Morgunblaðið - 19.06.1979, Page 45
45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10 — 11
FRÁ MÁNUDEGI
landinu, setja útflutningsbann á
lífsnauðsynjar þjóðarinnar og
stofna verðmætum hennar í voða í'
stórum stíl með verkfallsbraski.
Þegar konungssambandinu var
slitið og ísland varð lýðveldi árið
1944, varð Dönum nokkuð heitt í
hamsi af því tilefni. Blað eitt í
Kaupmannahöfn talaði t.d. um
„skríparíkið ísland“. Mér hefir
oft á síðustu árum dottið í hug,
hvort við íslendingar ætluðum að
láta þessi orð hins danska blaðs
ásannast.
14. júní 1979,
Bjartmar Kristjánsson.
• Passið
kettina
Mig langar að gera fuglsung-
ana sem nú eru sem óðast að
skríða úr eggjunum og kettina
sem sífellt eru á stjái í kringum þá
og í leit að æti að umtalsefni bréfs
míns.
I húsagarði mínum var hreiður
með 5 eggjum. Einn góðan veður-
dag voru ekki lengur egg í hreiðr-
inu, ungarnir voru skriðnir úr
eggjunum. Þeir höfðu hins vegar
ekki verið í hreiðrinu nema
nokkra daga er köttur hafði étið
þá alla. Ekki nóg með það heldur
er þessi sami köttur í garðinum
svo að segja á hverjum degi til að
leita sér að meiri fæðu.
Fæðuöflun er gangur náttúr-
unnar, en flestir kettir hér á landi
eru vel aldir heima við og þyrftu
því ekki að veiða fugla. En svo
framarlega sem þeir eru ekki
passaðir fullnægja þeir rándýrs-
eðli sínu.
Það þýðir ekkert að segja sem
svo: „kötturinn minn er með bjöllu
svo fuglarnir geta varast hann“.
Ungarnir sem ekki eru orðnir
fleygir geta ekki varast ketti.
Því vil ég skora á alla kattaeig-
endur að hafa ketti sína inni við
þann tíma sem ungarnir eru að
koma úr eggjunum. Það er ósköp
sárt að sjá fiður og tægjur eftir
ungana þegar köttur eða fleiri
hafa fullnægt eðli sínu á þeim.
Fuglavinur.
Þessir hringdu . . .
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Fyrir skömmu háðu Sovétmenn
og Júgóslavar sína árlegu lands-
keppni í skák. Þessi staða kom upp
á öðru borði í skák Petrosjans,
sem hafði hvítt og átti leik gegn
Ivkov.
35. Hxd4! og svartur gafst upp. Ef
svartur drepur hrókinn til baka
leikur hvítur 36. Hxe5+ — Kxg4,
37. h3 mát. Keppninni lauk með
sigri Sovétmanna, 25—15. Á
fyrsta borði vann Tal Velimirovic
2'/2:l!/2 og á sömu leið fór viður-
eign þeirra Petrosjans og Ivkovs á
öðru borði. Á kvennaborðunum
tveimur höfðu Sovétmenn mikla
yfirburði, unnu 8—0.
• Misjafnt álit-
ið á dagskrá
sjónvarpsins
Tvær konur hringdu til Vel-
vakanda í gær til að láta í ljósi álit
sitt á dagskrá sjónvarpsins að
kvöldi hins 17. júní.
Guðrún Þórðardóttir hafði
þetta að segja:
„Mér finnst dagskrá sjónvarps-
ins á 17. júní vera mjög góð. Hún
var allt í senn, hátíðleg, þjóðleg og
skemmtileg. Einnig voru dag-
skrárliðirnir valdir þannig, að
eitthvað var við allra hæfi.
Einnig er það þakkarvert að
sjónvarpið skyldi hafa svo mikið
af efni fyrir unglinga og svo lengi
og mun það áreiðanlega hafa
haldið mörgum unglingnum
heima við.“
En J.S. var ekki sammála Guð-
rúnu:
„Mér finnst það fyrir neðan
allar hellur að sýna svo mikið af
popptónlist fyrir unglinga.á 17.
júní. Flest skemmtiatriði þjóð-
hátíðarinnar á þessum tíma (þ.e
síðla kvölds) eru sniðin fyrir
unglinga og þá finnst mér vera að
bera í bakkafullan lækinn að hafa
dagskrá sjónvarpsins einnig fyrir
unglinga. Hvað eigum við gamla
fólkið að gera þetta kvöld? Sum
okkar eru það illa farin að við
komumst ekki út, en ef við förum
út og ætlum í nánd við þá staði
sem hátíðarhöld eru mætir okkur
ekkert annað en glymjandi popp-
tónlist og drukknir unglingar.
Það væri nær að hafa þjóðlega
dagskrá á 17. júní eins og til
dæmis myndina sem sýnd var um
gömul vorverk. Fleira slíkt hefði
mátt sjást á skjánum á 17. júní í
stað „skrípafígúra og gargs“.
HÖGNI HREKKVÍSI
Frá þingi Landssambands framhaldsskólakennara. Ragnar Arnalds í
ræðustól og sitjandi f.v.: Magnús Jónsson, Ólafur S. Ólafsson og
Guðmundur Árnason.
Frá þingi Landssambands framhaldsskólakennara:
Kennarafélög sameinuð í
Kennarasambandi íslands
KRINGUM 80 fulltrúar sátu fulltrúaþing Landssmabands fram-
haldsskólakennara sem haldið var í Reykjavik dagana 5.-7. júní.
Forseti þess var Magnús Jónsson skólastjóri. Aðalviðfangsefni
þingsins voru sameiningarmál kennarafélaganna, þ.e. Sambands
grunnskólakennara og Landssambands framhaldsskólakennara en
þau telja alls um 2.800 félaga.
í frétt frá L.S.F.K. segir m.a. að samþykkt hafi verið einum huga að
stofna til nýrra heildarsamtaka með því að sameina þessi félög í eitt
sem nefnist Kennarasamband íslands. Þá kom það nýmæli fram á
þinginu eftir tillögum landssambandsstjórnar að efna tií félagsskapar
meðal kennara, sem komnir eru á eftirlaun og var Magnúsi Jónssyni
skólastjóra falin forysta í því máli.
Innan þessa nýja sambands
verði eftirtalin félög: a) félags-
deildir grunnskólakennara í ein-
stökum landshlutum, b) félag
framhaldskólakennara fyrir kenn-
ara í framhaldsskólum um land
allt og c) félag kennara á eftir-
launum. Stofnþing fyrir hið nýja
kennarasamband verður haldið
1980 og fram til þess tíma mun
sérstök samstarfsnefnd starfa og
fara með þau mál er varða sam-
böndin sameiginlega og núverandi
stjórnir fela henni. Samhljóða
samþykkt var gerð á aukaþingi
Sambands grunnskólakennara,
sem haldið var samtímis í Reykja-
vík.
Að öðru leyti snerist starf
þingsins um venjuleg aðalfund-
arstörf, kjaramál og skólamál
almennt. í kjaramálum var lögð
höfuðáhersla á, að kennarastarfið
verði það vel metið til launa, að
kennarar þurfi ekki að sækjast
eftir yfirvinnu.
Skólamál voru mikið rædd og
hér verða birtar tvær samþykktir,
sem þingið gerði varðandi þau.
16. fulltrúaþing L.S.F.K. fagnar
þeim áfanga sem náðst hefur i
málum réttindalausra kennara
sbr. reglugerð við lög nr. 51/1978.
Þingið varar þó við því að þessi
áfangi sé skoðaður sem endanleg
lausn, en hvetur til þess að málinu
verði fylgt eftir með aðgerðum
sem komi í veg fyrir endurnýjun
kennarastéttar í framtíðinni með
réttindalausu fólki.
16. fulltrúaþing L.S.F.K. sam-
þykkir vítur á þá alþingismenn,
sem nota svo mikilsvert mál sem
framhaldsskólafrumvarpið er, í
pólitískum tilgangi og stöðva
framgang þess með málþófi. Þing-
ið beinir því til stjórnvalda að lög
um framhaldsskóla verði sam-
þykkt sem allra fyrst, enda all-
sendis ótækt að framhaldsskólar
starfi eins og raun ber vitni án
þess að þar að lútandi löggjöf sé
fyrir hendi.
Þær breytingar urðu við for-
mannskjör, að Ólafur S. Ólafsson
sem verið hefur formaður sam-
bandsins s.L 13 ár lét nú að eigin
ósk af formennsku og var kjörinn
heiðursfélagi, en Guömundur
Árnason, framkvæmdastjóri
L.S.F.K. var kosinn formaður.
Aðalfundur Samb. borgfirzkra kvenna:
Skora á stjórn-
völd að hækka íbúða-
lán til ungs fólks
SAMBAND borgfirzkra
kvenna hclt sinn 48. aðalfund
dagana 31. marz og 1. apríl s.l.
að Brautartungu í Lundar-
reykjadal. Um 30 fulltrúar sátu
fundinn. auk stjórnar og gesta,
sem voru að þessu sinni for-
maður Kvenfélagasambands ís-
lands, Sigríður Thorlacius, og
varaformaður K.Í.. Sigurveig
Sigurðardóttir.
I Sambandi borgfirzkra
kvenna eru 17 kvenfélög með 938
félaga alls. Sambandið er eign-
araðili að Minningarsjóði Ingi-
bjargar og Guðmundar Böðvars-
sonar bónda og skálds. Sjóður-
inn á og rekur hús skáldsins að
Kirkjubóli á Hvítársíðu. Á s.l.
ári dvaldist skáldið Guðmundur
Ingi Kristjánsson í húsinu sem
gestur sjóðsins. Full nýting er á
húsinu yfir sumarmánuðina.
Á aðalfundinum voru margar
áskoranir og tillögur um ýmis
félags- og heilbrigðismál sam-
þykktar. Skorað var á stjórnvöld
að hlutast til um að íbúðalán til
ungs fólks, sem er að byrja eða
kaupa húsnæði í fyrsta sinn,
verði hækkuð í um 80% kostnað-
arverðs íbúða af hóflegri stærð
og verði veitt til mun lengri
tíma en nú er.
Aðalverkefni S.B.K. á þessu
starfsári verður að taka á móti
landsþingi Kvenfélagasambands
Islands, sem haidið verður að
Varmalandi í Borgarfirði dag-
ana 22.-24. júní n.k.
Stjórn Sambands borgfirzkra
kvenna skipa nú: Magdalena
Ingimundardóttir formaður,
Akranesi, Kristjana Höskulds-
dóttir, Melaleiti, Hildur Þor-
steinsdóttir, Borgarnesi,
Guðrún Bergþórsdóttir, Varma-
landi og Gréta Gunnarsdóttir,
Akranesi.