Morgunblaðið - 24.07.1979, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979
SÍKurbjörn Bárðarson o« Brjánn stóðu sig vel. Þeir hlutu
fyrstu verðlaun í tölti, fjórganníi og f B-flokki gæðinga,
einnig önnur verðl. í hlýðnikeppni. Ljósm.: Gunnbjörn
Marinósson.
Skógarhólamót
og íslandsmót
í hestaíþróttum
Sigfús Guðmundsson á Þyt. Sigfús sigraði f íslenzkri
tvfkeppni.
Svipur stóð efstur í A-flokki gæðinga. Knapi er Trausti
Þór Guðmundsson.
Á Skógarhólum í Þingvalla-
sveit voru haldin helgina 14.—15.
júlf s.l. tvö hestamót saman.
Annars vegar var hið svokallaða
Skógarhólamót, og 'úns vegar
íslandsmót f hestaíþ. itum. Milli
tvö og þrjú þúsund manns voru
saman komin á Skógarhólum
mótsdagana.
Að Skógarhólamótinu stóðu
átta félög af Suð-Vesturlandi, það
voru: Andvari Garðabæ, Fákur
Reykjavík, Gustur Kópavogi,
Háfeti Þorlákshöfn, Hörður
Kjósarsýslu, Máni Keflavík, Sörli
Hafnarfirði og Trausti Laugardal
og Grímsnesi.
Þetta mót var með hefðbundn-
um hætti, þ.e. góðhestakeppni og
kappreiðar. í góðhestakeppnina
sendu félögin sex hesta hvert, þrjá
í A-flokk og þrjá í B-flokk.
Gæðingunum voru gefnar
einkunnir eins og venja er, en
síðan fóru fimm efstu hestar í
hvorum flokki í sérstaka endur-
röðun. Endurröðun þessi er ný af
nálinni og er samkvæmt nýsam-
þykktum reglum L.H. Hun fer
þannig fram að hestunum er riðið
eftir hringvelli og dómarar raða í
sæti eftir hverja gangtegund og
auk þess fyrir vilja og fegurð í
reið. Finnst mér þessi endurröðun
vera komin glettilega nálægt t.d.
fimmgangskeppni íþróttadeild-
anna. Álit manna er misjafnt á
þessari endurröðun, sumum þykir
þetta góð nýbreytni en öðrum, að
þetta dragi mótin óþarflega á
langinn. í A-flokki gæðinga
breytti endurröðunin ekki endan-
legri röð, sem varð þessi:
1. Svipur (frá Sörla) eig. Sigurður
Alfonsson.
eink. 8,57 kn. Trausti Þ.
Guðmundsson.
2. Garpur (frá Fák) eig. Hörður G.
Albertsson,
eink. 8,44 kn. Sigurbjörn
Bárðarson.
3. Valur (frá Sörla) eig. Víðir
Sæmundsson,
eink. 8,33 kn. Sigurður
Sæmundsson.
4. Váli (frá Fák) eig. Sigurbjörn
Bárðarson,
eink. 8,05 kn. Ragnar Hinriksson.
5. Stormur (Fákur) eig.
Guðmundur Ólafsson,
kn. Erling Ólafsson.
í B-flokki skiptu þriðji og fjórði
hestur um sæti í endurröðuninni.
Endanleg röð varð þessi:
1. Brjánn (Fákur) eig. Hörður G.
Albertsson,
eink. 8,58 kn. Sigurbjörn
Bárðarson.
2. Máni (Fákur) eig. Hrafn
Vilbergsson,
eink. 8,50 kn. eigandi.
3. Skussi (trausti) eig. Hreinn
Þorkelsson,
eink. 8,29 kn. eigandi.
4. Stormur ( Fákur eig. Hörður G.
Albertsson,
eink. 8,31 kn. Kristján Birgisson.
5. Bjarmi (Máni) eig. Maja
Loehell,
eink. 8,23 kn. eigandi.
í kappreiðunum var lítið um
óvænt úrslit. Mest spennan var í
350 m. stökki og í 250 m. skeiði. í
skeiðinu var það að sjálfsögðu
Fannar Harðar G. Albertssonar
Tómas Ragnarsson á Glotta sigr-
aði í hindrunarstökki.
Fimm efstu hestar í tölti. T.v. Sigurbjörn og Brjánn, Hreggviður og Goði, Sigfús og Þytur, Aðalsteinn og
Skeimir og Reynir og Borgfjörð.
Hópreið hestamanna inn á svæðið.
Gísli Baldvinsson, kennari:
Að eiga sér draum
Dagana 31. mars til 2. apríl 1978
efndi Alþýðubandalagið til ráð-
stefnu um skólamál og gaf nýverið
út útdrátt frá þessari ráðstefnu
undir heitinu SKÓLI OG ÞJÓÐ-
FÉLAG. Þrátt fyrir að fyrirlestr-
ar á þessari ráðstefnu séu margir
lærifeður mínir er ég þeim svo
hjartanlega ósammála í svo
mörgu sem þar er sagt að stíl-
vopnið er mundað. Það má því
segja að hrapallega hafi þeim
tekist í uppfræðslunni þrátt fyrir
að þeir telji sig af svokallaðri VI.
stétt (sjá skýringar síðar). Ekki
má taka orð mín sem stórasann-
Ieik heldur viðleitni til skoðana-
skipta.
Erindi Jónasar
Pálssonar
Ég verð að láta undrun mína í
ljós að jafn mikill fræðimaður og
JP er skuli gera sig sekan um
órökstuddar staðhæfingar og
jafnvel orðtakarugl. Því hvernig
ber að líta á setningar eins og —
„Einnig er um að ræða ótta-
blandna fyrirlitningu á fræðileg-
um rannsóknum sem er áberandi
á íslandi. Fáfræði og leynd er
besta hjálp sérhagsmunamanna.
Þekkingin ætti þá (að mati valda-
hópanna) að vera fyrir útvalda
eina.“ Einnig: — „Mismunandi
greind einstaklinga er efld af
stéttarlegum aðstæðum en raun-
verulegur munur er fyrir hendi.
Hér staðhæfir sem sagt JP að til
séu menn eða einstaklingar sem af
ráðnum hug gæti þess að sumir fái
ekki tilskilda menntun! Ekki get
ég heldur fallist á að hægt sé í ■
sama orðinu að tala um eflingu
greindar og þekkingar.
Einnig talar JP um tvær and-
stæðar menntastefnur sem hann
nefnir staðreyndanámsefni og
námsefni verkefni/ vinna (þarna
gleymir hann afleiðingunni sem er
uppgötvunin). Hann segist aðhyll-
ast seinni stefnuna en segir hina
kalla á flokkunarkerfi og auki
undirlægjuhátt í þjóðfélaginu.
Eg get verið JP sammála um
það að gamla landsprófskerfið var
byggt upp á fyrri stefnunni. En fæ
ekki séð af hverju ekki báðar
stefnurnar séu nothæfar sé skyn-
samlega á haldið. Það er því miður
að JP kennir aðra stefnuna við
kapitalískt þjóðfélag en hina réttu
menntastefnu við sósialisma. í
slíka flokkspólitíska gryfju hélt ég
ekki að Jónas Pálsson félli í.
Erindi Lofts
Guðmundssonar
LG leggur út af spurningunni
hvers vegna skyldunámsskólinn
opnar sumum leið til félagslegs
frama og öðrum ekki. Hann telur
eins og Marx að það sé vegna þess
að skólinn og kröfur hans mótist
af ríkjandi skipulagi (lýðræði) og
af þeim sökum verði verkalýðs-
hreyfingin undir í þeim átökum
við borgarastéttina. Allt þetta
rökstyður LG með rannsóknum
erlendis frá. Mér finnst það ekki