Morgunblaðið - 24.07.1979, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979
21
ÞAÐ VORU dýrmæt stig sem
Valsmenn tryggðu sér í Laugar-
dalnum í gærkvöldi er þeir báru
sigurorð aí Fram 3—2, í ieik
iiðanna í 1. deiidinni. Og víst er
að sætur var sigurinn fyrir
Valsmenn því að tvívegis voru
þeir undir í leiknum, en tókst að
jafna metin, og loks að tryggja
sér sigur á lokamínútu ieiksins.
Þegar flestir voru búnir að bóka
einn jafnteflisleikinn enn milli
Vals og Fram, og sumir áhorfend-
ur farnir að týnast heim á leið.
Valsmenn sóttu og boltinn
barst út til Jóns Einarssonar sem
Valur-
Fram
ætiaði að gefa inn á Atla en
holtinn hrökk í Framara og til
Jóns aftur og þaðan inn fyrir tii
Atla sem var einn og óvaldaður.
Atli var ekki seinn á sér og
þakkaði með því að bruna í átt að
markinu og skora fallega. Eftir
sátu Frammarar með sárt ennið,
þeir höfðu stöðvað og hrópað
rangstaða. Afar erfitt var að
dæma um það úr blaðamanna-
stúkunni, hvort boltinn hrökk af
Jóni eða varnarmanni Fram til
Atla. Og línuvörðurinn gerði
enga athugasemd við markið, og
var hann vel staðsettur.
Jafnræði í
fyrri hálfleik
í fyrri hálfleiknum var jafnræði
með liðunum og ekki var mikið um
góð marktækifæri. Það fyrsta kom
á 13. mínútu er gott upphlaup Vals
endar með skoti frá Guðmundi
Þorbjörnssyni en það fór í stöng
og framhjá. Skömmu síðar varði
markvörður Fram gott skot frá
Atla, Valsmenn voru öllu brattari
til að byrja með í leiknum en svo
jafnaðist leikurinn og Fram átti
síður en svo minna í leiknum. Á
39. mínútu á Marteinn Geirsson
þrumuskot af löngu færi en yfir.
Á 40. mínútu leiksins fá
Frammarar hornspyrnu á Val,
Pétur Ormslev framkvæmdi
spyrnuna vel, Ásgeir Elíasson
náði að skalla boltann yfir til
Guðmundar Steinssonar sem
skoraði laglega af markteigslínu.
Rétt áður en flautað var til
hálfleiks ná Frammarar skyndi-
sókn. Guðmundur brunar upp
miðju vallarins og þrír leikmenn
Fram eru á móti Herði Hilmars-
syni í vörn Vals. En eigingirni
Guðmundar var mikil og í stað
þess að gefa boltann, reyndi hann
sjálfur að brjótast í gegn og gullið
tækifæri á að ná tveggja marka
forystu í leiknum rann út í
sandinn.
Líflegur síð-
ari hálfleikur
Mikill stígandi var í síðari
hálfleiknum, og óhætt að segja að
hann hafi boðið upp á mikla
spennu og góða knattspyrnu hjá
baðum liðum. Ekki voru liðnar
nema fimm mínútur af síðari
hálfleik er Valsmenn jafna. Magn-
ús Bergs, nær að vinna boltann í
návígi og leikur upp miðjuna gefur
út á Guðmund sem sendir fallega
út til Atla, sem var kominn í gott
færi og hann notfærði sér það vel
og skoraði fallega. Samvinna
þeirra Atla og Guðmundar er
mjög mikil í leikjum Vals og oft
hrein unun að sjathversu vel þeir
skilja sendingar og hreyfingar
hvors annars í leiknum.
Við mark Vals lifnaði mikið yfir
leiknum. Bæði liðin léku sóknar-
leik, og leikurin var opinn og allt
gat gerst.
Guðmundur Steinsson skorar tyrsta mark Fram með míklum tiiþrifum. Ljósm. Olafur K. Magnússon.
Valsmenn rændu báð-
um stigunum af Fram
Á 60. mínútu sýndi Ólafur
Danivalsson glæsileg tilþrif er
hann tekur niður fallega sendingu
á vítateigslínu, snýr sér snöggt við
og skýtur föstu skoti er hafnar í
þverslánni og hrekkur út á völlinn.
Frammarar sækja nú af mikl-
um krafti og leika og oft fallega
saman. Á 62. mínútu bjargar
Hörður á línu skalla frá Guðm-
undi Torfasyni.
Tveimur mínútum síðar berst
boltinn út á kantinn til Péturs
Ormslev sem brunar upp og skýt-
ur síðan föstu skoti fyrir markið.
Og öllum til mikillar undrunar
hafnar boltinn í netinu 2—1 fyrir
Fram. Sigurður fór frá stönginni
nær og var svo seinn niður og náði
ekki til boltans.
Eftir leikinn sagði Sigurður
markvörður við undirritaðan að
þetta hefði verið mesta klaufa-
mark sem hann hefði fengið á sig.
„Ég reiknaði með fyrirgjöf og fór
út, en svo breytti boltinn um
stefnu og ég var of seinn niður.
Valsmenn jafna svo ekki leikinn
fyrr en á 85 mínútu er öllum að
óvörum Magnús Berge fær bolt-
ann á vítateigslínu og skýtur föstu
jarðarskoti í bláhornið fjær alveg
út við stöngina. Vel gert hjá
Magnúsi.
Sigurmark Vals kom svo á loka-
mínútu leiksins eins og áður
greinir.
Bæði liðin eiga hrós fyrir góðan
leik, þau fóru sér frekar hægt í
byrjun en góður stígandi var í leik
þeirra. Það hefur verið gremjulegt
fyrir Fram að sjá á éftir öðru
stiginu til Vals úr því sem komið
var. Þeir léku mjög vel og áttu
annað stigið fyllilega verðskuldað.
Lið Fram er sterkt um þessar
mundir, Pétur og Guðmundur
báðir stórhættulegir framlínu-
menn, Rafn Rafnsson er mjög
vaxandi leikmaður og Trausta
Haraldssyni fer fram með hverj-
um leik.
Lið Vals verður erfitt að stöðva,
leikmenn þess eru í góðri æfingu
og leika snildarknattspyrnu á
köflum. Vörn liðsins er yfirveguð
og gerir fá mistök. Sterkasti hluti
Valsliðsins eru miðjumennirnir.
Atli, Guðmundur, Hörður, sam-
vinna þeirra er aðalsmerki liðsins,
og voru þeir bestir í þessum leik.
í stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild. Laugar-
dalsvöllur 23. júli. Valur — Fram
3-2 (0:1)
Mörk Vals. Atli Eðvaldsson á
50. mínútu 90 mínútu, og Magnús
Bergs á 85. mínútu.
Mörk Fram: Guðmundur Steins-
son á 40. mínútu og Pétur Ormslev
á 64. mín.
Áminning: Grímur Sæmunds-
sen Val gult spjald og Pétur
Ormslev gult spjald.
Áhorfendur: 2871.
Dómari: Guðmundur Haralds-
son. -þr.
Sagt eftir leikinn
Hólmbert Þjálfari Fram:
„Við erum orðnir langþreyttir á dómaramistökum, Atli var
rangstæður ef hann fékk boltann, það var greinilegt. Boltinn hrökk í
fætur Jóns Einarssonar og innfyrir vörnina til Atla sem var langt
fyrir innan. Ég persónulega er geysilega sár. Þessi mistök voru okkur
dýrkeypt. Leikurinn í heiid var jafn og í járnum allan tímann.
Hörður Hilmarsson fyrirliði Vals:
„Ég hef trú á því að þetta sé komið hjá okkur. Vissulega eru erfiðir
leikir eftir, en við leikum nú betur en áður. Það segir sína sögu að við
skuium vera tvívegis undir í leiknum en ná að jafna og sigra síðan
verðskuldað í leiknum. Að mínum dómi áttum við að skora fleiri
mörk. Framliðið er gott um þessar mundir og leikur vel. Þess vegna
Eskfirðingar að
rétta úr kútnum
BJARNI Kristjánsson er hetja
Eskfirðinga þessa dagana, hann
skoraði sigurmark Austra gegn
Magna á dögunum og á iaugar-
daginn var hann enn á skotskón-
Austri
— Þór
um er Austri vann Þór 1:0 á
Eskifirði með marki Bjarna.
Austri hefur nú unnið báða leiki
sína í 2. umferðinni og er liðið að
ná f skottið á þeim liðum, sem
berjast um miðbik deildarinnar
eftir afleita fyrri umferð Austra-
manna. Þess má geta að í vor
ætlaði Bjarni sér að ganga til liðs
við Þórsara, en hætti við á síð-
ustu stundu og sá síðan um það á
laugardaginn að austurferð Þórs-
ara varð engin fræðgarför. Þjálf-
ari Þórs er Hlöðver örn Rafns-
son, sem síðastliðið sumar þjálf-
aði Eskfirðingana.
Leikur Austra og Þórs á laugar-
daginn var jafn, en með góðri
baráttu í seinni hálfleiknum náði
Austri undirtökunum í leiknum.
Markið kom fyrri hluta seinni
hálfleiksins. Eftir góða stungu-
sendingu Sigurbjörns þjálfara
Austra tókst Bjarna að hrista
varnarmenn Þórs af sér og skora
gott mark. í fyrri hálfleiknum
heimtuðu Þórsarar vítaspyrnu og
sögðu að Pétur ísleifsson hefði
varið með höndum á marklínu.
Dómarinn sá þó ekkert athugavert
og dæmdi aðeins hornspyrnu. í
síðar hálfleik vildu heimamenn
meina að þeirra menn hefðu
sömuleiðis átt vítaspyrnu, en
Birgir Óskarsson sá heldur ekkert
athugavert í það skiptið.
Leikur Austra var eftir atvikum
sanngjarn í leiknum og beztu
menn liðsins voru Haraldur
Haraldsson, Hjálmar Ingvason og
Steinar Tómasson, en í heild áttu
liðin góðan dag og hrós skilið fyrir
mikla baráttu.
-Ævar/-áij
STAÐAN
Staðan í 2. deild íslands-
mótsins í knattspyrnu er
nú þessi eftir leiki
helgarinnar.
FH — Reynir 10:2
Magni — Selfoss 1:2
Austri — Þór 1:0
ÍBÍ - UBK 1:5
var þetta sætur sigur fyrir okkur.
'tf,
FH
Breiðablik
Fylkir
Selfoss
Þór
Þróttur
Isafjörður
Reynir
Austri
Magni
11821 32-
11 82 1 26-
10 5 2 3 22-
11 4 34 16-
11515 14-
9 3 2 4 7-
1024 4 14-
1124 5 8-
1123 6 9-
11218 9-
•12 18
■7 18
•14.12
•11 11
■15 11
•10 8
•19
•22
■20
•28
Atli Eðvaldsson skorar sigurmark Vals.
Markhæstu menn: mörk
Sigurður Grétarsson, UBK 10
Hilmar Sighvatsson, Fylki 8
Pálmi Jónsson, FH 7
Andrés Kristjánsson, ÍBÍ 7
Sumarliði Guðbjartsson, Selfossi7
Guðmundur Skarphéðinsson, Þór7
Þórir Jónsson, FH 6
Leifur Helgason, FH 5
isiandsmóHS i. delld
■ ■ i r
Vikinga
ÞRÍR ieikir fóru fram í útimót-
inu í handknattleik í gærkvöidi. í
mfl. kvenna sigraði Valur Víking
með 19—11, og í mfl. karla
sigraði FH Víkinga 24—18, og
Haukar ÍR-inga 28—22.