Morgunblaðið - 24.07.1979, Page 38

Morgunblaðið - 24.07.1979, Page 38
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979 Heimsmet ENDALAUST virftist vera hægt að bæta heimsmet í hinum ýmsu greinum írjálsra íþrótta. Um helgina setti ítalinn Mennea nýtt heimsmet í 300 m hlaupi, hljóp vegalengdina á 32,23, sek á alþjóðiegu frjálsíþróttamóti á ítalfu. Þá setti frakkinn Vigneron nýtt heimsmet unglinga í stangarstökki. Stökk hann 5,52 metra. Fyrra metið var 5,45 metrar. Drengjamet í 1500 metra hlaupi UNGUR og efnilegur hlaupari, Brynjólfur Hilmarsson, sem búið hefur í Svíþjóð sfðustu ár setti nýtt íslenzkt drengjamet í 1500 metra hlaupi f vikunni. Hann hljóp vegalengdina á 4.00,7 mfnútum og bætti gamla metið um rúmar þrjár sekúndur. Jón Diðriksson átti það met. Brynjólfur er 18 ára gamall. — ágás. Kynning á golfi fyrir börn FIMMTUDAGINN 26. júlí n.k. milli kl. 16 og 18 stendur Golfklúbbur- inn Keilir fyrir kennslu í golfi á golfvellinum á Hvaleyrarholti. Kynning þessi er ætluð börnum f fylgd með fullorðnum. Aðalleiðbeinandi verður Þorvaldur Asgeirsson og mun hann kenna undirstöðuatriði f golfi. öll börn á félagssvæðinu eru velkomin. Boðið verður upp á hressingu. Þessi kynning á golfi sem barna- og fjölskyldufþrótt er framlag Golfklúbbsins Keilis á barnaári. Elnkunnagjöiin VALUR: SigurAur Haraldsson 1 Magnús Bergs 3 Grímur Samundssen 3 Hörður Hilmarsson 4 Dýri Guömundsson 3 Ssevar Jónsson 2 Atli Eövaldsson 4 Albert GuAmundsson 1 GuAmundur Þorbjörnsson 4 Hálfdán Örlygsson 2 Jón Einarsson (vm) 1 Ólafur Danivalsson 2 Vilhjálmur Kjartans. (vm) 1 FRAM: GuAmundur Baldursson 2 Trausti Haraldsson 4 Gunnar GuAmundsson 2 Marteinn Geirsson 3 Gunnar Bjarnason 3 HafÞór Sveínjónsson 2 Ásgeir Elfasson 2 Pátur Ormslev 4 GuAmundur Steinsson 4 Rafn Rafnsson 3 GuAmundur Torfason 2 Guðmundur Haraldsson dómari 3 ÍBV: Ársssll Sveinsson 3 Snorri Rútsson 2 GuAmundur Erlingsson 2 Jóhar.n Georgsson 1 Valbór SigÞórsson 2 Örn Óskarsson 3 Sveínn Sveinsson 2 Óskar Valtýsson 2 Ómar Jóhannsson 2 Einir Ingólfsson 2 Gústaf Baldvinsson 2 Kári Þorleífsson (vm) 2 Sigurjón Pálsson (vm) 1 Dómari: Ingi Jónsson 3 ÍBK: Þorsteinn Ólafsson 3 Óskar Færseth 3 Guðjón Guðjónsson 2 Sigurbjörn Gústafsson 2 Guðjón Þórhallsson 2 Siguröur Björgvinsson 2 Einar Á Ólafsson 2 Gfsli Eyjólfsson 3 Steínar Jóhansson 3 Ragnar Margeirsson 2 Ólafur Júlfusson 2 KR: Magnús Guömundsson 2 Sasbjörn Guömundsson 2 Ottó Guömundsson 3 BörkurIngvason 2 Sigurður Pétursson 3 Elfas Guömundsson 2 Vilhelm Fredriksen 3 örn Guömundsson 2 Sverrir Herbertsson 2 Birgir Guöjónsson 2 Siguröur Indriöason 2 Stefán Örn Sigurösson (vm) 2 Jósteinn Einarsson (vm) 2 Haukar: örn Bjarnason 2 Arnór Guömundsson 2 Svavar Svavarsson 2 Ólafur Jóhannesson 3 Danfel Gunnarsson 2 Guömundur Sigmarsson 3 Úlfar Brynjarsson 1 Síguröur Aöalsteinsson 2 Gunnar M. Andrósson 2 Loftur Eyjólfsson 1 Hermann Þórlsson 1 Haukur Haukason (vm) 1 Kristján Kristjánsson (vm) 2 Dómari: Hjörvar Jensson 3 ÍA: Jón Þorbjörnsson 3 Guöjón Þóröarson 2 Jóhannes Guöjón'sson 2 Siguröur Lárusson 2 Siguröur Halldórsson 4 Kristján Olgeirsson 3 Sveinbjörn Hákonarsson 2 Jón Alfreösaon 3 Árni Sveinsson 3 Matthfas Hallgrfmsson 3 SigÞór Ómarsson 3 Dómari: Rafn Hjaltalín 3 KA: Aöalstoinn Jóhannsson 2 Gunnar Gfslason 3 Helgi Jóhannsaon 2 Einar Þórhallsson 2 Haraldur Haraldsson 3 Ólafur Haraldsson 2 Njáll Eiösson 2 Eyjólfur Ágústsson 3 Gunnar Blöndal 2 JóhannJakobsaon 2 Elmar Geirsson 4 Gunnar Berg Gunnarss. (vm) 1 ’k örn Bjarnason, markvörður Hauka, gómar knöttinn af tám Vilhelms Fredriksens — en tvívegis varð örn að hirða knöttinn úr netmöskvunum eftir að Vilhelm hafði skoraði. Ljósmynd Kristján. Haukar voru engin hindrun fyrir KR HAUKAR úr Hafnarfirði — neðsta liðið í 1. deild voru engin hindrun forustuliði 1. deildar, KR í gærkvöldi. KR sigraði 4—1 án þess nokkurn tíma að ná að sýna sínar beztu hliðar. Langt því frá — KR-ingar voru daufir en meira þurfti ekki til gegn Haukum og KR hefur tveggja stiga forustu í 1. deiid — 14 stig að loknum 10 leikjum. Jafnræði var með liðunum úti á vellinum í fyrri hálfleik og ef eitthvað var þá voru Haukar sókndjarfari f upphafi, án þess þó að skapa sér tækifæri. Knötturinn gekk andstæðinga á milli fyrsta kortérift en þó áttu KR-ingar skot f stöng, Elfas Guðmundsson skaut þrumuskoti utan vftateigs en stöng bjargaði Haukum. Síðan á 20. mínútu náðu KR-ingar forystu — nánast fyrir- varalaust: Vörn Hauka opnaðist upp á gátt — og átti eftir að gera oftar í leiknum. Vilhelm Fredrik- sen komst í gegn og skoraði örugglega framhjá Erni Bjarna- syni, markverði Hauka — 1—0. Aðeins tveimur mínútum síðar bættu KR-ingar við sínu öðru marki og enn voru mistök varnar- manna Hauka hreint ótrúleg. Án þess að nokkur þrengdi að varnar- manni gaf hann knöttinn beint fyrir fætur Erni Guðmundssyni í eigin vítateig og það boð þáði Örn með þökkum — skoraði örugglega með góðu skoti, 2—0. Það var greinilegt hvert stefndi. Án þess þó að ná tökum á miðj- unni og pressa stíft, þá var leikur- inn í jafnvægi úti á vellinum. Haukar fullt eins mikið með knöttinn, ef ekki meira. En vörnin hjá Haukum opnaðist við minnstu pressu, gjörsamlega flöt og sóknarmenn KR nýttu sér það. Á 41. mínútu opnaðist vörn Hauka rétt einu sinni, rétt eins og hendi væri veifað. Örn Guðmundsson sendi í eyðu á Sverri Herbertsson og enginn varnarmaður nálægur. Sverrir átti síðan ekki í vand- ræðum með að skora framhjá Erni Bjarnasyni, 3—0. Staðan í leikhléi var því 3—0 og greinilegt hvert stefndi. Aðeins spurning hve mörg mörk KR-ing- ar skoruðu. Haukar áttu ekki svo mikið sem tækifæri í fyrri hálfleik — sóknarlotur þeirra náðu yfir- leitt ekki lengra en að vítateig KR, þá þraut allt ímyndunarafl og varnarmenn KR, með Ottó Guðmundsson í fararbroddi, áttu ekki í erfiðleikum með að stöðva þær í fæðingu. KR-ingar bættu við sínu fjórða marki á 57. mínútu — jafnframt laglegasta mark leiksins, vel að því staðið í alla staði. Sigurður Pétursson, hinn knái bakvörður KR, gaf laglega út á vinstri vænginn til Sæbjörns Guðmunds- sonar, er síðan gaf á Vilhelm Fredriksen. Vilhelm skaut þrumu- KR- Aml Haukar 4i I skoti af um 20 metra færi, og knötturinn þandi netmöskvana — 4—0. Það var engu líkara en KR-ingar sættu sig við fenginn hlut og virtust spila upp á að ljúka leiknum. Það hefndi sín því Haukar náðu að svara fyrir sig — eftir mikil mistök Magnúsar Guðmundssonar markvarðar. Haukar fengu hornspyrnu frá vinstri, Magnús kom út og sló knöttinn frá en ekki betur en svo að knötturinn fór beint til Kristjáns Kristjánssonar á víta- teigslínu. Hann skaut þegar að marki KR, Magnús víðsfjarri og varnarmaður varði með höndum. — víti. Ólafur Jóhannesson skoraði laglega úr vítinu, 4—1. KR-ingar léku síðasta stundarfjórðunginn einum færri — höfðu skipt tveimur varamönn- um þegar Sæbjörn Guðmundsson meiddist. Hinn ungi þjálfari KR, Magnús Jónatansson, tók enga áhættu heldur skipti Sæbirni útaf — nóg meiðslin fyrir. Þrátt fyrir að Haukar sæktu stíft síðustu mínúturnar, tókst þeim þó ekki að minnka muninn. Magnús Guðmundsson varði meistaralega skot frá Arnóri Guðmundssyni á lokamínútu leiksins. Skömmu síðar meiddist Arnór illa — fékk spark undir brigspalirnar og var mjög þjáður. Var keyrður á sjúkrahús — senni- lega rifbeinsbrotinn. Heldur döprum leik lauk því með slæmum meiðslum Arnórs. KR hreppti því tvö stig, 14 stig úr 10 leikjum — og tveggja stiga forusta i 1. deild. Vörnin er aðall liðsins en hins vegar á Magnús Guðmundsson til að gera slæmar villur. Ottó Guðmundsson og Börkur Ingvarsson sterkir mið- verðir. Hins vegar eru tengiliðirn- ir veiki hiuti liðsins. Þeir berjast þó vel og gefa aldrei þumlung eftir, hins vegar skortir mjög uppbyggingu. Án Jóns Oddssonar er sóknin fremur dauf, en gegn liði eins og Haukum kom það ekki að sök — varnarmenn Hauka bein- línis buðu þá velkomna. Fall blasir nú við Haukum og fátt virðist geta komið í veg fyrir það. Veikleikarnir blasa við. Vörnin flöt og opnaðist oft mjög illa — enginn aftasti maður til bjargar. Örn Bjarnason var því ekki öfundsverður af hlutverki sínu er hann einn þurfti að kljást við sóknarmenn KR. Ólafur Jóhannesson er mjög útsjónar- samur leikmaður, byggir ávallt upp en hættir til að einleika um of. Guðmundur Sigmarsson ákaf- lega sterkur leikmaður, aðrir leik- menn einfaldlega virðast ekki hafa nægilega getu í hinni erfiðu 1. deild. Ágætur dómari var Hjörvar Jensson en á köflum naut hann lítillar aðstoðar annars línuvarðar síns. Laugardalsvöllur 22. júlí. KR—Haukar: 4—1. Mörk KR: Vilhelm Fredriksen, 20. mín. og 57. mínútu. Örn Guð- mundsson, 22. mínútu, Sverrir Herbertsson, 41. mínútu. Mark Hauka: Ólafur Jóhannesson 77. mínútu úr víti. Áhorfendur 879. u u n islandsmOllð 1. aelld l.-...:.-.■ ■ . ■ .-... . ■ . ..

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.