Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 Eyjólfur Konráð Jónsson: í upphafi þessara orða langar mig að minna á, hve ör þróun hafréttarmálanna hefur verið. Fyrir 6 árum stóðum við í þorska- stríði til að reyna að afla okkur 50 sjómílna fiskveiðiréttinda, og þá fyrst var baráttan fyrir einhliða útfærslu í 200 mílur tekin upp fyrir alvöru. Nú finnst okkur samt sem 200 sjómilna efnahagslögsaga sé sjálfsagður hlutur og svo hefði raunar ætíð átt að vera. Að öllu þessu athuguðu hljótum við að standa fast á okkar rétti. í fyrsta lagi verðum við að halda til streitu óskertri 200 mílna efna- hagslögsögu okkar og í öðru lagi að krefjast jafnréttis við Norð- menn að því er varðar réttindi á Jan Mayen-svæðinu." Þá er það rakið, að við íslend- ingar þurfum í viðræðum við Norðmenn að varast að blanda saman hagsmunum á Jan Mayen svæðinu og hagsmunum okkar ísiendinga innan 200 milna efna- hagslögsögu. Við megum ekki við- urkenna, að Norðmenn einir fari með rétt varðandi Jan Mayen svæðið, heldur sé þar um sameig- inlegt hagsmunasvæði að ræða. Þess vegna verði í viðræðunum ekki rætt um hagsmuni innan grípa til sérstakra aðgerða, ef þurfa þætti, en íslendingar óskuðu þá að gera sambærilega bókun af sinni hálfu. Var þá Ijóst orðið, að báðir aðilar hugðust halda rétt- indum sínum til streitu. Og þá sögu verður að segja eins og hún er, enda á vitorði fjölmargra blaðamanna, sem með fylgdust, þótt utan dyra væri, að norsku fulltrúarnir eyddu mestum tíma síðari dagsins í umræður sín á milli, og leyndi sér ekki, að ágreiningur var um það, hve langt væri unnt að ganga í samningum við íslendinga, þegar þeir héldu fast á beinum eða óbeinum kröf- um sínum um jafnrétti að því er svæðið varðaði. Umræðurnar færðust þá inn á hálögfræðilegt svið, þar sem á það Vaxandi skilningur á íslenzkum réttindum á Jan Mayen-svœöinu í annan stað má vekja á því athygli, að ekki er nema hálft annað ár síðan fulltrúar íslands á hafréttarráðstefnunni tóku að gera sér grein fyrir þýðingarmikl- um hafsbotnsréttindum, sem Islendingar gætu hugsanlega gert tilkall til, og ekki nema rúmt ár síðan baráttan fyrir réttargæzlu í þessu efni var hafin af einurð. Hugur Islendinga, eins og fleiri þjóða, hafði fyrst og fremst verið bundinn við fiskveiðiréttindin, en þegar 200 mílna efnahagslögsagan hafði sigrað, hlutu ný sjónarmið að taka við og barátta okkar í landhelgismálum að færast yfir á ný svið. Ekki var því óeðlilegt, að þrjú fyrstu mál Alþingis haustið 1978 beindust að þessum nýju mark- miðum, en þau fjölluðu um samn- inga við Norðmenn um réttindi á Jan Mayen svæðinu, utan 200 sjómílna efnahagslögsögu íslands, um rannsókn landgrunns Islands og um ytri mörk landgrunnsins til suðurs og mótmæli gegn ásælni Breta á Rockall svæðinu. Þótt hér eigi einungis að ræða um Jan Mayen svæðið minni ég á allar þessar tillögur, því að þær eru náskyldar. Það hefur orðið að samkomulagi á milli okkar frummælendanna, að Gunnar Schram, prófessor, fjallaði um réttarreglurnar eins og þær eru í dag, að svo miklu leyti sem unnt er að tala um mótaðar réttarreglur, eins og hann líka hefur gert, en ég fjallaði meira almennt um málið og þá ekki einungis lögfræðilegu hliðina, heldur líka þá pólitísku, því að ekki verður hjá því komist, þar sem Jan Mayen deiluna er einmitt reynt að leysa af stjórnmála- mönnum til að komist verði hjá alvarlegum árekstrum milli frænda og vinaþjóða. I nokkrum orðum verð ég að rekja helztu rök fyrir því, að íslendingar telja sig eiga réttindi á Jan Mayen svæðinu og styðst þá við greinargerð, sem ég afhenti utanríkisráðherra hinn 30. apríl s.l. að höfðu samráði við aðra fulltrúa stjórnmálaflokkanna á hafréttarráðstefnunni. í þessari greinargerð segir fyrst: „Allt er enn óráðið um réttindi eyja eins og Jan Mayen, þó að ákvæði 121. gr. uppkastsins að hafréttarsáttmála sé Norðmönn- um vissulega styrkur í þeirri baráttu, sem þeir heyja. Yfirlýs- ing Norðmanna um, að þeir hygg- ist taka sér 200 mílna efnahags- lögsögu er þess eðlis, að við verðum að standa vel á verði og tína saman öll þau rök sem styrkt geta hinn íslenzka málstað. Við ýmsu hafa þeir auðvitað gagnrök, en samt er rétt að benda á eftirfarandi: 1. Jan Mayen er á okkar land- grunni. 2. Svæðið heitir á öllum jarð- fræðikortum „Islenzka hásléttan", (Icelandic Platau) og dýpi yfirleitt 1—2000 metrar, þar sem það er ekki ennþá minna. 3. Úthafsgjá er á milli Noregs og Jan Mayen, um það bil 3500 metrar á dýpt. 4. Jan Mayen varð fyrst „ann- exia“ Noregs 1921 og ekki innlim- uð fyrr en 1930. Fram að þeim tíma var hún allt eins talin íslenzk eins og norsk. 5. íslendingar sóttu til Jan Mayen rekavið og töldu sér full- heimilt á undan Norðmönnum og hafa ætíð litið svo á að þeim væri heimil hagnýting þessa hafsvæðis. 6. Hafréttarreglur eiga að byggjast á sanngirnissjónarmið- um fyrst og fremst, og óbyggð smáeyja, sem fyrir tilviljun varð norsk en ekki íslenzk, getur ekki haft sambærilegan rétt við þjóð- land. 7. Engar alþjóðareglur hafa myndast um óbyggðar smáeyjar á landgrunni annars ríkis. Fulltrúar Norðmanna hafa verið beðnir um að benda á dæmi um slika eigna- töku, en ekki getað fram að þessu. 8. Efnahagslögsaga Norðmanna við Jan Mayen myndi skerða hafsbotnsréttindi okkar, jafnvel þótt þeir viðurkenndu óskoraða 200 mílna efnahagslögsögu okkar, því að efnahagslögsagan tekur bæði til hafsins og hafsbotnsins. 9. Réttur til efnahagslögsögu einskorðast við þjóðlönd og hefur verið að myndast „de facto“, þar sem ríki hafa tekið sér hann. Engin slík lög hafa myndast um óbyggðar smáeyjar á landgrunni annarra. Sjálft orðið „efnahags- lögsaga" sýnir, að tilvist þessarar nýju þjóðréttarreglu byggist á því að tryggja þurfi hag fólksins, sem strandríki byggir, en þessi nýskip- an er ekki tekin upp vegna fjar- lægra eyja. 10. 121. grein uppkastsins að hafréttarsáttmála er ekki alþjóða- lög fremur en annað, sem í drögunum stendur. Ekkert af því hefur verið samþykkt. Eru því ekki alþjóðareglur að lögum („de jure“) og aðeins það, sem almennt hefur komið til framkvæmda, er réttur í raun („de facto"). 11. Norðmenn yrðu fyrstir þjóða til að ryðjast inn á land- grunn annars ríkis, vegna óbyggðrar smáeyjar, með þeim hætti, sem þeir nú hafa tilkynnt, að þeir hugsi sér. okkar 200 sjómílna efnahagslög- sögu, án þess þá að jafnframt verði rætt um sameiginlega hags- muni innan efnahagslögsögunnar við Noreg, — og raunar mætti gjarnan gera það, þar sem við höfum mikilla hagsmuna að gæta að því er norsk-íslenzka síldar- stofninn varðar — og uppeldis- stöðvarnar við Noregsstrendur. Umræðurnar í Ráðherra- bústaðnum 29. og 30. júní féllu líka í þennan farveg er á leið. Og mun ég nú gera nokkra grein fyrir þeim, að svo miklu leyti, sem ég tel mér það heimilt, með hliðsjón af því, sem þegar hefur birzt í fjölmiðlum og menn rennir meira og minna grun í. í grein í Morgunblaðinu 10. júlí s.l., sem ég leyfi mér hér með að vitna til, vék ég að þessari tog- streitu á fundinum í Ráðherra- bústaðnum. Þar segir: „í þrem tilvikum fylgdi íslenzka samninganefndin fram þeim sjón- armiðum, sem í „punktum til utanríkisráðherra" er vikið að: 1) Norðmenn þreifuðu fyrir sér um viðurkenningu eða afskipta- leysi Islendinga af því, að þeir tækju sér efnahagslögsögu, síðan fiskveiðilögsögu og loks einhverj- ar mildari fiskverndunarráðstaf- anir á grundvelli 5. gr. norskra laga um efnahagslögsögu. Það kom ekki til greina, nema Islend- ingar áskildu sér sambærilegan rétt. 2) Norðmenn vildu „miðlinu" milli íslenzkrar efnahagslögsögu og Jan Mayen-lögsögu eða fisk- veiðitakmarka, sem vera skyldu norsk. Um það voru íslendingar ekki til viðræðu. 3) Norðmenn vildu hafa hönd í bagga um ákvörðun heildarloðnu- afla innan íslenzkrar efnahags- lögsögu, því var eytt. Ef við hefðum fallizt á eitthvað af þessu, hefðum við veikt okkar stöðu, viðurkennt meiri rétt en Norðmönnum ber. Þess vegna kom það ekki til álita, a.m.k. ekki af minni hálfu." Síðar í greininni segir að gefnu tilefni: „íslendingar eiga rétt á Jan Mayen-svæðinu, a.m.k. til jafns við Norðmenn; það verða menn að fá inn í kollana sína. Samningar um eins árs loðnukvóta (— eins mánaðar loðnukvóta — eða bara einnar viku), sem firra mundi íslendinga þessum rétti, eru svo fjarri lagi, að engu tali tekur, enda væri þar um að ræða afsal lands- réttinda, sem 21. gr. stjórnar- skrárinnar tæki til.“ Erindi flutt í Háskólan- um 25. októ- ber á uegum Orators, félags laganema Umræður þessar voru vissulega erfiðar og stóðu samtals í meira en 20 klukkustundir. Fyrri daginn var haldið áfram fram á nótt og báðir aðilar gerðu þá drög að samkomulagi. Ekki var annað vitað en að fullt samkomulag væri um skiptingu loðnuaflans utan 200 mílna efnahagslögsögu íslands næsta morgun, þannig að á sumarvertíð veiddi hvor aðili um sig 90 þús. tonn af loðnu að hámarki, og í annan stað var samkomulag um það, að koma upp sameiginlegri nefnd og að báðir aðilar skuldbindu sig til að hafa samráð um fiskverndaraðgerðir og önnur sameiginleg áhugamál, að því er fiskveiðar varðaði, á svæðinu og réttindi á sviði haf- réttarmála almennt. Norðmenn lögðu megináherzlu á að fá íslendinga til að sam- þykkja, að þeir gætu gert sérstak- ar fiskverndarráðstafanir á Jan Mayen svæðinu á eindæmi sitt, ef þeim hagsmunum, er verið væri að semja um. þ.e.a.s. loðnustofninum, væri ógnað af þriðja aðila. Vitn- uðu þeir m.a. til norskra laga, sem heimiluðu þeim slíkar aðgerðir. íslendingar voru ófáanlegir til að gefa nokkra slíka yfirlýsingu, og varð þá niðurstaðan sú, að Norðmenn óskuðu að taka inn í samninginn einhliða yfirlýsingu af sinni hálfu um, að þeir mundu var bent, að ný þjóðréttarregla hefði myndast, við slíka samn- ingsgerð, þar sem um væri að ræða sameiginleg yfirráð á víðáttumiklu hafsvæði, en hvergi væri í uppkasti að hafréttarsátt- mála gert ráð fyrir slíkri réttar- reglu, þótt hitt lægi raunar fyrir, að ekkert bann væri við slíku í uppkastinu, né annars staðar í alþjóðalögum eða drögum að þeim. Rahnar hefur síðar verið á það bent, að regla þessi sé ekki alveg ný af nálinni, því að Norð- menn sjálfir hafi grátt svæði í Barentshafi með Rússum, og er þar auðvitað ekki um annað að ræða en sameiginleg hagnýt- ingarréttindi eða yfirráðarétt. Á hitt hefur líka verið bent, að flest sé nú nýtt í hafréttarmálum og réttarreglur í þeim efnum séu nú einmitt í mótun og því rétta tækifærið til að hallast að heppi- legustu lausninni, sem Islendingar telja vera sameiginleg yfirráð með einhverjum hætti. Þar að auki er þess að gæta, að allur andi hafréttaruppkastsins beinist ein- mitt að því, að þjóðunum beri að semja og forðast árekstra. Víðtækt svigrúm hlyti því að vera til samninga. Eins og alkunna er náðist ekki lokasamkomulag í Ráðherra- bústaðnum, þótt drög að því hefðu verið skrifuð og meira að segja breytt tvívegis að ósk norsku fulltrúanna — og íslendingar vissu ekki annað en að þar með væri samkomulag á komið. En síðan hafa fulltrúar íslenskra stjórnmálaflokka, sem um mál þetta hafa fjallað, allir hallast að einhverskonar sameiginlegum hagnýtingar- eða yfirráðarétti, í mismunandi ríkum mæli að vísu. Þannig liggur það fyrir, að í framhaldsviðræðum við Norð- menn verður á það reynt, hvort samkomulag geti náðst um ein- hvers konar sameiginlegan hag- nýtingarrétt. Þessar tillögur islenzkra stjórn- málamanna hafa meira og minna verið birtar, og það sem óbirt er tel ég mig ekki hafa heimild til að rekja og fer því ekki lengra út í þessa sálma, enda er myndin orðin ærið skýr í hugum íslendinga og Norðmenn farnir að gera sér grein fyrir því, að þeir verða að taka tillit til íslenskra hagsmuna á þessu svæði. Og auðvitað er hér ekki einungis um fiskveiðiréttindi að ræða. Hafsbotnsréttindin geta einnig verið mikilvæg. Og ljóst er, eins og áður segir, að Norðmenn mundu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.