Morgunblaðið - 13.10.1979, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.10.1979, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 Starfsstjórn Á fundi rikisráös i Reykjavik i (ía r féllst forseti íslands á tilloKU ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra um að veita ráöuneyti hans lausn ok fól forseti rikisstjórninni að gegna störfum unz nýtt ráðuneyti hefði verið myndað. — Ljósm. Mbl. RAX. Holocaust í Sprunga í hreyfil- festingu DC-8 þotu SPRUNGA við hreyfilfest- ingu kom fram við skoðun á DC-8 þotunni TF-FLF í New York nú í vikunni og er áætlað að það taki eina viku að gera við vélina að sögn Leifs Magnússonar fram- kvæmdastjóra flugdeildar Flugleiða. Flugleiðir hafa þessa vél á leigu frá Seaboard og hefur hún sinnt nær öllu farþegaflugi vestur um haf að undanförnu ásamt DC-8 vél Air Bahama, en aðrar Yfirskoðunarmenn gera athugasemd við símareikninga þingmanns YFIRSKOÐUNARMENN ríkis- reiknings hafa ritað forseta Sam- einaðs þings bréf, sem þeir af- hentu aidursforseta þingsins, Oddi ólafssyni í gær. Skv. upplýsingum, scm Morgunblaðið hefur aflað sér munu þeir vckja athygli á því, að einhverjir símareikningar þáver- andi framkvæmdastjóra Kröflu- nefndar, Jóns G. Sólnes, alþm. hafi Ólafur í f yrsta sæti í Reykjavík? ÓLAFUR Jóhannesson for- sætisráðherra hefur látið þau orð falla að hann gerði eki ráð fyrir að hann my«di gefa kost á sér að nýju þegar næst kæmi til þingkosninga og í sjón- varpsþættinum Kastljósi í gærkvöld ítrekaði hann þá afstöðu sína. Mbl. spurði Jón Aðalstein Jónasson formann fulltrúaráðs Fram- sóknarflokksins í Reykjavík hvort unnið hefði verið að því að fá ólaf til að skipa fyrsta sæti flokksins í Reykjavík: — Óneitanlega hafa marg- ir flokksmenn spurt og heyrst hafa raddir um hvort ekki væri mögulegt að fá Ólaf Jóhannesson til að skipa fyrsta sæti á lista í Reykjavík, en fulltrúaráðið hefur ekki unnið að því né f jallað um það á neinn hátt. Uppstillingarnefnd hefur ekki tekið til starfa og því hefur þessi möguleiki ekki verið kannaður og verður vart fyrr en hún fer af stað, sagði Jón Aðalsteinn. verið greiddir bæði af Kröflunefnd og Aiþingi. Morgunblaðið sneri sér í gær til Odds Ólafssonar, aldursforseta þingsins, sem hafði þetta um málið að segja: „Það er rétt að til mín komu yfirskoðunarmenn ríkisreiknings og afhentu mér bréf. Bréfið lagði ég inn á skrifstofu forseta alþingis og bíður það þar, unz kjörinn hefur verið nýr forseti, sem væntanlega verður á mánudag og gera má ráð fyrir að hann taki það til meðferð- ar, en bréfið leit ég ekki á.“ Morgunblaðið reyndi í gærkvöldi að ná sambandi við Jón G. Sólnes, sem nú er stadd'ur erlendis en tókst ekki. Blaðinu er hins vegar kunnugt um, að alþingismaðurinn hefur end- urgreitt alla símareikninga, sem Kröflunefnd greiddi, en ekki liggur fyrir, að þeir hafi allir verið tvígreiddir. vélar Flugleiða eru nú í pílagrímaflugi. DC-8 þota frá fiugfélaginu World Airways hefur þegar verið leigð til þess að sinna fluginu yfir Atlantshafið og er hún leigð til 26. okt. Áhafnir Flugleiða munu fljúga vélinni. Einnig verða leigðar vélar í einstök flug. Sams konar bilun í hreyfil- festingu hefur, að sögn Leifs, komið fram í mörgum DC-8 vélum á undanförnum árum og þarf að framkvæma ákveðna viðgerð vegna bilun- arinnar samkvæmt tilmælum Douglas-verksmiðjanna, en viðgerðin er mjög tímafrek þótt aðeins þurfi að skipta um eitt málmstykki. Umrædd bil- un hefur ávallt komið fram á mótor 3 á DC-8 vélunum. Sigluvík land- aði í Grimsby SIGLUVÍKIN frá Siglufirði landaði 88.6 lestum af góðum fiski i Grims- by í gær, en verðið sem fékkst fyrir aflann, var þó ekkert sérstakt, eða 46.2 milljónir, meðalverð 522 krón- ur. Það verð sem fæst á fiskmörkuð- unum á föstudögum er mjög mis- jafnt og því talsverð áhætta að selja síðasta dag vikunnar. sjonvarpi Á FUNDI útvarpsráðs í gær þar sem einkum var fjallað um mál- efni sjónvarpsins voru m.a. til umræðu ýmsar myndir er til greina kemur að keyptar verði til sýningar í islenska sjónvarpinu. Hefur þannig komið til tals að Loðnuaflinn nálgast 280 þúsund tonn LOÐNUVEIÐARNAR ganga vel eins og undanfarið og sætir það tiðindum hversu litlar frátafir hafa verið vegna veðurs. Á fimmtudag tilkynntu 13 skip um afla til Loðnunefndar, samtals 8400 lestir. bar til síðdegis í gær höfðu 10 skip bætzt við með 6770 lestir. Síðdegis á fimmtudag tilkynntu Ljósfari og Örn um afla, hvort skip með 580 lestir. í gær tilkynntu eftirtalin skip síðan um afla: Grindvíkingur 1050, Óskar Hall- dórsson 410, ísleifur 440, Óli Ósk- ars 1350, Huginn 580, Helga II 530, Skírnir 450, Harpa 530, Hafrún 630, Jón Finnsson 600. Loðnuaflinn á vertíðinni er nú farinn að nálgast 280 þúsund lestir. keypt verði myndin Holocaust, sem sýnd hefur verið víða erlend- is, en hún fjallar um Þýskaland á tímum seinni heimsstyrjaldarinn- ar. Var ákveðið að leita hófanna hjá fyrirtækinu World Vision er framleiddi myndina, en hún mun vera alldýr og ekki vitað hvort strax verður á færi sjónvarpsins að ráðast í kaup á mynd þessari. Þá var á fundi útvarpsráðs í gær fjallað um lestur sögu Indriða G. Þorsteinssonar, Þjófur i paradís. Hafði verið ráðgert að sagan yrði lesin í útvarp nú í október svo sem frá hefur verið skýrt, en á fundi í gær var borin upp tillaga um það að sagan yrði lesin í nóvember. Var tillagan felld með jöfnum atkvæðum, 3—3 og mun því enn líða einhver tími uns hún verður flutt í útvarpi. Flokksráðs- fundur Sjálf- stæðisflokks á sunnudag FLOKKSRÁÐSFUNDUR Sjálf- stæðisflokksins hefur verið boðaður i Valhöll á sunnudaginn klukkan 17. Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð- ar veitt starfsleyfi IÐNAÐARRAÐUNEYTIÐ hefur veitt Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð- ar einkaleyfi til reksturs hitaveitu á starfssvæði veitunnar að því er segir í frétt ráðuneytisins. I fréttinni segir ennfremur að ríkisstjórninni hafi 31. maí s.l. verið veitt leyfi til þess að taka eignarnámi hluta jarðarinnar Deildartungu í Reykholtsdals- hreppi ásamt jarðhitaréttindum. Hinn 31. júlí s.l. ákvað ríkisstjórn- in svo að neyta heimildar laganna. Samkomulag er milli Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, Reyk- holtsdalshrepps, iðnaðarráðuneyt- isins og fjármálaráðuneytisins vegna ákvæðis laganna um að höfð skuli hliðsjón af hagsmunum íbúa Reykholtsdalshrepps. Þá hef- ur verið gert samkomulag milli Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar og fjármálaráðuneytisins um afnot af heitu vatni úr Deild- artunguhver, en hverinn verður eign ríkissjóðs. Guðmundur J. Guðmundsson á Verkamannasambandsþingi: 99 Umbjódendur verkalýðs- ins geta ekki unnið sam- an að stjórn landsins...” ÞING Verkamannasambandsins var1 sett á Akureyri á Hótel KEA i1 gærkvöldi. Þar flutti Guðmundur J. Guðmundsson, formaður sambands- ins, ávarp og síðan var gengið frá kjörbréfum og skýrsla stjórnar les- in. í ræðu Guðmundar minnti hann á að verkafólk ætti í sífelldri baráttu um laun sín og réttindi, ekki aðeins við atvinnurekendur, heldur einnig við ríkisvaldið. Kvað hann nútíma- þjóðfélag bjóða upp á meiri sérgrein- ingu og sérmenntun en áður hefði tíðkast, ekki aðeins hér á landi, heldur í öllum nágrannalöndunum. Taldi hann að sérmenntað fólk með hærri laun myndaði harðvítug sam- tök, betur skipulögð, kröfuharðari og harðsnúnari en hin almennu verka- lýðsfélög. Þó varaði hann sterklega við því að líta á þessa hópa, eða einstaklinga í þeim, sem óvini verka- lýðsins. Hins vegar kvað hann það ljóst að ef hin almennu verkalýðsfé- lög efldu ekki samtök sín og endur- skipulegðu starfið í samræmi við nútímann yrðu þau undir í baráttu og samkeppni við aðra. Guðmundur lagði þunga áherzlu á að hinn almenni félagsmaður hefði ekki verið nógu virkur í félagsstarfi hingað til, meðal annars vegna hins langa vinnudags. Þetta væri hið brennandi mál nú og á því yrði að ráða bót. „Ég get ekki neitað," sagði Guð- mundur, „að það sækir að mér uggur þegar tveir flokkar sem eru umbjóð- endur verkalýðsins í landinu og eru í samvinnu við flokk sem kennir sig við samvinnuhugsjón, geta ekki unn- ið saman að stjórn landsins fyrir umbjóðendur sína, sem eru verka- fólkið í landinu." Sem dæmi um mismunandi rétt- indabaráttu nefndi Guðmundur að fyrir skömmu hefði BHM sett fram kröfu um 6 mánaða fæðingarorlof kvenna innan sinna samtaka, en hins vegar hefði verkakona nú samkvæmt samningum þriggja vikna fæðingar- orlof. Kvað hann eitt af meginverk- efnunum framundan að leitt yrði í lög að allar konur í landinu, undan- tekningalaust, fengju þriggja mán- aða fæðingarorlof. Þannig kvað hann bíða mörg baráttumál, réttinda- og jafnaðarmál. Verður kosninga- lögum breytt? VEGNA þess að allra veðra er von á þeim tíma, sem alþingiskosningar munu fara fram síðast í nóvem- ber eða fyrst í desember, hefur Sjálfstæðisflokkur- inn bent Alþýðuflokknum á að breyta þurfi kosn- ingalögum til þess að gera fólki auðveldara fyrir að greiða atkvæði, ef veður hamlar kjörsókn. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að heimilað verði að greiða utankjörstaðar- atkvæði, jafnvel þótt menn verði heima á kjördag. Geta þá menn, sem þannig eru í sveit settir, að möguleiki er á að þeir komist ekki á kjörstað á kjördegi, greitt atkvæði með a.m.k. viku fyrirvara. Geti menn þá greitt atkvæði áður en kjör- dagur rennur upp, vilji þeir sýna þá forsjálni að teppast ekki heima hjá sér á sjálfan kjördaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.