Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 1
48SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 238. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 30.OKTÓBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Verkföll á Spáni: Mótmæli við hryðjuverkum Bilbaó. Spáni, 29. október, AP — Reuter. BASKAHÉRUÐ Spánar voru lömuð i dag, aðeins fjórum dögum eftir að íbúar þeirra samþykktu heimastjórn, er yfir 250.000 manns fóru í 24 klukkustunda verkfall til að sýna andúð sina á aðskilnaðarsinnum, sem myrtu verkamann i málmverksmiðju á laugardag. Stjórnmálaarmur Eta lýsti því yfir í dag, að samtökin hefðu enga aðild átt að morðinu. Aðstandend- ur verkfallsins hefðu hins vegar fært sér atburðinn í nyt með því að efna til áróðursherferðar gegn Eta. Verkfallið náði til banka og verziana, almenningsvagna, póst- þjónustu, stálverksmiðja, skipa- smíðastöðva og fjölda annarra stórra og smárra fyrirtækja í Baskahéruðum. Verkamaðurinn, sem myrtur var, var herskár félagi í flokki sósíalista. Hann var ekki af baskaættum. Felipe Gonzales flokksleiðtogi frestaði fyrirhug- aðri ferð til Portúgals og verður viðstaddur útför þess myrta í kvöld. Verkalýðsleiðtogi í Bilbaó sagði í dag, að almenningur gerði sér það ljóst að hryðjuverk kæmu engu góðu til leiðar. Með verkfall- inu væri stór hluti íbúanna að lýsa því yfir að þeir væru orðnir fullsaddir á hryðjuverkum. Sjómenn í Aberdeen harðskeyttir: Helltu bezíni yfir afla Færeyjabáta bórshöfn, 29. október, frá fréttaritara Mbl., Arge. TOGARAEIGENDUR og togarasjómenn í Aberdeen eru mótfallnir því að færeyskir bát- ar landi í Aberdeen og í dag Kalla heim sendiherra Wa.shin^ton, 29. október, AP-Reuter BANDARÍKJASTJÓRN hefur ákveðið að kalla heim um stundar- sakir sendiherra Bandaríkjanna í Tékkóslóvakíu í mótmælaskyni við dóma er sex mannréttindabar- áttumenn hlutu eftir réttarhöldin í Prag fyrir skömmu. Einnig hefur af sömu ástæðu verið hætt við embættismannaviðræður í Prag í næsta mánuði. Búist er við að sendiherrann, Francis Meehan, sem fer til Washington á miðviku- dag, verði a.m.k. viku fjarverandi. gripu þeir til aðgerða er Klakksvíkurbátarnir Kvik og Jogvan lönduðu isfiski þar. Nokkrir togaraskipstjórar heimtuðu legupláss fyrir skip sín, og að færeysku bátunum yrði vikið frá hafnarbakka. Hvorki hafnarverkamennirnir né um- boðsmenn færeysku bátanna féllust á þessar kröfur. Við svo búið tóku tveir skozku skipstjór- anna það til bragðs að hella benzíni yfir afla færeysku bát- anna. Tókst þeim að skemma 500 kassa af 700. Við þetta uppátæki hitnaði viðstöddum mjög í hamsi og varð að kalla til lögreglu til að skakka leikinn. Því var fleygt í Aberdeen síðdegis, að togarasjómenn hygð- ust reyna að koma í veg fyrir að færeyskir bátar, sem þangað væru væntanlegir á morgun, gætu lagst að bryggju. Margrét Thatcher forsætisráðherra Bretland heilsar Hua Kuo-feng Kinaleiðtoga við komu Hua i Downing stræti 10 i gær. Hua er fyrsti formaður kinverska Kommúnistaflokksins sem kemur i bústað brezka forsætisráðherrans. Áttu ieitogarnir tveggja klukkustunda fund i Lundúnum i gær. simunynd ap. Huaí London London, 29. október, AP - Reuter. HUA KUO-FENG, formaður kín- verska kommúnistaflokksins, átti i dag viðræður við Margréti Thatcher forsætisráðherra Bret- lands, en Hua kom síðla i gær i vikulanga opinbera heimsókn til Bretlands. Ekki var neitt látið uppi af opinberri hálfu um viðræðurnar eða hvað leiðtogunum fór á milli, en kunnugir sögðu að leiðtogarnir hefðu fjallað um flóttamanna- vandamálið í Suðaustur-Asíu, þróun mála í Kóreu í kjölfar morðsins á Park Chung Hee for- seta og hernaðarmátt og útþenslu Sovétríkjanna sem leiðtogarnir hafa gagnrýnt harðlega um dag- ana. Hua er fyrsti leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins sem kemur í Downing stræti 10, bústað forsæt- isráðherra Breta. Áður en Hua átti viðræður við Thatcher skoðaði hann sig um í heimsborginni, og fór m.a. í ferð með loftpúðaskipi á Thames-ánni, en Bretar munu leggja áherzlu á að selja Kínverj- um þessi skip og aðrar fram- leiðsluvörur á næstu árum. Eins og hver annar ferðamaður? — Hua Kuo-feng Kinaleiðtogi stillir sér upp fyrir myndatöku á milli tveggja konunglegra lifvarðarmanna i Tower of London er hann skoðaði heimsborgina i gær. Hua, sem er i vináttuheimsókn á Bretlandi, fór að dæmi þúsunda ferðamanna sem árlega stilla sér upp hjá lifvarðarmönnunum og láta vinina taka myndir af sér. Símamynd AP. r Israeli aðstoðaði við að yfirheyra PLO-skæruliða Bonn. MUnchen. 29. október, AP — Reuter. FRANZ Josef Strauss forsætisráðherra Bæjaralands staðfesti í dag, að israelskur leyniþjónustumaður hefði aðstoðað vestur-þýzka leyniþjónustumenn i yfirheyrslum yfir fjórum skæruliðum PLO er handteknir voru við komu til V-Þýzkalands í aprilmánuði sl. Strauss sagði, að yfirvöld í Bæjaralandi hefðu á sínum tíma ekki vitað neitt um málið og að öryggisþjónusta landsins, BND, bæri ábyrgð á málinu. „Það er svívirðilegt hvernig stjórn landsins hefur komið fram í lögsagnarumdæmi Bæjara- lands," sagði Strauss. „Þetta er hneykslismál af fyrstu gráðu og reynt hefur verið að koma sök- inni á yfirvöld í Bæjaralandi," sagði Gerold Tandler innanríkis- ráðherra Bæjaralands. Það var tímaritið Der Spiegel sem skýrði frá hlutdeild ísraelska leyniþjónustumanns- ins í yfirheyrslunum yfir skæru- liðunum. Sagði Spiegel að skæruliðarnir hefðu verið pynt- aðir og neyddir til lyfjatöku við yfirheyrslurnar. Einn þeirra hefði og verið neyddur til að fallast á að myrða Abu Iyad, næst æðsta mann skæruliða- hreyfingar PLO. Er skæruliðinn var leystur úr haldi hélt hann til Beirut á fund Iyad og skýrði honum frá málavöxtum. Fannst skæruliðinn skömmu seinna lát- inn í íbúð sinni, að sögn Spiegels. Talsmaður stjórnarinnar í Bonn, Klaus Bölling, sagði á fundi með fréttamönnum í dag að BND hefði fengið ísraelska leyniþjónustumanninn til liðs við sig að kröfu saksóknara Bæjaralands. Stjórnin í Bonn hefði samþykkt þá málaleitan á þeirri forsendu að hún væri liður í viðleitni til að stemma stigu við hryðjuverkum. Neitað var að hryðjuverkamennirnir hefðu verið pyntaðir og neyddir til lyfjatöku. Þeir hefðu ekki verið yfirheyrðir fyrr en þeir hefðu sjálfir óskað eftir að fá að ræða við leyniþjónustumenn. Park syrgdur Seoul, 29. október, AP-Reuter. BANDARÍKJAMENN sendu í dag flugvélamóðurskip að ströndum Kóreu í kjölfar þeirrar játningar stjórnvalda að Park Chung Hee forseti hefði verið myrtur. Einnig munu háfleygar eftirlitsflugvélar hafa eftirlit með Kór' i og svæð- inu umhverfis. Hundruð þúsunda Kóreumanna vottuðu í dag Park Chung Hee virðingu sína. Sjá nánar „Suður-Kóreu- menn þjappa sér saman eftir morðið“ . . . bls 46 - 47. Begin breytir Jerúsalem. 29. október. AP-Reuter MENACHEM Begin forsætis- ráðherra tilkynnti í kvöld nokkrar breytingar á stjórn sinni í tilraunum sínum til að afstýra kreppuástandi í stjórn- arherbúðum, en ekki tókst hon- um að útnefna eftirmann Moshe Dayans utanríkisráð- herra þar sem Yigael Yadin aðstoðarforsætisráðherra af- þakkaði embættið. Mun Begin áfram gegna starfi utanríkis- ráðherra, en breytingarnar sem hann gerði á stjórninni í kvöld miða að því að minnka mikilvægi utanríkisráðuneytis- ins. Meðal breytinga á stjórn- inni eru þær, að Yigal Horowitz tekur við embætti fjármálaráð- herra af Simcha Erlich, sem gerður var að öðrum aðstoðar- forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.