Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 33
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 41 Verður erkibiskup + ÞETTA er hinn verðandi æðsti maður brezku kirkjunnar, „Erkibiskupinn af Kantaraborg", Robert Runcie biskup í St. Albans, sem taka mun við erkibiskupsembættinu í byrjun næsta árs. Biskupinn er hér að leggja síðustu hönd á brjóstmynd af sjálfum sér, sem komið verður fyrir í kirkju hans, St. Albans dómkirkju. Hann er frístundamyndhöggvari. Hann hefur getið sér orð fyrir svínarækt og eru það Berkshire-svín, sem hann ræktar. „Rómantískt” niósnamál + HAFIN er í Kaup- mannahöfn rannsókn á fyrsta meiriháttar njósnamálinu þar í landi, að því er fregnir herma. Austur-þýzkur njósnari hefur verið leiddur fyrir rétt sakaður um njósna- starfsemi í landinu fyrir austur-þýzk yfirvöld. Njósnamál þetta hefur á sér blæ „njósna rómans“, því að njósnarinn, 35 ára gamall maður, kemst inn í land „óvinarins“ á fölsk- um pappírum. — Hann framvísar gögnum við komu sína sem bera nafn jafnaldra hans, sem látizt hafði þá skömmu áður. En sá er ekki austur-þýzkur, heldur var hinn látni Vestur-Þjóðverji. Njósn- arinn sem tekið hafði upp nafnið Rudolf Samjeck tók unga konu sem starfar í utanríkisráðuneytinu á löpp. Þessi unga kona fer í skjalaskápana og útvegar njósnaranum þau plögg sem hann biður um. Þegar njósnarinn, Jörg Meyer, var leiddur fyrir rétt í Kaupmannahöfn á dögun- um, hafði hann setið inni í 11 mánuði. Vinkonan úr utanríkisráðuneytinu, Karen Vinten, var þar og. Hafði hann gengið til hennar og kysst á kinn- ina, en hún hafði við það brostið í grát. Njósna- starfsemin fór fram á árinu 1977. En þá voru liðin fjögur ár frá því að maðurinn hafði komið til Danmerkur — á fölskum pappírum sem fyrr segir. Myndirnar eru af „sögu- hetjunum“ í þessu danska njósnamáli. Vetrarskoðun Hafiö bílinn rétt stilltan og spariö bensín — ekki veitir af. 8. Rakavariö kveikjukerfl. 9. Stllltur blöndungur. 10. Skipt um loftsigtl. 11. Stlllt kúpllng. 12. Ath. bremsur. 13. Ljósastllllng. 14. Mældur frostlögur. 15. Stillt kveikja. 1. Ath. og mældur rafgeymlr. 2. Hreinsaölr pólar og smurölr 3. Þrýstireimt vatnskerfl. 4. Skipt um kertl. 5. Skipt um platínur. 6. Innsog athugaö og stlllt. 7. Kvelkjulok athugaö. Verö m/ söluskatti kr. 34.956.-. Innilalið í veröi: kerfi, platínur og loftsía. Davíö Sigurösson h.f. Fiatvidgerdarþjónusta, SÍÐUMÚLA 35, SÍMI 38845. O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.