Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 40
áritstjómogskrifstofu; 10100 ÞRIÐJUDAGUR 30.OKTÓBER 1979 I Sími á afgreiðslu: 03033 ]H«T0tmblnbib Mikið annriki var á hjólbarðavinnustofum um helgina og i gær, er siðbúnir ökumenn settu neglda hjólbarða undir bifreiðar sinar. Ljósm. mm. rax. Þorlákshöfn: samstarfi — segir Björgvin Guðmundsson BORGARFULLTRÚAR Al- þýðuflokksins hafa komizt að samkomulagi um ákveðin vinnu- brögð sín i milli. Þetta var tilkynnt í gærkveldi á aðalfundi Fuiltrúaráðs Alþýðuflokksfélag- anna i Reykjavik og fagnaði fundurinn þessu samkomulagi, sem ekki var gefið upp hvers eðlis væri. Björgvin Guðmunds- son, borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins sagði í gærkveldi, að hann og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir hefðu orðið ásátt um að skýra ekki frá samkomulaginu, en hann teldi það fullnægjandi þannig, að Alþýðuflokkurinn gæti áfram haldið vinstra sam- starfi í borgarstjórn ásamt Al- þýðubandalagi og Framsóknar- flokki. Á fundinum var skýrt frá því, að Björgvin og Sjöfn hefðu náð ákveðnu samkomulagi um vinnu- brögð, er ættu að treysta sam- stöðu fulltrúa Alþýðuflokksins í borgarstjórn. í kjölfar þess gerði fundurinn samþykkt, sem hljóðar svo: „Fulltrúaráð Alþýðuflokksfé- laganna í Reykjavík fagnar því, að borgarfulltrúar Alþýðuflokksins hafa náð samkomulagi og væntir þess, að það samkomulag muni tryggja betur samstöðu fulltrúa Alþýðuflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur í meiriháttar mál- um.“ Björgvin kvað þetta samkomu- lag tryggja það, að hann og Sjöfn gætu tekið þátt í meirihlutasam- starfinu af fullum heilindum. Um væri að ræða starfsreglur, er vörðuðu meðferð mála og undir- búning þeirra fyrir borgarstjórn- arfundi. Eiga þessar starfsreglur að koma í veg fyrir, að slíkt endurtaki sig, sem gerðist, er Landsvirkjunarsamningurinn féil í borgarstjórn. Á fundinum lýstu báðir borgarfulltrúarnir því yfir, að þeir myndu halda meirihluta- samstarfinu áfram og þeir fund- armenn, sem til máls tóku lögðu áherzlu á mikilvægi áframhald- andi samstarfs. Sigurður E. Guðmundsson, formaður Fulltrúaráðsins var endurkjörinn formaður þess. Hlaut hann 51 atkvæði, en Skafti Skúlason hlaut 32 atkvæði. Víðtæk leit að ungu fólki VÍÐTÆK eftirgrennslan og leit fór fram gær að tveimur Þoriákshafnarbúum, 26 ára gamalli konu og 21 árs gömlum manni, sem ekkert hefur spurst til siðan um tíuleytið s.l. föstudagskvöld, er þau sáust saman i bifreið í Þorlákshöfn. Leitað hefur verið i Þoriákshöfn og nágrenni og auglýst eftir fólkinu og bilnum i útvarpi en án nokkurs árangurs. Hefur engin vísbending komið fram um það hvar fólkið er nú niðurkomið og er mönnum hulin ráðgáta hvað gerst hefur. Fullnægjandi fyrir áframhaldandi meirihluta- Hin týndu heita Katrín Sigrún Óiafsdóttir, Reykjabraut 3, og Ómar Berg Ásbergsson, Eyja- hvammi 18. Katrín var klædd í bláar gallabuxur og bláa ullarúlpu en ómar var klæddur í svartar flaueisbuxur og græna mittisúipu. Ómar kom til Þorlákshafnar með rútu skömmu fyrir klukkan 22 s.l. föstudagskvöld, en hann stundar háskólanám í Reykjavík. Katrín sótti hann á endastöð rútunnar og ók hún gulri Lada 1500 bifreið með skrásetningar- númerinu X-4905. Sáust þau aka um þorpið í bifreiðinni en síðan hefur ekkert til þeirra spurzt. Þegar farið var að óttast um Katrínu og Ómar var farið að spyrjast fyrir um þau en það bar engan árangur. Var þá haft sam- band við lögregluna á Selfossi og leit skipulögð. Að sögn Jóns Guð- mundssonar yfirlögregluþjóns á Selfossi var í gær leitað í nágrenni Þorlákshafnar og m.a. notuð þyrla Landhelgisgæzlunnar og SVFI. Þá leituðu kafarar í höfninni fram undir miðnætti í gærkvöldi og bátur með dýptarmæli sigldi um Mikill fjöldi sjálfboðaliða vann við prófkjör sjálfstæðismanna i Reykjavik um helgina, en þessi mynd var tekin i Valhöll i gærkvöldi er unnið var að talningu, sem stóð langt fram á nótt. Ljónm. Emiiu urðsson 3.999, 9. Guðmundur H. Garðarsson 3.076, 10. Elín Pálma- dóttir 1.510,11. Björg Einarsdóttir 1.365 og 12. Jónas Bjarnason 1.339 atkvæði Til þess að gefa fólki hugmynd um þær sveiflur, sem urðu í röðun frá fyrstu tölum, skulu þær einnig birtar hér: 1. Geir Hallgrímsson 1.221, 2. Albert Guðmundsson 1.374, 3. Birgir ísleifur Gunnars- son 1.453, 4. Gunnar Thoroddsen 1.242, 5. Ragnhildur Helgadóttir 1.373, 6. Ellert B. Schram 1.619, 7. Pétur Sigurðsson 1.895, 8. Friðrik Sophusson 2.025,9. Guðmundur H. Garðarsson 1.586, 10. Elín Pálma- dóttir 770, 11. Björg Einarsdóttir 704 og 12. Jónas Bjamason 690 atkvæði. Þegar þessar tölur voru birtar höfðu verið talin 3.200 atkvæði. alla höfn en enginn árangur varð af þeirri leit. Auglýsingar í út- varpi báru heldur engan árangur. í dag hefur verið skipulögð víðtæk leit af hálfu lögreglunnar og Slysavarnafélagsins. Það eru tilmæli lögreglunnar á Selfossi, að þeir sem telja sig geta veitt einhverjar upplýsingar um það hvar Katrín og Ómar eru niðurkomin hafi tafarlaust sam- band við lögregluna. Veturirai kom öku- mönnum á óvart FYRSTI vetrardagur var á laugardaginn, og þá um nóttina byrjaði að snjóa í Reykjavik og víðar sunnanlands, og er menn litu út á sunnudagsmorgun var jörð alhvít. Talsverð hálka var á götum og þjóðvegum, og þrátt fyrir að komið sé langt fram í október og alira veðra von virtist snjórinn koma ökumönnum og eigendum ökutækja i opna skjöldu eins og svo oft áður. Að sögn aðalvarðstjóra lögregl- Aðstoðaði lögreglan marga af unnar i Reykjavík var fjöldi árekstra eða annarra umferðar- óhappa þó ekki mikið meiri en venjulega, en tiltölulega fáar bifreiðar voru á götum á höfuð- borgarsvæðinu á sunnudag. Þá brá einnig svo við eftir að snjóa tók aðfararnótt sunnudagsins að nær allar leigubifreiðar hurfu af götunum, svo fólk sem verið hafði að skemmta sér komst ekki heim. þessum sökum, og þurftu sumir að biða þar til klukkan sex á sunnudagsmorgun í húsi lögregl- unnar eftir fari heim. Þá var þegar á sunnudag mikið að gera á hjólbarðaverkstæðum og hjóbarðasöium, er síðbúnir ökumenn létu taka sumarhjól- barðana undan og setja nagla- dekkin i staðinn. Islending- ur handtekinn með hass í Osló ÍSLENSKUR karlmaður var handtekinn i Ósló á sunnu- daginn vegna gruns um fikniefnamisferli. Fundust á manninum 400 grömm af hassi. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er nú i haldi hjá lögreglunni i Ósló. Rúmlega helmingur talinna atkvæða: Geir, Albert, Birg- ir í efstu sætunum Miklar sveiflur í rödun listans í talningunni í nótt SAMTALS höfðu verið talin 6.200 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins klukkan 01,45 i nótt, en það var rétt rúmlega helmingur atkvæðanna, sem urðu samtals 12.264. Talsverðar sveiflur urðu i talningunni, frá fyrstu tölum, sem birtar voru um miðnætti og þar til næstu tölur birtust á áðurnefndum tíma. Heildaratkvæðamagn Geirs Hallgrimssonar var þá 4.480 atkvæði, þar af 2.367 i 1. sæti, en Alberts Guðmundssonar 4.211 atkvæði, þar af 1.844 i 1. sæti og 2.689 i 1. og 2. sæti. Þessi rúmlega helmingur greiddra atkvæða skiptist þannig á milli frambjóðenda, en þess ber að gæta, að hver tala er samtala þess atkvæðafjölda, sem menn fá í það sæti, sem þeir eru eru í og næstu sæta fyrir framan: 1. Geir Hallgrímsson 2.367 atkvæði, 2. Albert Guðmundsson 2.689, 3. Birgir ísleifur Gunnarsson 2.825, 4. Gunnar Thoroddsen 2.402, 5. Friðrik Sophusson 2.750, 6. Ellert B. Schram 3.241, 7. Ragnhildur Helgadóttir 3.691, 8. Pétur Sig- Sjöfn og Björgvin gerðu leyni- samkomulag um starfsreglur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.