Morgunblaðið - 24.07.1979, Page 23

Morgunblaðið - 24.07.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ1979 31 Björn Árnason, bif- reiöarsljórí—Minning Fæddur 2. maí 1889. Dáinn 14. júlí 1979. I dag er lagður til hinstu hvílu heiðursmaðurinn Björn Árnason bifreiðastjóri. Verður hvíla hans tilhlýðilega við hlið hinnar ást- kæru eiginkonu hans, Guðfinnu frá Ási, er lést fyrir aðeins 18 mánuðum, tveggja dætra þeirra, er þau misstu í frmhernsku og móður hans, Guðlaugar Björns- dóttur. Snemma varð því sorgin til að vitja þeirra hjóna en þau höfðu bæði mikla og einlæga trú, sem hjálpaði þeim til að láta mótlæti ekki buga sig heldur styrkja í samheldni og hjálpsemi þeirra í milli sem og við annað samferða- fólk á lífsleiðinni. í þeim anda byggðu þau bú sitt og bar það blæ þess alla tíð. Ekki voru eignir né önnur veraldleg gæði til að hjálpa til við stofnun heimilisins. Tómar en vinnufúsar hendur var allt sem til þurfti og að leiðarlokum höfðu þau hjón byggt hús tvívegis, hið síðara er Björn var kominn á áttræðisaldur. En snemma varð Björn að fara úr föðurgarði, Hliðs- nesi á Álftanesi, þar sem faðir hans Árni Bjarnason, lést er Björn var aðeins 6 ára gamall og móðir hans hlaut að fara í vinnu- mennsku til að afla þeim lífsviður- væris. Snemma varð því að taka til hendinni eins og oft vildi verða á þeim árum og reyndist þá sjávarsíðan og síðar sjórinn vel á fiskiduggum þeirra tíma. Ársdvöl í Noregi við ýmis störf til sjós og lands styrkti hug hans til ættlandsins, sem dró hann ómót- stæðilega tii sín, enda beið hans þar ævistarfið. Skólagangan varð ekki til margra ára, enda hvorki efni né timi til slíks. Vinnan varð að skipa æðsta sess til að lífs væri von í bókstaflegri merkingu. En menntun sú er fæst í hinni dag- legu önn er oft ekki minna viði þótt ekki verði hún til andlegra snilliverka eða stjornmálalegra afreka. Skóli lífsins varð Birni tengdaföður okkar harður skóli og það sem þar lærðist var vel notað. Þegar heimili var stofnað sagði hann ski.iið við sjósóknina til að hann þyrfti ekki að vcra fjarri því langtímum saman, eins og fylgir þeim störfum enn þanr. dag í dag. Vörubifreið var keypt og varð það atvinnutæki æ síðan tekjustofn þeirra hjóna. Var það því eðlilegt er hann varð einn af stofnendum Vörubíiastöðvar Hafnarfjarðar. Fyrst í stað var ekki ávallt mikið að gera í þeirri atvinnugrein og árla varð að rísa úr rekkju til að huga að vinnumöguleikum, en samt urðu þessi störf til nægta fyrir kröfuvægt heimili og aldrei varð nokkurt óhapp né tjón á bifreið hans né annarra af hans völdum. Vinna jókst mikið er breski herinn hóf byggingu Reykjavíkur- flugvallar og flutti Björn mörg bílhlössin þangað. Ámoksturstæki þeirra ensku vildu bila nokkuð oft og hættu þá margir akstri meðan viðgerð fór fram en ekki hann Björn, hann tók þá til við skófluna og mokaði sjáifur á, enda var greiðsla eftir hlassfjölda. Síðan kom til leigu á rauðamalarnámu sunnan Hafnarfjarðar sem hann ók úr og um tíma voru fiskibátar á samningi, um að aka afla þeirra frá skipshlið hvenær sem þeir kæmu að landi. Var sú vinna hin eina, sem Björn gerði undantekn- ingu á að vinna á sunnudögum eða öðrum helgidögum. Ekki leist honum á akstursbreytinguna til hægri, taldi þá vart vogandi að aka í umferðinni, en eftir breyt- inguna mun hann sjaldan hafa ekið meira. Er árin urðu 80 að baki taldi hann rétt að láta við svo búið nægja og seldi hann þá bifreið sína og hætti akstri í atvinnuskyni. I nokkur ár eftir það starfaði hann í Hafnar- fjarðardeild Ofnasmiðjunnar þar til heilsa hans neyddi hann til að setjast í helgan stein að fullu. Sem fyrr naut hann þá enn frekar umönnunar hinnar elskuðu konu sinnar, Guðfinnu, og varð það hennar eina starf upp frá því þar til hennar kall kom í janúar 1978. Varð henni þar ekki að bæn sinni, sem óvenjulegt var, en hún lét oft þá ósk í ljós að þurfa ekki að fara förina miklu á undan Birni bónda sínum. Aðeins tveimur mánuðum áður hafði Björn lær- leggsbrotnað af völdum byltu í hálku og verður ekki sagt að hann hafi haft fótavist að raði eftir það, þótt aðgerðin tækist vel. Sólvang- ur í Hafnarfirði varð dvalarstaður hans eftir þetta og var þar aðbúnaður og umönnun með ágæt- um. Vart leið sá dagur er ekki var farið í heimsókn til hans, annað hvort af Guðfinnu, meðan hennar naut við eða systkinunum. Aðfararnótt 14. júlí s.l. þyngdi honum nokkuð skyndilega um andardrátt og það svo að þrátt fyrir súrefnisgjöf virtist hann ekki geta nýtt það og lauk þá þessu jarðneska lífi hans, hljóð- lega og í friði, eins og líf hans var. Sagt er, að í hverri stofnun, félagi eða fyrirtæki sé kjarni oft fárra manna, sem halda í horfinu og hlutunum gangandi. Ætla má að hið sama gildi fyrir þjóðfélög, sérstaklega af þeirri dvergstærð sem okkar er. Máttarstólpar slíks þjóðfélags eru ekki aðeins þeir sem mest ber á og hæst hafa, heldur og þeir sem vinna störf sín af samviskusemi og heiðarleik í hljóðlátri virðingu fyrir starfinu, tilverunni og trú sinni. Slík voru hjónin Guðfinna og Björn, samhent og hugljúf hverj- um sem í nánd þeirra var. Við sem að þessum fátæklegu orðum standa konmm ekki til þeirra kynna fyrr en tiltölulega langt var liðið á ævi þeirra sæmdarhjóna, en við minnumst þeirra með hinum hlýjasta hug, viðingu og þakklæti fyrir þau kynni. Miklar gleðistundir voru það okkur öllum að hittast á heimili þeirra á hátíðisdögum og ávallt þakkaði annað hvort þeirra við upphaf borðhalds fvrir það sem þar var fram borið og fyrir að við fengum að vera saman þá stund í bæn til guðs. Líkiega hefur ein mesta gleði þeirra í lífinu verið er einkasonur- inn kom heim með fjölskyldu sína eftir langdvöl erlendis og orðinn þekktur í starfi sínu þar sem hér. Var hugur þeirra slíkur til sonar- ins að eina fríið sem þau tóku sér á lífsleiðinni var notað til að heimsækja hann í Þýskalandi. Elskulegi tengdafaðir. Við von- um að andar ykkar ástkæru hjóna hafi nú sameinast aftur. Með þakklati og virðingu kveðjum við ykkur bæði. Friðhelg veri minning ykkar. Tengdabörnin. Fæddur 2. maí 1889 Dáinn 14. júlf 1979 Björn Árnason, bifreiðastjóri verður til grafar borinn í dag frá Hafnarfjarðarkirkju, en hann lézt 14. júlí s.I. Með honum er genginn einn með mætustu borgurum Hafnarfjarð- ar, maður sem í óvenju löngu starfi Iagði víða hönd á plóginn og gat sér orð fyrir dugnað og sam- viksusemi. Björn Árnason kom ungur til Hafnarfjarðar og þá með tvær hendur tómar. í fylgd með honum var móðir hans Guðlaug Björns- dóttir úr Álftaveri, en föður sinn Árna Bjarnason bónda Hlíðsnesi missti Björn aðeins 6 ára gamall. Uppvaxtarár Björns höfðu verið erfið og ströng, en móðir hans Guðlaug Björnsdóttir vissi vel að Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Með dugnaði sínum og ósérhlífni sá hún sér og syni sínum farborða oft við erfiðar aðstæður eins og þá var títt. Alhliða atvinnu stundaði Björn á unglingsárum eftir því sem tækifæri gáfust, og þá sjómennsku jöfnum höndum. Þegar til Hafnarfjarðar kom um 1915 hóf hann bifreiðaakstur, sem hann gerði að ævistarfi sínu og stundaði í tæp 60 ár. Lét hann aldrei deigan síga fyrr en hann stóð á áttræðu. Oft var á brattann að sækja og lítið um atvinnu. Með dugnaði og reglusemi ávann hann sér mikið traust og virðingu, sem átti eftir að bera ríkulegan ávöxt og verða honum til mikillar gleði. Sennilega má tengja komu Björns til Hafnarfjarðar við unga stúlku sem hann hafði kynnst og bjó þar ekki langt frá, Guðfinnu Sigurðardóttur frá Ási við Hafn- arfjörð. Leiddu þau kynni til hjónavígslu þeirra 30. október 1915 í Hafnarfjarðarkirkju, þeirri fyrstu sem þar fór fram eftir víglsu kirkjunnar. Frú Guðfinna Sigurðardóttir kom frá umsvifamiklu og góðu heimili. Hún hafði þegar orðið að mæta andstreymi lífsins en jafn- framt orðið þar mikillar gæfu aðnjótandi. Þau höfðu ekki mikið umleikis ungu hjónin, þegar buskapurinn hófst en þau þekktu bæði af eigin reynslu, hversu mikilvæg trúin er hverjum einstakling og hversu bænin fær áorkað. Samhent hófu þau að byggja upp það menningar- heimili sem þau óskuðu sér og sínum og þeirra heimili varð. Efnahagurinn batnaði brátt og myndarlegt hús reistu þau að Hverfisgötu 35, sem þau nefndu Ás eftir æskuheimili frú Guð- finnu. Það bjuggu þau í 33 ár en byggðu sér þá nýtt hús að Brekku- hvammi 2 þar sem þau eyddu ævikvöldinu, en frú Guðfinna andaðist 28. jan. 1978. Þau Björn og Guð vinna eignuð- ust fimm börn, en urðu fyrir þeim missi að tvö þeirra létust í bernsku, Sigurlaug, Sigríður og nýfætt. stúlkubarn. Þau sem kom- ust til fullorðinsára eru Guðlaug gift Birni Sveinbjörnssyni verk- fræðing, Sigurlaug gift Birni Páls- syni ljósmyndara og Sigurður óperusöngvari og framkvæmda- stjóri kvæntur Sieglinde Kah- mann-Björnsson óperusöngkonu. Það fór ekki framhjá neinum, sem til þekkti, hversu samhent og samvalin þau frú Guðfinna og Björn Árnason voru. Umhyggju þeirra fyrir aldraðri móður Björns, sem hjá þeim dvaldist svo og fyrir börnum þeirra var með þeim hætti, að til mikillar fyrir- myndar var. Þegar Björn Árnason viriur minn, er nú kvaddur veit ég að hvíldin var honum kærkomin. Hann hafði lokið löngu og giftu- drjúgu dagsverki og þráði frið, þann frið sem Guð einn getur veitt í návist ástvina sem áður eru gengnir. Við hjónin sendum börnum hans og fjölskyldum þeirra, sam- úðarkveðjur og biðjum að þeim verði blessuð minning þeirra góðu foreldra. Matthfas Á. Mathiesen. Pálmi Þ. Hraundal —Minningarorð Fæddur 12. júlí 1912. Dáinn 13. maí 1979. Pálmi Þ. Hraundal andaðist hér á Landspítalanum 13. maí s.l. Banamein hans var heilablæðing. Hann var Húnvetningur, fæddur að Gröf í Kirkjuhvammshreppi, rétt utan við Hvammstanga. Voru foreldrar hans þau hjónin, Sigur- laug Guðmundsdóttir, Húnvetn- ingur að ætt, og Ásgeir Hraundal, ættaður af Langadalsströnd við Isafjarðardjúp. Þau voru bæði vel gefin. Var Sigurlaug um skeið Ijósmóðir í Kirkjuhvammshreppi. Voru börn þeirra Sigurlaugar og Ásgeirs, 10 talsins og var Pálmi þriðji elstur þeirra. Ekki voru * veraldleg efni mikil á þessum bæ fremur en öðrum þar um slóðir á þessúm árum, og má það kaílast kraftaverk að ala 10 börn á þeim tíma og koma þeim heilum gegn- um frumbernsku og æskuár, þegar á það er litið, að móðir þeirra var fíngerð kona, sem hafði auk heimilisstarfa skyldustoríum að gegna sem ljósmóðir, lengur og skemur burtu frá heimili sínu og fjölskyldu. En þetta tókst henni vel og mun það ekki hvað sízt hafa verið að þakka þvi hve mikil atgjörfismanneskja hún var. Á þessum árum var berklaveikin orðin plága um allt land. Veiktist Sigurlaug árið 1923, og varð að dvelja á Vífilsstöðum í 7 ár unz hún andaðist þar árið 1930. Þetta var mikið áfall fyrir heimilið, föður og börn eins og liggur í augum uppi. Var börnun- um komið fyrir hjá góðu fólki, þar sem þau dvöldu lengri eða skemmri tíma, en árið éftir flutt- ust sum þeirra með föður sínum til Hafnarfjarðar. Urðu því á þessum árum þáttaskil í lífi fjöl- skyldunnar, sem nú mundi mörgum þykja að mætti líkja við sáran harmleik. Árið 1928, 16 ára, fór Pálmi að norðan suður til Hafnarfjarðar og vann þar á bifreiðaverkstæði B. M. Sæbergs um skeið. Var þetta honum góður skóli, undirbúningur fyrir lífsstarfið, sem seinna varð, því að bifreiðaakstur lagði hann fyrir sig alla tíð síðan. Pálmi haslaði sér völl á Hvammstanga. Hann eignaðist þar sinn fyrsta bíl og var það H. 16, og má af því sjá, að þá er fyrst bílaöldin að hefjast fyrir norðan. Vann hann með bifreiðar sínar í vegavinnu á sumrum auk þess sem hann flutti mikið af varningi heima í héraði og eins hingað suður ti Reykja- víkur. Pálmi var mikið snyrti- menni í hvívetna. Hann hugði vcl að bifreiðum sínum og bjó þær ætíð vel til ferðar, hreinar og fágaðar, og var það til fvrirmynd- ar. Pálmi kvæntist árið 1950 Sigríði Benný Guðjónsdóttur frá Hvammstanga, sem reyndist hon- um góöur og tryggur iífsförunaut- ur þar til yfir lauk. Þau eignuðust einn son, Hallgeir, sem nú er uppkominn og kvæntur Helgu Jakobsdóttur. Er Hallgeir húsa- smiður og búa þau hjónin í Borgarnesi. Þau eiga tvö börn. Þau Pálmi og Sigríður bjuggu lengst af í Ási á Hvammstanga. Var sá staður Pálma mjög kær, enda átti hann þar margar uðnaðsstundir, 'og tók hann mjög nærri sér að hverfa þaðan, en það varð hann að gjöra fyrir 7 árum vegna sjúkleika eiginkonunnar. Fluttu þau þá til Reykjavíkur árið 1972. Hér syðra starfaði Pálmi hjá fyrirtækinu „Garðahéðinn" í Garðabæ og átti hér heimili síðan. Pálmi unni átthögum sínum fyrir norðan og dvaldi hugur hans löngum þar heima í Ási. Þangað fór hann þegar hann mátti því við koma og dvaldi þar langdvölum stundum. Hann átti þann draum dýrastan að geta flutt aftur norður og iifað þar seinustu árin, en það var ekki, því að stundin kom fyrr en varði. Pálmi var að eðlisfari hlédrægur og nokkuð dulur. Hann var ekki allra eins og sagt er stundum um suma menn, en ekki lýsti það sér í neinu yfirlæti eða slíku því að það var fjarri honum. En vinum sínum vildi hann vinur vera og var jafnan ljúfur í viðmóti við samferðamennina og örlátur á hjarta sitt, þegar honum bauð svo og vinir hans áttu hlut að, enda vinmargur og vinsæll. Kveðju- og minningarathöfn um Pálma fór fram hér í Revkjavík í Fossvogskirkju þann 18. maí, áður en líkamsleifar hans voru fluttar til legs við Kirkjuhvammskirkju við Hvammstanga. Pálmi var vinmargur hér syðra sem nvrðra, enda margir, sem komu til kveðjuathafnarinnar hér til þess að votta honum þakkir sinar og virðingu. Systkini hans og nánustu ættmenni fylgdu hon- um seinasta spölinn norður til átthaganna, þar sem miðnætur- sólin skín, og þar var hann kvaddur hinztu kveðju af miklu fjölmenni í átthögunum heima á hinum forna kirkjustað, Kirkju- hvammi, eftir athöfn í Hvamms- tangakirkju. Pálmi er kominn heim í tvenn- um skilningi, — heim í sveitina sína, og til himinsins heim. Blessuð sé minning góðs drengs. Guðmundur Hraundal. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.