Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979
Sviðsmynd.
Englarnir sögðu: Helvíti
Þjóðleikhúsið. Litla svið.
Hvað sögðu englarnir?
eftir Nínu Björk Árnadóttur.
„Hálfsofandi
með útblásna
líkami“
Leikhús er á ská við raunveru-
leikann, í senn spegill hans og
önnur útgáfa. Markmið þess hlýt-
ur að vera að seiða áhorfandann á
vit þessa hálfsjálfstæða veruleika
og jafnframt að vekja hann af
dróma þess sem hann situr fastur
í dags daglega. Þetta tóks þeim í
Þjóðleikhúsinu seinasta fimmtu-
dag fyrst og fremst með snjallri
sviðssetningu og beitingu leik-
bragða. Mann rak í rogastans er
komið var niður í Leikhússkjall-
arann. Fyrst vissi ég ekki hvar
sviðið var, en það umlukti á þrjá
vegu dansgólfið sem geymdi
áhorfendur. Öll borðaskipan
kringum dansgólfið var að mestu
óbreytt sem á venjulegu vínveit-
ingakvöldi. Helgi Skúla var að
matast við eitt borðið. Virtist
hann njóta matarins þótt hópur
af gestum starði á hann, þar á
meðal nýbakaður menntamála-
ráðherra og fleiri ógnvekjandi
menningarfyrirbæri. Stendur svo
um stund þar til einn leikhús-
gesta segir „Ætli manninum þyki
ekki óþægilegt að matast með allt
þetta fólk glápandi á sig?“ Þó
nokkur leiksigur hjá Helga. En
svo fylltist „Þjóðleikhússkjallar-
inn“ af gestum. Ballið byrjaði.
„I>að er bara
svona“
Við leikhússgestir vorum nú
staddir á dansleik. Við urðum
vitni að samtölum fólks sem var
að skemmta sér. Samtölum sem
brugðu upp leifturmyndum af lífi
þess. Innra sem ytra. Og við
kynnumst ofurlítið Steini, einum
af þessum sem hafa „. . . bara
enga möguleika á neinu“. Sigurð-
ur Sigurjónsson dregur upp mynd
af þessum misskilda smábrota-
Lelkilst
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
manni með hæfilegri kaldhæðni í
málróm og fasi. Ef ekki væru
stöku kómískar hreyfingar, sem
Sigurður má vara sig á að festast
ekki í, þá væri myndin býsna
heilleg. Steinn er skotinn í stúlku
úr peningastétt. Þá uppreisnar-
gjörnu, hugsjónarríku píu tjáir
Tinna Gunnlaugsdóttir af sjald-
gæfum tilfinningahita, sem að
vísu kemur ekki fram í andlits-
vöðvunum. Faðir Brynju á mikla
peninga sem eru auðvitað fengnir
með svindli. Bessi er full letilegur
í hlutverki þessa dæmigerða
Range-Rover eiganda. Helgi
Skúla í öðrum slíkum fleytir sér
hins vegar létt á röddinni. Brynja
á að sjálfsögðu taugaveiklaða
pilluætu fyrir móður. Helga
Bachmann er eiginlega of stór
fyrir þessa sundurbrotnu mann-
gerð. Móðir Steins í píslarvætti
skúringakonunnar er mun nær
Bríeti Héðinsdóttur. Þessi ój-
arðneska persóna er lykillinn að
vandamálum Steins. Framan af í
lífi hans hafði hún veitt honum
öryggi og hamingju. En erfiðleik-
arnir buga hana. Og hann missir
þessa kjölfestu á viðkvæmum
aldri. „í öskrandi birtu sjúkra-
hússins upplifir hún húsið sem ég
(Steinn) hafði sagst ætla að gefa
henni.“ En Steinn stal aldrei
nógu stórt. Við þetta ömurlega
safn bætast svo þreytt harðviðar-
hjón Sjöfn og Daníel. Helga Jóns
er þarna ágæt en Þórhallur
Sigurðsson frábær. Kynvilltur
þjónn (Arnar Jónsson) heldur svo
þessu liði í skefjum af röggsemi.
Ein jákvæð persóna er þó þarna á
ballinu. Félagsráðgjafi. Það er
greinilegt að Sigríður Þorvalds-
dóttir hefur stundað Þórscafé
stíft áður en hún lagði í þá týpu.
Að sjálfsögðu getur þessi kerfis-
engill ekkert gert. Og er líður á
ballið og „gestirnir" gerast
drukknari þá gefst hún hreinlega
upp. Yfir hana leggst sú
andstyggilega spillingargríma
sem á hina færist, nema skúr-
ingakonuna og son hennar.
„Fingur myrk-
ursins flaxa
um axlir mér.“
Já, ekki er myndin björt. Liggur
við að maður svari spurningu
Nínu og segi: Englarnir sögðu
„helvíti". Þannig lítur þá þjóðfé-
lagið út séð frá hælum og betrun-
arstofnunum þess. Sannkölluð
ormagryfja sem hrekur hina
hjartahreinu inn í lokaða klefa en
lætur ormunum leiðast. Þessi
lífsskilningur var manni ljós er á
„ballið" leið í Þjóðleikhússkjall-
aranum á fimmtudagskvöldið,
fyrst og fremst vegna frábærrar
leikmyndar Þórunnar Sigríðar
Þorgrímsdóttur og góðrar verk-
^tjórnar Stefáns Baldurssonar.
En hvert er þá andsvar höfundar
gegn þessum volaða heimi okkar.
Faðir Brynju: Já, eigum við ekki
bara að fá okkur hænur?
Ljóðskáldið Nína Björk Árna-
dóttir á sér hærri og rismeiri
hugsjón.
„Mér er nagt ad höllin
sem ég byKgdi við tjörnina
«é aðeins til í hujfa mínum“
Ljóðskáldið Nína Björk leiðir
okkur að höll sinni og töfrasproti
orða hennar dregur niður vindu-
brúna. Leikritaskáldið Nína
Björk Árnadóttir leiðir okkur að
hænsnakofa.
Bessi Bjarnason og Helgi Skúlason i hlutverkum sínum.
Asparfell — 3ja herb.
sérstaklega falleg 100 fm íbúð í
sér flokki. Verð 25 millj.
Laufvangur Hf.
mjög falleg 70 fm íbúð á góðum
staö. Bein sala.
Noröurbraut Hf.
snotur 2ja til 3ja herb. íbúö á
besta staö í Hafnarf. íbúðin er
öll ný standsett. Verö 15 til 16
millj.
Mosgeröi
2ja til 3ja herb. ósamþykkt
risíbúö. íbúðin er í mjög góöu
standi. Verð 14.5 til 15 millj.
Kópavogsbraut
— sér hæö
sérstaklega falleg ný jaröhæö
107 fm. Lóö og hús fullfrágeng-
iö. Verð 32 millj.
Blikahólar
stórglæsileg 115 fm nettó 4ra
herb. íbúö meö bílskúr. Er laus
strax. Einkasala.
Hrafnhólar — 4ra herb.
falleg 100 fm íbúö með bílskúr.
Allar innréttingar vandaðar.
Einkasala.
Hjá okkur er miöstöö
fasteignaviöskipta á
stór- Reykjavíkursvæö-
inu. Verömetum sam-
dægurs er óskaö er án
skuldbindinga.
flCINAVCR
Kristján Örn Jón**on, *ölu*tj.
Suöurlandsbraut 20,
símar 82455 - 82330
Árnl Einarsson lögfrssöingur
Ólafur Thoroddsen lögtræðingur.
Fasteignasalan
Norðurveri Hátúni 4 a
Símar 21870 og 20998
Vlö Miövang Hf.
Góð 2ja herb. 65 fm íbúö meö
þvottaherb. á hæöinni.
Viö Þingholtsstræti
2ja herb. risíbúö. Laus strax.
Viö Laugaveg
3ja herb. íbúö á 1. hæö ásamt
60 fm plássi í kjallara, býöur
upp á ýmsa möguleika.
Viö Bragagötu
4ra herb. íbúö ásamt óinnrétt-
uöu risi.
Við Melabraut Seltj.
Falleg 4ra—5 herb. íbúö á 1.
hæð (jaröhæö). Allt sér.
í Hlíðum
138 fm sér hæö með bílskúr.
í Kinnum Hf.
Einbýlishús, kjallari, hæð og ris
í timburhúsi.
í Vestmannaeyjum
120 fm íbúö, hæö og ris
nýstandsett.
Viö Smiöjuveg
Iðnaöarhúsnæöi 258 fm., góð
innkeyrsla, gæti selst í tvennu
lagi.
Viö Furugrund
3ja herb. 86 fm íbúö á efri hæö,
tilb. undir tréverk til afhend-
ingar strax.
Viö Ásbúö
Fokhelt raðhús á tveimur hæð-
um.
Viö Kambasel
Raöhús á tveimur hæöum. Hús-
inu verður skilaö fokheldu að
innan, fullfrágengnu aö utan
meö frágenginni lóð.
Hilmar Valdimarsson
fasteignaviöskiptl.
Jón Bjarnarson hrl.
Brynjar Fransson sölustj.
Heimasími 53803.
ÞURFIÐ ÞER HIBYLI
* Seláshverfi
Fokhelt einbýlishús 160 fm.
Bílskúr. Falleg teikning.
* Furugrund
3ja herb. íbúö á 2. hæö tilb.
undir tréverk og málningu.
íbúðin er tilb. til afhendingar.
* Vogar
Vatnsleysuströnd
Einbýlishús ca. 90 fm steinhús
meö bílskúr. Verð ca 13-14
millj.
* lönaöarhús
Ártúnshöföi
Til sölu iðnaöarhúsnæði á tveim
hæðum. Ca. 300 fm hvor hæö.
Góðar innkeyrsludyr. Selst í
einu eöa tvennu lagi.
* Hjallabraut Hf.
4ra herb. íbúö á 2. hæö, tvær
stofur og tvö svefnherbergi,
eldhús, baö, sér þvottahús,
stórar suöur svalir.
* Mosfellssveit
Fokhelt einbýlishús ca 150 fm
að grunnfleti auk tvöfalds
bílskúrs á jarðhæö og mögu-
leika á lítilli 2ja herb. íbúö.
Hef fjársterka kaupend-
ur aö öllum stæröum
íbúöa.
Seljendur, veröleggjum
samdægurs, yöur aö
kostnaöarlausu.
HÍBÝLI & SKIP
Garðastræti 38. Simi 26277
Gisli Ólafsson 201 78
Málflutningsskrifstofa
Jón Ólafsson hrl Skúli Pálsson hrl
Húseign í miðborginni
Kjallari 2 hæðir og ris. Grunn-
flötur 81 ferm. Nánari upplýs-
ingar á skrifstofunni.
Kópavogur
Nýleg 5 herb. íbúð á 1. hæð.
110 fm. Skipti á 4ra herb. íbúð
ásamt bílskúr koma til greina.
Seljahverfi
Nýleg stór 2ja herb. íbúö ásamt
fullfrágengnu bílskýli. Skipti á
3ja—4ra herb. íbúö koma til
greina.
Bólstaöahlíð
86 fm íbúö á jaröhæö. Sér hiti.
Sér inngangur. 2 geymslur.
Verö 19—20 millj.
Fífuhvammsvegur
4ra herb. íbúö 100 fm á 1. hæö.
40 fm bílskúr fylgir. Verð 35
millj.
Kjarrhólmi
Mjög góö 3ja herb. íbúð 90 fm.
Þvottahús á hæöinni.
Kleppsvegur
3ja herb. íbúö 90 fm á 1. hæð.
Verö 23 millj.
Hátröö Kópavogi
3ja herb. íbúö 93 fm. Bílskúr
fylgir. Verö 25 millj.
Fífusel
5 herb. íbúö. Sér þvottahús.
Bílskýlisréttur. Verð 25—26
millj.
Laufás Garöabæ
5 herb. íbúö á 1. hæð. Bílskúr
fylgir upphitaöur og meö heitu
og köldu vatni.
Ugluhólar
Nýleg einstaklingsíbúö.
Krummahólar
2ja herb. íbúö ca. 60 fm.
Kárastígur
2ja herb. íbúð á 1. hæð. Sér
inngangur. Sér hiti. Verö 15
millj.
Óskum eftir öllum
stæröum fasteigna á
söluskrá.
Pétur Gunnlaugsson, lögfr.
Laugavegi 24,
símar 28370 og 28040.