I kennaraskólanum hefur lengi verið gefið út skólablað, er ber heitir Órvar Oddur. Með mér var Ólafur í ritnefnd, ásamt Ástu Sigurðardóttur. Mér fannst Ólafur ritfær í bezta lagi. Átti hann frumkvæði að ýmsu, sem betur horfði hvað blaðið snerti. Oft vöktum við Ólafur og Ásta fram á nætur við að undirbúa næsta tölublað Örvar Odds. En því miður varð styttra í skólaveru Ólafs en við væntum, sem með honum dvöldum. Hann stundaði einka- kennslu, hafði smábarnaskóla heima hjá sér þar sem hann bjó vestur í bæ. Kom ég iðulega til hans í stofuna í kjallaranum á Ásvallagötunni. Þar var allt fullt af bókum, því húsráðandinn var sílesandi. Ólafur lauk ekki kennaraprófi, en mér verður hann þó ekki síður minnisstæður en aðrir skólafélag- ar mínir, konur og karlar. Hann var skarpgáfaður maður, það fór ekki á milli mála, en eitt er gæfa, annað gjörvuleiki. Það er gamla sagan. Á þessu vori höldum við, sem kennaraprófi lukum árið 1949, upp á þrjátíu ára kennaraafmæli. Við minnumst Ólafs J. Ólafssonar sem eins úr hópnum, þótt hann gengi ekki námsgötuna með okkur á leiðarenda. Það er ekkert víst að hann hefði orðið sælli við það. Ólafur var einn af hinum kyrr- látu í landinu. Um hann stóð enginn styrr. Og nú kveð ég hann með þökk fyrir gömul kynni, trúlega sá eini er með honum var i SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Þegar eg var barn, neyddu foreldrar mínir mig til að fara f kirkju. Eg fékk nóg af trúarbrögðum í bernsku og mér finnst, að eg hafi engan áhuga á þeim núna. Er hugsanlegt, að eg hafi fengið minn skammt af trúnni og þurfi ekki meira? Þér eruð enn að leita að einhverju, sem er raunverulegt og hefur gildi. Það sýnir sú staðreynd, að þér berið upp spurningu yðar. Eg hef heyrt marga segja, að þeir hafi fengið „of stóran skammt" af trúarbrögðum í bernsku, en eg er hræddur um, að það hafi ekki verið „skammtur" af réttri fæðu og því hafi þeir ýtt því frá sér. Ef hægt er að tala um, að einhver hafi fengið „fullan skammt" af trúarbrögðum, þá er eg sá maður. Foreldrar mínir voru trúfastir kirkjugestir, og þau tóku þá ákvörðun, að börnin þeirra skyldu ekki verða eftirbátar þeirra. Það kom fyrir, að eg reis upp á afturfæturna. En sá tími rann upp, er Kristur varð mér raunverulegur, og þjónustan við hann tók öllu öðru fram, sem til er í þessum heimi. Sjáið þér til, við verðum aldrei leið á vatni, mat og lofti. Mannlegt hjarta hungrar eftir Guði, og þegar hann er boðaður á réttan hátt, verður hann alltaf eftirsóknarverður. Jesús sagði: „Mun vatnið, sem eg mun gefa honum, verða í honum að lind, er sprettur upp til eilífs lífs.“ I veraldlegu þjóðfélagi hættir fólki til að aðhyllast útþynntan kristindóm, skapaðan í mynd efnishyggj- unnar. Margir þeirra, sem játa kristna trú, eru nú að endurskoða trú sína og leita andlegrar endurnýjunar. Þeir hafa prófað falsgoðin og leita nú hins sanna Guðs og finna hann, eins og Ágústín kirkjufaðir. Hann sagði: „Hjarta mitt var órótt, unz það fann hvíld í þér“. Lokað í dag frá kl. 12—4 vegna jaröarfarar HALLDORU SAMUELSDOTTUR, Málarinn h.f. Lokað frá kl. 1—3 vegna jarðarfarar SKRAUTGRIPAVERSLUN JÓNS DALMANNSSONAR FRAKKASTiG 10 TELEF 13160 Kennaraskóla íslands fyrir rúm- um þremur áratugum. Ástvinum Ólafs heitins sendi ég samúðarkveðjur. Auðunn Bragi Sveinsson. Akranes; Kaupmenn mótmæla hækkun að- stöðugjalda NÝLEGA var aðalfundur Kaup- mannafélags Akraness haldinn í félagsheimilinu Röst á Akranesi. Fundurinn samþykkti sam- hljóða að skora á bæjarráð Akra- ness að hlutast til um að öll verzlun í þágu Akranesskaupstað- ar sé gerð við verzlanir á staðnum. Þá mótmælti fundurinn harðlega þeirri miklu hækkun aðstöðu- gjalda, sem bæjarstjórn Akraness hefur nýverið samþykkt og telur hana alvarlega ögrun við tilveru verzlunarfyrirtækja á staðnum, sem mjög hafa átt í vök að verjast, m.a. vegna þess að mikil verzlun fer út úr bænum. Fundurinn taldi brýnt að bæjar- félagið stuðli að tilveru verzlunar, sem atvinnugreinar á Akranesi. Aðalsteinn Aðalsteinsson var endurkjörinn formaður félagsins, en með honum í stjórn eru Kristj- án Sveinsson, Edda Elíasdóttir, Jón Sigurðsson og Örlygur Stefánsson. Mótmæla nýju sjóða- kerfi MBL. hefur borizt eftirfarandi áskorun til birtingar: Fundur haldinn í Grindavík 13. maí 1979 í Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Vísi samþykkir samhljóða að beina þeirri áskorun til stjórnvalda að innleiða ekki nýtt sjóðakerfi í formi olíugjalds. Við krefjumst þess að olíuhækkun verði mætt með hærra fiskverði og að sjómönnum verði bætt sú kjaraskerðing, sem þeir hafa orðið fyrir miðað við aðrar launastéttir í landinu. NafnféÚ niður I frétt um íslenzka knattspyrnu- menn með erlendum liðum í síð- asta sunnudagsblaði féll niður nafn Stefáns Halldórssonar. Hann leikur með sænska 2. deildar liðinu Kristianstad. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.