Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 Prófkjör — Skodanakönnun — Framboð Alþýðuflokkur Reykjavík: „ÞETTA prófkjör kom mér ánægjulega á óvart, bæði hin góða þátttaka og sigurinn,“ sagði Benedikt Gröndal formaður Ai- þýðuflokksins i samtali við Mbl. i gær, en um helgina sigraði Bene- dikt Braga Jósepsson i prófkjöri um efsta sætið á lista Alþýðu- flokksins í Reykjavik. Atkvæði greiddu 3611 og fékk Benedikt 2900 atkvæði og Bragi 689, en auðir og ógildir voru 22 seðlar. „Ég átti von á því að Bragi fengi þó nokkuð meira en hann fékk, þannig að hefði þátttakan orðið Benedikt Bragi Benedikt á eftir að njóta þessa sigurs... lítil, þá var fyrir hendi sú hætta, sem ég vakti athygli á,“ sagði Benedikt. „En ég er auðvitað ánægður með útkomuna, sem FINNUR Torfi Stefánsson hélt fyrsta sætinu á lista Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, en í prófkjöri um helgina fékk hann 266 atkvæði og Jón Sæmundur Sigurjónsson 62 at- 'væði. Einn seðill var auður. RÓFKJÖRI um annað sæti a Alþýðuflokksins í Vestur- dskjördæmi hlaut Gunnar r Kristófersson, Gufuskálum, j atkvæði og Guðmundur Vé- insson 153 atkvæði. prófkjörinu fyrir síðustu kosn- ■;ar greiddu 1179 atkvæði í kosningu um efsta sætið. Eiður KJÖRGÖGN Þórshafnarbúa í prófkjöri Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra viiltust af leið og varð að senda ný og kusu Þórshafnarbúar i gær einir manna. Talning fer þvi ekki fram fyrr en síðdegis í dag. Um helgina kusu 1494 i prófkjörinu, en í prófkjörinu fyrir síðustu kosningar kusu 2133. Á Akureyri kusu þá um 1600 manns, en innan við þúsund núna. Nú eru þríf í framboði til fyrsta sætis, Bragi Sigurjónsson, Árni Gunnarsson og Jón Ármann Héð- insson. Þeir Bragi og Árni bjóða sig aðeins fram í fyrsta sætið, en Jón Ármann einnig í annað sæti, þar sem Jón Helgason er einnig í framboði. Um 3ja sætið keppa svo Bárður Halldórsson og Sigbjörn Gunnarsson. ÁGÚST Einarsson héit öðru sæt- inu á lista Alýðuflokksins i Suð- urlandskjördæmi, hlaut 405 at- kvæði, i prófkjöri um helgina, en Guðlaugur Tryggvi Karlsson 125 styrkir mína stöðu ákaflega mik- ið.“ „Benedikt er sigurvegarinn. Ég kolféll," sagði Bragi Jósepsson í Jón Karlsson, Sauðárkróki, varð sjálfkjörinn í annað sæti listans. Við síðustu kosningar var Jón í þriðja sæti, en í öðru sæti var Jóhann Möller, Siglufirði, sem ekki gaf kost á sér til framboðs nú. Guðnason fékk þá 1022 atkvæði, eða 86,7% atkvæða og Guðmundur Vésteinsson 153 atkvæði. Gunnar Már Kristófersson skip- aði þriðja sæti listans við síðustu kosningar. Bragi Níelsson, sem skipaði annað sætið, gaf ekki kost á sér til framboðs nú og Eiður Guðnason er sjálfkjörinn í fyrsta sætið. í prófkjörinu fyrir síðustu kosn- ingar fékk Bragi Sigurjónsson 1092 atkvæði, Árni Gunnarsson 808 atkvæði og Bárður Halldórs- son 222 atkvæði. Auðir og ógildir voru 11 seðlar. Bragi var í efsta sæti listans, Árni í öðru og Jón Helgason í þriðja sætinu. UM 700 manns greiddu atkvæði i prófkjöri Alýðuflokksins í Vest- fjarðakjördæmi um helgina, en í prófkjörinu fyrir síðustu kosn- ingar greiddu 543 atkvæði. Talið verður á ísafirði í dag. atkvæði. Magnús H. Magnússon varð sjálfkjörinn í fyrsta sætið. Guðlaugur Tryggvi var í 10. sæti listans við síðustu Alþingis- kosningar. samtali við Mbl. í gær. „Benedikt á eftir að njóta þessa sigurs, ekki bara í komandi kosningum, heldur einnig á næsta flokksþingi og jafnvel lengur. Ég fór að verða var við það á fimmtudaginn, að Benedikt væri að sækja mjög á, en mér fannst stemmningin það góð í sambandi við mitt framboð, að ég hélt allt fram á síðustu stundu að um jafnan leik væri að ræða. En þetta sýnir að mínu viti, að flokksbund- ið fylgi Alþýðuflokksins skipar sér mjög fast um formanninn og þess vegna er ef til vill tæknilega ómögulegt að vinna slag við hann um kjörsæti." í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík fyrir síðustu kosnignar greiddu 5.491 atkvæði. í fyrsta sætið fékk Benedikt Gröndal 2443 atkvæði, eða 44,5% atkvæða. Egg- ert G. Þorsteinsson fékk 1355 atkvæði, Vilmundur Gylfason 1214 ogSigurður E. Guðmundsson 69 atkvæði. í annað sætið fékk Vilmundur 2586 atkvæði, samtals 3800 atkv- æði í 1. og 2. sæti, eða 69,2% atkvæða. Eggert fékk 776 atkvæði, samtals 2131, eða 38,8% atkvæða, Sigurður E. Guðmundsson fékk 942 atkvæði og Bragi Jósepsson 777. í þriðja sæti fékk Jóhanna Sigurðardóttir 2995 atkvæði, eða 54,5% atkvæða, Bragi fékk 1184 og þá samtals 1961 í 3ja sætið og Sigurður E. Guðmundsson fékk 902 atkvæði, samtals 1913 í öll sætin. Þau Vilmundur og Jóhanna urðu sjálfkjörin í 2. og 3. sæti nú og einnig Jón Baldvin Hannibals- son í 4. sæti, sem Björn Jónsson fyrrum ráðherra skipaði við síðustu kosningar. Sighvatur Björgvinsson bauð sig fram í fyrsta sætið, Karvel Pálmason í fyrsta og annað og Bjarni Pálsson bauð sig fram í 2. sætið. Kjósa varð í bæði sætin til að atkvæðaseðillinn yrði gildur. I prófkjörinu síðast kepptu Sig- hvatur Björgvinsson og Jón Bald- vin Hannibalsson um fyrsta sætið. Sighvatur hlaut 398 atkvæði, en Jón 125,17 seðlar voru ógildir og 3 auðir. Jón Baldvin var svo sjálf- kjörinn í annað sætið. Karvel Palmason var við síðustu kosn- ingar efstur á óháðum lista á Vestfjörðum og Bjarni Pálsson var í öðru sæti lista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Alþýðuflokkur í N-vestra: Finnur Torfi öruggur Iþýðuflokkur Vesturlandi: 71 nú — 1179 síðast Alþýðuflokkur N-eystra: Þórshafnarbúar kusu í gær Alþýðuflokkur á Suðurlandi: Ágúst hélt öðru sæti Alþýðuflokkur Vestfjörðum: Um 700 greiddu atkvæði G-listinn í Norður- landskjördæmi vestra G-LISTINN í Norðurlandskjör- dæmi vestra var lagður fram i gær og er hann að stofni til hinn sami og i kosningunum fyrir ári. Efsta sæti listans skipar nú sem áður Ragnar Arnalds, fyrrum alþingismaður. Framboðslistinn er skipaður eftirtöldum mönnum; 1. Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra, Varmahlíð, Skagafirði, 2. Hannes Baldvinsson, framkvæmdastjóri, Siglufirði, 3. Þórður Skúlason, sveitarstjóri, Hvammstanga, 4. Þórarinn Magnússon, bóndi, Frostastöðum, Skagafirði, 5. Guð- ríður Helgadóttir, húsfreyja, Austurhlíð, A-Húnavatnssýslu, 6. Úlfar Sveinsson, bóndi, Ingveldar- stöðum, Skagafirði, 7. Eðvarð Hallgrímsson, byggingameistari, Skagaströnd, 8. Haukur Ingólfs- son, vélstjóri, Hofsósi, 9. Ingibjörg Hafstað, húsfreyja, Vík, Skaga- firði og 10. Kolbeinn Friðbjarnar- son, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku, Siglufirði. Listinn var endanlega ákveðinn á fundi kjördæmaráðs Alþýðu- bandalagsins síðastliðinn laugar- dag. Reykjaneskjördæmi: G-listinn ákveðinn um miðja vikuna UPPSTILLINGANEFND Al- þýðubandalagsins i Reykjanes- kjördæmi var í gærkveldi á fundi í Kópavogi, þar sem fjallað var um tillögu nefndarinnar til kjör- dæmisráðsfundar, sem enn hefur ekki verið boðaður, en líklegt er talið að haldinn verði um miðja vikuna. Morgunblaðið fékk ekki upplýsingar i gærkveldi um til- lögur nefndarinnar. Talið er ljóst, að Geir Gunnars- son, fyrrum alþingismaður, sem skipaði 2. sætið á G-listanum fyrir ári verði nú í 1. sæti listans, þar sem Gils Guðmundsson hefur ákveðið að draga sig í hlé. Þá verður Benedikt Davíðsson, for- maður Sambands byggingamanna og formaður Verkalýðsmálanefnd- ar Alþýðubandalagsins í 2. sæti listans, en um helgina fór fram skoðanakönnun innan Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi, þar sem Benedikt sigraði með yfirburðum, hlaut 67 atkvæði af 89 greiddum atkvæðum. Eru það 75,3% at- kvæða. Þá hafði Morgunblaðið spurnir af því í gær, að líkur bentu til þess, að í þriðja sæti yrði Elsa Kristjánsdóttir í Sandgerði. Eins og áður segir mun uppstill- inganefndin gera tillögur til kjör- dæmisráðs, sem kemur saman um miðja vikuna og gengur endanlega frá framboðslista Alþýðubanda- lagsins við kosningarnar í des- emberbyrjun. G-listinn á Austfjörð- um í burðarliðnum LJÓST mun nú vera orðið, að Lúðvík Jósepsson, fyrrum alþing- ismaður, gefi ekki kost á sér við alþingiskosningarnar, sem fram fara í desemberbyrjun. Enn mun þó ekki hafa verið gengið frá G-listanum í Austurlandskjör- dæmi, en i 1. sæti þar verður Helgi Seljan, fyrrum alþingis- maður, Reyðarfirði og í 2. sæti Hjörleifur Guttormsson, fyrrum alþingismaður, Neskaupstað. Óvist er hver skipar 3. sætið, en Þorbjörg Arnórsdóttir frá Hala í Borgarhafnarhreppi, sem skipaði 4. sæti listans í fyrra, mun hafa lýst yfir þvi að hún gefi ekki kost á sér í framboð nú. Talið er þó vist, að 3. sætið muni skipað af konu. G-listinn, Suðurlandi: Garðar sigraði Baldur naumlega GARÐAR Sigurðsson, fyrrum al- þingismaður úr Vestmannaeyjum sigraði Baldur Óskarsson, full- trúa úr Reykjavik með 9 atkvæða mun i forvali Alþýðubandalags- ins í Suðurlandskjördæmi um helgina. Garðar hlaut 132 at- kvæði, en Baldur 123. Fimm efstu sæti G-listans eru því þannig skipuð: 1. Garðar Sigurðsson, fyrrum alþingis- maður, 2. Baldúr Óskarsson, full- trúi, 3. Margrét Frímannsdóttir, húsmóðir, Stokkseyri, 4. Auður Guðbrandsdóttir, húsmóðir Hveragerði, og 5. Jóhannes Helga- son, bóndi Hvammi. 5 efstu menn G-list- ans á Vestfjörðum ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur ákveðið 5 efstu sæti G-listans í Vestfjarðarkjördæmi við alþing- iskosningarnar i desemberbyrj- un. Efsti maður listans er sem áður Kjartan ÓLafsson fyrrum alþingismaður. Fimm efstu menn eru sem hér segir: 1. Kjartan Ólafsson, fyrrum alþingismaður, 2. Aage Steinsen, ísafirði, 3. Unnar Þór Böðvarsson, Barðastrandarsýslu, 4. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Isafirði og 5. Pálmi Sigurðsson, bóndi, Klúku, Strandasýslu.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 238. tölublað og Íþróttablað (30.10.1979)
https://timarit.is/issue/117631

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

238. tölublað og Íþróttablað (30.10.1979)

Aðgerðir: