Morgunblaðið - 17.05.1979, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.05.1979, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1979 17 verður þetta, ég fer vestur að Flateyri haustið 1930. En svo þegar Hafnarfjörður losnar aftur eru Ásgeir og Jónas ekki neinir vinir lengur og þá setur Jónas þar sinn mann. Við því var ekkert að gera, svo ég ílentist á Flateyri, og var þar alla tíð á meðan ég kenndi." Rómantísk saga um ástir Um haustið 1910, í september, þegar Sveinn hóf kennslu á Pat- reksfirði kvæntist hann unnustu sinni, Sigríði Oddnýju Benedikts- dóttur, ættaðri úr ‘Vatnsdal í Húnavatnssýslu, sem hann kynnt- ist Kennaraskólaveturinn í Reykjavík. Þeirra hjónaband stóð í um fjörutíu og sjö ár og lauk við andlát Sigríðar árið 1957. Þau eignuðust þrjú börn: Rögnu, sem er gift Hirti Hjálmarssyni, sem tók við skólastjórn á Flateyri þegar Sveinn hætti. Embættið er enn í ættinni, því sonur Rögnu og Hjartar er skólastjóri á Flateyri nú. Gunnlaugur Haukur var kenn- ari, síðast í Hafnarfirði og er nú dáinn, og Baldur kennari í Reykja- vík, sem Sveinn er nú hjá. Árið eftir að Sigríður dó kvæntist Sveinn aftur, þá Önnu Ólafsdóttur úr Hvallátrum á Breiðafirði. „Þá langaði mig til að eiga mitt heim- ili áfram og búa í mínu húsi og þá vissi ég bara af einni manneskju í veröldinni sem væri hægt að hugsa til að fá til þess að vera hjá mér og það lánaðist. Við fengum að búa saman í nítján ár, hún dó 1977“. Þegar þau gengu í hjóna- band var Sveinn sextíu og níu ára gamall, en Anna sextíu og fimm, og hafði ekki verið gift áður. Fullorðið fólk á Breiðafirði segir rómantíska sögu um ástir Önnu og Sveins. Sagt er að þau hafi elskast sem unglingar en örlög ekki verið þeim hagstæð og hindrað þau í að eigast. Ánna á að hafa sagt að fyrst hún fengi ekki Svein, vildi hún engan. — Fólk segir að þú hefir verið töluvert kvennakær sem ungur maður í Flatey. — Það held ég nú ekki, ég var svoddan unglingur þá. — Heldurðu að það sé bara vitleysa? — Já, það held ég. Ég held að ég hafi aldrei komið í nein ástamál eða þvíumlíkt á þeim árum, það var ekki lenska. — Ertu samt ekki búinn að kynnast báðum konunum, sem seinna verða eiginkonur þínar, áður en þú ferð úr Flatey? — Annarri. Við erum unglingar saman við Anna í Hvallátrum, þar er ég á sumrin og við erum börn saman og erum kunnug. En hinni konunni minni, sem fyrri var, henni kynntist ég í Reykjavík á skólaárunum. En Önnu þekkti ég sem barn, hún var fjórum árum yngri heldur en ég. Þegar ég var kúasmali þarna í Hvallátrum, ellefu ára gamall, þá vann ég það til, að bera hana með mér á bakinu, þegar þoka var, til að vera ekki einn á ferðinni í þokunni. Það var nú allur kvennakærinn þá. — Það er þó sagt að kunnings- skapur ykkar Önnu hafi verið orðinn náinn og að hún hafi alla tíð beðið eftir þér. ' — Það veit ég nú ekki. Sveinn Silær svolítið. Það held ég nú kannski ekki, en þó getur það vel verið. En ekki vissi ég það fyrr en löngu seinna, þá giftur maður. Ólafur tók af skarið Sveinn var mjög virkur í félags- og menningarmálum. Hann starf- aði mikið í ungmennafélögum þar sem hann bjó, vann að bindindis- málum og leiklistin var honum kær. Til dæmis stofnaði hann, ásamt öðrum ungum mönnum á Breiðafjarðareyjum, menningar- félag, sem þeir kölluðu Árblik. Þeir félagar unnu mikið að leiklist og sköpuðu viðfangsefnin sjálfir, bæði með frumsömdu efni, þýð- ingum á verkum þekktra erlendra leikritaskálda og þeir unnu leik- þætti úr bókmenntum íslendinga. — Þú minntist á það áðan að þú hefðir alla tíð verið Alþýðuflokks- maður. Tókstu þátt í stjórnmál- um? — Ég hef aldrei tekið þátt í pólitísku kjaftæði. En þegar Al- þýðuflokkurinn var stofnaður, þá varð ég svo feginn, af því að ég sá að hann kom í veg fyrir það sem mér sárnaði mest af öllu og það var hreppaflutningur og sundrung heimila sem átti sér stað áður fyrr. Mér er minnisstæður sér- staklega einn dagur frá æskunni um það. Það voru hjón í Bjarneyj- um, Kristján Eyjólfsson og Heiga. Þau voru flutt með börnin sín vestur í Flatey, til þess að sundra heimilinu. Og ég man að konan með börnin, hún kom inn til móður minnar og var hjá henni þennan dag, sem var verið að útgera um þetta á hreppsskilum. Og hann var að koma gamli maðurinn af og til heim og þá kallaði hún: Fáum við að búa, Kristján minn? Fáum við að vera saman? Og svarið var alltaf það sama: Ég veit það ekki efskan mín. Svo loksins um kvöldið, mér er það svo minnisstætt, að þá kallar hann frammi í dyrum: Helga, við fáum að búa saman, hann Olafur tók af skarið, hann Ólafur tók af skarið. Ég skildi ekki nokkurn hlut hvað Ólafur í Hvallátrum hafði gert, taka af skarið; ég þekkti ekki skar nema á kerti. En Ólafur tók af skarið því hann sagði: Við rífum ekki heimilið upp, hann baslar það sem hann getur og það er betra að börnin njóti móðurinnar og föðurins, það er betra að hjálpa þeim að bjarga sér. Hann tók af skarið, mér er það svo minnisstætt að hann Ólafur tók af skarið, það gerði hann oftar. Eg var aldrei skáld — Tókstu þátt í sveitarstjórn- armálum á Flateyri? — Nei. Ég sagði Ásgeiri þegar ég fór fyrir hans bón vestur: Ég fer ekki fyrir þig vestur á Flateyri til að smala fyrir þig atkvæðum eins og Snorri. Það er einmitt það sem mig vantar, mann sem ekki gerir það, sagði hann. Og það hef ég aldrei gert. En Alþýðuflokkur- inn, hann afnemur fyrst sveita- flutninginn og það var það sem mér þótti vænst um Alþýðuflokk- inn fyrir. — Þykir þér jafn vænt um hann ennþá? — Ég er alltaf Alþýðuflokks- maður, eða vinstri maður. — Og þú hefur fengist við skáldskap, er það ekki? ’ — Jú, jú, ég hef rímað. Þegar legið hefur á. Þegar konur héldu skemmtun meö söng og gítarleik, þá lagði ég til vísu, ef á því þurfti að halda, ef einhver fór alfarinn, þá vildi fólkið fá minningu, rímaða og ég gerði það ef ég var beðinn, en ég hef aldrei álitið mig vera skáld. — Ortir þú þér aldrei til gamans? — Ég gerði það stundum, jújú. Þegar ég var beðinn um kvæði í blöð og annað þvíumlíkt, jú ég gerði það af gamni mínu. En ég hef aldrei sett mig á svo háan hest að fara að láta gefa út eftir mig. Hingað og þangað, í blöðum og tímaritum eru sjálfsagt kvæði eftir mig, en ég var aldrei skáld. Séra Halldór Kolbeins var prestur í Flatey og hann bað mig að gera ljóð við textann: Vakna þú sem sefur og rís upp frá dauðum þá mun Kristur lýsa þér. Ég gerði það náttúrulega, ég var alltaf til i tuskið. Og hann sagði mér það, að: Ég hef byrjað hundrað og sextíu sinnum ræðu með þessu ljóði. En ég hirti ekki um mín ljóð og það verður aldrei hirt um þau, þau fara bara í eldinn. Það er lítið skjól í Fálka- orðunni — Þú ert heiðursborgari í Flat- eyrarhreppi. — Já, þegar ég varð sjötugur og hætti að kenna var ég gerður að heiðursborgara þar. Ég var þarna skólastjóri í tuttugu og níu ár. Og meiri sómi hefur þér verið sýndur. Þú varst líka sæmdur Fálkaorðunni. — Já, ég bað ekki um hana. Mér var send hún, þegar ég varð áttræður. Plaggið sem henni fylgdi sagði að hún væri veitt fyrir kennslu og félagsstörf. — Er ekki góð tilfinning að taka við slíkri viðurkenningu? — Mér var nærri því sama. Það var betri viðurkenning sem ég fékk heima, að vera gerður þar að heiðursborgara. Það er fallegt plagg en það er lítið skjól í Fálkaorðunni. Ég hef aldrei sett hana upp, nema þegar Anna mín sáluga varð áttræð. Þar á ég heima Ég hélt að ég mundi nú ekki verða eilífur augnakarl á Flateyri, en það hefur nú farið svona að þar var ég skólastjóri í tuttugu og níu ár og þar á ég heima ennþá og mér leið þar ákaflega vel. Og hvern einasta dag kunni ég vel við mig, fjörðurinn tók mig fasta tökum. Ég var svo heppinn með heimilin sem sendu börnin, börnin sem komu í skólann og samkennarana alla. Ég hef verið svo mikill heppnismaður að fá alltaf úrval. —Ætlar þú að taka á móti gestum á afmælinu þínu? — Já, en ég verð ekki hér. Ég hef hugsað helst, ef ég lifi og kemst að vera vestur á Flateyri, þar sem ég á heima. Þegar þetta er skrifað veit Sveinn enn ekki að Flateyrar- hreppur hefur undirbúið að halda honum afmælisveislu. S.V. Velta Toll- vörugeymsl- unnar hf. 12 milljarðar í fyrra AÐALFUNDUR Tollvöru- geymslunnar h.f., Reykjavík, var haldinn í kristalsal Hótels Loft- leiða föstudaginn 20. apríl sl. Fundarstjóri var kjörinn Óttarr Möller forstjóri og fundarritari Helgi K. Hjálmsson framkvæmda- stjóri. Stjórnarformaður Albert Guðmundsson alþingismaður, flutti skýrslu stjórnarinnar. Hann skýrði frá að á árinu hefði bæst við um 2000 m2 vöruskemma og þjónusta við viðskiptavini fyrir- tækisins aukist að sama skapi. Hann kvað þó mikla þörf á áfram- haidandi byggingarframkvæmd- um, og hefði þegar verið hafist handa um undirbúning frekari framkvæmda. Hann greindi frá að hugmyndir hefðu verið uppi um stofnun bankaútibús eða umboðsskrifstofu frá gjaldeyrisbönkunum tengda fyrirtækinu til hagræðingar fyrir viðskiptavini, svo og að vinna að því að fá tollafgreiðslur á sama stað, og væri slíkri starfsemi ætlaður staður í nýrri skrifstofu- byggingu, sem rísa mundi við Héðinsgötuna. Þá hefði verið tekið upp vegabréfakerfi innan Toll- vörugeymslunnar. Helgi K. Hjálmsson fram- kvæmdastjóri flutti skýrslu um starfsemi fyrirtækisins og greindi frá reikningum þess fyrir s.l. ár. Stöðug aukning er á umsvifum fyrirtækisins og skemmur nýttar til hins ýtrasta öllum stundum. Afgreiðslur út og inn urðu yfir 42000, og jókst vöruverðmæti þess sem í gegnum Tollvörugeymsluna fór á s.l. ári um 70% miðað við árið á undan. Nam veltan um 12 milljörðum króna. Leigjendur eru nú 254 innflytjendur. Hluthafar Tollvörugeymslunnar h.f. eru 429. Hlutafé er 120 milljónir kr. Reikningsleg afkoma félagsins var nokkuð góð og var samþykkt að greiða hluthöfum 10% arð af hlutafé. Ennfremur var samþykkt að gefa út jöfnunar- hlutabréf, 150% á núverandi hlutafé, og jafnframt að bjóða til sölu viðbótarhlutafé að upphæð kr. 60.000.000. Heildarhlutfé fé- lagsins verður þá aukið í kr. 360.000.000. Stjórn félagsins og varastjórn var öll endurkjörin en hana skipa: Formaður, Albert Guðmundsson alþingismaður, varaformaður Hilmar Fenger forstjóri, féhirðir Jón Þór Jóhannsson fram- kvæmdastjóri, meðstjórnendur, Einar Farestveit forstjóri og Bjarni Björnsson forstjóri. Til vara Þorsteinn Bernharðsson for- stjóri og Óttarr Möller forstjóri. Framkvæmdastjóri félagsins er Helgi K. Hjálmsson og yfirverk- stjóri Gústaf B. Einarsson. Sanitas og Sana sameinast FRÁ því er skýrt í Lögbirtinga- blaðinu nýlega að ákveðið hafi verið að sameina fyrirtækin Sanitas hf. í Reykjavík og Sana hf. á Akureyri í eitt félag undir nafninu Sanitas. Félagið hefur með höndum rekstur í Reykjavík en einnig rekur það verksmiðju á Akureyri, sem Sana rak áður. Sameiningin gildir frá og með áramótum. Sveinn Gunnlaugsson var íhópiþeirra íyrstu, sem iuku prófi frá Kennaraskólanum íReykjavík. Síðan eru sjötíu ár og þá var 6,0 hámarkseinkunn. Af þeim sem þá luku prófi munu tveir, Sveinn og Jörundur Brynjólfsson, vera enn á lífi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.