Morgunblaðið - 23.06.1979, Page 17

Morgunblaðið - 23.06.1979, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979 17 Felmtri slejínir íbúar í Nicarajíua sripu til þess ráðs að ræna verzlanir og birjíðageymslur er matar- og vöruskortur var orðinn tilfinninjíalegur í þessu stríðshrjáða landi. Ifér sjást konur á hlaupum með ránsfeng sinn. H valaf r iðu nar m álið: Hollendingar styðja bandarísku tillöguna GREENPEACE-mönnum barst í gær skeyti frá fulltrúa sínum í Ilollandi, van Remundt, þar sem segir að hollenzki utanrík- isráðherrann hafi fyrr um daginn heitið því að Hol- lendingar styddu tillögu Bandarikjamanna um bann við hvaladrápi á fundi „alþjóðahvalveiði- nefndarinnar. OH von úti hjá Times? Lundúnum, 22. júní, AP—Reuter. PRENTURUM við blaðið Times í London, er ekki heíur komið út í sjö mánuði vegna verkfalls þeirra og annarra starfsmanna- hópa, hefur verið ráðlagt að leita fyrir sér um vinnu annars staðar, þar sem allt útlit sé nú fyrir að Times muni ekki líta dagsins ljós á ný. Samtök prentara telja að öll von sé úti um að samningar náist, en einn af helztu talsmönnum útgef- enda vísaði þeim ummælum á bug í dag og sagði að útgefendur Times væru reiðubúnir til viðræðna og samningagerðar. Deilan, sem stöðvaði útkomu Times 30. nóvember sl., stendur að mestu um tölvusetningartækni sem útgefendurnir ætluðu að taka í notkun. Hefur félögum tveggja annarra stéttarfélaga, sem deilan snertir, verið ráðlagt að útvega sér starf annars staðar. Er deilan dróst á langinn var 3,100 starfsmönnum Times sagt upp störfum, en enn eru 1,200 manns, þ.á. 500 blaðamenn, á fullum launum. Forseti félags brezkra blaðamanna sagði í dag, að ákvörðun prentarafélagsins drægi úr líkum á samkomulagi í Times-deilunni. Blaðamennirnir munu ákveða í næstu viku hvort þeir svipast um eftir nýju starfi. Kunnugir telja, að nú séu enn minni líkur á því að Times og Sunday Times komi út á ný. Aðrir telja þó að hér sé aðeins um taktíska ákvörðun stéttarfélags prentaranna að ræða til að koma hreyfingu á samningamálin, því ekki sé að fá atvinnu nema fyrir lítinn hluta prentaranna við Times. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, hafa borizt skeyti frá ýmsum aðilum vegna þess sem Greenpeace-menn kalla töku Rainbow Warrior í Reykjavík, þar sem lýst er yfir stuðningi við málstað friðunarmanna og að- gerðir íslenzkra stjórnvalda for-' dæmdar. Meðal þeirra, sem sent hafa slík skeyti, eru hinir við- kunnu vísindamenn Scott Lind- bergh, sonur Charles Lindberghs, sem fyrstur flaug yfir Atlantshaf- ið, og dr. B. Heuvelmans. Hafa þeir einnig sent Ólafi Jóhannes- syni forsætisráðherra skeyti. Lindbergh segir í skeyti sínu: „Ég harma töku skips Green- peace og áhafnar. Slík samtök og friðsamlegar aðgerðir þeirra gera alþjóðlegan þrýsting nauðsynleg- an til að sigrast á skriffinnsku- tregðu, sem hindrar að viður- kenndar séu bráðnauðsynlegar aðgerðir í umhverfismálum. Dómsúrskurðurinn á þriðjudag Stal Pakistani kjamorkuleyndar- málum í HoHandi? Haag, 22. júní — Reuter HOLLENSKA stjórnin rannsakar nú hvort Pakis- tan hafi komist yfir leyniskýrslur varðandi vinnslu úraníums til framleiðslu kjarnorkusprengju. Sögu- sagnir herma, að Pakistanar séu komnir langt með að framleiða kjarnorkusprengju. Á árunum 1973-75 vann pakistanskur starfsmaður í rannsóknarstofu í Amsterdam. Rannsókn hollensku stjórnarinnar beinist að því hvort hann hafi haft upplýsingar með sér er hann sneri til Pakistans. Fréttir frá Hollandi herma, að Menachem Begin hafi skrifað hollensku stjórninni og lýst yfir áhyggjum sínum, einkum vegna hinna nánu tengsla Pakistana og Lýbíu manna. Efnahagsmálaráðherra Hol- lands, Gijbert van Aardenne, sagði á hollenska þinginu í gær, að í ljósi nýrra upplýsinga væri málið „alvarlegra en í fyrstu var talið“. Sendiherra Pakistana í Hollandi lýsti því yfir, að Pak- istanar hefðu engan hug á að framleiða kjarnorkusprengju. Serbinn ákærður McGuire-fluKstöðinni. New Jersey. 22. júní. Reuter. SERBINN sem rændi farþega- flugvél í innanlandsflugi í Bandaríkjunum í gær var form- lega ákærður fvrir verknaðinn er hann kom á ný til Bandaríkjanna í dag. Serbinn. Nikola Kavaja. gafst upp skömmu eftir að flug- vélin. sem hann rændi. lenti á Shannon-flugvelli á írlandi í gærkvöldi. Kavaja, sem er 45 ára, var framseldur skömmu eftir að hann gafst upp og var flogið með hann til Bandaríkjanna i vélinni sem hann rændi. Við komuna var hann ákærður fyrir flugrán og fleira. færir okkur fjær slíku takmarki. Það yrði heiðursdagur fyrir ís- lendinga ef niðurstaðan yrði Greenpeace í hag, því að hafi íslendingar forgöngu um að bjarga hvölum — ef íslendingar styðja bann við hvaladrápi á fundi Alþjóðahvalveiöinefndarinnar í Lundúnum í júlí-mánuði munu þeir ylja fjölmörgum um hjarta- ræturnar. Scott Lindbergh." I skeyti dr. Heuvelmans segir m.a.: „Ég er undrandi og miður mín vegna töku Greenpeace-skipsins og handtöku áhafnarinnar. Geri mér vonir um að þér hlutist til um að þeim verði sleppt. Fyrst og fremst el ég þó með mér vonir um að heiðruð þjóð yðar, sem er hvalastofninum skuldbundin vegna afkomu sinnar áður fyrr, muni ekki eiga hlut að því að hvölum verði útrýmt, heldur veiti banni við hvaladrápi samþykki sitt í alþjóðahvalveiðinefndinni. Með virðingu, B. Heuvelmans." Veður víða um heim Amsterdam 14 skýjað Apena 24 heiðskírt Berlín 15 heiðskirt Brtlssel 15 skýjað Chicago 20 heiðskírt Denpasar, Bali 25 heiöskírt Frankfurt 15 bjartviðri Genf 10 rigning Helsinki 14 heiöskírt Hong Kong 27 heiöskírt Jerúsalem 18 heiðskírt Jóhannesarb. Iheióskírt Kaupmannah. 15 sólskin Caíró 23 sólskin Lissabon 15 sólskin London 12 heiðskírt Los Angeles 15 skýjað Madrid 16 sólskin Miami 26 skýjaö Montreal 16 heióskírt Moskva 11 sólskin New York 18 rigning Ósló 15 skýjaö París 14 skýjaö Rio de Janeiro 13 skýjaö Rómaborg 13 heiðskírt San Francisco 11 heiðskírt Stokkhólmur 15 sólskin Sydney vantar Teheran 17 heiðskírt Tel Aviv 21 sólskin Tókíó 25 heiöskírt Vancouver 8 skýjað Vínarborg 15 skýjað ERLENT Samningur um Azor- eyjar endurnýjaður Lissabon. 21. júní. AP. CYRUS Vance, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, héit frá Lissabon í morgun eftir að geng- ið hafði verið frá endurnýjun og frekari útfærslu réttinda Banda rikjamanna á Azoreyjum. Vance sagði við brottförina, að sam- skipti rikjanna í Atlantshafs- bandalaginu væru ákaflega mik- ilvæg báðum og fór lofsamlegum orðum um þá þróun í lýðræðisátt sem jafnt og þétt væri í Portúgal. Frá samningnum var formlega gengið í gærkvöldi og de Freitast Cruz utanríkisráðherra Portúgals undirritaði hann fyrir hönd Portúgala. Vance hitti einnig Mota Pinto forsætisráðherra að máli, en Pinto gegnir áfram störf- um forsætisráðherra unz forseti landsins hefur tekið ákvörðun um hvernig að niálum verður staðið. Samkvæmt samningj þessum munu Bandaríkin greiða Portúgöl- unt 140 milljónir dollara og verður drjúgur hluti þess fjár notaður sem efnahagsaðstoð, en um 60 milljónum skal varið til herntála Portúgala. Herstöðin Lajos á Azoreyjunt er ntikið notuð af bandaríska flug- hernunt til að hafa eftirlit nteð ferðum sovézkra kafbáta á þessum hafsvæðum. Flutningaflugvélar með birgðir til bandarískra herja víða í Evrópu millilenda þar tíðum og fyrirgreiðsla nokkur er veitt skipum úr sjötta flota Bandaríkja- manna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.