Morgunblaðið - 24.07.1979, Side 17

Morgunblaðið - 24.07.1979, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1979 17 Logi Kristjánsson „Hreint skemmd- arverk — hvers eigum við að gjalda?” — spyr Logi Kristjáns- son bæjarstjóri „Þetta er hreint skemmdarverk — ég veit ekki hvers við eigum að gjalda,“ voru upphafsorð Loga Kristjánssonar bæjarstjóra á Nes- kaupstað, er við hittum hann að máli á bæjarskrifstofunum. „Ég minnist þess ekki, að áður hafi ráðherra tekið sér slíkt vald. Þetta nálgast það að vera einræði og lýðræðinu er hætta búin, ef slíkt á að geta endurtekið sig. Við þyrftum að eignast sérstakan dómstól. Ég hef alls ekki trú á því, að meiri hluti Alþingis samþykki þessa ráðstöfun gegn óskum mikils meiri hluta landsmanna. Fiskiskipaflotinn er undirstaða þjóðarbúsins og ef hann er látinn grotna niður verður fátt í lagi með afkomu okkar.“ Logi sagði, að missir Barða án tilkomu nýs skips gæti skapað atvinnuleysi á Neskaupstað, bæði tímabundið og varanlegt. „Þetta er ekki aðeins málefni Síldarvinnsl- unnar heldur einnig bæjarfélagsins í heild. Sérstaklega finnst mér furðulegt að sjávarútvegsráðherra skuli taka þessa afstöðu til Síldar- vinnslunnar heldur einnig bæjarfél- agsins í heild. Sérstaklega finnst mér furðulegt að sjávarútvegsráð- herra skuli taka þessa afstöðu til Síldarvinnslunnar, fyrirtækis, sem rekið hefur verið í félagsforfhi og sérstaklega hæfir einstaklingar staðið að stjórnun þess. Þetta er hroki sem ég skil ekki. Allir, sem þekkingu og vit hafa á útgerð og sjavarútvegsvinnslu, vita betur." Logi sagði atvinnulíf í góðu lagi á Neskaupstað í dag, en með missi Barða gæti annað orðið upp á teningnum, því öll þjónustustarf- semi, sem væri stór liður í atvinnu- lífi staðarins, tengdist útgerð að meira og minna leyti. „Neskaupstaður hefur ætíð verið framarlega í útgerðarmálum. Barði var t.a.m. fyrsti skuttogarinn sem kom til landsins. Skipstjórnarmenn hér sýndu mikinn áhuga fyrir skemmstu á að kaupa hingað kol- munnaskip. Kjartan hafði forgöngu um að stöðva það af og nú ætlar hann að bæta þessu við.“ Logi sagði ljóst, að bæjarstjórinn stæði einhuga að þessu máli. „Það er reyndar enginn krati í bæjarstjórn, en það er alveg ljóst, að þeim kemur heldur ekki til með fjölga á Nes- kaupstað eftir þessa meðferð. Ég er reyndar alveg hissa á Kjartani að gera þetta, við bjuggum samtímis í Hafnarfirði hér áður og þekkti ég hann þá af öllu öðru en slíku. Ég hefði trúað Vilmundi til þessa, en ekki honum. Slík vinnubrögð iýsa vanhæfni og vanþekkingu á þörfum atvinnulífsins." Logi sagði í lokin, að hann væri sannfærður um, að meiri hluti landsmanna væri einhuga um, að hér væri ekki rétt staðið að málum. „Þetta er spurning um, hvort við búum við lýðræðisskipulag eða ein- ræði. Vonandi fáum við svar við henni hið fyrsta." A Neskaupstad: Kjartan og Barði NK 120 umræðuefnið hvar sem tveir eða fleiri hittast Hvar sem tveir eða fleiri hitt- ast á Neskaupstað þessa dagana er um lítið annað meira rætt en skipakaupamálið svonefnda og neitun sjávarútvegsráðherra við skiptum á skuttogaranum Barða og nýrra skipi. Neskaupstaðarbú- ar eru skiljanlega vonsviknir og margir hverjir argir. Blaðamað- ur og ljósmyndari Mbl. hittu nokkra íbúa bæjarins og aðkomu- menn að máli s.l. laugardags- morgun til að forvitnast um, í hvaða ljósi þeir sæju þessi mál. „Kemur íyrst og fremst niður á þjóðarbúinu Á aðalgötu bæjarins voru á göngu tveir aldnir heiðursmenn, þeir Sigurður Jónsson og Sigurjón Einarsson. Þeir voru sammála um að hér væri um mikil mistök að ræða hjá Kjartani. Barði uppfyllti alls ekki kröfur tímans og vildu þeir sérstaklega benda á muninn á gæðum aflans úr Barða og nýja skipinu. „Ef skiptin eiga sér ekki stað kemur það fyrst og fremst niður á þjóðarbúinu." Þeir sögðust vera steinhissa á þessari afstöðu Hvað segja íbúar Neskaup- staðar og aðkomU menná staðnum? Ari Jónsson á Ola Oskars RE sýndi okkur þennan boldungs- þorsk er við ræddum við hann. Hann kvað þorskinn vera a.m.k. 1.20 m á lengd. áframhaldandi rannsóknaveiða á kolmunna. Þeir sögðu, að ekki væri þetta mál mikið rætt um borð, en þó fyndist þeim furðuleg sú afstaða ráðherra að vilja ekki endurnýja flotann eðlilega. „Það er að komast reiðileysi á flotann," sagði Viðar. „Sú endurnýjun sem átti sér stað, er skuttogarakaupin hófust, var mikið átak fyrir þjóð- ina og það má ekki láta skipin drabbast niður." Gunnar og Egg- ert sögðu, að þetta væri nú ekki fyrsta vitleysan sem sjávarútvegs- ráðherra gerði. „Hann bannaði fyrir skömmu alla loðnuveiði og lét út úr sér í fjölmiðlum, að bannið næði jafnt yfir veiði innan sem utan landhelgi," sagði Gunn- ar. Þeir félagar sögðust hafa hugleitt, hvort ekki ætti að gera þá kröfu að maður, sem gegndi svo mikilvægu starfi, hefði eitthvað starfað við sjávarútveg. „Svo er urmull erlendra skipa að loðnu- veiðum innan og utan við land- helgina hér austan við land,“ bætti Gísli við. Þeir sögðu einnig, að víða væri Sigurður Jónsson t.v. og Sigurjón Einarsson sögðust álíta að hér væri um að ræða mikil mistök hjá Kjartani. sjávarútvegsráðherra og reyndar alls ekki skilja hvað komið hefði yfir hann. „Er Kjartan stór hluthafi í Sindra h/f? „Það væri gaman að fá að vita, hvort Kjartan Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra er stór hluthafi í Sindra h/f,“ sagði Alfreð Alfreðs- son vörubílstjóri, er við hittum hann og konu hans Hönnu Sjöfn Fredriksen að máli fyrir utan hús þeirra. „Þetta er ekki aðeins spurning um Barðann og áhöfn hans, þó stór sé, heldur einnig um allt atvinnulíf á staðnum. Mér datt þetta í hug, hvort Kjartan ætti hlutafé í Sindra, því eina leiðin til að losna við Barðann hér eftir verður að selja hann í brota- járn og Sindri er stærstur í þeirri grein hérlendis." Hanna Sjöfn sagði að sér fyndist þetta fyrir neðan allar hellur. „Reyndar er þetta ekki annað og meira en maður gat búist við. Þessir ráða- menn eru búnir að ræna mann öllu sjálfstæði, a.m.k. fjárræði. Þó maður sé orðinn 21 árs þá finnst manni að maður sé það ekki — ríkið vill stjórna öllu og ráða.“ „Þeir ráða ekki við verkefnin og ættu að segja af sér“ Sigurjón Ingvarsson frá Ekrum var við þriðja mann á bryggjunni að bæta net fyrir rannsóknaskipið — -------------- — að vita, hvort Kjartan er stór hluthafi í Sindra,“ sagði Alfreð Alfreðsson vörubifreiðastjóri, er blaðam. hitti hann og konu hans að máli. Með þeim á myndinni er sonur þeirra Teddi Óla Óskars RE. Hann hafði eftir- farandi um málið að segja: „Við værum ekki að bæta þessi net, ef við kynnum það ekki. Það sama ættu þessir ráðamenn að gera. Þeir ráða ekki við verkefnin og ættu að segja af sér. En það er nú með þessa ráðamenn okkar, þeir þora aldrei að segja fólkinu sann- leikann og við eyðum meira en aflað er og það er nú aðalvand- inn.“ Sigurjón og félagar sögðust alls ekki skilja afstöðu ráðamanna í skipakaupamálinu og auðséð að þeir réðu alls ekki við verkefni sitt. „Við værum ekki að bæta þessi net, ef við kynnum það ekki. Það sama ættu þessir ráðamenn að gera,“ sagði Sigurjón Ingvarsson frá Ekrum, sá-aftari á myndinni. pottur brotinn að þeirra áliti hvað varðaði rannsóknir á fiskistofnun- um. Enginn vissi í raun hversu mikið útlend skip höluðu inn af fiski, sem við kepptumst við að vernda. „Fólk er svo að tala um rányrkju og að við séum að út- rýma fiskistofnunum. Ég held að almenningur geri sér alls ekki grein fyrir á hverju hann lifir. Það halda víst flestir að þjóðarbúið byggist upp á eilífum vöruskiptum og þjónustustarfsemi," sagði Gunnar. Þeir sögðu í lokin að gera þyrfti stórátak í eftirliti og rann- sóknum. „Við þurfum að vaka yfir þessu dag og nótt til að vita með vissu hvar við stöndum," voru lokaorð eins þeirra. „íslenzkur skipasmíða- iðnaður hafi jafna möguleika“ Uppi á dekki á Óla Óskars hittum við fyrir Ara Jónsson véltæknifræðing, en hann starfar að rannsóknum á hráefnismeðferð og vinnsluaðferðum á kolmunna. Hann sagðist ekki hafa ígrundað þetta mál mikið, en hann áliti að hér hlyti að vera á ferðinni liður í því áformi að gera íslenzkum skipasmíðaiðnaði jafn hátt undir höfði og þeim erlenda. „Ef það er rétt, þá er ég algjörlega sammála sjávarútvegsráðherra um þessar ráðstafanir," sagði Ari. „Ilannbannaði einnig loðnuveiðar utan landhelgi“ Rannsóknaskipið Óli Óskars RE lagðist að bryggju upp úr hádegi. Við skruppum um borð til að kanna hvort utanbæjarmenn væru jafn áhugasamir um mál þetta og Neskaupstaðarbúar. Niðri í eld- húsi hittum við fyrir þá Gísla Björnsson, Eggert Þorfinnsson, Viðar Sæmundsson og Gunnar Þórhallsson. Þeir sögðu skipið hafa komið til hafnar til að vitja um veiðarfæri en það færi síðan aftur út á Héraðsflóadýpi, til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.