Morgunblaðið - 13.10.1979, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.10.1979, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 rrfffrwn vandaðaðar vörur Sambyggt hleðslu- og rafsuðutæki Ódýrar, handhægar gerðir. Shell Oliufélagiö Skeljungur hf Heildsölubirqðir: Smávörudeild Sími: 81722 I írar fá brátt getnaðarvamir Dyflinni, 6. október AP. LÖG um getnaðarvarnir munu taka gildi i írlandi i næsta mánuði. Hin nýju lög hafa valdið miklum deilum á írlandi. Samkvæmt þeim fær einungis gift fólk getnaðarvarnir og þá samkvæmt lyfseðli frá lækni. Um helmingur 1200 lyfsala í iandinu hefur neitað að selja getnaðar- varnalyf og mikillar tregðu gætir meðai fjöimargra lækna að gefa út lyfseðla. Mikill meirihluti íra er kaþ- ólskrar trúar. Vitað er að árlega halda þúsundir kvenna yfir sundið til Englands til að fá getnaðar- varnalyf þar og einnig fóstur- eyðingu. Hin nýju lög taka gildi aðeins nokkrum vikum eftir heim- sókn Jóhannesar Páls II páfa til landsins. Þá hvatti hann íra til að hafna fóstureyðingum og hjóna- skilnaði en minntist aldrei beinum orðum á getnaðarvarnir. AUGLÝSIWGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aóalstræti 6 sími 25810 Laugardagskvikmynd sjónvarpsins: Ævintýrasagan um Robinson Crusoe Laugardagskvikmynd sjónvarpsins er að þessu sinni Robinson Crusoe, sagan um einn frægasta strandaglóp allra tíma, manninn sem allir ungl- ingar lesa um á öllum tímum. Ekki er ástæða til að rekja söguþráðinn sér- staklega, svo kunnur sem hann er fólki á öllum aldri. Kvikmyndin er bresk og er gerð eftir hinni sígildu sögu Dani- els Defoes. Höfundur handrits er James Mac- Taggart og er hann jafn- framt leikstjóri. Sýning myndarinnar hefst klukkan 21.40, en dagskrárlok í sjónvarpi eru klukkan 23.20. Stanley Baker í hlutverki hins heimsfræga og sígilda ævintýra- manns, Robinsons Crusoe. V aldir kaf lar úr leik Skagans og Barcelona „í þættinum í dag verða meðal annars sýndir valdir kaflar úr leik Akurnesinga og spænska liðsins Barce- lona, sem fram fór fyrir skömmu í Barcelona," sagði Bjarni Felixson er við spurðum um efni íþróttaþáttar hans í sjónvarpi klukkan 16.30 í dag. Þá sagði Bjarni, að einnig yrði sýnt frá heimsbikar- keppninni í frjálsum íþróttum, sem fram fór í Montreal í Kanada, og verður væntanlega lokið við að sýna myndir þaðan. Fleira sagði Bjarni verða tekið fyrir í þættinum, en ekki er alveg ljóst hvað það verður, en sennilegt að badmintonáhugafólk sjái eitthvað af þeirri íþrótt. Landsleik íslendinga og Pólverja í knattspyrnu sagðist Bjarni því miður ekki geta lofað, því hann væri á leiðinni frá Póllandi, en leikurinn verður í þess stað sýndur í heild eftir viku. Enska knattspyrnan er síðan á dagskrá klukkan 18.55, og þar verða sýndir tveir leikir í fyrstu deildinni í Englandi: Leikur Crystal Palace og Tottenham, og einnig leikur Coventry og Everton. Enska knattspyrnan er á dagskrá sjónvarps i dag klukkan 18.55. íþróttir í sjónvarpi klukkan 16.30: Utvarp Reykjavík L4UG4RD4GUR 13. október MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi 7.20 Bæn 7.25 Ljósaskipti: Tónlistar- þáttur í umsjá Guðmnndar Jónssonar píanóleikara (end- urtekinn frá sunnudags- morgni). 8.00 Fréttir. Tónleikar. I 8.15 Veðurfr. Forustugr. ; dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar ® 9.00 Fréttir. Tilkynningar. t Tónleikar. 9.20 Leikfimi 9.30 óskalög sjúklinga: Ása Finnsdóttir kynnir. (10.10 Veðurfregnir). 11.20 Börn hér og börn þar Málfríður Gunnarsdóttir stjórnar barnatíma. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. SÍÐDEGIÐ 13.30 í vikulokin Edda Andrésdóttir. Guðjón Friðriksson, Kristján E. Guð- mundsson og ólafur Hauks- son stjórna þættinum. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin Vignir Sveinsson kynnir. 17.20 Tónhornið Guðrún Birna Hannesdóttir sér um þáttinn. 17.50 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 „Góði dátinn Svejk“ Saga eftir Jaroslav Hasek í þýðingu Karls ísfelds. Gísli Halldórsson leikari les (35). 20,00 Gleðistund Umsjónarmenn: Guðni Ein- arsson og Sam Daniel Glad. 20.45 Söngur og ljóð að sunnan Guðbergur Bergsson rithöf- undur tók saman þáttinn. 21.20 Hlöðuball Jónatan Garðarsson kynnir ameriska kúreka- og sveita- söngva. 22.05 Kvöldsagan: Póstferð á hestum 1974 Frásögn Sigurgeirs Magnús- sonar. Helgi Elíasson les (2). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Danslög. (23.50 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. SKJANUM orsins L4UG4RD4GUR 13. október 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Heiða Tuttugasti og f jórði þáttur. Þýðandi Eiríkur Haralds- son. 18.55 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- skrá 20.30 Leyndardómur prófess- Sjötti þáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 20.45 Manhattan Transfer Létt tónlist flutt af hljóm- sveitinni Manhattan Trans- fer. 21.40 Robinson Crusoe Bresk sjónvarpskvikmynd, gerð eftir hinni sígijdu sögu Daniels Defoes. Höfundur handrits og leik- stjóri James MacTaggart. Aðalhlutverk Stanley Ba- kcr. 23.20 Dagskráriok

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.