Morgunblaðið - 13.10.1979, Side 39

Morgunblaðið - 13.10.1979, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979 39 Á Hótel Borg stendur yfir sýning á verkum Magnúsar Jóhannessonar. Magnús sýnir þar 45 verk, aðal- lega vatnslitamyndir. Sýningunni lýkur á morgun, sunnudag, kl. 18. Islandspólitík Dana 1913—1918 BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út bók, sem nefnist Íslandspólitík Dana 1913—1918, eftir Per Sundböl og er í íslenzkri þýðingu Jóns Þ. Þórs sagn- fræðings. Eins og nafnið bendir til fjallar bókin um afstöðu Dana til málefna íslands síðustu árin áður en Islend- ingar hlutu fullveldi. Koma þar við sögu íslenzkir og danskir stjórnmálamenn á þessu tímabili, skýrt er frá afstöðu hinna ýmsu stjórn- málahreyfinga í Danmörku til sjálfstæðiskrafna íslend- inga, og þeim farsælu mála- lyktum, sem þær loks fengu. Verkið er í 8 meginköflum. Bókin er gefin út í kilju- formi og er 170 bls. Hún er unnin í prentsmiðjunni Hól- um nema kápan, sem prent- uð er hjá Offsettækni h.f. Káputeikningu gerði Ernst Bachmann. 1913 18 res « noboi jiw h iw m<ií Árbók SVFl 1979 er komin út ÁRBÓK Slysavarnafélags tslands 1979 fyrir starfsárið 1978 er nýkomin út og er hún 146 lesmálssíður að stærð. Er árbókin fjölbreytt að vanda og hana prýða margar myndir. I fyrra var 50 ára afmælis SVFÍ minnst og í tilefni afmæl- isins var hafist handa við að gefa út heildarútgáfu Árbókar SVFÍ, alls 42 bækur. Er heildar- útgáfan enn fáanleg hjá SVFÍ og kostar hún 22 þúsund krónur. I árbókunum er að finna marg- víslegan fróðleik, aðallega við- víkjandi slysavörnum og björg- unarstarfi í landinu. Árbókin 1979 fæst á skrifstofu SVFÍ á Grandagarði og hjá Slysavarnadeildum um allt land. I fyrra voru liðin 100 ár síðan fyrsti vitinn var reistur hér á landi og í tilefni þess merka afmælis prýðir forsíðu árbókar- innar mjög falleg vatnslitamynd af fyrsta íslenzka vitanum, en hann var reistur á Reykjanesi, nánar tiltekið á Valahnúk. Myndina málaði Bjarni fiski- fræðingur Sæmundsson árið 1888. Á bakhlið er vitakort Islands eins og það var 1973, gert af Sjómælingum íslands. Meðal efnis í Árbók SVFÍ1979 má nefna skýrslu stjórnar um starfsemina í fyrra, frásögn er frá aðalfundi félagsins, sagt er frá merkisafmælum nokkurra slysavarnadeilda, grein um skip- brotsmannaskýlið á Ingólfs- höfða, ávarp Aðalsteins Júlíus- sonar vitamálastjóra í tilefni 100 ára afmælis vitanna, yfirlit er yfir bjarganir og slysfarir á árinu 1978, greinar um slysa- varnir og björgunarmál og margt fleira. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU -tízkusýning IJ A D I I I Sunnudaginn 14. október kl. 20.30 ■JLb mÆm mL jL JL * Súlnasal Hótel Sögu Landsliðið í hárgreiðslu og hárskurði sýna ásamt fagfólki Sala aðgöngumiða að rakarastofunni að Hótel Sögu víðsvegar af landinu. Torfi Geirmundsson sýnir hártoppa fyrir laugardag frá kl. 1—5 og í anddyri á sunnudag. herra. Tízkusýning frá Studio. Borð frátekin um leið. „ .. . i i . . ,. Tr n Kynnir verður hinn landsþekkti Heiðar Jonsson, 0B0RGANLEG SKEMMTUN Við borgum ekki! Við borgum ekki! Sýning í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 23.30. Sýningin sem gekk fyrir fullu húsi í allan fyrravetur Ur blaðaumsögnum: „Allt ætlaði um koll að keyra hjá áheyrendum — óborganleg skemmtun" (Vísir) „Galsafengin sýning" (Þjv). „Óvenju heilsteypt sýning" (Mbl.) „Farsasýningar gerast ekki betri í atvinnuleikhúsum borgarinnar — hittir beint í mark“. (Dbl.). Miðasala í Austurbæjarbíói ffrá kl. 4 í dag. Sími 11384. ALÞYÐULEIKHUSIÐi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.