Morgunblaðið - 13.10.1979, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979
Þórir S. Guðht'r«sson
Rúna <» ísladóttir
Börn
morgun-
dagsins
Með þátið að baki
stígum við
eitt skref
inn f óljósa framtíð,
sem biður
barna morgundagsins.
í spegli nútímans
eygjum við
framtiðina
sem blasir við
bornum morgundagsins.
Framtiðin!
Frelsi eða
fjötrar?
Framtiðin!
öryggir eða
ótti?
Kjarnorka eða
kœrleikur?
Framtiðin!
Visindi og vélmenni?
Tölvur, tækni og trylling?
Hvers mega
börn morgundagsins vænta af
börnum nútfmans?
Sögur frá
MÖRG ykkar hafa lifað viðburðaríkt
sumar. Sum hafa verið í sveit, önnur
farið til annarra landa — og svo
hafa mörg verið heima, farið í stutt
eða löng ferðalög innanlands eða átt
góða daga í heimahögum.
Nú langar okkur til að biðja
ykkur að senda Barna- og fjölskyldu-
síðunni Sögur frá liðnu sumri. —
Það mega einnig vera ljóð. — Og svo
mega teikningar gjarnan fylgja
með. Bregðið nú skjótt við og látið
okkur heyra frá ykkur. Það eru
ótrúlega margir bæði börn og full-
orðnir, sem hafa gaman af sögum
ykkar, ljóðum og teikningum!
N otaðu hlutina rétt...!
Kaupmaður nokkur fékk eitt sinn tveim vinum sínum tvo sekki af korni hvorum til geymslu fyrir sig.
Að ári liðnu kom hann aftur og bað um korn sitt. Sá fyrri fór með hann út i geymslu og benti honum
þar á sekkina tvo, myglaða og fúna. Kornið var orðið ónýtt.
Hinn fór með hann út á viðáttumikinn akur, benti á þroskaða kornbreiðu og sagði:
— Allt þetta er þín eign.
Þá svaraði kaupmaðurinn:
— Láttu mig fá aftur tvo sekki af korni. Hitt mátt þú eiga sjálfur.
Saga þessi minnir okkur á dæmisögu Jesú um talenturnar. Það borgar sig að nota rétt gjafir Guðs!
Leikir — Þrautir—
Gátur - Skrýtlur
Bókstafs-
þrautir
Sérhvert orð er byggt upp af
bókstöfum, sem raðað er saman
á ákveðinn hátt. Bókstöfunum —
án — er hægt að raða saman á
tvennan hátt t.d.: án og ná. Til er
kvenmannsnafn, sem er eins
hvort sem það er stafað aftur-
ábak eða áfram og byrjar á A...
! Hvaða nafn er það?
Þið getið sjálf reynt að finna
alls kyns þrautir með bókstöfum
bæði heima og í skólanum. Ef
þið takið t.d. fyrsta stafinn
framan af nafni á dýri, sém
nefnt er konungur skógarins,
stendur eftir algengt karl-
mannsnafn! Spreytið ykkur
áfram!
Risa-
fiðrildi
Stærsta fiðrildi jarðarinnar
heitir Erebus Agrippina og er
heimkynni þeirra í Brasilíu.
Vænghaf fiðrildanna er um 30
sentimetrar!
Eins og þið vitið sjálfsagt
mörg lifa fiðrildin aðallega á
hunangi, sem þau sjúga úr blóm-
um. Til þess nota þau brodd, sem
getur orðið allt að 10—12 sm
langur! (Eins gott að gæta sín —
og stríða þeim ekki mikið! !
Pund
eða kíló!
I gamla daga sögðust menn
gjarnan ætla að fá eitt pund af
þessu, tvö pund af hinu o.s.frv. í
staðinn fyrir kíló!
Gamall maður kom inn í versl-
un fyrir all mörgum árum og
ætlaði að kaupa eitt pund af
smjöri.
„Nú heitir það kíló,“ sagði
afgreiðslumaðurinn.
„Jæja, jæja,“ sagði gamli mað-
urinn. „Láttu mig þá fá eitt pund
af kílói“!
Undarlegt!
„Mamma, af hverju skín
tunglið á nóttinni og sólin á
daginn?"
„Æ, ég hef ekki tíma til að
svara þér, drengur minn.“
„Mamma, af hverju hefur
kötturinn ekki vængi og fuglarn-
ir skott?"
„Þegiðu nú augnablik — ég hef
ekki tíma til að útskýra þetta
fyrir þér.“
„Mamma, af hverju verpa
kýrnar ekki?“
„Ef þú hættir ekki þessu suði,
Pétur, þá verð ég að skamma þig
ærlega!"
„Mamma, af hverju hefurðu
tíma til að skamma mig ærlega,
en ekki til að svara mér?“
Heimsókn
í fiskabúr
Mörg ykkar eiga sjálfsagt
fiskabúr. Dag einn fékk Anna að
heimsækja Fiskasafnið í Vest-
mannaeyjum. Hún hafði aldrei
komið þangað áður og dáðist að
fiskunum í langan tíma. Allt í
einu kom hún auga á tvo fiska,
sem virtust vera alveg eins. En
þegar hún athugaði þá betur
kom í ljós, að þeir voru mjög
ólíkir. í fljótu bragði fann hún
átta mismunandi atriði. Getur
þú ekki reynt að finna þau líka!
Gott svar!
Kennarinn var að útskýra
reikning fyrir börnunum í fyrsta
bekk.
„Nú ætla ég að leggja fyrir
ykkur dæmi, sem er dálítið
þungt," sagði hann. „Móðir
nokkur átti fimm börn, en aðeins
fjögur epli. Nú langaði hana til
að skipta eplunum jafnt á milli
allra barnanna. Getið þið hjálp-
að henni til að leysa þá þraut?"
Lítil stúlka rétti fljótlega upp
höndina og svaraði full ákafa:
„Hún gæti búið til eplagraut
handa þeim!“
M ð to a tf ^
b6rn tn u
eppíi.
é é éé>
# 9*. & A A