Morgunblaðið - 19.06.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979
31
20. Jakob Smári sálíræðingur kr.
600 þús. Rannsókn á þeim skýr-
ingarháttum, sem fólk beitir í
daglegu lífi til skýringar á eigin
atferli og annarra (attribution
theory).
21. Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson
kr. 500 þús. Þjóðfræðileg rann-
sókn á útbreiðslu ákveðinnar
sagnar og tengslum hennar við
veruleikann.
22. Jón Torfi Jónasson M.A. kr. 1
millj. Rannsókn einstaklingsmun-
ar á gagnavinnslulíkönum
(information processing models).
23. Jón Rúnar Sveinsson B.A. kr.
500 þús. Könnun á félagslegum
þáttum húsnæðismála á Reykja-
víkursvæðinu (sbr. og styrk Inga
Vals Jóhannssonar).
24. Jörgen Pind M. Sc. kr. 1
millj. Málskynjun — einkum
skynjun röddunar og hljóðlengdar
í íslenzku (doktorsverkefni við
Sussex-háskóla).
25. Jörundur Hilmarsson mag.
art. kr. 600 þús. Rannsókn á
tematiskri sagnbeygingu í indó-
evrópsku og tengslum hennar við
þá hálftematisku.
26. Katrín Friðjónsdóttir fil.
kand. kr. 500 þús. Rannsókn á
þróun æðri menntunar og vísinda
á íslandi (doktorsverkefni við
háskólann í Lundi).
27. Dr. Kristján Árnason og dr.
Höskuldur Þráinsson (í samein-
ingu). kr. 1.5 millj. Forathugun
og undirbúningur að rannsókn á
íslenzkum nútímaframburði.
28. Kristján Árnason mennta-
skólakennari. kr. 500 þús.
Rannsókn á afstöðu Sörens
Kierkegaard til fyrri heimspeki,
tilraun hans til að finna heim-
spekinni nýjan grundvöll og við-
horfi seinni heimspekinga til
hans.
29. Magnús Fjalldal cand. mag.
kr. 500 þús. Kenningar Lords og
Parrys um tilurð og varðveizlu
munnlegs kveðskapar og áhrif
þeirra á túlkun íslenzkra miðalda-
bókmennta (þáttur í doktorsnámi
við Harvardháskóla).
30. Ólafur J. Proppé M. Sc. kr.
700 þús. Námsmat á grundvelli
atviksrannsókna (case studies)
(doktorsverkefni við Illinoishá-
skólE)
31. Pétur Pétursson B.A. kr. 700
þús. Trúarbrögð og félagsbreyt-
ingar á íslandi á 20. öld (doktors-
ritgerð við háskólann í Lundi).
32. Ragnar Árnason M. Sc. kr.
500 þús. Rannsókn á endurnýjan-
legum náttúruauðlindum (dokt-
orsritgerð við háskólann í British
Columbia).
33. Rannsóknarstofnun í bók-
menntafræði kr. 1.5 millj.
Samning bókmenntafræðilegs
uppsláttarrits.
34. Sagnfræðistofnun Háskóla ís-
lands kr. 1.5 millj. Rannsókn á
Móðuharðindunum 1783—1785 og
afleiðingum þeirra.
35. Sagnfræðistofnun Háskóla ís-
lands kr. 500 þús. Atvinna
kvenna í samfélagi og fjölskyldu á
íslandi 1870—1970 (þáttur íslands
í samnorrænu rannsóknarverk-
efni, unninn af Sigríði Th. Er-
lendsdóttur B.A.).
36. Dr. Sigurður Þórarinsson, dr.
Stefán Aðalsteinsson og dr.
Sveinbjörn Rafnsson (í samein-
ingu) kr. 800 þús. Könnun á
fornleifum og staðháttum á slóð-
um Hrafnkelssögu úr lofti og á
láði.
37. Silja Aðalsteinsdóttir cand.
mag. kr. 500 þús. Saga íslenzkra
barnabókmennta og þróun þeirra.
38. Sveinn Eldon £11. lic. kr. 600
þús. Athöfn og ábyrgð (doktors-
verkefni í heimspeki við Helsing-
fors-háskóla).
39. Dr. Þór Whitehead kr. 600
þús. Rannsókn á íslenzkum utan-
ríkismálum á 20. öld (kostnaðar-
styrkur).
C. Flokkun styrkja eftir vísindagreinum
I. Raunvísindadeild
Grein Fjöldi Heildar-
Stærðfræðix) styrkja 3 fjárhæð 2.320
Efnafræði 2 5.500
Erfða-, dýra-, grasa- og vistfræði 11 12.300
Læknis- og lyf jafræði 8 11.650
Jarðfræði, landafræði 8 13.150
Jarðeðlisfræði 3 5.600
Hagnýt náttúruvísindi 8 7.550
(þar með talin fiskifræði) x)Þessir þrír styrkir gætu einnig talist til hagnýtra vísinda, þeir eru
veittir til stærðfræðilegrar vinnu við hagnýt viðfangsefni.
II. Hugvísindadeild
Grein: Fjöldi styrkja Ileildarfjárhæð
Sagnfræði 7 4600
Fornleifafræði 1 800
Listasaga 1 400
Húsagerðarsaga 1 500
Kortasaga 1 500
Staðfræði 1 700
Sagnfræði alls 12 7500
Bókmenntafræði 6 4200
Þjóðfræði 1 500
Leiklistaríræði 1 500
Málfræði 2 2100
Lögfræði (sbr. og guðfræði) 1 700
Hagfræði 2 1000
Félagsfræði 6 3100
Sálíræði og kennslufræði 5 3800
Heimspeki 2 1100
Guðfræði (kirkjuréttur) 1 500
Samtals 39 þús. kr. 25.000.
Norræn neytenda-
málanefnd þingaði
DAGANA 11. - 13. júní s.l. var
haldinn að Hótcl Höfn á Hornafirði
fundur í Norrænni nefnd um neyt-
endamál, en sú nefnd er ein af
undirnefndum Norðurlandaráðs.
Fundinn sóttu fulltrúar allra Norð-
urlandanna. Af ísiands háifu sátu
fundinn: Björgvin Guðmundsson,
skrifstofustjóri í viðskiptaráðu-
neytinu, Sigríður Haraldsdóttir,
húsmæðrakennari, dr. Jónas
Bjarnason, efnaverkfræðingur,
Atli Frcyr Guðmundsson, deildar-
stjóri í viðskiptaráðuneytinu og
Kristmann Magnússon, fram-
kvæmdastjóri, en hann flutti erindi
á fundinum um viðgerðaþjónustu
fyrir heimilistæki.
Aðalmál fundarins var f járhags-
áætlun neytendamála á Norður-
löndum árið 1980 en Norðurlanda-
ráð ver álitlegri fjárhæð til rann-
sókna á sviði neytendamála ár
hvert. íslendingar hafa tekið þátt í
vinnu við tvö slík verkefni, þ.e.
rannsókn á orsökum slysa f heima-
húsum og athugun á endingartíma
heimilistækja og viðgerðaþjónustu
fyrir þau. Á fundinum á Höfn f
Hornafirði var samþykkt að ísland
tæki þátt í rannsókn á rekstri og
viðgerðaþjónustu bifreiða. Sú
rannsókn stendur nú yfir á Norð-
urlöndunum öllum.
(Frétt frá viðskiptaráðuneytinu)
25 ungar myndlistarkonur
í Ásmundarsal, húsi Arki-
tektafélags íslands, sýna þessa
dagana 25 konur verk sín og eru
þau fjölbreytileg að gerð, eða
allt frá málverkum til hug-
myndafræðilegrar listar ásamt
sviðsmynd af gjörningi einum.
Undirritaður hefur séð mikinn
fjölda kvennasýninga víða um
heim, sem haldnar hafa verið af
mörgum ástæðum og í mörgum
tilgangi. Helst er að konum
finnist þær einangraðar og
sniðgengnar af karlpeningnum,
— útilokaðar frá sýningum og í
einu og öllu síður teknar alvar-
lega. Þetta mun rétt að ýmsu
leyti en heldur hafa mér fundist
flestar þessar kvennasýningar
þunnur þrettándi svona yfirleitt
og áhrifamestu listakonurnar
finnur maður sjaldnast í þessum
hópi. Þvert á móti finnur maður
þær á almennum sýningum því
að einarðlegustu konurnar óska
að hasla sér völl án þess að
auglýsa sérstaklega kynferðin og
án fulltingis kvennaklúbba af
nokkru tagi. — Ég var í fimm ár
í sýningarnefnd FÍM og minnist
þess ekki að konum hafi nokkurn
tíman verið mismunað í neina
veru. Það var fyrst og fremst
farið eftir mati á innsendum
myndum og okkur var ekki einu
sinni alltaf ljóst eftir hverja þær
voru er þær voru skoðaðar.
Heldur er erfitt að rita opin-
berlega um sumar sýningar
kvenna því að svo virðist stund-
um að leitað sé logandi ljósi í
listrýninni eftir einhverju sem
hægt er að hanka gagnrýnand-
ann á í formi ímyndaðrar lítils-
virðingar á konum. Þannig má
alls ekki titla þær frúr, húsmæð-
ur, ungu stúlkuna eða einfald-
lega móður, án þess að það sé illa
tekið upp af valkyrjunum. Ekki
trúi ég að nokkur hérlendur
gagnrýnandi hafi af ásettu ráði
notað slíka titla í niðrandi merk-
ingu. En víst er það, að það má
jafnan snúa út úr.gagnrýni og
skilja hana á marga mismun-
andi vegu. Þessi tilfinningasemi
kvenna er mér með öllu óskilj-
anleg því að þær ættu einmitt að
vera ánægðar með þennan „of-
urlitla mismun" er gerir þær svo
heillandi í augum okkar karl-
mannanna og hefur gert frá
örófi alda og enda viðhaldið
mannkyninu. Það er að gera
Mynflllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
okkur nokkuð forskrúfaða og
utanveltu að álíta að við meðtök-
um myndverk eftir því hvort þau
séu eftir konur eða karlmenn.
Fyrir sjálfan mig vil ég segja
það, að ég hefi iðulega orðið
djúpt snortinn af list kvenna og
mér dettur ekki frekar í hug að
hugsa um kynferðið en t.d.
þjóðernið eða litaraftið. Það er
af og frá.
Mér þótti rík ástæða til að
þessar hugleiðingar fylgja skrifi
mínu um téða sýningu til þess að
þetta álit mitt komi skýrt fram,
og það af gefnu tilefni.
Ékki er hægt að búast v'ið
miklum umbrotum er 25 ein-
staklingar troða upp með sýn-
ingu i jafn litlum salarkynnum
og Ásmundarsal. Hvort sem um
konur eða karla er að ræða.
Þetta hljota óhjákvæmilega að
verða ósamstæð brotabrot úr
ótal áttum sem erfitt og ósann-
gjarnt er að henda reiður á og
dæma. Auk þess og það er
neyðarlegast hafa nokkur verk-
anna sést á öðrum sýningum nú
nýverið og önnur eru hrein
skólaverk.
Einkennandi fyrir sýninguna í
heild er að margt kvennanna er
að reyna fyrir sér í svokallaðri
nýlist og feta þá oft í troðnað
„karlaslóðir" í stað þess að
rækta með sér úrskerandi sjálf-
stæði. Þá er það mjög áberandi
að nýlistarmyndir njóta sín mun
verr í Ásmundarsal en t.d. í
Suðurgötu 7, sem er þokkafullt
húsnæði fyrir slíkar sýningar.
í heild þykir mer ekki nógu vel
að þessari sýningu kvennanna
staðið, — sumt hefði ekki átt að
sjást á sýningunni og það ber
stórum meira vott um dugleysi,
að ég segi ekki hugleysi, að velja
ekki úr innsendum myndum, en
að það sé einhver nýjung eða
vottur frjálsræðis. Slíkt verður
alltaf gert á kostnað heildar-
innar. Að geta einstaklinga á
sýningunni væri fullkomlega út í
hött og enda ég hér því skrif mín
með bestu óskum til handa kon-
um. „Kvenþjóðin lifi“ ..
Létta þarf greiðslubyrði ör-
orkubóta- og ellilífeyrisþega
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi frá Sérfræðingafélagi lækna:
Nokkur umræða hefur farið
fram, í fjölmiðlum og víðar, um
nýlega reglugerðarbreytingu varð-
andi sjúkratryggingar, sem felur í
sér hækkun á greiðsluhluta sjúkl-
ings úr 600 kr. í 2000 kr. fyrir
sérfræðilæknishjálp, rannsóknir
og sérlyf. Þetta mál var rætt á
almennum fundi í Sérfræðingafé-
lagi lækna 15. maí s.l. og eftirfar-
andi ályktun samþykkt samhljóða:
„Fundur haldinn í Sérfræðinga-
félagi lækna, þriðjudaginn 15.05.
’79 telur með öllu óeðlilegt að
hækkaður greiðsluhluti sjúklinga
úr 600 kr. í 2000 kr. fyrir sérfræði-
læknishjálp og rannsóknir utan
spítala sé látinn taka til örorku-
bótaþega, ellilífeyrisþega og yfir-
leitt til fólks með mjög langvar-
andi sjúkdóma og skerta starfs-
orku af þeim sökum.
Bendir fundurinn á nauðsyn
þess að létta þessari greiðslubyrði
af ofannefndum sjúklingahópum."
Hér er um að ræða tilfærslu á
greiðslum þannig að greiðslur frá
sjúkratryggingum lækna, en hjá
sjúklingum hækka greiðslur að
sama skapi. Þessar hækkanir
lenda með mestum þunga á þeim
sjúklingum, sem einkum þurfa á
sérfræðiþjónustu að halda og
minnsta greiðslugetu hafa. Þetta
getur leitt til óbærilegrar
greiðslubyrði fyrir öryrkja, aldr-
aðra og aðra sem hafa skerta
starfsgetu vegna sjúkdóma. Af
þessu geta m.a. hlotist eftirtalin
vandkvæði:
a) Efnalitlir sjúklingar geta
þurft að neita sér um nauðsynlega
sérfræðiþjónustu og lyf af þessum
sökum.
b) Óhjákvæmilegt getur orðið
að leggja sjúklinga inn á sjúkra-
hús ekki eingöngu af heilsufars-
ástæðum heldur að nokkru leyti
vegna efnahags einstaklingsins.
Slíkar ráðstafanir kosta meira
fyrir sjúkratryggingarnar, en
nemur þeim „sparnaði", sem fæst
með því að flytja greiðslur frá
sjúkratryggingum yfir til sjúkl-
inga utan sjúkrahúsa.
í tillögu Sérfræðingafélags
lækna er ábending um nauðsyn
þess að leiðrétta þau mistök, sem
félagið telur að felist í fyrrnefndri
reglugerðarbreytingu gagnvart
vissum sjúklingahópum.
Leiðrétting getur t.d. verið með
þeim hætti að fella þessar greiðsl-
ur niður hjá þeim samfélagshóp-
um, sem að ofan getur, eða tryggja
þeim endurgreiðslu frá sjúkra-
samlögum.
Þá virðist einnig koma til greina
að sjúkratryggingar greiði að
fullu sérfræðilæknishjálp og
rannsóknir fyrir efsta stigs ör-
yrkja, þ.e. þá sem eru 75% öryrkj-
ar eða meira, og einnig ellilífeyris-
þega, sem ekki njóta annarra
tekna en tryggingabótakerfisins,
en lyf þessa fólks verði greidd með
sama hætti og tíðkaðist fyrir
síðustu gjaldbreytingu.
Að gefnu tilefni er rétt að taka
fram að gjaldbreyting sú, sem hér
er um að ræða, hefur engin áhrif á
heildargreiðslu fyrir störf lækna,
hvorki til hækkunar eða lækkun-
ar.
Hér er um að ræða mál, sem
tekur til margra þjóðfélagsþegna
og væri vel að félagasamtök tækju
það til athugunar og stuðluðu að
lagfæringu í þessum efnum.
12. júní 1979.
Sérfræðingafélag lækna.
INNLENT.