Morgunblaðið - 30.10.1979, Síða 23

Morgunblaðið - 30.10.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 31 Frá vinstri. Alfreð Guðmundsson, Davíð Oddsson, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Þorkell Valdintarsson, Þóra Kristjánsdóttir og Þorgerður Ingólfsdóttir við móttöku málverksins. Reykjavíkurborg f ær málverk eftir K jarval Þorkell Valdimarsson hefur gefið Reykjavíkurborg olíumálverk eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval. Myndin sýnir Dyrfjöll. Málverkið var afhent stjórn Kjarvalsstaða á 94. afmælisdegi Kjarvals 15. október síðast liðinn, til varanlegrar varðveislu að Kjarvalsstöðum og sýningar þar eftir ákvörðun stjórnar og listráðunauta Kjarvalsstaða, eins og segir í gjafarbréfinu. Afturhvarf til verndar stefnu og viðskiptahafta Þorláks- hafnarbúar leggja upp í leikför LEIKFÉLAG Þorlákshafnar er um þessar mundir að leggja i leikför um Suðurland með leikrit- ið Grenið eftir Kjartan Heiðberg, leikstjóri er Eyvindur Erlends- son. Laugardaginn 3. nóvember verður sýnt í Leikskálanum í Vík í Mýrdal, sunnudaginn 4. nóvember klukkan 14 í Gunnarshólma í Landeyjum, og um kvöldið í Hellu- bíói á Hellu á Rangárvöllum. Laugardaginn 10. nóvember verð- ur sýnt í Vestmannaeyjum, og hinn 17. nóvember verður sýnt í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Einnig er í bígerð að sýna á Selfossi, en ákvörðun um sýn- ingardag hefur ekki verið tekin. Grenið hefur nú verið sýnt fimm sinnum í Þorlákshöfn við mjög góða aðsókn, og lætur nærri að helmingur þorpsbúa hafi nú séð leikritið. Að lokinni leikförinni er síðan áætlað að hafa eina sýningu í heimabyggðinni á ný. Barney Dawson aðalpersóna kvikmyndarinnar „Hrakförin“. Ævintýra- mynd í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ hefur í dag sýn- ingar á bandarísku ævintýra- kvikmyndinni „Hrakförin““. Handritið er eftir Colin Drake, framleiðendur eru John Williams og David S. Waddington sem jafnframt er leikstjóri. Tónlistin við myndina er eftir Tommy Tycho. Með aðalhlutverkin fara Sean Kramer, Brett Maxworthy, Lionel Long, Jack Alleb og Spike Milli- gan. Myndin greinir frá ungum dreng, Barney Dawson, sem ætlar til föður síns sem vinnur við námur í Ballarat í Ástralíu. Barn- ey tekur sér far með skipinu Lady Jane sem ferst við ströndina í fárviðri. Barney bjargast og á ströndinni hittir hann Rafe Dugg- an sem er afbrotamaður og hafði verið fangi á skipinu. í leit að föður Barneys komast þeir Rafe og Barney í margar hættur og undir lok myndarinnar virðist sem þeir félagar verði að lúta í lægra haldi fyrir óvinum. adalumræduefni á fundi þing- mannanefnd- ar EFTA AÐALUMRÆÐUEFNI á fundi þingmannanefndar EFTA, Fríverzlunarsam- taka Evrópu, í síðustu viku, var tilhneiging til að hverfa aftur til verndar- stefnu og viðskiptahafta í milliríkjaviðskiptum. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu, að öflugs þrýstings í átt til verndarstefnu hefði gætt á því tímabili lítils hagvaxtar, mikillar verðbólgu, gengissveiflna og vax- andi atvinnuleysis, sem staðið hefur frá 1973. Ríkisstjórnir hafa gripið til ýmissa aðgerða, sem aflaga viðskiptakjör, en samt hef- ur ekki átt sér stað neitt meiri háttar hrap niður í almennar verndaraðgerðir. Þingmannanefndin var sam- mála um að í verndaraðgerðum er enga Iausn að finna á vandamál- um sem uppi eru í heimsviðskipt- um. Verndaraðgerðir hafa í för með sér þegar frá líður sóun verðmæta, þær magna verðbólgu, stöðva eða tefja nauðsynlegar kerfisbreytingar og aðlögun og fækka atvinnumöguleikum frekar en fjölga þeim. þar að auki bera verndaraðgerð- ir ætíð í sér hættu á gagnráðstöf- unum, og þingmannanefndin taldi ástæðu til að rifja upp, hversu verndaraðgerðir og verndarstefn- an magnaði heimskr-eppuna á fjórða áratug aldarinnar og dró hana á langinn. Nefndin fagnaði undirritun marghliða fríverzlunarsamkomu- lags milli EFTA-landanna og Spánar, bæði sem vitnisburði um ásetning ríkisstjórna að vinna áfram að afnámi viðskiptahafta og sem þýðingarmiklu skrefi til að færa evrópska fríverzlunarkerfið út til enn einnar evrópskrar lýð- ræðisþjóðar. Nefndarmenn skipt- ust á upplýsingum varðandi full- gildingu í þjóðþingum ríkjanna og létu í ljós von um að samkomulag- ið kæmi til framkvæmda 1. janúar 1980. Þá fjallaði nefndin um mögu- leika á óformlegu sambandi við þing Efnahagsbandalagsins, EBE. Hún lét í ljós ánægju með viðleitni sameiginlegrar nefndar EFTA og Júgóslavíu til að koma á iðnaðar- samvinnu milli fyrirtækja í EFTA-löndum og Júgóslavíu. r Islenzka grafíkin veigamest - segir gagnrýnandi Politiken NORRÆNA grafíksam- bandið hélt nýlega sýn- ingu í Nikolajkirkju í Kaupmannahöfn. Hefur sýningin fengið lofsam- lega dóma í dönskum blöð- um, þótt fundið sé að því hve yfirgripsmikil hún er, en sýndar voru næstum 300 grafíkmyndir frá öll- um Norðurlöndunum. Bertel Engelstoft, myndlist- argagnrýnandi Politiken, hæl- ir mjög framlagi íslenzkra grafíklistamanna og segir meðal annars: „í fljótu bragði verður ekki annað séð en hin íslenzka deild sýningarinnar sé hin veigamesta. Ætimyndir Jennýjar E. Guðmundsdóttur af klæðisplöggum á herðatré eru markvissar og afdráttar- lausar. Ætimyndir Eddu Jóns- dóttur af blómablöðum eru prýðilegar abstraksjónir og Valgerður Bergsdóttir sýnir fjaðrir og fuglavængi á hug- myndaríkan hátt. Súrrealísk- ar myndir Ragnheiðar Jóns- dóttur bera vott um dirfsku og ógnvekjandi eru abstraksjónir Bjargar Jónsdóttur, þar sem fyrirmyndin er sótt í svefnbæi nútímans." Renault 5 í rallkeppni sem haldin var helgina 20.-21. okt. sl. á vegum BÍKR og Bandag, sigraöi Renault 5 Alpine. Keppnin var mjög erfiö, og sýndi Renault 5 hversufrábærlegatrausturogöruggur hann er. í könnun hins virta þýska bílarits Auto Motor und Sport, reyndust þrír sparneytnustu bensínbílar heims vera: 1. Renault 4 GTL. 2. Citroen 2 CV. 3. Renault 5 GTL. Það er engin furða, að hinn aflmikli, mjúki og eyðslugranni Renault 5 sé mest selda gerð franskra bíla, því margur er knár, þó hann sé smár. Renault skrefi á undan. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.