Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 17 skerða okkar hafsbotnsréttindi, ef þeir tækju fulla efnahagslögsögu á svæðinu utan okkar 200 mílna. Engin veit að vísu hversu mikil- væg þessi réttindi kunni að reyn- ast, en líkur benda þó til, að á hafsbotni norður og norð-austur af íslandi geti verið olía og jarðgas og e.t.v. málmar, og hljót- um við íslendingar að halda rétti okkar til streitu, þótt ekki væri af öðru en því, að við viljum hafa íhiutunarrétt um það, að ekki verði gert jarðrask, sem ógnað gæti íslenskum fiskimiðum. Þess má einnig geta, að á Hafréttarráðstefnunni eru rædd- ar heimildir strandríkja til ein- hliða aðgerða til verndar fiski- stofnum utan 200 mílna efna- hagslögsögu. Slíkar heimildir gætu Islendingar notað til að vernda loðnustofninn á Jan Mayen-svæðinu, ef það væri al- þjóðlegt svæði, en norsk efna- hagslögsaga mundi firra okkur þessum rétti. Hér er því einnig um að ræða gæzlu réttinda, sem Islendingum geta verið mikilvæg. I 2. mgr. 63. gr. núverandi uppkasts að hafréttarsáttmála er um þetta fjallað. Þar er sú skylda lögð á ríki að leita samkomulags um fiskvernd utan 200 mílna, þegar fisktegund veiðist bæði utan og innan efnahagslögsögu. Þetta ákvæði er enn að vísu veikt, en verulegur áhugi er á að styrkja það. Þannig flutti t.d. Argentína viðaukatillögu við þetta ákvæði á síðasta fundi ráðstefnunnar, þar sem gert er ráð fyrir, að reglur þær, sem strandríkið kann að setja einhliða, með hliðsjón af þeim fyrirmælum, sem gilda inn- an 200 mílna efnahagslögsögu, skuli bindandi fyrir aðvífandi fiskiskip, ef samkomulag hefur ekki náðst innan hæfilegs tíma. Óljóst er auðvitað, hver niður- staðan kann að verða í þessu efni, en ekki er ólíklegt, að einhver millivegur verði fundinn. Þá skoð- un styðja ákvæði 6. og 7. gr. Genfarsamningsins frá 1958, þar sem strandríkjum voru veitt ein- hliða réttindi til fiskverndarað- gerða utan landhelgi, en þess er þó að gæta, að fiskveiðitakmörk voru þá ekki miðuð við 200 mílur. Síðan fundurinn var haldinn í Ráðherrabústaðnum hefur íslenzka utanríkisráðuneytið aflað ýmiskonar upplýsinga um réttind- in á Jan Mayen svæðinu, sem að verulegu leyti hefur verið birt, og raunar þegar verið fjallað um hér í kvöld, og skal ég því ekki lengja mál mitt með endurtekningum, en mig langar þó að vitna hér í eitt skjal, sem tekið er saman af Páli Imsland, jarðfræðingi, nú í lok september, 'en hann er manna fróðastur um Jan Mayen svæðið. í niðurstöðu hans segir, að það sem einkenni ísland og hafsvæðið norðan þess sé: „Það er myndað við ákveðið þekkt jarðfræðilegt ferli. Það myndar eina órofna heild, sem er innbyrðis lík, en ólík nágrenni sínu. Það er náttúruleg heild með náttúruleg takmörk í tíma og að mestu leyti einnig í rúmi. Að því er bezt er vitað er það einstakt í sinni röð á jörðinni. Ekkert haf- svæði annað á að baki sér sambærilega þróunarsögu." Niðurstaðan af öllu því, sem að framan er rakið, hlýtur að vera sú, að íslendingar haldi fast á rétti sínum, bæði til fiskverndar og fiskveiða á Jan Mayen svæðinu, og þá ekki síður til hafsbotnsréttind- anna. Ekki skulum við þó gera okkur vonir um að ná fram öllum kröfum okkar. Slíkt gerist yfirleitt ekki í mannlegum samskiptum og sízt þegar fjölmargir eru til um- fjöllunar. Mín skoðun er hins vegar sú, að Islendingar og Norðmenn eigi að reyna að ná samkomulagi fyrir næsta fund hafréttarráðstefnu og loka þar með þessu víðáttumikla hafsvæði. Það hljóta að vera sameiginlegir hagsmunir ríkjanna. Þegar línur skýrast í íslenzkum stjórnmálum, hljóta viðræður við Norðmenn því að verða upp teknar að nýju. Prófkjör — Skoðanakönnun — Framboð Framsókn í Reykjavík: Ólafur og Guðmundur efstir ÓLAFUR Jóhannesson mun skipa fyrsta sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík og Guðmundur G. Þórarinsson annað sætið, en þeir hlutu bindandi kosningu í atkvæðagreiðslu fulltrúaráðs framsóknarmanna í Reykjavík um helgina. Ólafur fékk 239 atkvæði af 254, þar af 183 í fyrsta sæti og Guðmundur fékk 60 atkvæði í fyrsta sæti og 73 í annað, samtals 133 atkvæði í tvö fyrstu sætin, en Haraldur Ólafsson, sem varð þriðji, fékk 4 atkvæði í fyrsta sæti og 108 í annað, samtals 112 atkvæði. Gengið verður fraramboðslistanum í kvöld. Auk 183 atkvæða í fyrsta Kristján Friðriksson fékk 4 sæti fékk Ólafur Jóhannesson atkvæði í annað sæti, 24 í 3ja, 41 atkvæði í annað sæti, 11 í þriðja, 1 í fjórða og 3 í fimmta. Guðmundur fékk samtals 187 atkvæði, sem fyrr segir 133 í 1. og 2. sæti, 42 í 3ja sæti, 7 í 4rða sæti og 5 í fimmta sæti. Haraldur fékk samtals 186 atkvæði, sem fyrr segir 112 í fyrsta og annað, 43 í þriðja, 21 í fjórða og 10 í fimmta. Sigrún Magnúsdóttir fékk eitt atkvæði í fyrsta sæti, 16 í annað, 65 í þriðja, 79 í fjórða og 23 í fimmta, samtals 184 atkvæði. 52 í fjórða og 59 í fimmta, samtals 139 atkvæði. Kristinn Ágúst Friðfinns- son hlaut eitt atkvæði í annað sæti, 25 í 3ja, 49 í fjórða og 56 í fimmta, samtals 131 atkvæði. Jón Aðalsteinn Jónasson hlaut 2 atkvæði í annað sæti, 17 í 3ja sæti, 11 í fjórða sæti og 26 í fimmta sæti, samtals 56 atkvæði. Geir Viðar Vilhjálmsson fékk 2 atkvæði í annað sætið, 12 í þriðja, 13 í fjórða og 21 í fimmta, samtals 48 atkvæði. Framsókn á Vestfjöröum: Gunnlaugur tap- aði í þrið ju lotu „ÉG GERÐI það svona upp á sett að fara i níunda sætið,“ sagði Gunnlaugur Finnsson, Hvilft, Flateyrarhreppi, í sam- tali við Mbl.í gær, en á kjördæm- isþingi framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi um helgina tapaði Gunnlaugur öðru sætinu til ólafs Þ. Þórðarsonar, en fyrir síðustu kosningar bauð ólafur sig fram i annað sæti á móti Gunnlaugi, en tapaði þá. Engin áhöld voru um það, að Steingrímur Hermannsson skyldi áfram skipa fyrsta sæti listans, en þegar kom að öðru sæti, voru greidd atkvæði. Rétt um 50 manns sóttu kjördæmis- þingið og skyldi sá hljóta annað sætið sem fengi meirihluta at- kvæða. í fyrstu atrennu mun Gunnlaugur hafa fengið 18 at- kvæði, Olafur 15 og Sigurgeir Bóasson, Bolungarvík, 12 at- kvæði. í annarri atkvæðagreiðslu urðu Gunnlaugur og Ólafur jafn- ir, hlutu 21 atkvæði hvor, en Sigurgeir 7. Þá dró Sigurgeir sig til baka og var kosið á milli Gunnlaugs og Ólafs. Gunnlaugur fékk áfram 21 atkvæði, en Ólafi bættust við 7 atkvæði og fékk 28 og þar með annað sæti listans. Ólaíur var við síðustu kosningar skólastjóri á Suðureyri en er nú skólastjóri í Reykholti í Borgar- firði. Sigurgeir Bóasson skipar svo þriðja sæti listans, Finnbogi Gunnlaugur Finnsson Hermannsson, Núpi, er í 4. sæti, sem Jónas R. Jónsson, Melum, skipaði síðast. í fimmta sæti er áfram Össur Guðbjartsson, Láganúpi, í sjötta sæti er Magda- lena Sigurðardóttir, ísafirði, sem skipaði sjöunda sætið síðast, í sjöunda sæti er Jósep Rósin- kransson, Fjarðarhorni, í átt- unda Sigurjón Hallgrímsson, ísafirði, í níunda Gunnlaugur Finnsson og í tíunda sætinu er Guðmundur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli. Þeir Jósep, Sigurjón og Guðmundur Ingi áttu ekki sæti á listanum við síðustu kosn- ingar. Sigrún Sturludóttir hlaut eitt atkvæði í fyrsta sæti, tvö í annað, 7 \ þriðja, 10 í fjórða og 28 í fimmta, samtals 48 at- kvæði. Jónas Guðmundsson fékk 1 atkvæði í annað sæti, þrjú í 3ja, 6 í 4rða og 18 í fimmta, samtals 28 atkvæði. Ólafur tekur nú sæti Einars Ágústssonar, sem ekki gaf kost á sér, þar sem hann tekur við sendiherrastöðu í Kaup- mannahöfn um áramót. Guð- mundur G. Þórarinsson var í öðru sæti síðast og vann það þá í prófkjöri af Þórarni Þórarinssyni, sem skipaði þriðja sætið, en gaf ekki kost á sér til framboðs að þessu sinni. í síðustu kosningum skipaði Sverrir Bergmann fjórða sætið á lista Framsókn- arflokksins í Reykjavík, Kristján Friðriksson var r 5, sæti, Sigrún Magnúsdóttir í 6., Jón Aðalsteinn Jónasson var í 7., Geir Viðar Vilhjálmsson var í 8. sæti, í 9. sæti var Brynjólfur Steingrímsson og Sigrún Sturludóttir var í 10. sætinu. Framsókn, Norðurlandi vestra: Siglfirdingar sættust á Ingólf FRAMSÓKNARMENN í Siglufirði sættu sig, þegar á kjördæmaþingið var komið, við það að nýr maður settist í þriðja sæti listans í Norður- landskjördæmi vestra í stað Guðrúnar Benediktsdóttur, Hvammstanga, en Siglfirð- ingar vildu prófkjör eða þá, að þeir færðust upp sem áfram gæfu kost á sér. Páll Péturs- son skipar nú fyrsta sæti listans, Stefán Guðmundsson, Sauðárkróki, annað sæti og Ingólfur Guðnason, Hvamms- tanga, þriðja sætið. ólafur Jóhannesson kom á kjördæm- isþingið og kvaddi samherja sina i kjördæminu. Bogi Sigurbjörnsson, Siglu- firði, skipar 4. sætið, Jón Ingi Ingvarsson, Skagaströnd, er í 5. sæti, Brynjólfur Svein- bergsson, Hvammstanga, í 6., Helga Kristjánsdóttir, Silfra- stöðum, í 7., Sverrir Sveins- son, Siglufirði, í 8. og Gunnar Oddsson, Flatatungu, sem skipaði 10. sætið síðast, er nú i 9. sæti. í tíunda sætinu er svo Ólafur Magnússon, Sveins- stöðum. Framsókn á Suðurlandi: Nýir menn í 3., 4. og 5. sæti ÞÓRARINN Sigurjónsson og Jón Helgason skipa áfram tvö efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins i Suður- landskjördæmi. í þriðja sæti er Böðvar Bragason, Hvolsvelli, í fjórða sæti Rikharð Jónsson, Þorlákshöfn, og i fimmta sæti Jóhann Björnsson, Vestmanna- eyjum, en enginn þessara manna var á listanum við síðustu kosn- ingar. I sjötta sæti er Guðni Ágústs- son, Selfossi, í 7. sæti Sólrún Ólafsdóttir, Kirkj ubæj arklaustri, í 8. Einar Steingrímsson, Vest- mannaeyjum, í 9. Garðar Hann- esson, Hveragerði, í 10. Steinþór Runólfsson, Hellu, í 11. Jón R. Hjálmarsson, Selfossi, og í 12. sæti er Sváfnir Sveinbjarnarson, Breiðabólstað. Framsókn á Austurlandi: Guðmundur Gísla- son í 3ja sæti FRAMBOÐSLISTI framsókn- armanna i Austurlandskjör- dæmi hefur verið ákveðinn. Vil- hjálmur Hjálmarsson fyrrum ráðherra gaf ekki kost á sér Framsókn á Reykjanesi: Nýir menn íöllum sætum JÓHANN Einvarðsson, Keflavík, skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins i Reykjaneskjördæmi, Markús Á. Einarsson, Hafnarfirði, ann- að og Helgi H. Jónsson, Kópa- vogi, þriðja. Á kjördæmisþingi um helgina hlaut Jóhann 216 atkvæði í fyrsta sæti en Markús 52. í kosningu um annað sætið fékk Markús 136 atkvæði og Helgi 126 og í kosningu um þriðja sæti fékk Helgi 187 atkvæði, Leó Löve 54 og Þrúður Helgadóttir 28, en Leó gaf ekki kost á sér í neðra sæti en það þriðja. Þrúður Helgadóttir, Mos- fellssveit, skipar fjórða sæti listans, Ólafur Vilhjálmsson, Garðabæ, er í fimmta sæti, Bragi Árnason, Kópavogi, er í 6. sæti, Sigurður Jónsson, Sel- tjarnarnesi, er í 7. sæti, Unnur Stefánsdóttir, Kópavogi, er í 8. sæti, Kristín Björnsdóttir, Grindavík, er í 9. sæti og í 10. sæti er Margeir Jónsson, Keflavík. Enginn þessara átti sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi við síðustu Alþingiskosningar. áfram og skipar Tómas Árnason nú fyrsta sætið og Halldór Ásgrímsson annað sætið, en þeir voru í öðru og þriðja sæti siðast. í þriðja sæti nú er Guðmundur Gíslason stöðvarstjóri og í fjórða sæti Jón Kristjánsson, Egils- stöðum, sem skipaði fjórða sætið síðast. í fimmta sætið kemur Alrún Kristmannsdóttir, Eski- firði, í stað Þorleifs Kristmunds- sonar á Kolfreyjustað. í sjötta sæti er Kristján Magnússon, Vopnafirði, eins og síðast og í 7. sæti Beta Einarsdóttir, Kálfa- fellsstað, í 8. sæti. Sveinn Guð- mundsson, Sellandi, í níunda sæti Friðjón Skúlason, Neskaupstað, og í tíunda sæti Þórdís Bergs- dóttir, Seyðisfirði. Þau fjögur síðasttöldu eru ný á lista fram- sóknarflokksins í Austurlands- kjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.