Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979
Citroen Visa hefur aðeins eina þurrku á framrúðu, en ekki virðist það koma að sök. Ljósm. Kristinn.
CitroenVisa
Nýr ogspar-
samur smábíll
CITROEN-umboðið á íslandi,
Glóbus hí.. er um þessar mund-
ir að hefja innflutning á nýrri
gerð Citroen-bíla. Citroen Visa.
Er hér um að ræða smábfl, sem
segja má að komi f stað „Bragg-
ans“, sem þekktur er að spar-
neytni og er svo einnig um
þennan. Hann er sagður nota
5,7 1 beníns á 100 km miðað við
90 km hámarksakstur og 7,6 f
bæjarakstri.
En þó að Citroen Visa sé
nokkuð líkt við „braggann" er
það vart að öðru leyti en hvað
stærð og sparneytni áhrærir, því
svo miklu er hann fullkomnari
diskabremsur að framan og
skálabremsur að aftan. Eigin
þyngd er 725 kg og heildarþyngd
1.065 kg. Verðið á Citroen Visa
Club er í dag milli 3,7 og 3,8
milljónir króna og sögðu um-
boðsmenn að regla væri að lána
allt að 25% kaupverðs í 6—8
mánuði.
Citroen Visa er.ný framleiðsla
verksmiðjanna og kom bíllinn
fyrst á heimamarkað í júlí á
síðasta ári. Sem fyrr segir er nú
að hefjast innflutningur til ís-
lands og er búizt við að hægt
verði að fá hingað milli 50 og 60
bíla á árinu. Þá kom það fram í
Söluaukning Volkswagen
13% fyrsta ársfjórðunginn
Sala Volkswagen-verksmiðjanna víðs vegar um heiminn nam á
síðasta ári rúmlega 26 milljörðum marka og hafði aukizt um 10%
frá árinu áður. Telja forráðamenn verksmiðjanna þessa
aukningu viðunandi þótt hún jafnist ekki á við aukningu t.d.
GM-verksmiðjanna bandarfsku.
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefur sala Volkswagen-verk-
smiðjanna aukist um 13% eða í 630 þúsund bíla og hefur aukningin
mest orðið á Bandaríkjamarkaði. Er nú til umræðu hjá verksmiðj-
unum að sett verði upp önnur samsetningarverksmiðja í Bandaríkj-
unum, þótt ákvörðunar sé enn langt að bíða. í verksmiðjunni í
Westmoreland eru nú framleiddir 800 bílar á dag, en hægt er að
auka framleiðsluna þar í 1.000 bíla og jafnvel 1.200 á dag. Þrátt
fyrir aukningu hafa verksmiðjurnar tapað verulega vegna fljótandi
gengis.
Á sérstökum armi rétt við stýrið eru mörg stjórntækjanna. Hægt er að leggja niður bæði bak
framsætis svo og aftursætið til að fá aukið farangursrými, en dyr eru einnig að aftan.
Toyota Tercel verður kynntur hér á landi á næstunni.
Nýr Toyota
bíll hér-
lendis á
næstunni
Toyota-umboðið er um þessar
mundir að fá til landsins nýja
gerð Toyota bfla er hcfur hlotið
nafnið Toyota Tercel og er
nokkuð áþekk Toyota Corolla
að stærð. cn það sem er nýtt í
þessari gerð og hefur ekki áður
verið í bflum Toyota fjölskyld-
unnar er framdrif. Áð sögn
Páls Samúelssonar hjá Toyota
umboðinu eru Japanir með
þessum bfl að svara ákveðnum
óskum um framdrifsbfl, en
hann er viðbót við þá bfla sem
fyrir eru. þ.e. ekki er ætlunin
að hætta við framleiðslu þeirra
sem þegar cru á markaði.
Sem fyrr segir er Toyota
Tercel nokkuð áþekkur Corolla
hvað snertir stærð og er svo
einnig um vélina, nema hvað hún
er nokkru aflmeiri. Corolla hefur
verið mest seldi bíllinn af einni
tegund í Japan og í þriðja sæti í
heiminum. Byggja verksmiðj-
urnar nokkuð á reynslu af hon-
um þegar Tercel er hannaður.
Endurbætur hafa verið gerðar á
knastás og sprengirými, en að
sögn Páls hafa Japanir einnig
gert sér far um að draga úr
eyðslu Toyota-bílanna og munu í
framtíðinni snúa sér enn meira
að því. Áætlað verð Toyota
Tercel er 3,9—4 milljónir króna.
Sala á Toyota bílum hefur
verið sívaxandi allt frá því þeir
fyrst komu á markaðinn og kvað
Páll söluna nú hafa sett verk-
smiðjurnar í 3. sæti næst á eftir
General Motors og Ford. Fram-
leiddir voru 2.930.000 bílar á
síðasta ári og var framleiðslan í
febrúar í ár alls rúmlega 223
þúsund bílar, sem er 2,2% aukn-
ing frá sama tíma í fyrra. Seinni
hluta síðasta árs dró nokkuð úr
útflutningi Toyota-bíla á Banda-
ríkjamarkað, en Páll sagði það
hafa verið vegna tilmæla frá
stjórnvöldum, m.a. til að jafna
viðskiptakjör ríkjanna, en að
sama skapi jókst salan á heima-
markaði. Páll sagði að salan hér
á landi hefði verið slík að um-
boðið hefði vart undan að fá
hingað bíla og lægju þegar fyrir
pantanir í fjölmarga bíla, en þeir
hefðu ekki getað fengið af-
greidda nógu marga frá verk-
smiðjunum.
Bflar
umsjón
JÓHANNES TÓMAS-
SON og SIGHVAT-
UR BLÖNDAHL
og meiri bíll og telja umboðs-
menn hann standa mitt á milli
„braggans" og GS línunnar. Við
akstur er óhætt að segja að
Visan kemur á óvart, þrátt fyrir
smæðina og litla hjólbarða, 13,„
er hann hljóðlátur og mjúkur,
eins og reyndar allir Citroen-bíl-
ar, en á malarvegi er hann þó
laus, a.m.k. óhlaðinn. Stjórn-
tækjum hefur verið komið þægi-
lega fyrir og má t.d. nefna að
stefnuljós, aðalljós, flauta,
þurrkur og rúðuþvottur er allt á
einum armi rétt við stýrið, þann-
ig að ekki þarf að sleppa af því
hendinni til að nota áðurnefnd
tæki. Og þótt bíllinn sé lítill, 3,69
að lengd, breidd 1,51 m og hæð
1,40, er hann sæmilega rúmgóð-
ur að innan, nema hvað e.t.v. er
nokkuð lítið fótarými afturí.
Vélin í Öitroen Visa er 2
strokka loftkæld, 652 cc 36 hest-
öfl og meðal nýjunga í vél segja
umboðsmenn vera þrjár höfuð-
legur í stað tveggja, sem minnka
á titring og hávaða. Þá er hann
búinn rafeindakveikju, fyrsti
fjöldaframleiddi bíllinn með
þeim búnaði og er henni ætlað að
stuðla bæði að bensíneyðslu og
minni mengun. Vélin er sögð
geta komið bílnum í 100 km
hraða á 26,2 sekúndum og
hámarkshraðinn er uppgefinn
124 km á klst. Bíllinn er fram-
hjóladrifinn sem og aðrir
Citroen bílar, fjöðrunin nefnd
MacPherson, tannstangarstýri,
spjalli við umboðsmenn að nú er
verið að reisa nýja verkstæðis-
byggingu við Lágmúla, þar sem
umþoðið er til húsa og er ætlað
að bæta viðgerðarþjónustu við
Citroen-eigendur. Eiga um 15
bílar að geta komiz't inn á verk-
stæðið í einu, en auk verkstæðis í
Reykjavík eru 19 Citroen verk-
stæði út um landið.
Glóbus hf. hyggst eftir helgina
bjóða fólki að reynsluaka
Citroen Visa og Citroen G
Special og þarf að panta tíma
hjá umboðinu. Gefst fólki þar
kostur á að reyna bílana bæði á
malbiki og malarvegi og býður
umboðið í samvinnu við verk-
smiðjurnar upp á ferð til Parísar
fyrir tvo, en að reynsluakstri
loknum geta menn fyllt út sér-
stakan seðil sem síðan verður
dregið úr hinn 15. júní n.k.
Svo tekin séu dæmi um eyðsl-
una má nefna að Visa er sagður
eyða 5,7—7,6 lítrum á 100 km
miðað við hvar og hvernig ekið
er. Með 16000 km akstri á ári
þýðir eyðsla sem nemur 5,7—7,6
lítrum á 100 km miðað við hvar
og hvernig ekið er. Með 16000 km
akstri á ári þýðir eyðsla sem
nemur 5,7 lítrum kr. 233.472 á
ári en 311.296 kr. miðað við 7,6 1
eyðslu. Á bíl sem notar t.d. 12 1 á
100 km kostar 16000 km ársakst-
ur kr. 481.520 og á bíl sem notar
15 1 á 100 kostar þessi akstur
614.400 og er hér miðað við
núverandi bensínverð, kr. 256 á
lítrann.
Svona rafmagnsbít má fá í dag. Hór á landi mun burfa að greiöa af
Þeim bungaskatt eins og af dieselbílum og bykir ýmsum Þaö
nokkur hindrun í að reyna innflutning Þeirra. Veröiö er 5—8 m. kr.
eftir tegundum.
sem orkugjafi
í NÝLEGUM ísal-tiðindum er
vikið að áli sem orkugjafa í
farartækjum og greint frá
rannsóknum. sem gerðar hafa
verið á því að nota ál sem
orkugjafa. Segir þar að fyrstu
niðurstöður starfshóps rann-
sóknastofnana á vegum Lock-
heed Missiles & Space Co. f
Kaliforníu bendi til að rafknúin
farartæki sem nota eldsneytis-
rafhlöður gætu orðið sam-
keppnisfær við venjulega bfla
með bensínvél árið 1985.
„Ál, vatn og súrefni andrúms-
loftsins taka þátt í efnabreyting-
um í rafhlöðum og breyta þannig
efnaorku í raforku," segir í
greininni í Ísal-tíðindum og síð-
an áfram: „Rafhlöðurnar þurfa
aðeins að fá vatn og nýjar
álsforkautsplötur eftir 500—750
km akstur. Alhýdroxíði sem
myndast við efnabreytingarnar
er haldið til haga til að endur-
vinna megi úr því ál síðar.
Þessi aðferð hefur allgói
möguleika á að verða hagnýt i
því er dr. Ernest L. Littauer
Lockheed-hópnum segir þar t
alla þjónustu mætti fá hjá m
verandi þjónustumiðstöðvur
þ.e. bensínstöðvum. Þetta æt
að kveða niður andstöðu olíi
iðnaðarins."
Þá er talað um í greininni 2
rekstrarkostnaður verði mu
lægri en hjá bensínbílum eða k
15 á ekinn km.