Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979 35 Lending yfir hindrun. Tveir menn héldu bandi á milli sín skammt frá fyrirfram ákvednum lendingarstað. Kúnstin var í Því fólgin aö fljúga yfir bandið, en lenda á strikinu. Nýlega efndi Vélflugfélag íslands til lendinga- keppni á enda flugbrautar 07 viö Skerjafjörð. Braut þessi hefur ekki verið í almennri notkun um skeið og gátu því vélflugmenn stundað íþrótt sína ótruflaðir af annarri flugumferð. Lagðar voru þrjár mismunandi lendingarþrautir fyrir keppendur, en þær voru (1) gervinauðlending, (2) marklending og (3) lending yfir hindrun. Markmiðið með öllum lendingunum var það að lenda flugvélinni á afmarkaðri línu á mjórri flugbraut og voru keppendum gefin refsistig í samræmi við árangur þeirra. Úrslit keppninnar urðu þessi: 1. Jón E.B. Guðmundsson, TF—FTD 131 refsistig 2. Jón Grímsson, TF—FTD 134 refsistig 3. Hallgrímur Viktorsson, TF—FTD 229 refsistig 4. Guðmundur KErlingsson TF—LAX 256 refsistig 5. Jóhannes Georgsson, TF—SIR 276 refsistig 6. Ilákon Sigurðsson, TF—SIR 306 refsistig Góð þáttaka var í keppninni eða 15 keppendur alls. Keppnisstjóri var Hjálmar D. Arnórsson flugumferðarstjóri og kynnir var Pétur Johnson ritstjóri. Allmargir áhorfendur fylgdust með lendingakeppninni en í ráði er að halda nokkrar slíkar í viðbót til undirbúnings fyrir Norðurlandamcistaramótið í vélflugi, sem haldið verður í Finnlandi dagana 20.—22. júní. Sigurvegararnir í lendingarkeppninni (f.v.) Hall- grímur Viktorsson, er varö priöji, Jón E.B. Guömundsson er sigraöi og Jón Grímsson er varö í ööru sasti. Nákvæm snerting ™ ^ ™ ™ . ~7jT;—SS.-.1 -'ímM aáiei Komiö ínn til lendíngar ( gervinauðlendingu... og undirskotiö aöeins, lent fyrir framan strikið. Ljósmyndir: Ragnar Axelsson Hitti ág strlkió eöa ekki... TF-SIR, Piper Cherokee nálgast lendingarstaöinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.